Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 13
Vikublað 24.–26. júní 2014 Fréttir Viðskipti 13 Þ egar embætti sérstaks sak- sóknara tók fyrst til starfa voru engar ákærur gefnar út lengi vel og gagnrýndu margir það sem þeir vildu kalla seinagang embættisins. Fyrstu ákærurnar litu ekki dagsins ljós fyrr en einu og hálfu ári síðar, eða í júní árið 2010. Síðan þá hafa 618 mál komið inn á borð sérstaks sak- sóknara samkvæmt tölum frá emb- ættinu sem eru frá 1. apríl síðast- liðnum. Tæpur þriðjungur mála tengdur hruninu Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksókn ara, skiptast þessi 618 mál þannig niður að mál tengd hruninu eru 190, önnur efnahagsbrotamál eru 187, skattalagabrot eru 156, rann- sóknar- og réttarbeiðnir eru 40 tals- ins og 45 mál falla undir flokkinn annað í málaskrá. Á sama tíma var búið að gefa út ákæru í 133 málum. Til viðbót- ar eru 46 mál búin í rannsókn og eru hjá saksóknara og bíða þess að ákvörðun verði tekin um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. Af heildarfjölda mála hafa 307 þeirra, rétt tæpur helmingur, lok- ið án ákæru, sem þýðir að þau hafi verið felld niður, þeim lokið, rann- sókn á þeim hætt, þau send ann- að eða sameinuð öðrum málum. Í heildina voru 92 mál enn í rann- sókn hinn 1. apríl og 40 mál sem biðu þess að fara í rannsóknarfar- veg. Ólafur segir þó að á bak við þessi mál sem hafa verið felld niður liggi mikil vinna að baki. Hann segir hlutfallið í samræmi við það sem al- mennt þekkist. „Miðað við það sem ég þekki þá er ekki tiltölulega hátt hlutfall mála sem fara áfram. Það er töluvert mikið af málum sem byrja en fara ekki alla leið,“ segir Ólafur. Sakfellingarhlutfall ekki á hreinu Af hrunmálunum svokölluðu lauk 101 máli án ákæru. 52 þeirra eru enn í rannsóknarmeðferð og eft- ir standa þá 37 mál sem lauk með ákæru en sakfellingarhlutfall er ekki á hreinu. Í viðtali við DV í ágúst í fyrra sagði Ólafur að hann væri ekki með sakfellingarhlutfall á hreinu en sagðist halda að það væri í kringum 95 prósent. Einnig á embættið aðeins eitt mál eftir til rannsóknar af tæplega 90 sem það fékk á sitt borð eftir að það sameinaðist efnahagsbrota- deild Ríkislögreglustjóra 1. septem- ber árið 2011. Vinnur náið með Norðurlöndunum Ólafur segir að embættið vinni náið með efnahagsbrotadeildum á Norðurlöndunum. Á hverju ári er haldinn fundur þar sem fulltrúar þeirra hittast og bera saman bæk- ur sínar, samræma vinnubrögð og annað. Ólafur segir starfsemi þeirra mjög líka að flestu leyti. „Það sem kannski skekkir myndina dálítið hjá okkur í dag er þessi gríðarlega mikli fjöldi stórra hrunmála, það er að segja mörg stór efnahagsbrotamál sem eru mörg í gangi á sama tíma. Helmingi mála lýkur án ákæru n Þriðjungur mála sérstaks saksóknara tengd hruninu Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is n Mál tengd hruninu 190 n Önnur efnahagsbrotamál 187 n Skattalagabrot 156 n Rannsóknar- og réttarbeiðnir 40 n Annað í málaskrá 45 Samtals 618 Flokkun mála hjá sérstökum saksóknara 190 187 156 40 45 n Mál sem bíða rannsóknar 40 n Mál í rannsókn 92 n Mál í ákærumeðferð 46 n Ákært en ódæmt 39 n Dæmt í héraði 76 n Dæmt í Hæstarétti 18 n Lokið án ákæru 307 Samtals 618 Staða mála á borði sérstaks saksóknara 307 40 92 46 39 76 18 37 mál 52 mál 101 mál Mál tengd efnahagshruninu n Búin í rannsókn 37 n Enn í rannsókn 52 n Hrunmál lokið án ákæru 101 Samtals 190 Það er ekki hluti af „norminu“, yfir- leitt er dreifingin á málunum með öðru sniði. Að öðru leyti styðjast löndin við svipað eða sambærilegt verklag og það er ekkert verulega frábrugðið því hvernig við vinnum,“ segir Ólafur í viðtali við DV. Líklega sambærilegur eða betri árangur en hjá kollegunum Hlutfall þeirra mála sem leiða til sakfellingar fyrir dómi er ekki á hreinu og ekki er hægt að nálgast þær tölur hjá embættinu. Í Noregi hefur stofnunin Økokrim sambærilegt starfshlut- verk og sérstakur saksóknari og annast hún meðal annars rannsókn á efnahagsbrotum í Noregi. Sakfell- ingarhlutfall Økokrim var á árunum 2009 til 2013 að meðaltali 83,2 pró- sent, samkvæmt tölum sem birtar eru á vef stofnunarinnar. Í Danmörku sér sérstakt emb- ætti ríkissaksóknara, Statsadvoka- ten for Særlig Økonomisk og International Kriminalitet, SØIK, um svipuð mál og sérstakur sak- sóknari sinnir hérlendis. Á árunum 2009–2012 var sakfellingarhlutfall í málum sem komu inn á borð SØIK að meðaltali rétt rúm 90 prósent, samkvæmt ársskýrslu embættisins fyrir árið 2012. n Sérstakur saksóknari Ólafur Þór Hauksson „Ég fæ ekki krónu frá neinum“ er ekki með samninginn við hann um verkið sem slíkt. Mörkin hef- ur ekkert með þetta að gera og ég get ekki tjáð mig um eitthvað sem ég veit ekki.“ Spurður um hvort Hreiðar Már sé því verkkaupinn beint en ekki lögmannsstofa seg- ir Hörður Felix: „Já, ég myndi líta þannig á. En hvort það er einhver verksamningur fyrir hendi veit ég ekki. Verkkaupinn sjálfur verður eiginlega að svara fyrir það og Jón Óttar. Það er hins vegar það sem liggur fyrir að hann vann þessa skýrslu sem liggur fyrir sem dóm- skjal í Al-Thani-málinu.“ Miðað við þessi orð Harðar Felix þá var beint viðskiptasamband á milli Hreiðars Más og Jóns Óttars í mál- inu. Jón Óttar vann skýrslu um starfshætti embættis sem hann sjálfur var hjá fyrir Hreiðar Má og svo var skýrslan lögð fyrir dóm í sakamáli gegn Hreiðari Má. Jón Óttar segir að enginn samningur hafi verið gerður vegna minnis- blaðsins og, líkt og áður segir, að hann hafi ekki fengið neitt greitt fyrir vinnu sína. Heimildarmaður um eigin viðskiptavin Miðað við þessar staðreyndir ligg- ur því fyrir að Jón Óttar var og er heimildarmaður um starfsað- ferðir héraðsdómara, nú hæsta- réttardómara, í máli sem hann vann að sem lögreglumaður þegar hann starfaði hjá sérstökum sak- sóknara. Á grundvelli vitnisburð- ar þessa manns hefur Hreiðar Már nú kært dómarann, Benedikt Bogason, fyrir meint skjalafals. Fari svo að það mál komi til kasta dómstóla hlýtur Jón Óttar að verða kallaður fyrir sem vitni. Jón Ótt- ar hefur því komið að málsmeð- ferð gegn Hreiðari Má hjá sérstök- um saksóknara með að minnsta kosti tvenns konar hætti eftir að hann lét af störfum hjá emb- ættinu. Í fyrsta lagi með því að skrifa greinargerð um rannsókn sérstaks saksóknara á Al-Thani- greinargerð sem hann sjálfur og lögmaður Hreiðars Más segja að hann hafi ekki fengið greitt fyrir – og í öðru lagi hefur hann vitnað um vinnubrögð Benedikts Boga- sonar þegar hann veitti heimild til símhlerunar hjá Hreiðari Má árið 2010. Án slíks vitnisburðar heim- ildarmanns verður að teljast ólík- legt að Hreiðar Már hefði getað kært málið. Líkt og áður segir vill Jón Óttar ekki ræða þennan þátt málsins opinberlega. n Vann greinargerð Jón Óttar Ólafsson vann greinargerð fyrir Hreiðar Má Sigurðsson í Al Thani- málinu og verður lykilvitni ef kæra hans gegn Benedikt Bogasyni fer fyrir dóm. Hreiðar Már sést hér í dómsal ásamt Herði Felix Harðar- syni, lögmanni sínum. MyNd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.