Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Qupperneq 53
Menning 53Helgarblað 2.–5. maí 2014 É g hef aldrei nokkurn tím­ ann séð jafn margar löggur á sama stað. Ekki í búsáhalda­ byltingunni, ekki í styttu­ mótmælunum í Eistlandi, ekki einu sinni í kringum göngu nýnasista sem ég varð eitt sinn vitni að í Washington. Og samt er þetta bara ósköp venjulegur fyrsti maí í Berlín. Lögreglulið frá gervöllu Þýska­ landi er á hverju ári flutt til höfuð­ borgarinnar í tengslum við há­ tíðarhöldin. Árið 1987 fór allt úr böndunum í Vestur­Berlín og allt logaði í óeirðum í tvo daga. Síðan þá taka yfirvöld enga sénsa. Hátíðarhöldin byrja kvöldið áður, á Valborgarmessu sem hér nefnist Walpurgisnacht. Þetta er sú nótt þar sem hliðið á milli mann­ heima og heima annarra vera opn­ ast, og því er viðeigandi að hátíðar­ höldin séu í Mauerpark, þar sem múrinn sem skildi að austur og vestur var. Hér hoppa Berlínarbú­ ar yfir eldinn í viðurvist lögreglu­ þjóna. Gömul þjóðtrú segir að þeir sem ekki tekst að stökkva yfir logana muni þurfa að horfa upp á hús sitt brenna á komandi ári. Ung kona í síðbuxum ríður á vaðið, dettur en er bjargað úr logunum. Hún reyn­ ir einu sinni enn, og í þetta skipt­ ið heppnast aðgerðin. Sá næsti er karlmaður klæddur í Skotapils og kemst yfir í fyrsta stökki. Ég spyr hann á eftir hvort pils sé heppileg­ ur klæðnaður fyrir eldhopp. Hann segir reynsluna hafa verið góða og hlýja neðan til. Gengið gegn nasisma Dagurinn eftir er dagur verka­ lýðsins og á svæðinu í kringum Kottbusser Tor virðast allir hóp­ ar samankomnir eins og á tón­ leikahátíð á Hróarskeldu. Á einu horni er rastapartí í boði Sómala, á því næsta eru pönkarar að sveifla höfðum sínum við dynjandi tón­ list, á því þriðja er eitíspartí þar sem dansað er við Michael Jackson. Þetta er Berlín eins og maður vill að hún sé, borgin þar sem allir geta verið það sem þeir vilja. „Fátæk en sexí“ eins og einn fyrrverandi borgarstjóri orðaði það. Þetta risavaxna götupartí hefur þó alvarlegri undirtón. Ein helsta ástæðan fyrir hinu blómlega mannlífi borgarinnar er sú að eftir að múrinn hrundi tæmdist austur­ hluti borgarinnar og nóg varð til af ódýru húsnæði þar sem listamenn og alls konar jaðarhópar komu sér fyrir. Hægt og rólega fer þó hús­ næðisverð hækkandi, og þó að það sé enn mun ódýrara að vera hér en í öðrum evrópskum stórborgum er hætta á að fyrr eða síðar verði Berlín borg eins og allar aðrar. Margir mótmæla þessari þróun með göngum. Stærsta ganga dags­ ins er þó farin gegn nasisma. Tugir þúsunda taka þátt í göngunni sem endar fyrir framan Branden­ borgarhliðið. Playmo-löggur í hópum „Á næsta ári göngum við að þing­ húsinu,“ er kallað í gjallarhorn. Internasjónalinn er sunginn en mótmælagangan leysist friðsam­ lega upp. Við Kottbusser Tor er hins vegar spennuþrungnara ástand. Lögreglan hefur hér búið sér til öryggissvæði þar sem hún hefur verið króuð af og fólk kastar í hana flöskum og flugeldum. Hætta er á að fá eitthvað í haus­ inn ef maður stendur of nálægt, og blaðamenn bera hjóla­ eða skíða­ hjálma á höfðinu. „Ganz Berlin hasst die Polizei,“ hrópar fólkið, öll Berlín hatar lög­ guna. Það er þó erfitt að átta sig á hverju verið er að mótmæla, „van­ hæf ríkisstjórn“ er alltént mark­ vissara. Fyrir mér minna þýskar löggur helst á Playmo­kalla í sín­ um grænu og hvítu litum. Og það þrátt fyrir að hér beri þeir ekki að­ eins piparúðabrúsa heldur dæl­ ur á bakinu. Þegar hjálmarnir eru teknir niður kemur í ljós að sum­ ar sveitir lögreglumanna eru með hanakamba. Jógamótmæli Lögreglan gengur um göturnar eins og óvinasvæði, minnst 20 saman í hóp. Ef hún nemur stað­ ar er rómversk skjaldborg mynduð og þegar göngunni er haldið áfram bankar hver í þann sem fyrir aftan er svo enginn verði útundan. Tvær löggur falla tímabundið úr hópn­ um og eru ansi skelkaðar að sjá þar til þeir finna félaga sína á ný. Maður gengur inn fyrir öryggis­ hlið lögreglunnar, eins og nauta­ bani sem nálgast bolana hægt. Hann girðir niður um sig og sýn­ ir þeim rassinn við mikinn fögnuð viðstaddra. „Í München væru þeir búnir að berja alla,“ segir stúlka frá Bæjaralandi, svæði sem þekkt er fyrir bæði löghlýðni og lögreglu­ ofbeldi. „Í Brasilíu væru þeir byrj­ aðir að skjóta fólk,“ bætir ein frá Sao Paulo við. „Þetta eru bara jógamótmæli,“ segir einn Berlínarbúi sem hefur séð mörg mótmæli áður. Byltingarástand ríkir í borginni þann 1. maí ár hvert, en flestir eru sammála um að allt hafi ver­ ið með friðsamara móti. Seinna um kvöldið ákveður einhver að kveikja í vírum lestarkerfisins og lamar um stund almenningssam­ göngur borgarinnar. Hann segir þetta hafa verið gert í pólitískum tilgangi, án þess að geta útskýrt hver merkingin var. Kannski byrj­ ar byltingin á næsta ári. n Byltingar- ástand í Berlín Öll Berlín hatar löggur Venjulegur 1. maí Lög- reglulið frá gervöllu Þýska- landi kemur til Berlínar, þar sem allir hata lögguna. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com „Í München væru þeir búnir að berja alla Kvenforkar og hörkutól n Íslendingasögurnar gefnar út á Norðurlöndum n Stærsta þýðingarverkefni Vesturlanda n Fimm binda ritsafn sögu og fremstur í stafni hefur stað­ ið útgefandinn, Jóhann Sigurðsson. Útrásin hófst árið 1997 þegar hann stóð að fyrstu og einu samræmdu heildarútgáfu Íslendingasagna og ­þátta á ensku, The Complete Sagas of Icelanders I–V í ritstjórn Viðars Hreinssonar. Útgáfan hlaut frábærar viðtökur um víða veröld og fékk þá umsögn að hún væri „a milestone in international publishing“ í New York Review of Books. Í kjölfarið var gerður samstarfs­ samningur við Penguin­útgáfuna um framleiðslu níu stakra bóka úr heildar­ útgáfunni fyrir ritröðina Penguin Classics í umsjá Örnólfs Thorsson­ ar. Fræðimenn á vegum útgáfunn­ ar ritstýrðu bókunum með inngangi og skýringum. Þessar útgáfur hafa margfaldað útbreiðslu Íslendinga­ sagna, hvarvetna styrkt ímynd lands og þjóðar og laðað til landsins tug­ þúsundir ferðamanna ár hvert eins og opinberar kannanir hafa staðfest: ríf­ lega fjórðungur ferðamanna kemur til landsins vegna kynna sinna af íslensk­ um miðaldabókmenntum. Óttast um verkefnið eftir hrun Eftir útrásina í enskumælandi heimi vildi Jóhann halda áfram á sömu braut á Norðurlöndum og ráðist var í þýðingarnar árið 2006. Kristinn lýsir tilfinningum sínum sem svo þegar hrunið varð og verk­ efnið sýndist um skamma hríð í voða: „Það var hræðileg tilfinning að óttast um verkefnið enda hef­ ur verið svo vel að því staðið og all­ ir bjartsýnir á áframhaldandi fram­ gang þess. Svo kemur fjárhagslegt hrun og allir bankar sem voru bún­ ir að lofa okkur fyrirgreiðslu farnir á hausinn. Þá var svolítið erfitt en sem betur fer leystust málin hægt og ró­ lega og virtustu sjóðir og menningar­ stofnanir á Norður löndum eru í hópi styrktar aðila verkefnisins. Í Svíþjóð voru það Torsten Söderbergs Stiftelse og Sænska akademían sem lögðu okkur lið.“ Gegnumheiðarleg hetja En hver skyldi uppáhaldssöguhetja Kristins vera? „Það er án efa Þórólfur Kveldúlfsson, föðurbróðir Egils Skallagrímssonar. Hann var gegnumheiðarlegur maður. Hann var hetja allt til enda sem sagði aldrei skilið við vini sína. Egils saga er saga bændahetja gegn norska konungsvaldinu og það er eitthvað við sögu Þórólfs sem hreyf­ ir meira við mér en sögur annarra og trúi ég að það gæti verið þetta samspil trygglyndis og heiðarleika.“ Vonar að barnabörnin bregði á leik Von er til þess að meira efni verði unnið úr Íslendingasögunum. Þýð­ ingarnar eru aðeins fyrsta skrefið. Markhópurinn sem kaupir vandað safn Íslendingasagna er lítill að sögn Kristins, en mikilvægur. „Þýðingarnar eru mikilvægt skref og nú hefst útbreiðsla sagnanna fyr­ ir alvöru. Sjálfur vona ég að útgáf­ an verði til þess að það verði hægt að vinna upp meira efni tengt Ís­ lendingasögunum. Að úr þeim verði hægt að útbúa leiki, barnabækur og nota þær sem grunn í fleiri menn­ ingarafurðir. Útgáfan hefur mikla þýðingu hvað varðar útbreiðslu sagnanna og Saga forlag hefur lagt þungt lóð á vogarskálarnar,“ seg­ ir Kristinn og segist vona að barna­ börn hans í Svíþjóð finni sér fyrir­ myndir í hetjum sagnanna eins og hann forðum daga. n Kristinn Jóhannesson Vonast til þess að sænsk þýðing nái til ungmenna í Svíþjóð. Rakel Garðarsdóttir Fann sér sterka fyrirmynd í Auði djúpúðgu Ketilsdóttur. „Útgáfan hefur mikla þýðingu hvað varðar útbreiðslu sagnanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.