Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 23
Fréttir Stjórnmál 23Vikublað 24.–26. júní 2014
Þriðjungur allra atkvæða
til Sjálfstæðisflokksins
Samfylkingin með færri fulltrúa en Framsókn en fleiri atkvæði
U
m það bil þriðjungur allra
atkvæða sem greidd voru í
sveitarstjórnarkosningunum
í lok síðasta mánaðar féllu
í hlut Sjálfstæðisflokksins.
Samkvæmt yfirliti sem Samband ís-
lenskra sveitarfélaga tók saman voru
150.153 gild atkvæði greidd í kosn-
ingunum og 49.111 fóru til til D-lista
víða um land. Sameiginleg framboð
Sjálfstæðisflokks og annarra flokka
eru ekki tekin með í þessa útreikn-
inga.
Sterkasti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn stendur því
ágætlega í sveitarstjórnum landsins
en flokkurinn fékk samtals 113 sveit-
arstjórnarfulltrúa kjörna. Það er meira
en tvöfalt fleiri en næsti flokkur á eft-
ir, Framsóknarflokkurinn, sem fékk 56
fulltrúa kjörna í heild í kosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn vann sigra um
allt land, nema einna helst í Reykja-
vík og Reykjanesbæ. Flokkurinn fékk
sögulega lítið fylgi í Reykjavík og
missti meirihluta sinn í Reykjanes-
bæ, þar sem flokkurinn hefur verið við
stjórn frá stofnun sveitarfélagsins.
Framsókn fékk hins vegar aðeins
18.800 atkvæði í kosningunum, eða
sem nemur 12,5 prósent heildarat-
kvæða, sem er vel innan við helming-
ur atkvæðafjölda Sjálfstæðisflokks-
ins. Samfylkingin, sem fékk 30.316
atkvæða, eða 20,2 prósent, er næst-
stærsti flokkurinn miðað við atkvæða-
fjölda en náði ekki nema 35 fulltrúum
á landsvísu. Það útskýrist að stærstum
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Listi Atkvæði Hlutfall atkvæða Fjöldi fulltrúa
V-listi Vinstri grænna 10.002 6,7% 9
D-listi Sjálfstæðisflokks 49.111 32,7% 113
Æ-listi Bjartrar framtíðar 15.658 10,4% 11
S-listi Samfylkingar 30.316 20,2% 35
B-listi Framsóknar 18.800 12,5% 56
Þ-listi Pírata 4.719 3,1% 1
Svona skiptust atkvæðin
Hér má sjá skiptingu atkvæða á landsvísu, óháð sveitarfélögunum sem
kosið var í, á milli þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Auk þessara
flokka voru fjölmargir aðrir sem buðu fram í einu eða fleiri sveitarfélög-
um. Samtals fengu þeir innan við fimmtán prósent atkvæða.
hluta af því hversu sterkur flokkurinn
var í Reykjavík þar sem mun fleiri at-
kvæði eru á bak við hvern fulltrúa en
í fámennari sveitarfélögum úti á landi
þar sem Framsókn var með sterkt
bakland. n
„Framsókn fékk
hins vegar aðeins
18.800 atkvæði
Ómar farinn
Bæjarfulltrúinn fyrrverandi, Ómar
Stefánsson, hefur sagt skilið við
Framsóknarflokkinn. Ómar hef-
ur verið and-
lit flokksins í
Kópavogi um
árabil en hann
var lengi eini
fulltrúi flokks-
ins í bæjar-
stjórn Kópa-
vogs. Hann
gaf ekki kost
á sér til endurkjörs en í hans stað
kom Birkir Jón Jónsson, fyrrver-
andi varaformaður og þingmaður
Framsóknarflokksins. Brotthvarf
Ómars úr flokknum má rekja til
ummæla Sveinbjargar Birnu Svein-
björnsdóttur borgarfulltrúa um
mosku og múslíma. „Þetta er ekki
leið sem ég vil fara og ég vil ekki til-
heyra flokki sem valdi að fara þessa
leið í kosningabaráttunni,“ sagði
hann við DV á sunnudag.
Ekki einelti
Mörgum framsóknarmönnum
svíður að vera kallaðir rasistar
og hafa sumir gengið svo langt
að segja að þeir og flokkurinn
séu lagðir í einelti. Einn þeirra
er Birkir Jón
Jónsson, arf-
taki Ómars
Stefánsson-
ar í bæjar-
stjórn Kópa-
vogs, sem birti
færslu um
orðræðuna í
samfélaginu
á Facebook. „Mér svíður að lesa
þetta og hugsa hvort umræðan
verði eins þegar dæturnar komast
til vits og ára,“ sagði hann. Félagar
hans í pólitík eru hins vegar ekki
sammála um að þetta sé bundið
við Framsókn. „Þú sérð kannski
bara skrif um eigin flokk – þetta
á við um alla flokka ... utan ras-
ismans. Þið eruð ekkert sérstakt
fórnarlamb. Þetta er orðræðan
um pólitíkina,“ sagði Katrín Júlí-
usdóttir, varaformaður Samfylk-
ingarinnar, í athugasemdum við
færsluna. „Menn sjá best það sem
næst stendur og gleymir hratt
t.d. níðingslegum skrifum um Jó-
hönnu, kynhneigð hennar, aldur
og annað sem kom hennar póli-
tík ekkert við. En kannski tók ég
meira eftir því en framsóknar-
menn af því að ég tók það nærri
mér.“
Ekkert bólar á skýrslu um upplýsingalögin
Loforð í
uppnámi?
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
og félagar hans í meirihluta borg-
arstjórnar gætu verið í vanda. Nú
hefur for-
maður Félags
byggingar-
manna, Frið-
björn A. Her-
mannsson,
stigið fram
og lýst yfir
efasemdum
um að nógu
margir iðnaðarmenn séu hér á
landi til að takast á við byggingu
2.500 til 3.000 íbúða í borginni á
kjörtímabilinu. Einna mesta at-
vinnuleysið í kjölfar hrunsins
2008 var á meðal iðnaðarmanna í
byggingageiranum og voru margir
sem flúðu til Noregs í leit að vinnu.
„Nú veit maður ekki hvernig þeir
félagar okkar sem eru í Noregi
bregðast við. Ég veit að sumir
þeirra hafa verið að spyrjast fyrir
um langtímaverkefni og hvort þeir
koma veit ég ekki,“ sagði Finn-
björn í samtali við RÚV. Loforð um
byggingu allra þessara íbúða var
eitt það fyrirferðarmesta hjá Sam-
fylkingunni í kosningabaráttunni.
Margir lýstu efasemdum um raun-
hæfi þess. Enginn hafði þó látið
sér detta í hug að skortur á iðnað-
armönnum yrði vandamálið.
R
ekstrarfélag Stjórnarráðsins
telur, samkvæmt lauslegri
athugun, að kostnaður við að
spegla málaskrár ráðuneyta
á internetið kosti um tíu milljónir
króna. Þá telur rekstrarfélagið ljóst
að umtalsverður viðbótarkostnaður
muni bætast við þar sem afmá þurfi
úr gögnunum persónuupplýsingar
sem eigi að fara leynt áður en þau
birtast á netinu. Þetta kemur fram í
svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar forsætisráðherra við fyrir-
spurn Helga Hrafns Gunnarssonar,
þingmanns Pírata, um upplýsinga-
lögin.
Upplýsingalög gera ráð fyrir að
þetta sé gert og að ráðherra gefi út
reglugerð um framkvæmdina. Það
hefur ekki verið gert. „Stjórnvöld
skulu vinna markvisst að því að gera
skrár yfir mál, lista yfir máls-
gögn og gögnin sjálf jafn-
óðum aðgengileg með raf-
rænum hætti. Hið sama á
við um gagnagrunna og
skrár. Þess skal gætt að
birting gangi ekki gegn
einka- eða almannahags-
munum,“ segir í lögunum.
Ekkert bólar hins vegar
enn á þessu þrátt fyrir að
lögin hafi tekið gildi í
byrjun árs
2013.
Í svarinu kemur
einnig fram að ekki
liggi fyrir á þessu
stigi hvenær reglu-
gerð verður gef-
in út. Þar kemur
hins vegar fram að
í skoðun sé að fara
af stað með tilrauna-
verkefni á þessu
sviði sem sé þó því
háð að fjár-
mögn-
un sé tryggð. Ramminn yrði mótað-
ur í umræddri reglugerð.
Lögin gera einnig ráð fyrir því að
forsætisráðherra flytji Alþingi reglu-
lega skýrslu um framkvæmd upplýs-
ingalaga. Það hefur heldur ekki verið
gert. Samkvæmt svari Sigmundar er
stefnt að því að flytja fyrstu skýrsluna
í ársbyrjun 2015 og hún lögð fram
á Alþingi á vorþingi það ár. Þá á að
fjalla um framkvæmd laganna fyrstu
tvö árin sem þau hafa verið í gildi en
1. janúar 2015 verða liðin tvö ár frá
gildistöku þeirra. n
adalsteinn@dv.is
Ráðherra hefur ekki enn sett reglugerð um birtingu gagna
Á næsta ári Sigmundur Davíð segist ætla
að flytja skýrslu um framkvæmd upp-
lýsingalaganna í upphafi næsta árs. Þá
verða tvö ár liðin frá gildistöku þeirra.