Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 24.–26. júní 201426 Lífsstíll
Elliheimili
fyrir hunda
Elliheimili fyrir hunda hefur ver-
ið opnað austan við Tókíó í Jap-
an. Það mun veita hundum sem
komnir eru langt á aldur sólar-
hringsþjónustu sérfræðinga og
ýmiss konar fríðindi. Það er gjarn-
an erfitt fyrir fjölskyldur að sjá
um hunda sem orðnir eru mjög
gamlir og því er þessi valkostur
kærkominn, að sögn þeirra sem
standa fyrir rekstrinum.
Elliheimilið var opnað í von
um að fólk fari með hundana
sína þangað, í stað þess að yfir-
gefa hundana eða láta lóga þeim.
„Við ákváðum að opna hjúkr-
unarheimili fyrir eldri hunda
vegna þess hve margir eigendur
hafa beðið um slíkt. Margir Jap-
anar eiga gæludýr en auðvitað
eldast þau og þá getur verið erfitt
að sjá um þau,“ segir Nanakoi Oi-
ishi, talsmaður fyrirtækisins sem
heldur úti elliheimilinu.
Dýralæknir er ávallt á vakt en
einnig er snyrtiherbergi og sund-
laug á heimilinu. Heimilið getur
tekið við tuttugu hundum í einu.
Hvolpar á Spáni
fæddust grænir
Á Spáni fæddust nýlega tveir
grænir hvolpar. „Ég trúði þessu
ekki þegar ég sá þá fyrst. Ég hélt
að hvolparnir væru skítugir og ég
reyndi að þvo þá, en liturinn fór
ekki af,“ segir Aida Vallelado, eig-
andi hvolpanna.
Þeir fæddust minni og meira
veikburða heldur en aðrir í gotinu.
Annar hvolpurinn dó stuttu eftir
fæðingu. Dýralæknar eru að rann-
saka málið og hvað veldur því að
þeir fæddust svona á litinn. „Það
eru engin önnur skráð tilvik um
eitthvað þessu líkt í spænskum
vísindum,“ segir dýralæknir.
Í
Bandaríkjunum og víðar er ár-
lega haldið upp á dag með yfir-
skriftinni „taktu hundinn með
þér í vinnuna“. Á þeim degi,
sem yfirleitt er föstudagurinn eft-
ir feðradag Bandaríkjamanna, eru
starfsmenn hvattir til að taka hunda
sína með sér í vinnuna.
Árið í ár markar sextánda ár
þessarar hefðar en samtökin Pet
Sitters International byrjuðu með
hinn árlega dag árið 1999. Það gerðu
þau til þess að vekja athygli á því
hversu góðir förunautar hundar eru
í von um að fleiri myndu taka hunda
í fóstur úr dýraathvörfum.
Fyrsta árið tóku um 300 fyrirtæki
þátt í deginum en í dag taka tugir
þúsunda fyrirtækja um allan heim
þátt.
Sum fyrirtæki leyfa hundum að
vera á vinnustöðunum allt árið um
kring en meðal þeirra eru Google,
Amazon og Protector & Gamble.
„Að hafa hunda á skrifstofunni
bætir andrúmsloftið. Þetta slær á
stress í fólki. Að hafa hunda gerir
starfsmenn okkar ánægðari og af-
slappaðri, sem þýðir að þeir eru af-
kastameiri,“ segir Julie Franklin hjá
Proctor & Gamble um hundahald á
vinnustöðum. n
salka@dv.is
Taka hunda með í vinnuna
Tugir þúsunda fyrirtækja taka þátt
Á skrifstofunni Hundar
auka gleði starfsfólks.
Hvað á að gera við
hundinn í fríinu?
Ef þú ert að fara utan eða á stað sem leyfir ekki hunda eru til ýmsar lausnir fyrir hundinn.
Hundahótel
Víðs vegar á landinu er boðið upp á
þá þjónustu að skrá hundinn sinn inn
á hundahótel á meðan eigendur eru í
burtu. Það er hins vegar nokkuð kostnað-
arsamt en nóttin getur kostað yfir 2.000
krónur.
Þrátt fyrir kostnað eru hundahótel
mjög sniðug leið því hundurinn hefur þar
félagsskap annarra hunda og fólk með
mikla reynslu af hundum sér yfirleitt um
umönnun. Á sumum hótelum er jafnvel
boðið upp á bað fyrir hundinn, þó gegn
aukakostnaði. Sem dæmi um hunda-
hótel má nefna hundahótelið Leirum
á Kjalarnesi, Hundagæsluheimilið á
Arnarstöðum, rétt fyrir utan Selfoss, og
hundahótelið K9 í Reykjanesbæ.
Að koma við
Hægt er að láta vin eða vandamann
koma reglulega við heima hjá þér til
þess að viðra hundinn og fylla á matar-
og vatnsbirgðir. Þetta gæti þó reynst
tímafrekt vegna þess að hundar þurfa
mikla athygli og umönnun. Viðkomandi
þyrfti þá að kíkja við allt að þrisvar til
sex sinnum á dag.
Það þarf að huga að því að þótt
hundurinn fái heimsókn nokkrum
sinnum á dag gæti hann orðið einmana
í kringum þann tíma og vælt mikið.
Einnig er hætta á að hann geri þarfir
sínar innandyra ef aðstandandi kemur
ekki nægilega reglulega til að hleypa
honum út.
Pössun hjá vini
eða fjölskyldu
Það fer eftir hverjum hundi fyrir sig hvort
hentugt er að skilja hann eftir hjá aðstand-
endum. Ef hundurinn er ungur og er enn að
læra gæti verið vandasamt að fara með
hann til annarrar fjölskyldu sem heldur
mögulega ekki sömu reglum uppi. Ef hund-
urinn er eldri og nægjusamur yrði það hins
vegar tilvalið því sumum hundum semur vel
alls staðar.
Þetta er ódýr aðferð því vinir eða
fjölskylda taka líklega ekki við greiðslu fyrir
pössunina. Þetta yrði í þokkabót mögulega
skemmtileg tilbreyting fyrir pössunar-
heimilið sem kannski er ekki með hund á
heimilinu fyrir.
Pössun
heima hjá þér
Ef aðstandendur hafa ekki möguleika á að
fá hundinn þinn heim til sín í pössun er hægt
að bjóða þeim að dvelja í íbúðinni þinni til að
sjá um hundinn. Þá værir þú jafnvel að slá
þrjár flugur í einu höggi því viðkomandi get-
ur einnig gætt hússins og vökvað plönturnar
á meðan þú ert í burtu.
Einnig yrði það gott fyrir hundinn því þá
yrði hann í kunnuglegu umhverfi og hans
daglega lífi væri ekki raskað eins mikið. Mik-
ilvægt er fyrir hunda, sem og önnur húsdýr,
að halda nokkuð góðri rútínu milli daga.
Með þessu sparar þú þér líka sporin og þarft
ekki að sækja dýrið í pössun.
Koma ekki með
Sjaldnast fá hundarnir að koma
með í ferðalagið. Þá þarf að gera
ráðstafanir.
Innrás víkinga-
barnanna
Breska blaðið Telegraph grein-
ir frá því að Bretar leiti í aukn-
um mæli í danska sæðisbanka.
Í Kaupmannahöfn er að finna
stærsta sæðisbanka Evrópu. Í
heimildaþætti sem BBC 4 gerði
um sæði frá Danmörku var rætt
við hinn týpíska sæðisgjafa sem
er ungur karlmaður um tvítugt.
Hann gefur sæði þrisvar sinn-
um í viku og fær í hvert skipti um
6.000 krónur fyrir. Sæðisgjafar í
Bretlandi fá svipaða upphæð en
breskir eru ekki jafn opnir fyrir
því að gefa sæði sitt. Því er talað
um innrás víkingabarnanna í
Bretlandi um þessar mundir.