Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Side 16
16 Fréttir Erlent Tekjurnar jukust Árið 1951 framleiddu Katar-búar 46.500 tunnur af olíu á dag, sem skilaði þeim 4,2 milljónum dala í tekjur. Meiri olía fannst á hafi úti og í samvinnu við Shell var hægt að auka framleiðsluna upp í 233.000 tunnur á dag. Á sjötta áratugnum fóru fjölskyldur sem högnuðust á því að flytja út olíuna að verða áberandi ríkar. Smám saman urðu framfarir í landinu; fyrsti skólinn var byggður, sjúkrahús og orkuver risu, svo fátt eitt sé nefnt. Fundu olíu Olía fannst við borgina Dukh- an árið 1939. Heimsstyrjöldin gerði það að verkum að lítið var framkvæmt á svæðinu þar til 1949. Þótt olíufund- urinn hafi verið mikil auðlind var það ekkert í samanburði við gaslindirnar sem fundust þrjátíu árum síðar. Vikublað 24.–26. júní 2014 Svona varð ríkidæmi katar til n Gríðarlegar náttúruauðlindir tilheyra landinu n Mikil spilling og áhættufjárfestingar K atar hefur verið stýrt af Al- Thani-fjölskyldunni síðan snemma á 20. öld þegar það varð verndarsvæði Bret- lands. Landið er í dag það annað ríkasta í heimi, þótt auði sé þar verulega misskipt. Í þessu litla olíuríki búa aðeins um 900 þúsund manns. Katar komst í fréttirnar árið 2010 þegar FIFA ákvað að landið fengi að halda HM í knattspyrnu árið 2022. Mannvirki verða reist í aðdraganda keppninnar fyrir ógn- vænlegar fjárhæðir. En hvern- ig varð Katar að svona ríku landi? Businessinsider gerir því skil á vef- síðu sinni. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Bitlingar og spilling Tekjur af olíuútflutningi jukust stöðugt á sjöunda áratugnum. Samhliða því herti Al-Thani-fjölskyldan takið á stjórn landsins. Öllum fjölskyldumeðlimum voru veittir miklir bitlingar og góðar stöður í stjórnkerfinu. Það var svo árið 1971 sem Katar varð sjálfstætt ríki. Það gerðist eftir að Bretar ákváðu að hörfa frá Katar. Hrun á heims- markaðsverði Katar-búar, sem höfðu notið góðs af olíuútflutningi svo áratugum skipti, fóru loks að vinna gas þegar heimsmark- aðsverð á olíu hrundi um miðjan níunda áratuginn. Gasframleiðslan var máttlítil fyrst um sinn. Hrunið hafði haft mikil áhrif á efnahag landsins, auk þess sem olíuauðurinn rann að stórum hluta í vasa furstans. Valdaskipti Ástandið í landinu batnaði ekki þegar Sheik Hamad bin Khalifa Al-Thani komst til valda eftir að hafa tekist að steypa Khalifa bin Hamad af stóli, þegar furst- inn var í heimsókn í Sviss. Sheikh Hamad átti eftir að breyta miklu. Hans fyrsta verk var að stórauka gasframleiðsluna og fyrr en varði fóru Katar-búar að flytja út gas í fljótandi formi. Fjórtán verksmiðjur sem vinna gasið hafa risið á síðastliðnum fimmtán árum. Al Thani komst til valda Hinn 17. júlí 1913 varð Shaikh Abdullah Bin Qassim Al-Thani, fremst á meðfylgjandi mynd, leiðtogi landsins. Á þeim tíma voru sjávarútvegur og perluiðnaður aðalatvinnugreinar landsins. Fátækt var mikil, fólkið var vannært – sérstaklega eftir að markaður fyrir perluviðskipti hrundi á þriðja áratugnum. Félagshyggja og gasauðlindir Í febrúar árið 1972, ári eftir að gríðarlegar gasauðlindir fundust undan ströndum lands- ins, steypti Khalifa ibn Hamad föður sínum af stóli, sem var í veiðiferð – með fálkana sína – í Íran. Hamad dró úr fjáraustri handa Al-Thani-fjölskyldunni og setti fjármagn í innviði samfélagsins; menntun, heilbrigðismál, húsnæði og lífeyriskerfi. Á því var þörfin orðin brýn. Katar er í þriðja sæti á heimsvísu, á eftir Rússum og Íran, þegar kemur að ónýttum gasauðlindum. Framfarir í olíuvinnslu Seint á tíunda áratugnum gengu Katar- menn í bandalag með nokkrum af stærstu olíufyrirtækjum í heimi. Til að mæta sífellt minnkandi olíuvinnslu hófu þeir að bora langsum eftir jarðskorp- unni, en ekki bara beint niður eins og fram að því hafði tíðkast. Risastór herstöð Árið 1996 byggðu Katar-menn risastóra flugstöð, al-Udeid, sem Bandaríkjamenn hafa yfir að ráða. Það hefur gefið Katarbúum risastór- an bróður og tryggt öryggi landsins. Í kjölfarið sömdu Katar-búar við Japan, Spán og fleiri stórar þjóðir um að verða þeim úti um gas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.