Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 30
Vikublað 24.–26. júní 201430 Sport Næsta gullkynslóð heimsmeistaranna n Efniviðurinn til staðar til að koma Spáni aftur í fremstu röð n Floppið á HM ekki áhyggjuefni n Margir þegar orðnir lykilmenn í stórum liðum N ú þegar heims- og Evrópu- meistarar Spánverja eru fallnir úr leik á heimsmeist- aramótinu sem nú stend- ur yfir í Brasilíu skyldi ætla að ákveðin endurnýjun muni eiga sér stað í leikmannahópn- um fyrir undankeppnir næstu stór- móta. Leikmenn eins og Xavi, Xabi Alonso, Iker Casillas og David Villa eru allir komnir vel yfir þrítugt og útlit fyrir að minnsta kosti tveir þeirra, Xavi og David Villa, leggi landsliðsskóna á hilluna eftir mótið í Brasilíu. En framtíðin er björt hjá spænska landsliðinu enda halda Spánverjar áfram að framleiða há- gæðaleikmenn. DV tók saman nöfn tíu ungra Spánverja sem allir eiga glæsta framtíð fyrir sér í boltanum ef þeir halda rétt á spilunum. Þetta eru leikmennirnir sem gætu kom- ið Spánverjum í fremstu röð á nýj- an leik. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is  Koke Aldur: 22 ára Staða: Miðjumaður Félag: Atletico Madid n Koke er annar af tveimur í leikmannahóp spænska landsliðsins á HM sem kemst á þennan lista. Hann gekk í raðir Atletico Madrid átta ára að aldri og átti stóran þátt í því að liðið stóð uppi sem sigurvegari í spænsku deildinni í vetur í fyrsta skipti í 18 ár. Ótrúlega útsjónarsamur leikmaður sem lagði upp flest mörk allra í Atletico-liðinu í vetur. Hefur aðeins leikið átta landsleiki og þurft að bíða á hliðarlínunni vegna manna eins og Xavi, Andres Iniesta og David Silva. Gæti orðið algjör lykilmaður hjá Spáni á HM 2018.  David de Gea Aldur: 23 ára Staða: Markmaður Félag: Manchester United n Sir Alex Ferguson tók nokkra áhættu þegar hann keypti de Gea árið 2011 en þá var hann enn einungis 20 ára. Eftir erfitt fyrsta tímabil hefur þessi frábæri markvörður vaxið mjög hjá United og hefur hann verið í hópi bestu leikmanna liðsins undanfarin tvö tímabil. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 hefur de Gea spilað 133 leiki fyrir United en þar áður lék hann 84 leiki fyrir aðallið Atletico Madrid. Hefur aðeins leikið einn landsleik og er mjög líklegur til að taka við sem aðalmarkvörður Spánverja á næstu tveimur til þremur árum.  Jesé Rodriguez Aldur: 21 árs Staða: Framherji Félag: Real Madrid n Jesé Rodriguez er fljótur, sterkur og teknískur framherji sem fékk eldskírn sína með aðalliði Real Madrid í vetur. Í heildina lék hann 31 leik og skoraði 8 mörk. Því miður þá meiddist hann illa á hné í mars og þar með voru möguleikar hans á sæti í spænska landsliðinu á HM úr sögunni. Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, hafði áður gefið til kynna að Jesé ætti góðan möguleika á sæti í liðinu. Jesé hefur því enn ekki leikið landsleik fyrir aðallið Spánar en hann hefur spilað með öllum yngri landsliðunum, samtals 35 leiki þar sem hann hefur skorað 16 mörk.  Isco Aldur: 22 ára Staða: Miðju- maður Félag: Real Madrid n Isco nýtur sín best í holunni svokölluðu fyrir aftan fremstu menn. Þessi magnaði leikmaður gekk í raðir Real Madrid síðasta sumar eftir að hafa slegið í gegn með Malaga í Meistaradeildinni tímabilið þar á undan. Þó að hans fyrsta tímabil með Real Madrid hafi ekki verið neinn dans á rósum eru miklar væntingar bundnar til Isco sem er ótrúlega út- sjónarsamur og hæfileikaríkur leikmaður. Í heildina spilaði hann 32 leiki (23 í byrjunarliði) með Real í vetur, en í þeim skoraði hann 8 mörk og lagði upp 6 sem verður að teljast býsna góður árangur. Á tvo landsleiki að baki með aðalliði Spánar. Skrifaði undir vegna Rooney Þó að samvinna Robin van Persie og Wayne Rooney hafi ekki geng- ið sérstaklega vel hjá Manchester United í vetur virðast þessir frá- bæru leikmenn vera hinir mestu mátar. Robin van Persie segir að ein af ástæðum þess að hann ákvað að ganga í raðir United hafi verið Wayne Rooney. Van Persie tjáði sig um samherja sinn hjá United eftir að Englendingar féllu úr leik á HM. „Hann hefur gefið sig allan fyrir þjóð sína og er frá- bær leikmaður. Vel á minnst þá var hann ástæðan fyrir því að ég ákvað að semja við Manchest- er United. Það, að England sé úr leik, er ekki honum að kenna.“ Koeman vill fá Pelle Ronald Koeman, nýráðinn knattspyrnustjóri Southampton, er sagður vera heitur fyrir því að fá Graziano Pelle, sóknarmann Feyenoord, til félagsins. Koem- an og Pelle þekkjast vel enda var Koeman stjóri Feyenoord áður en hann skrifaði undir hjá Sout- hampton á dögunum. Pelle þessi er Ítali sem veitti Alfreð Finn- bogasyni harða keppni um gull- skóinn í Hollandi í vetur. Pelle skoraði 23 mörk í deildinni í 28 leikjum en tímabilið þar á und- an skoraði hann 27 mörk í 29 leikjum fyrir hollenska félagið. Talið er að Southampton þurfi að punga út 8 milljónum punda fyrir þennan 28 ára leikmann. Heimsmeistarar falla úr leik í dag n Ítalía og Úrúgvæ mætast í hreinum úrslitaleik í D-riðli n Flókin staða í C-riðli Þ að ræðst í dag hvort Ítalía eða Úrúgvæ fellur úr keppni á HM í fótbolta sem nú stendur yfir í Brasilíu. Fjórir leikir fara fram og lýkur keppni í C- og D-riðli. Margir spáðu Ítölum og Úrúgvæum góðu gengi í keppninni en ljóst er að annað liðið mun þurfa að kveðja að leik loknum en hitt liðið mun fylgja Kostaríka í 16 liða úrslit. Bæði þessi lið hafa orðið heimsmeistarar; Úrúg- væar tvisvar en Ítalir fjórum sinnum. Leikurinn byrjar klukkan 16. Ítölum dugar jafntefli til að kom- ast áfram en Úrúgvæ dugar ekkert nema sigur. Markatala Ítalíu er 2-2 en markatala Úrúgvæ er 3-4 eftir slæmt tap gegn Kostaríka í fyrstu um- ferðinni. Á sama tíma og leikur Úrúgvæ og Ítalíu fer fram mætast Kostaríka og England. Kostaríka hefur unnið báða sína leiki og er öruggt með sæti í 16 liða úrslitum. Staða liðsins er það góð að liðið má jafnvel tapa gegn Englendingum. Markatala liðsins er 4-1 sem þýðir að liðið á þrjú mörk til góða á Ítalíu og fjögur á Úrúgvæ. Fari svo að Kostaríka tapi með eins marks mun gegn Englandi og Ítalía vinni Úrúgvæ með eins marks mun mun Kostaríka samt enda á toppi riðilsins. Staðan í C-riðli er einnig nokk- uð athyglisverð en þar eru Kólu- mbíumenn öruggir með sæti í 16 liða úrslitum og margt þarf að ger- ast ætli liðið að missa efsta sæti rið- ilsins. Málin flækjast hins vegar talsvert þegar möguleikar hinna lið- anna í riðlinum eru metnir. Kólu- mbíumenn mæta Japönum á meðan Grikkir mæta Fílabeinsströndinni. Líklegast er að Fílbeinsstrendingar fylgi Kólumbíu í 16 liða úrslit en Afr- íkuliðið er með þrjú stig í riðlinum á meðan Japan og Grikkland eru með eitt stig. Ætli Grikkland áfram verð- ur liðið að vinna Fílabeinsströndina og treysta á að Kólumbíumenn vinni Japan. Japan þarf sigur gegn Kólu- mbíu og treysta á að Grikkland vinni Fílabeinsströndina, helst með litlum mun. Fílabeinsströndinni dugar sig- ur gegn Grikkjum til að vera öruggt með sæti í 16 liða úrslitum. Ef illa fer gæti jafnteflið dugað en tap myndi gera það að verkum að Fílabeins- ströndin fellur úr keppni, burtséð frá úrslitum í leik Kólumbíu og Japans. n einar@dv.is Klár í slaginn Luis Suarez sýndi það og sannaði gegn Englandi að hann er einn besti fram- herji heims, ef ekki sá besti. Hann verður í eldlínunni gegn Ítalíu í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.