Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 21
Umræða 21Vikublað 24.–26. júní 2014
Það er erfitt að hafa
stjórn á þessu.
Það var bara eitthvað
sem small.
Leikarinn þurfti
að finna ljósið.
Gunnhildur Árnadóttir um E-bólu í Vestur-Afríku. - DV. Hafdís Þorleifsdóttir um vinsæla köttinn Baktus. - DV.Baldvin Z gerir nýja kvikmynd. - DV.
L
eigumarkaðnum í höfuð-
borginni var nýlega líkt við
villta vestrið. Það er sama
hvaða lýsingarorð við notum,
það þarf umbyltingu á leigu-
markaði á höfuðborgarsvæðinu. Nýr
meirihluti í Reykjavík hefur því rétti-
lega sett byggingu leiguíbúða í for-
gang næstu árin. Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri mun leiða þá mikilvægu
kerfisbreytingu á húsnæðismarkaði,
breytingu sem helst má líkja við þær
breytingar sem Reykjavíkurlistinn
innleiddi í leikskólamálum á sinni tíð.
Leikskóli fyrir alla
Það eru 20 ár liðin frá því að Reykja-
víkurlistinn komst til valda undir for-
ystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Arfleifð þess samstarfs er merkileg
enda var heldur betur viðrað út eft-
ir nær samfellda stjórn Sjálfstæðis-
flokksins 60 árin þar á undan. Leik-
skólarnir eru gott dæmi um þetta.
Flestir sem eru með börn á leikskól-
um í dag muna ekki hvernig ástandið
í þeim málum var fyrir daga Reykja-
víkurlistans. Fólk í hjónabandi eða
sambúð fékk ekki heilsdags pláss fyr-
ir börnin sín á leikskólum. Það leiddi
til þess að foreldrar, oftast mæðurn-
ar, notuðu hádegishléið í vinnunni
til að sækja börn á leikskóla og koma
þeim til dagmömmu, ömmu eða í
einhverja aðra pössun. Sumar kon-
ur unnu hálfan daginn þótt þær
vildu gjarnan vinna lengri vinnudag
en „kerfið“ gerði þeim ekki kleift að
stjórna vinnutíma sínum sjálfar. Á
sama tíma var verið að setja á lagg-
irnar frístundaheimili fyrir yngstu
grunnskólabörnin og koma á mötu-
neytum í skólum. Þessi stóra kerfis-
breyting kom ekki af sjálfu sér held-
ur vegna skýrrar pólitískrar stefnu þar
sem áhersla var lögð á lífsgæði barna
og frelsi kvenna til að sinna atvinnu
án þess að þurfa daglega að brjóta
upp vinnudaginn með skutli og allra
handa reddingum. Sú stefna var hart
gagnrýnd í upphafi og talin allt of dýr
og óraunhæf.
Húsnæði fyrir alla
Nú er ný kerfisbreyting í farvatninu.
Langtímaleiga á viðráðanlegu verði
er eitt af stærstu velferðarmálun-
um. Samfylkingin hefur unnið við-
mikla stefnumótunar- og undir-
búningsvinnu til að hægt verði að
byggja upp almennan leigumark-
að þar sem fólk getur búið án þess
að eiga það á hættu að vera sagt
upp leigusamningi með skömmum
fyrirvara. Nauðsynlegt er að fólk á
leigumarkaði geti ákveðið það sjálft
hvort það vilji flytja og að börn sem
búa með foreldrum sínum í leigu-
húsnæði þurfi ekki að skipta oft um
skóla vegna óöryggis á leigumarkaði.
Gagnrýnin sem heyrðist í kosninga-
baráttunni var sú að við höfum ekki
efni á að byggja 2.500 til 3.000 leigu-
og búseturéttaríbúðir á næstu 3–5
árum. Kjósendur voru ekki á sama
máli enda er þörfin fyrir öruggt hús-
næði eflaust meiri en sem nemur
þessum íbúðum.
Hvað þarf til?
Á síðasta kjörtímabili vann
meirihlutinn í borginni mikla undir-
búningsvinnu undir forystu Sam-
fylkingarinnar. Kannanir sýna
að yngra fólk vill gjarnan vera á
leigumarkaði og búa miðsvæðis í
borginni. Valdar voru lóðir sem hægt
er að nýta til þéttingar byggðar á eft-
irsóknarverðum svæðum. Búið er að
skipuleggja uppbyggingu íbúða fyr-
ir fjölskyldur, einstaklinga, stúdenta,
fatlað fólk og aldraða. Borgin ætl-
ar að vinna að þessari uppbyggingu
í samvinnu við búseturéttarfélög og
samfélagslega ábyrg leigufélög. Þá
verður félagslegt húsnæði einnig
aukið með kaupum eða byggingu á
nýjum íbúðum. Framlag borgarinn-
ar til þessarar uppbyggingar verður
fyrst og fremst lóðir með sérstökum
kvöðum. Félögin sem koma að upp-
byggingu og rekstri íbúðanna munu
sjálf fjármagna framkvæmdir enda
ekki skortur á fjármagni til aðila með
reynslu og góða rekstrarsögu. Borgin
mun í einhverjum tilvikum leggja
fram frekari fjárframlög ef hún vill
t.d. ráðstafa hluta íbúðanna í sam-
ræmi við þjónustustefnu sína.
Af hverju?
Húsnæðisöryggi er grunnur að vel-
ferð borgarbúa en húsnæðismál eru
líka þjóðhagslega mikilvægt mál. Það
þekkjum við eftir fasteignabólu síð-
asta áratugar og afleiðinganna fyrir
samfélagið allt. Hið opinbera verður
að hafa skynsama stefnu í húsnæð-
ismálum og fylgja henni eftir. Þegar
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur lögðu niður verkamannabú-
staðakerfið var í raun lögð af sam-
félagslega ábyrg húsnæðisstefna á
Íslandi. Í stað þess að greiða nið-
ur húsnæðiskostnað fólks með hag-
stæðum lánum var farið að lána fólki
meira fé. Við þekkjum öll hvernig fór.
Gjaldþrota húsnæðisstefna sem olli
fjölda fólks gríðarlegum erfiðleikum
og tugmilljarða framlögum til Íbúða-
lánasjóðs. Við í Samfylkingunni vilj-
um kerfisbreytingu með alvöru
leigumarkaði og fjármuni inn í kerfið
til að auka lífsgæði íbúanna. n
Borg fyrir alla
„Langtímaleiga á
viðráðanlegu verði
er eitt af stærstu vel-
ferðarmálunum.
Aðsent
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Þingkona Samfylkingarinnar
Mest lesið
á DV.is
1
2
3
4
5
Barnavernd um Jörgen
Má: „Ógn þótti standa að
heilsu og lífi ófædds barns.“
Olga Genova hefur kært sinn fyrrverandi
sambýlismann, Jörgen Má Guðnason,
fyrir líkamsárás, líflátshótun, eignaspjöll,
húsbrot, þjófnað og skjalafals. Hún hefur
auk þess tilkynnt um eftirför, hótanir og
ofsóknir sem og stefnt honum fyrir meið-
yrði. Hún segir að þrátt fyrir þetta hrelli
hann hana enn í dag. Læknir við Landspít-
alann hafði samband við Barnavernd eftir
að Olga leitaði á sjúkrahús þegar hún var
barnshafandi.
16.009 hafa lesið
Greiddi fjórar milljónir
fyrir tannviðgerð
Íslendingur varð að greiða hátt í fjórar
milljónir króna fyrir tannviðgerð á dögum.
Þurfti hann að fá tólf stakar gervitenn-
ur, svokallaða tannplanta, eftir að hafa
misst tennur. Endurgreiðslur frá Sjúkra-
tryggingum Íslands hafa nánast ekkert
hækkað, að krónutölu, í 22 ár. Á öðrum
Norðurlöndum taka ríkin meiri þátt vegna
tannviðgerða.
10.057 hafa lesið
Gunnars Majones í þrot
Matvöruframleiðandinn Gunnars
Majones er gjaldþrota. Félagið hefur
framleitt majones, sósur og aðra matvöru
allt frá árinu 1960. Ársreikningum félags-
ins hefur ekki verið skilað inn síðastliðin
tvö ár og hefur skiptastjóri lýst eftir
kröfum í búið.
6.500 hafa lesið
Það er tilgangslaust að
nota klósettábreiðu
Rannsóknir sýna að pappírssetur sem
settar eru yfir klósettsetur sem vörn séu
tilgangslausar og komi ekki í veg fyrir
að fólk smitist af kynsjúkdómum eða
öðru slíku. „Það er vegna þess að klósett
geta almennt ekki verið smitberi slíkra
sjúkdóma, þú munt ekki smitast af neinu,“
segir dr. William Schnaffner sjúkdómasér-
fræðingur.
5.272 hafa lesið
Spurningarnar sem
formaður Sjálfstæðis-
flokksins svarar ekki
DV sendi í síðustu viku Bjarna Benedikts-
syni, fjármálaráðherra og formanni Sjálf-
stæðisflokksins, spurningar er snúa að
lekamálinu svokallaða.
Hann hefur ekki svarað
þeim. Spurningarnar
eru fimm, þar á meðal:
„Mun formaður Sjálf-
stæðisflokksins beita
sér fyrir því að þeim
starfsmönnum sem eru
með réttarstöðu grun-
aðs manns, í rannsókn
á hegningarlagabrotum í starfi, verði vikið
tímabundið frá meðan rannsókn stendur
yfir?“
4.322 hafa lesið
Myndin Í Snarfarahöfn Nú þegar sumarið er í algleymi og veður víðast með besta móti er líklegt að mörgum verði hugsað til þess að komast á sjó. DV SIGtryGGur ArI