Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Side 24
Vikublað 24.–26. júní 201424 Neytendur
Dómnefnd skálar Stefán Guðjóns-
son, Salka Margrét Sigurðardóttir,
Þráinn Steinsson og Ólöf Hugrún
Valdimarsdóttir. MynDir Sigtryggur AriT
yrkneski bjórinn Efes
Pilsener er besti ódýri bjór-
inn að mati dómnefndar í
bragðprófi DV. Í öðru sæti er
hinn íslenski Víking Lager,
framleiddur af Vífilfelli, en þess má
geta að einungis tveir íslenskir bjórar
eru á meðal þeirra tíu ódýrustu í Vín-
búðinni. Versti bjórinn að mati dóm-
nefndar var einmitt hinn íslenski
bjórinn, Polar Beer, sem framleidd-
ur er af Ölgerðinni. Polar Beer fékk
einkunnina 3,75.
Um svokallaða blinda smökk-
un var að ræða. Blaðamaður fór af-
síðis, hellti bjórnum í ómerkt plast-
glös og færði grunlausri dómnefnd.
Hún hafði því ekki hugmynd um
hvaða bjór var á borðstólum hverju
sinni. Þess skal einnig getið að röð
bjóranna var algjörlega handahófs-
kennd.
Dómnefndin
Dómnefndina skipuðu Stefán Guð-
jónsson, vínþjónn og eigandi Víns-
makkarans á Laugaveginum, Salka
Margrét Sigurðardóttir, blaðamaður
á DV, Þráinn Steinsson, tæknimað-
ur á Bylgjunni og Ólöf Hugrún Valdi-
marsdóttir, leikkona og leiðbeinandi
í gestastofu Ölgerðarinnar. DV fékk
góðfúslegt leyfi til að halda bragð-
könnunina í húsakynnum Víns-
makkarans og fær Stefán bestu þakk-
ir fyrir það.
Keimlíkir bjórar
Heilt yfir fannst dómnefndinni
bjórarnir ágætir. Hæsta einkunn sem
var gefin var 9 en sú lægsta 2. Oft-
ast var einkunnagjöfin í kringum
fimmuna enda eru meðaleinkunnir
flestra bjóra á því reiki. Dómnefndin
var sammála um að flestir bjórarnir
væru keimlíkir. „Þeir eru flestir mjög
svipaðir. Léttir, svalandi og bragðlitl-
ir,“ sagði Ólöf Hugrún til að mynda.
Á tímabili spratt upp umræða um
hvort blaðamaður væri að færa þeim
sama bjórinn aftur og aftur, en hann
var fljótur að sannfæra þau um að
hér væru engin brögð í tafli. n
EfEs bEsti ódýri bjórinn
n Dómnefnd fer yfir tíu ódýrustu bjóra Vínbúðarinnar n Polar Beer fær falleinkunn n Þeir eru flestir „mjög svipaðir“
1 Efes Pilsener
Verð: 198 kr. Meðaleinkunn: 7,875
Lýsing: Ljósgullinn. Létt meðalfylling, ósætur, lítil
beiskja. Léttir korn- og malttónar. Styrkur: 5%.
Ólöf: „Þessi er mun bragðmeiri en hinir
bjórarnir. Very nice!“
Salka: „Ef borið er saman við aðra ódýra
bjóra fær þessi toppeinkunn frá mér. Mjög
góður.“
Stefán: „Mikið og gott eftirbragð.
Skemmtilegur bjór.“
Þráinn: „Meira malt, meiri humlar. Ég myndi
halda að þetta væri vandaðasti bjórinn
hingað til.“
2 Víking Lager
Verð: 199 kr. Meðaleinkunn: 6,375
Lýsing: Ljósgullinn. Létt fylling, þurr, mildur, lítil
beiskja með létta malt- og kryddtóna. Styrkur:
4,5%.
Salka: „Skítsæmilegur. Ég klára allavega
úr glasinu.“
Þráinn: „Hann er mildur og gælir við bragð-
laukana. Örlítið hveitikenndur.“
Ólöf: „Þessi finnst mér bara mjög góður og
léttur.“
Stefán: „Hann er mjög svalandi og fínn.“
3 Lapin K. Export
Verð: 199 kr. Meðaleinkunn: 5,875
Lýsing: Gullinn. Ósætur, léttur, lítil beiskja. Korn,
baunir. Styrkur: 5,2%.
Stefán: „Mjúkur og svalandi. Fyllingin fín og
freyðir vel. Ágætis bjór.“
Salka: „Mér finnst þessi allt í lagi. Hann er
svolítið sætur. En mér finnst vanta kolsýru.“
Þráinn: „Þetta er ekki merkilegur bjór. Ekki
nógu góður eftirkeimur. Það er samt ekkert
vont bragð af honum.“
Ólöf: „Ég kann ágætlega við þennan bjór.“
4 Faxe Premium
Verð: 199 kr. Meðaleinkunn: 5,375
Lýsing: Gullinn. Meðalfylling, þurr, ferskur, nokkur
beiskja með blómlegum og grösugum kornkeim.
Styrkur: 4,6%.
Stefán: „Ég gæti drukkið nóg af þessum
bjór. Komdu með kassa og ég skal sýna þér
það.“
Salka: „Þessi er fínn, með þeim betri sem
við höfum drukkið í dag.“
Þráinn: „Mér finnst hann hveitikenndari en
hinir bjórarnir. Mér finnst hann bara vondur.“
Ólöf: „Mér finnst þessi bara ágætur. Örugg-
lega fínn í pottinum.“
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
5-7 Harboe Pilsner
Verð: 189 kr. Meðaleinkunn: 5,25
Lýsing: Gullinn. Meðalfylling, þurr, mildur, lítil
beiskja. Létt korn, hálmur. Styrkur: 4,6%.
Þráinn: „Hann er lítill í sér.
Léttur og meinlaus.“
Salka: „Léttur og venju-
legur. Ekkert framúrskar-
andi.“
Stefán: „Hann er
vatnskenndur. Hálfgert
glundur.“
Ólöf: „Mér finnst hann
fínn. Það er eflaust
hægt að drekka mikið af
honum.“
5-7 Oettinger Pils
Verð: 198 kr. Meðaleinkunn: 5,25
Lýsing: Gullinn. Ósætur, létt meðalfylling, lítil
beiskja. Korn, baunir, grösugur. Styrkur: 4,7%.
Stefán: „Léttur, svalandi
og auðvelt að drekka
hann. Hann gerir ekki
miklar kröfur á bragð-
laukana. En ef hann er vel
kældur væri örugglega
hægt að drekka kassa af
honum án þess að vita
af, sem er dæmigert með
svona ódýran bjór.“
Þráinn: „Þetta er svona
„hvorki né“ bjór. Væri eflaust góður með
hamborgara.“
Salka: „Hann er bara bragðlaus!“
Ólöf: „Mér finnst hann góður.“
7,9 6,4 5,9 5,4
Keimlíkir bjórar Flestir bjórar fengu svipaða einkunn.