Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Blaðsíða 34
34 Menning Sjónvarp Vikublað 11.–13. febrúar 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Netflix sækir í sig veðrið Chelsea með spjallþátt á Netflix Miðvikudagur 25. júní 11.40 HM í fótbolta (Japan - Kólumbía) Upptaka frá leik Japans og Kólumbíu á HM í fótbolta. 13.30 HM í fótbolta (Kosta Ríka - England) Upptaka frá leik Kosta Ríka og Englands á HM í fótbolta. 15.20 HM stofan Björn Bragi og gestir fjalla um mál mál- anna á HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu. 15.50 HM í fótbolta (Nígería - Argentína) Bein útsending frá leik Nígeríu og Argentínu á HM í fótbolta. 17.50 HM stofan 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Vinur í raun 8,2 (3:6) (Moo- ne Boy) Martin Moone er ungur strákur sem treystir á hjálp ímyndaðs vinar þegar á móti blæs. Þættirnir gerast í smábæ á Írlandi á níunda áratugnum. Meðal leikenda eru Chris O'Dowd, David Rawle og Deirdre O'Kane. e 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.30 HM stofan 19.50 HM í fótbolta (Hondúras - Sviss) Bein útsending frá leik Hondúras og Sviss á HM í fótbolta. 21.50 HM stofan 22.15 Tíufréttir 22.30 Veðurfréttir 22.35 Vertu eðlilegur (Act Normal) Heimildamynd sem Ólafur Jóhannesson gerði á tíu ára tímibili um búddamunk sem kastar kyrtlinum, giftir sig, skilur og gerist búddamunkur aftur. Tónlistin í myndinni er eftir Barða Jóhannsson. Textað á síðu 888 í Texta- varpi. e 00.00 HM í fótbolta (Ekvador - Frakkland) Upptaka frá leik Ekvador og Frakklands á HM í fótbolta. 01.45 HM í fótbolta (Bosnía - Íran) Upptaka frá leik Bosn- íu og Íran á HM í fótbolta. 03.45 Dagskrárlok Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07:10 HM 2014 (Kosta Ríka - England) 08:50 HM 2014 (Japan - Kólu- mbía) 10:30 HM Messan 11:30 HM 2014 (Ítalía - Úrúgvæ) 13:10 HM 2014 (Gri - Fíl) 14:50 HM Messan 15:50 HM 2014 (Bosnía - Íran) B 18:00 HM 2014 (Kos - Eng) 19:50 HM 2014 (Ekv - Fra) B 22:00 HM Messan 23:00 HM 2014 (Níg - Arg) 00:40 HM 2014 (Hon - Svi) 02:20 HM Messan 03:20 HM 2014 (Jap- Kól) 17:55 Strákarnir Sveppi, Auddi og Pétur halda uppteknum hætti og sprella sem aldrei fyrr með óborganlegum uppátækjum. 18:25 Friends (19:24) 18:50 Seinfeld (11:23) 19:15 Modern Family 19:40 Two and a Half Men 20:05 Örlagadagurinn (7:30) 20:40 Heimsókn 21:00 Breaking Bad (2:13) 21:50 Chuck (13:13) 22:35 Cold Case (9:23) 23:20 Without a Trace (16:24) 00:05 Harry's Law (7:12) 00:50 Örlagadagurinn (7:30) 01:25 Heimsókn 01:45 Breaking Bad (2:13) 02:30 Chuck (13:13) 03:15 Cold Case (9:23) 04:00 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví Hér hljóma öll flottustu tónlistarmynd- böndin í dag frá vinsælum listamönnum á borð við Justin Timberlake, Rihönnu, Macklemore, Pink, Bruno Mars, Justin Bieber, One Direction og David Guetta. 10:25 Ruby Sparks 12:10 Wall Street 14:15 In Her Shoes 16:25 Ruby Sparks 18:10 Wall Street 20:15 In Her Shoes 22:25 The Devil Wears Prada 00:15 One Night at McCool's 01:45 Dark Shadows 03:35 The Devil Wears Prada 18:15 Malibu Country (12:18) 18:35 Bob's Burgers (20:23) 19:00 H8R (4:9) 19:40 Baby Daddy (15:16) 20:05 Revolution (17:22) 20:45 Tomorrow People (19:22) 21:25 Damages (4:10) 22:20 Ravenswood (3:10) 23:05 The 100 (4:13) 23:45 Supernatural (20:22) 00:30 H8R (4:9) 01:15 Baby Daddy (15:16) 01:40 Revolution (17:22) 02:25 Tomorrow People (19:22) 03:10 Damages (4:10) 04:00 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Barnaefni Stöðvar 2, Waybuloo, Young Justice, Hundagengið 07:45 Tommi og Jenni 08:05 Malcolm In the Middle 08:30 Wipeout 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (45:175) 10:15 Spurningabomban 11:05 Touch (8:14) 11:50 Grey's Anatomy (19:24) 12:35 Nágrannar 13:00 Veistu hver ég var? 13:50 2 Broke Girls (21:24) 14:15 Sorry I've Got No Head 14:45 Tommi og Jenni 15:10 Waybuloo 15:35 Grallararnir 16:00 Frasier (14:24) 16:25 The Big Bang Theory 16:45 How I Met Your Mother 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:06 Veður 19:15 Svínasúpan (8:8) 19:35 The Middle (6:24) 20:00 How I Met Your Mother 20:20 Dallas (5:15) 21:05 Mistresses (3:13) 21:50 Michael Jackson Life of an Icon 00:20 NCIS (17:24) 01:00 Person of Interest (20:23) Önnur þáttaröðin um fyrrverandi leigumorðingja hjá CIA og dularfullan vísindamann sem leiða saman hesta sína með það að markmiði að koma í veg fyrir glæpi í New York-fylki. 01:45 Those Who Kill 7,3 (3:10) Spennuþáttaröð sem byggð er á dönsku þáttaröðinni Den som dræber með Chloë Sevigny í aðalhlutverki. 02:30 Broadcast News Fylgst er með nokkrum mann- eskjum í darraðardansi fréttaheimsins. Aaron Altman er snjall og klókur við að krækja í fréttirnar en handónýtur við að koma þeim frá sér í sjónvarpi. Jane Craig er útsendingar- stjóri frétta metnaðargjörn kona sem lifir innantómu lífi og leggur ofurást á vinnu sína. 04:40 Frozen 6,2 (1:0) Spennu- tryllir um þrjá skíðafélaga sem verða föst í skíðalyftu í viku eða þangað til svæðið opnar á ný. Fljótlega fer kuldinn, óttinn og vænisýk- in að segja til sín og dvölin þarna uppi verður helvíti líkust. 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (20:26) 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:00 Dogs in the City (4:6) 16:45 Psych (8:16) 17:30 Catfish (1:12) 18:15 Dr. Phil 18:55 The Good Wife (20:22) 19:40 America's Funniest Home Videos (36:44) 20:05 Save Me (5:13) 20:30 America's Next Top Model (2:16) 21:15 Emily Owens M.D 7,6 (5:13) Emily Owens er nýútskrif- aður læknir og hefur fengið starf á stórum spítala í Denver. Henni finnst hún loksins vera orðin fullorðin og fagnar því að gagn- fræðaskóla árin eru að baki þar sem hún var hálfgerður lúði, en ekki líður á löngu áður en hún uppgötvar að spítalamenningin er ekki svo ólík klíkunum í gaggó. 22:00 Ironside (3:9) Hörku- spennandi lögregluþættir sem fjalla um grjótharða rannsóknarlögreglumann- inn Robert T. Ironside, sem bundinn er við hjólastól í kjölfar skotárásar. Ironside lætur lömun sína ekki aftra sér þegar hann eltist við glæpamenn borgarinnar með teymi sínu. Með aðal- hlutverk fer hinn sykursæti Blair Underwood sem sló í gegn í L.A. Law. Ironside (Blair Underwood) og Holly (Spencer Grammer) stöðva rán í pókerspili. Slóðin leiðir þau að póker fagmanni sem er háður eiturlyfjum. 22:45 Green Room with Paul Provenza (3:6) Það er allt leyfilegt í græna herberginu þar sem ólíkir grínistar heimsækja húmoristann Paul Provenza. Furðufugl- arnir Andy Dick og Dana Gould eru meðal gesta Pauls að þessu sinni. 23:10 Leverage 7,8 (8:15) Þetta er fimmta þáttaröðin af Leverage, æsispennandi þáttaröð í anda Ocean’s Eleven um þjófahóp sem rænir þá sem misnota vald sitt og ríkidæmi og níðast á minnimáttar. Parker er fótbrotin og situr hjá í ver- kefnum hópsins að þessu sinni. Að gamni fer hún að njósna um viðskiptavini hverfiknæpunnar og kemst að því að hópur þjófa eru að skipuleggja skartgriparán. 00:15 House of Lies (2:12) Marty Khan og félagar snúa aftur í þessum vinsælu þáttum sem hinir raunverulegu hákarlar viðskiptalífsins. 00:20 Ironside (3:9) 01:05 Pepsi MAX tónlist Stöð 2 Sport 2 13:30 Spænski boltinn 2013-14 (Real Madrid - Barcelona) 15:15 IAAF Diamond League 2014 17:15 Sumarmótin 2014 18:00 Hestaíþróttir á Norð- urland 18:30 NBA (NBA Special: 1984 NBA Draft) 20:30 Landsleikir Brasilíu (Brasilía - Serbía) 22:10 UFC Live Events Þ að er eitthvað við valda- baráttu stjórnmála sem fær mig til að kitla fram í fingurgóma. Sennilega er það uppalinn stjórnmálaáhugi sem veldur, en að vilja fylgjast með stjórnmálunum í formi upp- spunna sjónvarpsþátta er senni- lega á öðru kalíberi. Hinir dönsku sjónvarpsþættir Borgen eru einir allra bestu sem ég hef séð vegna þess að þrátt fyrir að fjalla um miskunnarlausa póli- tík eins og hverja aðra, er í þeim ákveðin tenging við raunveruleik- ann. Sú jarðtenging er eitthvað sem virðist gjarnan vera af skorn- um skammti í hinum amerísku pólitísku þáttaseríum. Þar má nefna annars vegar House of Cards og hins vegar Scandal sem hina fínustu dramaþætti sem eru þó ör- lítið of augljóslega uppspunnir. Báðir fjalla þeir um valdabar- áttu innan Bandaríkjastjórnar og ástartengingar þeirra. Tilfinningar og drama verða oft á tíðum ofan á þar sem sambönd fólks eru talin mikilvægari en hið víða samhengi pólitíkur og heimsmyndarinnar, mér til mikillar ama. Auðvitað fær þó reglulega að smygla sér með óhóflegur skammtur af þjóðern- ishyggju eins og Bandaríkjamönn- um er einum lagið. Þannig liggur áhersla hinna amerísku stjórnmálaþátta líkt og Scandal að mestu í harmleikj- um einstaklinga í stað raunhæfr- ar pólitíkur og raunhæfra sam- tala milli fólks. Ég spyr mig hvort að sú aftenging við raunveruleik- ann, sem gjarnan fylgir bandarísk- um sjónvarpsþáttum, sé kannski eitthvað sem við viljum sjá. Það á nefnilega ekki einungis við um pólitíska dramaþætti þar sem upphugsuð samtöl og aðstæður, sem gætu aldrei átt sér stoð í raun- veruleikanum, vísa veginn. Þeir þættir virðast tröllríða öllum okk- ar sjónvarpsveruleika, gjarnan á kostnað evrópsks sjónvarpsefnis sem reynir að halda í hinar raun- hæfu rætur. Kannski er það óraunveruleik- inn sem fjöldinn vill sjá, í ljósi þess að það er hversdagsleikinn sem er venjubundinn lífi okkar frá degi til dags. n „ Kannski er það óraunveruleikinn sem fjöldinn vill sjá Leita að stofu í Breiðholti Taka upp útvarpsþátt í heimahúsum N etflix er að sækja í sig veðrið þessa dagana en staðfest er að Chelsea Handler muni stýra spjallþætti á stöðinni sem fer í loftið árið 2016. Spjallþátturinn verður fyrstur sinnar tegundar hvað varðar útsendingu en Netflix virkar á þann veg að hægt er að horfa á efnið hvenær sem er í gegnum netið ef þú ert áskrifandi. Í þættinum verður uppistand og heimildagamanmynd- ir ásamt því að Chelsea fær til sín góða gesti. „Internetið hefur rofið margar hefðir hins venjubundna sjónvarps- markaðar og Netflix hlakkar til að breyta ímynd kvöldspjallþátta fyr- ir hina nýju kynslóð sem vill ráða hvenær horft er á efnið,“ segir Ted Sarandos hjá Netflix í fréttatilkynn- ingu. Chelsea Handler er vinsæll spjall- þáttakynnir en hún hefur í sjö ár ver- ið með þáttinn Chelsea Lately á stöð- inni E!. Þátturinn hættir útsendingu núna í haust og því er Netflix-verk- efnið tilvalið fyrir Chelsea. n salka@dv.is V ið erum að leita að stofu í Breiðholti til þess að flytja næsta þátt í,“ segir Marteinn Sindri Jónsson, einn stjórn- enda útvarpsþáttarins Öldurót tím- ans, en ásamt honum standa þau Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Kristian Ross að þættinum. Í þáttunum er þekkingarmiðlun og listsköpun blandað saman í lif- andi umhverfi og viðfangsefnið er tíminn. Verkefnið er á vegum Rás- ar 1 og Útvarpsleikhússins og hefur hlotið styrk úr verkefnasjóði Hins hússins, Heita pottinum, en sjóð- urinn styrkir menningarverkefni í Breiðholti. Upptaka þáttarins fer fram í heimahúsum og er með því reynt að samofa sviðsetningu þátt- arins og upplifun áhorfenda. Fyrsti þátturinn var frumfluttur í stofu á Vesturvallagötu í Reykjavík en nú leita umsjónarmenn þáttarins að stofu til að flytja næsta þátt. Stof- an verður að vera í Breiðholtinu og þátturinn verður tekinn upp fimmtudaginn 26. júní næstkom- andi en útvarpað sunnudeginum á eftir. Þeir sem lána stofuna sína verða að vera tilbúnir undir gesta- gang því að hugmyndin er sú að viðburðurinn sé opinn öllum. Þeir sem vilja bjóða fram stofuna sína í þáttinn er bent á að hafa samband í tölvupósti á netfangið oldurotið@ gmail.com. Þátturinn er á dagskrá Rásar 1 á sunnudögum klukkan 13..n viktoria@dv.is Á hversdagsleikinn undir högg að sækja? Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Pressa Skandall Olivu Pope Leysir úr flækjum fólks en er sjálf föst í viðjum stjórnmála- dramatíkurinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.