Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 22
22 Umræða Vikublað 24.–26. júní 2014 Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Umsjón: Henry Þór BaldurssonBorga til að borga meira Bensi stofnar flokk É g fæ vart nógsamlega þakkað Benedikt Jóhannssyni fyrir að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Einnig að laða til sín frjáls- hyggjufylgi Samfylkingarinn- ar. Sá flokkur mundi skána mikið ef hann losnaði við það fylgi. Heiti ég „enginn“? En eins og sagt var til forna, „fornar ástar fyrnast ei“. Í viðtali neitar Bene- dikt því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt sök á hruninu. Sökin sé almenn- ings og fjölmiðla sem flatmagað hafi fyrir útrásarmönnum. Enginn hafi gagnrýnt útrásina. Samkvæmt þessu þá ætti ég að heita „enginn“ því ég gagnrýndi útrásarmennina þegar árið 2004 í blaðagrein sem bar heitið „Beygur af Baugi“. Síðar í ótölulegum fjölda bloggfærslna og var ekki einn um það. Ókúl að vera gamaldags? Ekki er þverfótandi fyrir viðtölum í fjölmiðlum við Benedikt og mælist honum misvel. Í einu þeirra notar hann hið sígilda íslenska mælsku- bragð að tala eins og það sem sé gamaldags hljóti að vera vont. Þetta er bergmál frá tískuhyggj- unni íslensku, sannfæringunni um að bara það nýjasta nýtt sé „hot“, hitt sé „not“. Benedikt segir verndarstefnu ekki í anda tuttugustu og fyrstu ald- ar. Hann gefur í skyn að frjáls við- skiptastefna sé hið gagnstæða, ekki gamaldags og því „kúl“. En hann athugar ekki að um langt árabil, frá því á millistríðsárun- um og fram yfir 1970 var frjálshyggja afgreidd sem gamaldags nítjándu aldar fyrirbæri. Á fjórða áratugnum skrifaði stór- hagfræðingurinn John Maynard Keynes bók sem hét The End of Laissez-Faire. Keynes reyndist ekki forspár fremur en aðrir hag- fræðingar (bókin er samt að mörgu leyti góð). En meira að segja í hinni ógnar- kúlu eðlisfræði eru þess dæmi að gamlar, „úreltar“ kenningar komi aftur. Kenningin um að ljósið sam- anstæði af öreindum var talin af- sönnuð og gamaldags. En Einstein hressti upp á hana og hún kom aftur í nýrri mynd. Það fylgir sögunni að Thomas Kuhn sagði að afstæðiskenning Ein- steins væri að sumu leyti líkari kenn- ingum Aristotelesar en Newtons. Kúla liðið trúði því að Newton hefði gengið að Aristótelesi dauðum, kenningar hans væru gamaldags. En nóta bene: Kenningar Kuhns eru vægast sagt umdeildar. Verndarstefna ávallt slæm? Hvað sem því líður þá er alrangt að efnahagsleg verndarstefna sé ávallt af hinu illa. Flest iðnvædd ríki iðn- væddust á bak við tollmúra, það gildir um Bretland, Bandaríkin og Suður-Kóreu. Samsung-landið iðnvæddist hraðar en nokkurt annað land í ver- aldarsögunni, ekki fyrir tilstuðlan markaðsfrelsisins helga, heldur blöndu af áætlunarkerfi og mark- aðskerfi. Suður-Kóreumenn niður- greiða landbúnað sinn meira en aðr- ar þjóðir en virðist ekki verða meint af. En þetta þýðir ekki að verndar- stefna hljóti að vera í himnalagi, hún er oft af hinu illa. Verndarstefn- an íslenska er í flestum efnum slæm. Ekki síst vegna þess að hún er að miklu leyti hluti af valdakerfi Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks. Taka verður tillit til sérstakra að- stæðna er marka skal efnahags- stefnu, ekki fylgja fræðakreddum í blindni. Frjáls markaður mögulegur? Talandi um slíkar kreddur þá segir Benedikt í viðtali að hann vilji frjáls viðskipti. En honum láist að rök- styðja ágæti þess lags viðskipta. Ýmsir fræðimenn, þar á með- al nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz, segja að frjáls markaður geti ekki komist á koppinn. Stiglitz seg- ir ástæðuna þá að markaðurinn geti ekki verið frjáls nema allir gerendur hafi fullkomna yfirsýn yfir alla kosti. Einnig verði markaðsþekking þeirra að vera samhverf, það er, allir verða hafa jafngóða yfirsýn yfir kostina. En í fyrsta lagi sé útilokað að menn geti orðið alvitrir, í öðru lagi sé þekking ósamhverf, hinir ríku og voldugu hafi mun betri aðgang að þekkingu en sauðsvartur almúginn. Svo ég noti mína eigin líkingu þá yrði meintur frjáls markaður eins og fótboltaleikur þar sem dómarinn dæmir öðru liðinu í vil. Liði hinna ríku og voldugu. Gyllta öldin gullöld frelsis? Ekki skorti markaðsfrelsi vestanhafs á gylltu öldinni amerísku (1875– 1905), utan þess að allháir tollar voru á iðnvarningi. Þrátt fyrir það var BNA á þeim árum líklega mark- aðsfrjálsasta land veraldarsögunnar. Ríkið hirti ekki nema 2–3 prósent af þjóðarauðnum, ekkert velferðarkerfi truflaði hið guðdómlega gangvirki markaðarins og svo framvegis. Samt (eða þess vegna) náðu fyr- irtæki í eigu auðjöfranna Andrew Carnegies og John Rockefellers einokunaraðstöðu, til dæmis réði Standard Oil Rockefellers 90 prósent af olíumarkaðnum. Einokunin varð til vegna markaðsklækja, ekki ríkis- afskipta. Í ofan á lag urðu auðjöfrarnir svo voldugir að við lá að þeir gengju af lýðræðinu dauðu. Þannig getur meint markaðsfrelsi hverfst í and- stæðu sína, auð-helsi. Lokaorð Spurt er: Þekkir Benedikt þessi rök gegn hugmyndinni um frjálsan markað? Svar: Ekkert bendir til þess að svo sé. En stofni hann sinn flokk, „mér og mínum að meinalausu“. P.S Ég ræði nánar um flest þessara mála í bók minni Kredda í kreppu og ýmsum fyrri bloggfærslum. n „ Verndarstefnan ís- lenska er í flestum efnum slæm Mynd SiGtryGGUr Ari Stefán Snævarr skrifar Af blogginu „Það er ákaflega virðingavert hjá Gísla Tryggvasyni héraðsdómslögmanni að láta reyna á þetta fyrir dómi.“ Sigurfreyr Jónasson tjáir sig um það mat Gísla Tryggvasonar lögmanns að það stangist á við stjórnarskrárákvæði um friðhelgi einkalífs og heimilis að refsa fyrir vörslu kannabis til einkanota. Ætlar hann að láta reyna á þessi lagarök ef til ákæru og dómsmeðferðar kemur í máli gegn skjólstæðingi hans. „Gæti þetta ekki verið tækifæri fyrir Íslendinga að rækta hunda og selja Kínverjum? Hægt að ala þá á hvalkjöti.“ Leifi Haralds um frétt sem vakti talsverða athygli á DV.is á sunnudag en hún varðaði hátíð í Kína þar sem þúsundir hunda voru borðaðir. Hefð er fyrir hátíðinni, en margir þar trúa því að með því að leggja hundakjöt sér til munns og drekka með því áfengi þegar sumarsólstöður eru, bæti það heilsu þeirra yfir vetrartímann. „Ég verð ánægðari með mína áskrift að DV með hverri rannsóknarblaða- mannafréttinni sem blaðið birtir. Alvöru fréttamenn sem eru hjá DV og svo er Jón Trausti besti pistlahöfundur landsins.“ Hreggviður davíðsson um afhjúpun DV í lekamálinu svokallaða. DV greindi frá því að Þórey Vilhjálmsdóttir og Gísli Freyr Valdórsson, pólitískt skipaðir aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, væru með stöðu grunaðs manns í málinu. Hanna Birna vildi ekki svara því á Alþingi í síðustu viku hvort hún eða aðstoðarmenn hennar væru með réttarstöðu grunaðs manns. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á fólki sem hefur orðið undir í lífinu eins og sjúklingum í þessari stöðu nema þeir séu í hópi sægreifa eða annarra innvígðra og innmúraðra ... þá er hægt að ausa í þá peningum.“ Friðjón Árnason um áhrifaríkan pistil Gríms Atlasonar sem hann birti á vefritinu Herðubreið. DV greindi frá efni pistilsins en þar segir hann frá baráttu föður síns við alkóhólisma og ráðaleysið sem virðist ríkja í málefnum langt leiddra alkóhólista. „Allt skynsama fólkið hrökklast úr Framsóknar- flokknum.“ Stefán Sigfinnsson um þá ákvörðun Ómars Stefánssonar að segja sig úr Framsóknarflokknum. Segir Ómar flokkinn hafa stundað „þjóðernispopúlisma“ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna og hann sé ekki ánægður með viðbrögð flokksforystunnar við útspili Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur í kosningabaráttu flokksins í Reykjavík. 22 8 20 11 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.