Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 2
Vikublað 24.–26. júní 20142 Fréttir Leið yfir þá eftir gasleka Tveir Íslendingar misstu meðvit- und við jarðborun vegna gasleka á fimmtudaginn í síðustu viku á Filippseyjum. Óhappið átti sér stað þegar verið var að prófa borholu á eyjunni Biliran. Þegar holan var prófuð gaus upp jarð- gas og í kjölfarið leið yfir átta starfsmenn, þar af Íslendingana tvo. Þeir starfa báðir fyrir Mann- vit sem kemur að jarðvarmaver- kefni á svæðinu. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahús og hafa náð sér að fullu. Fimm í tveggja manna bíl Þónokkur umferðarbrot áttu sér stað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum síðastliðna helgi. Þar á meðal stöðvaði lögregla bíl sem skráður var fyrir tvo; einn farþega auk ökumanns. Bílstjór- inn og farþegar bifreiðarinnar voru þó töluvert fleiri, eða alls fimm. Einn sat í farþegasæti, tveir aftur í og einn í farangursrýminu, að sögn lögreglunnar. Lenti með veikan farþega Farþegaflugvél þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli um liðna helgi, þar sem farþegi í henni veiktist. Vélin var á leiðinni frá Los Angeles til London þegar við- komandi einstaklingur kenndi sér meins og var því ákveðið að milli- lenda hér og koma farþeganum undir læknishendur. Sjúkrabifreið og lögregla tóku á móti vélinni og var farþeg- inn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Ráðuneytið fullfært um að upplýsa málið n Segir ráðherra í sérkennilegri stöðu gagnvart fólkinu í landinu A ðalmálið er að nú held ég að það liggi algjörlega ljóst fyrir að ráðuneytið, ráð- herrann og aðstoðarmenn hennar, hafa það í hendi sér að upplýsa málið til fulls,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, dós- ent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, spurður um stöðuna sem komin er upp í lekamáli innanríkis- ráðuneytisins. „Það liggur ljóst fyrir að þau hafi það í hendi sér að gera það. Þau hafa hins vegar kosið að gera það ekki og það er allrar athygli vert. Mér finnst þetta stóri punkturinn í stöðu máls- ins eins og það blasir við í augna- blikinu,“ segir Eiríkur sem spyr jafn- framt þessarar áleitnu spurningar: „Hvers vegna kýs ráðuneytið að upplýsa ekki um alvarlegt lekamál þegar ljóst er að þau hafa allar upp- lýsingar í höndunum til þess að gera það?“ DV ræðir einnig við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, lektor í stjórn- sýslufræðum við stjórnmálafræði- deild Háskóla Íslands, og Svan Krist- jánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hann segir óhugsandi að ímynda sér svipaða stöðu í nágrannalöndunum. Aðstoðarmenn grunaðir Eins og DV greindi frá fyrir helgi eru báðir aðstoðarmenn ráðherr- ans með réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þá hefur verið upplýst að annar þeirra, Gísli Freyr Valdórs- son, átti fjögur símtöl við starfs- mann Vísis að kvöldi dags hinn 19. nóvember og eitt símtal við starfs- mann Morgunblaðsins morguninn eftir. Stuttu eftir samtölin við Gísla birtu miðlarnir fréttir sem byggðu á minnisblaði innanríkisráðuneyt- isins. Hanna Birna gaf ekki upp hver réttarstaða hennar og aðstoðar- manna hennar væri þegar hún var spurð út í málið á Alþingi í síð- ustu viku. Samkvæmt dómskjölum virðist sem Gísli Freyr sé grunaður um að hafa átt við skjalið á svipuð- um tíma og hann ræddi við starfs- mann 365. Þá kemur fram að Gísli Freyr hafi gefið litlar útskýringar á því misræmi sem komið hefði fram í svörum hans hjá lögreglu. Eins og DV hefur greint frá var ærumeiðandi aðdróttunum bætt við minnisblað- ið áður en það komst í hendur fjöl- miðla. Kjósa leyndina Eiríkur Bergmann segir merkilega stöðu komna upp. „Núna þegar við vitum að ráðuneytið er fullfært um að upplýsa málið þá verður það auðvitað mjög sérkennileg staða gagnvart fólkinu í landinu að upp- lýsa það ekki og það er eitthvað sem menn verða að svara fyrir og hafa góða ástæðu til.“ Hann segir samfé- lagið eiga heimtingu á því að málið sé gert upp á heiðarlegan hátt. „Þetta snýst ekki um að vernda einn eða neinn. Það er orðið ljóst hverjir komu að málinu og þeim er því í sjálfsvald sett að upplýsa það en hafa enn sem komið er kosið að gera það ekki.“ Þá bendir hann á að þó að málið sé enn þá til rannsóknar setji það engar hömlur á ráðherrann og aðstoðarmennina um að greina frá því hvernig málið er til komið. „Þau geta gert það sjálf ef þau svo kjósa. Þau hafa bara kosið að gera það ekki.“ Pólitísk ábyrgð Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lekt- or í stjórnsýslufræðum við stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands, segir málið enn í rannsókn og því ekki hægt að segja til um sekt eða sakleysi. „Sé það hins vegar rétt að aðstoðarmenn ráðherra hafi réttar- stöðu grunaðs manns í þessu máli er málið komið á það stig að vera verulega íþyngjandi og hugsanlega skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem hér eiga í hlut.“ Í ljósi þess að hér sé um að ræða pólitíska aðstoðarmenn ráðherra en ekki embættismenn þá beri að hafa í huga að ráðherra skipi þá sjálfur tímabundið sér til aðstoðar sam- kvæmt 22. grein laga um Stjórn- arráð Íslands. „Aðstoðarmenn starfa þannig alfarið á ábyrgð og í umboði ráðherra og allt sem þeir gera og segja er í umboði ráðherra. Störfum aðstoðarmanna fylgir því pólitísk ábyrgð en ekki stjórnunarleg eins og í tilviki embættismanna og annarra skipaðra eða ráðinna starfsmanna ráðuneyta. Þessari pólitísku ábyrgð eru aðstoðarmenn ráðherra í störf- um sínum að fylgja eftir í umboði síns ráðherra.“ Engjast úti á berangri Sigurbjörg segir málið skaðlegt fyr- ir stjórnsýsluna almennt. „Það er mitt mat á þessari stöðu sem nú er komin upp, ef rétt reynist, að það sé skaðlegt fyrir stjórnsýsluna al- mennt og þá starfsskilyrði aðstoðar- manna ráðherra sérstaklega að ráð- herra skuli ekki hafa strax í upphafi axlað þessa pólitísku ábyrgð sjálfur og stigið til hliðar á meðan málið er rannsakað og þannig hlíft aðstoðar- mönnum sínum við þeim óþægind- um sem rannsókninni fylgir.“ Það geti ekki verið gott „fyr- ir metnaðarfulla og kappsama að- stoðarmenn og konur sem vilja vinna ráðherra sínum vel, og séu stundum tilbúnir til að ganga langt í þeim efnum, að vera látnir engjast einir úti á berangri ef og þegar eitt- hvað fer úrskeiðis“. Ráðherrum sé mikilvægt að geta ráðið sér vand- aða og hæfa aðstoðarmenn og það styrki stjórnsýsluna almennt að skerpa þannig skilin milli pólitískrar starfsemi ráðherra og stjórnarfram- kvæmda innan ráðuneytisins. Óhugsandi í nágrannalöndum Sigurbjörg bendir á að störf að- stoðarmanna séu tímabundin og mörgum hafi reynst erfitt að finna sér störf við hæfi að loknu starfi sínu sem aðstoðarmenn ráðherra. „Hætt er við að mál sem þetta þrengi aðgengi að vönduðum og hæfum einstaklingum til þessara starfa með ráðherrum. Það er skaði fyrir alla sem hlut eiga að máli, þ.e. stjórn- sýsluna, stjórnmálin og almenning. Þannig ber ráðherrum að axla sína pólitísku ábyrgð, meðal annars til að vernda hagsmuni stjórnsýslunn- ar og almennings og þar með taka þessa almennu hagsmuni fram yfir sína eigin pólitísku hagsmuni.“ Svanur Kristjánsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir viðbrögðin í lekamál- inu hafa verið furðuleg frá upphafi. Í stað þess að viðurkenna einfald- lega að Tony Omos og aðstandend- ur hans hefðu fullan rétt til þess að mótmæla ákvörðun innanríkisráðu- neytisins um að vísa honum úr landi hafi fyrstu viðbrögðin verið þau að fara í pólitískan slag. Svanur segir óhugsandi að ímynda sér svipaða stöðu í nágrannalöndunum, það er að ráðherra sitji áfram í ráðherrastól þrátt fyrir að rökstuddur grunur leiki á um að aðstoðarmenn hans hafi brotið lög í starfi. „Það er hægt að segja það hreint út að það væri al- gjörlega óhugsandi,“ segir Svanur og bætir við að hér komi í raun enginn samanburður til greina. „Þetta skip- ar Íslandi einfaldlega í hóp þeirra ríkja þar sem ekki ríkir vestrænt lýð- ræði.“ n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Hvers vegna kýs ráðuneytið að upplýsa ekki um alvarlegt lekamál þegar ljóst er að þau hafa allar upplýs- ingar í höndunum til þess að gera það? Mótmæli við ráðuneytið Nokkrum sinnum hefur verið boðað til mótmæla við innanríkisráðuneytið á síðustu mánuðum vegna lekamálsins. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.