Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Síða 42
Helgarblað 2.–5. maí 201442 Lífsstíll
Marmari
er málið
Gamli góði marmarinn hefur
fylgt mannkyninu frá örófi alda.
Marmari er mjög vinsæll í inn
anhústísku um þessar mundir –
bæði í húsgögnum og aukahlut
um. Borð, bakkar, kertastjakar,
styttur og fleira úr marmara sést
nú víða í hönnunartímaritum og
búðum. Marmarveggir og borð
plötur eru að ryðja sér til rúms
sem og marmaragólf.
En marmarinn er ekki bara vin
sæll í innanhússhönnun og mun
um heldur er marmaramynstur
líka vinsælt í fötum og efnum.
Veggfóður Fallegt veggfóður með
marmaramynstri.
Föt Marmaramynstur er heitt.
Marmarabakki Marmarabakkar eru
fallegir á borð og skapa hlýlegan blæ.
Hægt er að raða alls kyns fallegum
hlutum á bakkana.
Borðbúnaður Smart borðbúnaður
með marmaramynstri.
Jóga dregur úr fæðingarkvíða
Rannsókn sýndi að konur sem stunduðu jóga á meðgöngu óttuðust síður fæðinguna
S
amkvæmt nýrri rannsókn
getur jóga á meðgöngu haft
jákvæð áhrif gegn streitu
og hræðslu við barnsburð.
Niðurstöður rannsóknarinn
ar leiða í ljós að jógaiðkun á með
göngu dregur töluvert úr kvíða vegna
fæðingarinnar. Margar konur kvíða
fæðingunni mikið en stundi þær jóga
virðast þær verða öruggari og reiðu
búnari til þess að takast á við hana.
Rannsóknin var gerð við Man
chesterháskóla og náði til tveggja
hópa kvenna sem voru komnar 22
vikur á leið. Tekið var viðtal við kon
urnar sem tóku þátt í rannsókninni,
þegar þær voru búnar að stunda jóga
í tvo mánuði. Flestar voru sammála
um það að eftir að hafa stundað jóga
í þessa tvo mánuði hefði hræðslan
við fæðinguna minnkað töluvert.
Annar hópurinn var í vikulegum
jógatímum á meðan hinn hópur
inn fór á fæðingarnámskeið. Á
jóganámskeiðinu voru konunum
kenndar öndunaræfingar sem og
æfingar til þess að styrkja líkamann
og minnka verki.
Niðurstöðurnar voru þær að kon
urnar sem voru í hópnum sem fór í
jógatímana voru mun minna stress
aðar fyrir fæðingunni en þær sem
fóru á fæðingarnámskeiðið.
John Aplin sem er prófessor við
skólann segir að það ætti að bjóða
upp á jógakennslu á spítölum.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýni
að regluleg jógakennsla geti hjálp
að konum mikið á meðgöngunni
og gæti átt þátt í að minnka líkur á
bráðakeisara. n
viktoria@dv.is
Jóga gerir gott
Rannsóknin sýnir að
jóga á meðgöngu
hjálpar til við að
draga úr fæðingar-
kvíða og getur
dregið úr verkjum.
J
ákvætt fólk er almennt talið
hamingjusamara og lifa inni
haldsríkara lífi en þeir sem nei
kvæðir eru. Hérna eru nokkur
góð ráð til þess að gera hugs
unarháttinn jákvæðari.
1 Vertu þakklát/ur Það er mikilvægt að þakka fyrir alla
góðu hlutina í lífinu. Þú átt kannski
ekki mikið af peningum en ef þú átt
fjölskyldu, börn, vini, vinnu og frelsi
vertu þá þakklát/ur fyrir það. Okkur
er tamt að væla yfir hlutum sem
skipta engu máli. Eitt af því mikil
vægasta í því að tileinka sér jákvæða
hugsun er að æfa þakklæti.
2 Bækur sem veita inn-blástur Veldur lestrarefni sem
veitir þér innblástur. Lestu bækur
sem hjálpa þér að vera jákvæðari. Ef
þú ert lítið fyrir að lesa bækur lestu
þá blogg eða stuttar greinar. Það
er fullt af frábærum greinum sem
hjálpa þér að gera jákvæðnina að
vana.
3 Skrifaðu jákvæða hluti Það gerast jákvæðir hlutir hjá
okkur á hverjum degi, við sjáum þá
stundum ekki. Sama hversu erfiður
dagurinn hefur verið þá er alltaf
hægt að finna eitthvað gott við hann
eða það sem framundan er. Næst
þegar þér líður illa skrifaðu þá niður
alla góðu hlutina við daginn og
skapið mun lagast. Það er svo margt
jákvætt sem við leiðum ekki hugann
að, því miður er okkur oft tamt að
sjá frekar það sem neikvætt er.
4 Byrjaðu smátt Það er auðvelt að finnast það yfirþyrmandi
að gera jákvæðnina að vana. Það
er betra að byrja hægt og á litlu
hlutunum. Ef maður ætlar sér of
mikið þá endar það oft með því að
maður gerir ekki neitt. Þú munt ekki
læra jákvæðnina yfir nótt, hafðu
þolinmæðina að leiðarljósi og taktu
stutt skref í átt að markinu.
5 Forðastu neikvætt fólk-Þegar maður er umkringdur
neikvæðu fólki þá er erfitt að hugsa
jákvætt. Reyndu að eyða frekar tíma
með jákvæðu fólki. Neikvætt fólk
dregur mann niður. Jákvætt fólk
mun veita þér þann stuðning sem
þú þarft til þess að gera jákvæðnina
að vana.
6 Jákvæð áminning Skrifaðu niður jákvæðar áminningar
á lítil blöð. Setningar sem veita þér
innblástur eða orð sem minna þig á
að forða þér frá neikvæðninni. Festu
miðana upp á áberandi staði. Til
dæmis inni á baðherbergi, við fata
skápinn, á ísskápinn og á skrifborðið
í vinnunni. Það gleður að rekast
á miðana fyrir tilviljun og minnir
mann á markmiðið.
7 Hugleiddu Hugleiðsla gerir kraftaverk. Ein áhrifaríkasta
leiðin til þess að ná þessu marki er
hugleiðsla. Tæma hugann einu sinni
eða oftar á hverjum degi hjálpar þér
að sjá hlutina á skýrari hátt. Reyndu
að hugleiða allavega í fimmtán
mínútur á dag og þú munt fljótlega
sjá árangur. Ef þú hugleiðir daglega
muntu fljótlega geta einbeitt þér
að litlu fallegu hlutunum í lífinu og
verða jákvæðari og hamingjusamari.
Vendu þig á
jákvæðni
7 leiðir í átt að jákvæðara lífi
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is