Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Side 14
Vikublað 24.–26. júní 201414 Fréttir Viðskipti B irkir Kristinsson var sak- felldur fyrir markaðsmis- notkun og brot á lögum um ársreikninga svo eitthvað sé nefnt, í Héraðsdómi Reykja- víkur á mánudag. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm eins og þrír aðrir sakborningar í málinu, en sá fjórði fékk fjögurra ára dóm. Athygli vek- ur að allir sakborningar hlutu óskil- orðsbundinn dóm. Birkir hefur ekki áður farið fyrir dóm vegna mála sem tengjast bankastarfsemi. „Dómurinn kom Birki verulega á óvart. Hann átti von á því að málinu yrði vísað frá eða að hann yrði sýknaður. Eftir lestur forsendna dómsins þá telur Birkir að niðurstaðan gagnvart honum sé byggð á röngum fullyrðingum um staðreyndir, bæði um aðkomu hans að þessum málum og vitneskju,“ sagði Ólafur Eiríksson, verjandi Birk- is Kristinssonar, við DV eftir að dóm- ur féll í málinu. Landsþekktur markvörður Birkir er landsþekktur enda var hann um tíma einn fremsti markvörð- ur landsins í knattspyrnu og átti um langan tíma nánast öruggt sæti í ís- lenska landsliðinu í fótbolta. Hann tók þátt í Stoke-ævintýrinu fræga, þó ekki sem fjárfestir heldur lék hann fyrir liðið í eitt ár. Bróðir hans, út- gerðarmaðurinn Magnús Kristins- son, var þá stjórnarmaður hjá knattspyrnufélaginu. Frá því að knattspyrnuferli Birkis lauk starfaði hann hjá Glitni og var í einkabankaþjónustu, hvar hann gætti hagsmuna efnameiri viðskipta- vina bankans. Hann hélt starfi sínu hjá Íslandsbanka, en var svo sendur í leyfi í júlí á síðasta ári þegar hann var ákærður ásamt Elmari Svavarssyni. Hann mun því væntanlega ekki snúa aftur til starfa fyrr en Hæstiréttur hef- ur kveðið upp dóm í málinu, fari svo að hann verði sýknaður. Hlutabréfaflétta sem Glitnir tapaði á Hið svokallaða BK-44 mál, sem Birkir hefur nú verið sakfelldur í, snýst um markaðsmisnotkun. Fjárfestingarfé- lag sem þeir Birkir og Magnús áttu ásamt öðrum, Gnúpur, átti í erfið- leikum en félagið átti hluti í Glitni og fleiri bönkum. Fall Gnúps hefði haft keðjuverkandi áhrif á gengi hlutabréfa í bönkunum og fleiri fyr- irtækjum sem félagið átti hluti í, og því voru öll hlutabréf keypt af Gnúpi með hljóðlegum hætti og þeim kom- ið fyrir hjá öðrum félögum. Annað félag Birkis, BK-44, keypti hlutina af Glitni með láni frá bankan- um upp á 3,8 milljarða króna. Það var gert þrátt fyrir að áhættumat félags- ins væri lægra en svo að lánið myndi borga sig fyrir bankana, og undan- þága var veitt fyrir lánveitingunni. Glitnir keypti hlutina skömmu síð- ar aftur á mun lægra gengi og tap- aði á því nærri tveimur milljörð- um króna. Þessir hlutir voru síðan keyptir af félaginu GLB Hedge, sem var í eigu Glitnis, á tvöföldu gengi og sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstak- ur saksóknari, að það hefði dugað til að gera upp öll viðskipti bankans við BK-44 og kostnað sem bankinn tók á sig vegna þeirra. Rangar uplýsingar um eftirspurn Með þessum viðskiptum hafi mark- aðurinn fengið rangar upplýsingar um eftirspurn eftir hlutabréfum Glitnis. Hún hafi í raun verið lítil, en látin líta út fyrir að vera mun meiri. Kaupin voru því byggð á „blekking- um og sýndarmennsku“, eins og segir í ákærunni, og er Birkir fundinn sek- ur um markaðsmisnotkun. Hann var einnig fundinn sekur um meiri hátt- ar brot gegn lögum um ársreikninga, en hann rangfærði ársreikning BK- 44 árið 2007. Eignir félagsins í Glitni voru ekki færðar í efnahagsreikning og ekki heldur skuldir félagsins, sem meta mátti með áreiðanlegum hætti. Seldi fyrir sjö milljarða DV hefur margoft verið með mál tengd Birki til umfjöllunar. Árið 2009 var greint frá því að Birkir hefði tap- að milljörðum vegna fjárfestingar- félags hans, BK-42. Þá var einnig Eyjamaðurinn Birkir Kristinsson er sonur Kristins Pálssonar, sem stofnaði útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin ehf., en fyrirtækið hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að hálfbróðir Birkis, Magnús Kristinsson, seldi fyrirtækið til Síldarvinnslunnar. Sú sala hefur verið ógild og útgerðin mun að óbreyttu vera áfram í Vestmannaeyjum. Birkir hóf nám í Verslunarskóla Íslands árið 1980 og fór síðar í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Hann lék um tíma með ÍA áður en hann færði sig til Fram árið 1988. Þar var hann lykilmaður í öflugu liði Framara og varð Íslandsmeistari með liðinu sama ár og hann kom. Hann lék með liðinu til ársins 1995 þegar hann fór í atvinnumennsku og fór að spila með Brann í Noregi. Þar var hann í eitt tímabil og færði sig svo til Norrköping í Svíþjóð. Hann lék einnig með Birmingham og Bolton á Englandi og sneri heim árið 1999 til að spila með ÍBV. Þar var hann í stuttan tíma og hélt aftur út, nú til Austurríkis. Haustið 2000 gekk hann svo til liðs við bróður sinn hjá Stoke City, en Magnús var þá stjórnarmaður hjá enska félaginu. Tímabilið eftir það vann hann fyrir félagið, fór yfir fjármál þess og vann skýrslu fyrir stjórnina um fjárhagsstöðuna. Þetta kemur fram í viðtali við Birki frá árinu 2005 sem finna má á vefsíðunni Heimaslóð.is. „Það má segja að maður hafi verið gjörnýttur hjá félaginu, bæði inni á skrifstofunni og síðan úti á velli,“ sagði Birkir í viðtalinu. Hann stóð á milli stanganna í tveimur af eftirminnilegustu landsleikjum Íslands, í jafnteflinu gegn Frökkum árið 1998 og í sigrinum á Ítölum árið 2004, en það var kveðjuleikur Birkis með landsliðinu. Viðtalið var tekið árið 2005 og Birkir ræddi þar um lífið eftir fótboltann og framtíðina. „Í þeim geira sem ég er í, fjármálaheiminum, þá getur maður þess vegna verið kominn út í heim í haust án þess að maður viti af því í dag. En ég reyni að plana sem minnst í þessum efnum,“ sagði Birkir, sem stendur nú frammi fyrir því að þurfa að dúsa í fangelsi næstu fimm árin ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur Reykjavíkur. Birkir hefur verið í sambandi með Ragnhildi Gísladóttur, fyrrverandi söngkonu Stuðmanna, um langa hríð. Þau eru nú með lögheimili í Bretlandi og eiga saman dóttur. Ragnhildur, kölluð Ragga Gísla, tók yfir eignarhlut Birkis í útgerðinni Bergur-Huginn og hefur því verið tengd viðskiptum hans. Árið 2012 greindi DV frá því að eignir þeirra næmu tæpum 750 milljónum króna, en auður Birkis byggist á arfi frá föður hans. Fótbolti, fjármál og fangelsi n Birkir Kristinsson í fimm ára fangelsi n Hefur áfrýjað til Hæstaréttar greint frá því að hann væri í skuld við Banque Havilland, sem áður var Kaupþing, og að hún næmi rúmlega 450 milljónum króna. Birkir tapaði milljörðum á Gnúpi áður en hann seldi Magnúsi sinn hlut í félaginu fyrir sjö milljarða króna árið 2007, en á sama ári reyndi Birkir að koma fé- laginu til bjargar sem var þá á leið í gjaldþrot með því að setja inn í það einn og hálfan milljarð. Hann tapaði þeim pening því Gnúpur neyddist til að selja eignir sínar með miklu tapi. Hann fékk heldur aldrei alla sjö milljarðana frá bróður sínum, heldur aðeins fjóra. Viðskiptavinir vildu ekki hluta- bréfin Starfsmenn í einkabankaþjónustu Glitnis voru beðnir um að kanna hvort áhugi væri fyrir því hjá við- skiptavinum í eignastýringu, að kaupa hlutabréfin með tryggðri fjár- mögnun bankans. Þegar ljóst var að enginn áhugi var fyrir því, var Birki, fyrir hönd BK-44, boðið að kaupa hlutabréfin sem til stóð að selja, alls 150.000.000 hluti. Þannig reyndu starfsmenn bankans að fá viðskipta- vini til að taka þátt í viðskiptum sem Birkir hefur nú hlotið dóm fyr- ir ásamt þremur öðrum. Í dómn- um eru sett inn samtöl á milli þeirra ákærðu og meðal annars er gripið niður í samtal Birkis og Elmars Svav- arssonar, sem einnig hlaut fjögurra ára dóm. Þar kemur þetta meðal annars fram: „Samkvæmt endurriti sím- tals frá 11. desember 2007, kl. 16.15, ræða saman ákærðu, Elmar og Birkir. Er líða tekur á símtalið segir ákærði, Elmar, að ,,...við erum hérna með... BK 42 er hérna með... með gamlan, góðan samning: 80 nom.“ Stuttu síð- ar spyr ákærði, Elmar, hvort fleyta eigi þessu yfir áramót. Ákærði, Birk- ir, svarar ,,Ja, þú veist... hérna... ég... hvað... hvað vi... ég meina, ég er nú bara að gera þetta fyrir ykkur sko.“ Síðar í samtali út af sama efni seg- ir ákærði, Elmar, ,,Og hérna, þannig að þú veist, það bara... það munar rosalegu fyrir okkur bara að koma því sko yfir... yfir helvítis áramótin meðan ljósmyndin er tekin sko af... af ,,balance sheet-inu“ sko.“ Ákærði, Birkir, tekur undir það að rétt sé að framlengja.“ Hafði ekki trú á Glitni Birkir seldi nánast öll hlutabréf sín í Glitni í júlí árið 2008 og fékk rúm- lega 1,8 milljarða fyrir. Hann hafði áður, á sama ári, selt hlutabréf fyrir 500 milljónir og seldi því í heildina fyrir 2,3 milljarða króna. Birkir virt- ist því hafa misst trúna á bankanum sem hann starfaði fyrir, en þegar DV sendi fyrirspurn til hans um málið árið 2011 svaraði hann ekki. Athygl- isvert er að frá 1. ágúst 2008 seldu starfsmenn í bankanum hlutabréf fyrir 150 milljónir, en þá hafði Birk- ir selt öll sín hlutabréf. Sala hans var því meira en tíu sinnum stærri en heildarsala starfsmanna Glitnis frá byrjun ágúst 2008 og fram að hruni. Áfrýjar til Hæstaréttar Aðeins nokkrum klukkustund- um eftir að dómur var kveðinn upp höfðu allir ákærðu í málinu skil- að inn áfrýjun. DV ræddi við verj- anda Birkis skömmu áður en áfrýj- un var lögð fram. „Eftir að hafa lesið yfir forsendurnar núna, þá lá það í augum uppi að málinu yrði áfrýjað,“ sagði Ólafur Eiríksson, verjandi Birk- is, við DV á mánudag. n „Ég er nú bara að gera þetta fyrir ykkur sko Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Sagði fjármálaheiminn ófyrirsjáanlegan „Dómurinn kom Birki verulega á óvart M y n d f R ét ta b La ð ið / G V a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.