Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 3
Vikublað 24.–26. júní 2014 Fréttir 3 Breyta fiskvinnslu- húsi í stúdíóíbúðir n Auka úrval húsnæðiskosts fyrir starfsfólk Vísis sem flytur til Grindavíkur n Íbúar við breytingarnar F iskmarkaður Grindavík- ur, sem er í eigu fiskvinnslu- fyrirtækisins Vísis hf., festi í byrjun maí kaup á tveimur byggingum í Grindavík. Önn- ur byggingin er fiskvinnsluhús sem er á Hafnargötu 28. Hin byggingin er tæplega 380 fermetra stór skemma á Seljabót 8. Eignin á Hafnargötu var afhent 1. júní síðastliðinn og eignin á Seljabót var afhent 1. maí síðast- liðinn en DV hefur afrit af afsali eign- anna undir höndum. Á fundi bæjarstjórnar Grinda- víkur, sem haldinn var 14. maí síð- astliðinn, óskaði Fiskmarkað- ur eftir breytingu á Hafnargötu 28 í gistiheimili og samþykkti bæjar- stjórn byggingaráformin samhljóða. Samkvæmt heimildum DV er búið að rífa innan úr húsinu þannig að eftir standa aðeins útveggir. Að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Vísis, eru í byggingu þar litlar stúdíóíbúðir fyrir einstak- linga og pör. „Það vantaði litlar íbúð- ir, svona algjörlega mini-íbúðir fyrir þann tíma ársins sem fólk er í vinnu,“ segir Pétur í samtali við DV. Einhver hluti íbúðanna verð- ur leigður starfsfólki Vísis og verða íbúðirnar síðan leigðar út á sumr- in þegar vinna liggur niðri en reikn- að er með að þær verði á bilinu tíu til fimmtán talsins í húsinu. Pétur segir íbúðirnar eiga að mæta þörf- um þeirra sem hyggjast stoppa stutt í einu. „Þegar lá ljóst fyrir hvaða þarf- ir fólk hafði, hvernig íbúðir fólk vildi, þá vantaði þetta inn í. Þetta er til þess að bæta í flóruna fyrir fólk til þess að velja sér íbúð sem passar. Eða íveru- stað,“ segir Pétur í samtali við DV. Hann segir um það bil 60 manns hafa í hyggju að flytja til Grindavík- ur í haust, þar af um 40 manns frá Húsavík og 20 manns frá Djúpavogi. Enn þá er óvíst hversu margir hyggj- ast flytjast búferlum frá Þingeyri til Grindavíkur. Sumir vilja fara í blokkina Það vakti mikla athygli þegar öllu starfsfólki Vísis á Djúpavogi og Húsavík var boðið í kynningarferð til Grindavíkur þar sem það fékk að sjá nýjan vinnustað, sem og íbúðir sem því bauðst, væri það tilbúið til að flytja til bæjarins. Um var að ræða íbúðir í blokk við Stamphólsveg 3 í Grindavík, sem Vísir hf. keypti á vor- mánuðum. Tuttugu og fimm íbúð- ir eru í blokkinni en síðastliðin ár hefur aðeins einn íbúi búið í blokk- inni. Pétur segir allan gang á því hvar fólk vill búa. „Sumir vilja vera í ver- búðarherbergjum eins og þeir voru í og sumir vilja fara í íbúð í blokkinni. Nokkrir fara í íbúð úti í bæ og alla- veganna,“ segir Pétur. Gefur ekki upp leiguverð Spurður hvert áætlað leiguverð á húsnæðiskosti fólks sé segist Pétur ekki vera kunnugur því. „Það er al- veg örugglega búið að reikna það út en ég er ekki alveg inni í því. Þetta er rekið þannig að við setjum upp hvað leigan þar má kosta og hvort að dæmið gangi upp og það gerði það.“ Hvað skemmuna á Seljabót varð- ar segir Pétur að þangað flytjist löndunin. Nú standi yfir flutningar á vinnslunni í húsið sem löndunar- þjónustan var í og því færist löndun í skemmuna. Líkt og komið hefur fram tilkynnti Vísir hf. starfsfólki sínu hinn 28. mars síðastliðinn að fyrirtækið áformaði að hætta fiskvinnslu á Húsavík, Þing- eyri og Djúpavogi 1. maí og flytja alla vinnslu til Grindavíkur. Starfsstöðv- um var hins vegar aðeins lokað á Húsavík en haldið opnum á Þingeyri og Djúpavogi í eitt ár í viðbót. „Stórkostlegustu hreppaflutn- ingar síðari tíma“ Víðs vegar um landið hefur fólk orðið reitt vegna málsins en hitaumræður sköpuðust meðal annars á Alþingi í lok apríl þegar Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Vinstri grænna, kallaði á aðgerðir. „Við erum að horfa fram á einhverja stórkostleg- ustu hreppaflutninga síðari tíma,“ sagði Steingrímur. Þá sagði Gauti Jóhannsson, sveitarstjóri Djúpa- vogs, í Kastljósi 20. maí síðastliðinn meginábyrgðina hvíla á stjórnvöld- um og pólitíkinni, því það væru þau sem hönnuðu og ákveddu það kerfi sem útgerðinni væri gert að spila eft- ir. Þrátt fyrir reiði og hita í umræðum á Alþingi hefur ekki verið gripið til neinna aðgerða þar enn þá. Enginn hráefnisskortur á Þing- eyri og Djúpavogi Ljóst er að íbúar á Djúpavogi eru mjög ósáttir við þessar breytingar á starfsemi Vísis og brugðust þeir strax við með ákalli til landsmanna. Í kjölfarið var myndband frumsýnt, sem fjallaði um stöðu bæjarins og íbúa í ljósi lokunar fiskvinnslunn- ar, og fór eins og eldur um sinu um netheima og fjölmiðla. í framhaldi af því tilkynnti Vísir hf. að ákveðið hefði verið að fresta lokun fiskvinnslunn- ar í Djúpavogi um eitt ár. Pétur segir engan hráefnisskort vera á Þingeyri og Djúpavogi og því verði vinnslu haldið áfram á þeim stöðum fram á næsta sumar. „Það er engin hráefn- islokun hvorki á Þingeyri né á Djúpa- vogi þannig að vinnslan er þar í full- um gangi næsta árið meðan unnið er í þessum málum,“ segir Pétur. Starfslokasamningar gerðir Framsýn, stéttarfélag sem nær frá Vaðlaheiði í vestri, allt austur fyr- ir Raufarhöfn, taldi ólöglegt að Vís- ir beindi starfsfólki fyrirtækisins, sem ekki hugðist flytja sig um set til Grindavíkur, á atvinnuleysis- bætur frá og með 1. maí í stað þess að greiða því kjarasamningsbund- inn uppsagnarfrest. Á fundi sem forsvarsmenn Vísis boðuðu til með starfsfólki hinn 23. maí síðastliðinn kom fram að þeir ætluðu að taka starfsfólk inn á launaskrá frá og með 1. maí og gera við það starfsloka- samninga. n Erla Karlsdóttir erlak@dv.is „Sumir vilja vera í verbúðarher- bergjum eins og þeir voru í og sumir vilja fara í íbúð í blokkinni MynD SiGtryGGur Ari Blokkin Starfsfólk Vísis sem hyggst flytja til Grindavíkur í haust hefur kost á því að leigja íbúð í þessari blokk á Stamphólsvegi. MynD SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.