Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Blaðsíða 41
Skrýtið Sakamál 41Helgarblað 2.–5. maí 2014
Ekki farið fram
á dauðadóm
Megan Huntsman, konan sem
grunuð er um að hafa myrt sex
nýfædd börn sín, var formlega
ákærð vegna morðanna í vik-
unni. Huntsman eignaðist börnin
á um tíu ára tímabili, frá 1996 til
2006, en er talin hafa deytt þau
strax eftir fæðingu. Líkamsleifar
barnanna fundust vel innpakkað-
ar í kössum í bílskúr við heimili
hennar fyrr í þessum mánuði.
New York Post greinir frá því
að ekki verði farið fram á dauða-
dóm yfir Huntsman. Ástæðan er
sú að árið 1997, eða ári eftir að
hún varð yngsta barni sínu að
bana, var lögum breytt á þá leið
að þá fyrst var hægt að fara fram
á dauðarefsingu vegna morðs
á barni undir fjórtán ára aldri í
Utah-ríki þar sem Huntsman býr.
Ekki er búið að finna hver
dánarorsök barnanna var en
bandaríska alríkislögreglan, FBI,
kemur meðal annars að rann-
sókn málsins. Verði hún fundin
sek bíður hennar lífstíðarfang-
elsisvist.
T
ara Correa-McMullen var
16 ára að marka sín fyrstu
spor í leiklist árið 2005 og
hafði landað hlutverki í sjón-
varpsþáttunum bandarísku
Judging Amy. Í þáttunum lék hún
fyrrverandi meðlim gengis, Graciela
Reyes, sem hafði átt erfiða æsku og
lítið lært með árunum.
Að sögn sumra var nánast hægt
að heimfæra hlutverkið upp á raun-
veruleikann hvað Töru varðaði.
Tara fékk sitt fyrsta hlutverk, og
eina, í kvikmyndinni Rebound árið
2005, fyrir tilstuðlan móður sinnar
sem þá vann hjá umboðsskrifstofu
og mælti með dóttur sinni í hlutverk
í myndinni.
Fyrir bjó Tara ekki að nokkurri
leiklistarreynslu, en fékk þó síð-
ar, sem fyrr segir, hlutverk Gracielu í
Judging Amy og birtist þar reglulega.
Í slagtogi með gengisgaur
Tekjur Töru af leiklist gerðu henni
kleift að festa kaup á eigin íbúð,
sem hún gerði snemma árs 2005, í
Inglewood í kaliforníu. Hún lét sem
vind um eyru þjóta ráð ættingja og
vina um að ljúka skólagöngu og ákvað
að tímanum yrði betur varið í annað.
Tara tók saman við gengisgaur,
sem var tíu árum eldri en hún og
segir ekki frekar af því sambandi sem
olli þó umboðsmanni hennar svo
miklum áhyggjum að hann tók upp
þann hátt að senda bíl eftir henni til
að tryggja að hún mætti í tökur. Sú
ráðstöfun bar ekki árangur og að lok-
um rifti umboðsskrifstofan samningi
við Töru.
Í eldlínunni
Að kvöldi dags 21. október, 2005, dró
til tíðinda. Það kvöld stóð Tara í fé-
lagsskap tveggja karlmanna fyrir utan
íbúðablokk við East Plymouth-stræti
í Inglewood í Los Angeles. Það kvöld
var tara skotin til bana í því sem lög-
reglan lýsti sem gengjastríði. Félagar
hennar tveir særðust en lifðu af.
Nú skal nefndur til sögunnar
Damien nokkur Watts, tvítugur
pörupiltur sem var viðloðandi
glæpagengi og gott betur.
Fyrir einhverra hluta sakir
beindust grunsemdir lögreglunnar
að Damien og á endanum, 1. mars
2006, var hann ákærður fyrir eitt
morð og tvær morðtilraunir. Reynd-
ar var Damien þá á bak við lás og slá
vegna annarrar skotárásar sem gerð
hafði verið daginn áður en Tara var
drepin.
Önnum kafinn við skotárásir
Daginn fyrir morðið á Töru hafði
Damien, að því er talið var, í félagi
við Joseph Wayne Jones skotið til
bana Thomas Sanders, 31 árs mann
sem var í mestu makindum að setja
þvott inn í bifreið sína. Þeir skutu
enn fremur að þremur öðrum mönn-
um og Damien hélt því fram að hann
hefði bara viljað senda keppinaut-
um sínum tóninn. Enginn umræddra
manna tengdist glæpaklíkum yfir-
höfuð, en það er önnur saga.
Dómur fellur
Lyktir fengust á þessi mál 23. janúar,
2009, þegar Damien Watts var sak-
felldur fyrir tvö morð; á Töru Correa-
McMullen og Thomas Sanders, og
hlaut fyrir vikið fimmfaldan lífstíðar-
dóm á möguleika á reynslulausn.
Joseph Wayne Jones, sem tókst að
lauma sér inn í þessa frásögn, fékk
það sem honum bar, en slapp þó bet-
ur en Damien, og var dæmdur til lífs-
tíðardóms – einfalds – án möguleika
á reynslulausn. n
Sextán ára
SmáStirni myrt
Tara Correa-McMullen
Lenti í eldlínunni í skotárás sem gerð
var, að sögn, til að kenna glæpagengi
lexíuna. Tara, sem náði 16 ára aldri, var
að feta sín fyrstu skref á leið til frægðar
og frama.
„Félagar
hennar tveir
særðust en lifðu af
Hvað gerðist í Hinterkaifeck?
Dularfyllsta morðmál í sögu Þýskalands
E
itt alræmdasta og dular-
fyllsta morðmál í sögu
Þýskalands átti sér stað
á afskekktu bújörðinni
Hinterkaifeck í Bæjaralandi
fyrir rúmlega níutíu og tveimur
árum. Að kvöldi 31. mars árið 1922
voru allir sex ábúendur Hinterkai-
feck myrtir með haka; hjónin And-
reas og Cäzilia Gruber, Viktoria
dóttir þeirra, börn hennar, Cäziliu,
sjö ára, og Josef, tveggja ára, og
þernan Maria Baumgartner. Ýmis
atriði sem komu í ljós við rannsókn
glæpsins gera málið aðeins ískyggi-
legra. Fáeinum dögum fyrir morðin
hafði Andreas sagt nágranna sínum
að hann hefði séð fótspor, í snjón-
um, sem áttu upptök sín í skógi
við mörk eignarinnar og leiddu
að bænum, hann fann engin spor
frá bænum. Auk þess sagðist hann
hafa fundið dagblað sem enginn
á bænum kannaðist við að hafa
keypt. Hann tjáði nágranna sín-
um auk þess frá því að lyklar hefðu
týnst.
Lögreglumenn sem rannsökuðu
málið á sínum tíma töldu að ábú-
endur hefðu með einhverjum
hætti verið laðaðir einn af öðrum
inn í hlöðuna þar sem þeir voru
svo myrtir. Morðinginn virðist því
næst hafa farið inn í húsið og myrt
tveggja ára son Viktoriu í vöggu.
Líkin fundust nokkrum dögum síð-
ar er nágrannar fór að hafa áhyggj-
ur þar sem ekkert hafði sést til Gru-
ber-fjölskyldunnar. Við krufningu
kom í ljós að sjö ára dóttir Viktor-
iu hafði ekki látist undir eins, hún
hafði rifið hár af höfði sér með-
an hún lá við hliðina á líkum fjöl-
skyldu sinnar. Þrátt fyrir umfangs-
mikla rannsókn var málið aldrei
leyst. Allt að hundrað manns voru
yfirheyrðir, sá seinasti árið 1986. n
hjalmar@dv.is
Stórskuldugur
eftir gabb
Danik Kumer, 21 árs karlmaður
frá Ohio í Bandaríkjunum, hefur
verið dæmdur í þriggja mánaða
fangelsi og til að greiða banda-
rísku og kanadísku strandgæsl-
unni hálfa milljón dala, 56 millj-
ónir króna. Ástæðan er sú að fyrir
tveimur árum sagðist hann hafa
komið auga á bát á Erie-vatni
sem í voru fjórir einstaklingar.
Tilkynningunni fylgdi að hann
hefði séð neyðarblys og augljóst
væri að báturinn ætti í vand-
ræðum. Eins og vera ber var til-
kynningin tekin alvarlega og tóku
bandaríska og kanadíska strand-
gæslan þátt í leit. 70 manns tóku
þátt í aðgerðum sem tóku tæpan
sólarhring.
Eftir að aðgerðum lauk viður-
kenndi Kumer að hann hefði
ekki séð neinn bát en þó talið sig
hafa séð neyðarblys. Nú er komin
niðurstaða í dómsmál sem höfð-
að var á hendur honum. Lög-
maður Kumers segir að dómnum
verði áfrýjað.
Bóndabærinn Líkin
fundust í hlöðunni
sem sjá má til vinstri.
Drepinn
með hamri
Kviðdómur í Bandaríkjunum hef-
ur fundið Marissu Devault seka
um morð á eiginmanni sínum.
Devault gekk illilega í skrokk á
Dale Harrell í Phoenix í Arizona
árið 2009. Ekki var farið fram á
dauðarefsingu yfir Devault en
dómari mun tilkynna um refs-
inguna þann 6. júní, líklega lífs-
tíðarfangelsi. Ástæða morðsins
mun hafa verið sú að Devault vildi
fá líftryggingu eiginmanns síns
greidda, en sjálf sagðist hún hafa
framið verknaðinn í sjálfsvörn,
Dale hefði beitt hana líkamlegu og
kynferðislegu ofbeldi um árabil.
n Í sjónvarpinu tengdist Tara glæpagengjum n Í raun var það ekki fjarri sanni