Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 10
Vikublað 24.–26. júní 201410 Fréttir J óhanna Björk Hallbergsdóttir hafði glímt við ofþyngd frá tán- ingsaldri þegar hún ákvað að fara í hjáveituaðgerð haustið 2011. Aðgerðin, sem átti að vera farmiði hennar til betra lífs, snerist í andhverfu sína og glímir Jóhanna í dag við alvarlegt þunglyndi og heilsu- leysi í kjölfar hennar. Saumaskapur á maga gaf sig og fékk Jóhanna þrálát- ar sýkingar í kviðarhol. Nær samfelld sjúkrahúslega hennar spannar hátt í tuttugu mánuði. Hún gekkst alls und- ir fimmtán aðgerðir á þessu tímabili og var lengst af höfð í einangrun. „Að mörgu leyti var ég afskiptalaus þessa löngu legu,“ segir Jóhanna. „Stund- um hafði ég á tilfinningunni að ég væri eins og hver önnur blómaplanta þarna inni.“ Algjör kandídat í aðgerð Jóhanna var ekki há í loftinu, við það að fermast, þegar hún gerði sér fyrst grein fyrir því að hún væri of þung. Sautján ára flutti hún að heiman, frá Reykjavík til Grundarfjarðar á Snæ- fellsnesi, og þyngdist á stuttum tíma um tuttugu kíló. Eins og margir sem eiga við ofþyngd að stríða hefur Jó- hanna verið eins og jójó, rokkað upp og niður í þyngd. Hún hafði reynt ým- islegt til að halda kílóunum í skefj- um, farið á ótal megrunarkúra og þá fór hún í svokallaða sultarólsaðgerð árið 1997 þar sem sett var nokkurs konar ól utan um efsta hluta mag- ans og þrengt að. Ekkert virtist ganga og í janúar 2010 leitaði Jóhanna til heimilislæknis og bað hann um að sækja um fyrir sig á Reykjalundi. Hún varð að bíða í 18 mánuði þar til hún fékk loks inni í svokallaða offitumeð- ferð. Í ágúst 2011 gekk hún svo hnar- reist, orkumikil og tilbúin í nýtt líf inn á Reykjalund. „Mér leið mjög vel á Reykjalundi og náði fljótlega góðum árangri. Yfirlæknirinn yfir offituteym- inu gaf sig síðan á tal við mig og sagði að ég væri algjör kandídat í þessa að- gerð. Mér gangi vel í meðferðinni og væri jákvæð,“ segir Jóhanna. Það var ekki síst hvatningin frá lækninum á Reykjalundi sem varð til þess að hún ákvað að láta slag standa og fara í hjáveituaðgerð. Sú ákvörðun átti eftir að reynast afdrifarík. Í formi lífs síns Þegar Jóhanna útskrifaðist af Reykja- lundi um haustið hafði hún misst tólf kíló og var að eigin sögn í besta formi lífs síns. „Þú sérð það, ég gekk heim úr vinnunni frá Kvíabryggju,“ segir Jó- hanna, máli sínu til stuðnings, en þar starfaði hún sem fangavörður. Þess má geta að Kvíabryggja er í átta kíló- metra fjarlægð frá Grundarfirði. Jóhanna segist hafa verið afar hátt uppi dagana fyrir aðgerð. Hún sá sjálfa sig fyrir sér þvengmjóa á jól- um, svo ekki sé talað um fimmtugs- afmælið, en því ætlaði hún að fagna með stæl í febrúar. Afmælisdagurinn átti hins vegar eftir að reynast henni mjög erfiður. Aðspurð hvort hún hafi fyrirfram gert sér grein fyrir því hversu stór þessi aðgerð er, segir Jóhanna: „Nei, engan veginn. Þetta er auðvit- að stórt inngrip inn í líkamann og þau eru aldrei góð. Mér finnst þurfa að upplýsa fólk betur um þetta.“ Jóhanna fór í aðgerð 31. október 2011. Vanalega taka hjáveituaðgerðir um fjörutíu mínútur en Jóhanna var tæpa þrjá tíma á skurðarborðinu. Eft- ir aðgerðina komst hún hins vegar að því að ekki hafði verið gerð á henni hjáveituaðgerð, sem var sú valaðgerð sem hún hafði skrifað undir, heldur ákváðu læknarnir í miðjum klíðum að gera allt aðra aðgerð. Gerðu ekki hjáveituaðgerð Í aðgerðinni komu í ljós gríðarleg- ir samvextir í kvið eftir fyrri aðgerð- ir og töldu læknar ekki ráðlegt að gera magahjáveitu. Í staðinn ákváðu þeir að taka hluta af maga „sem gef- ur þokkalega möguleika á megrun einnig,“ eins og segir í læknaskjöl- um. „Í rauninni taka þeir 95 pró- sent af maganum í staðinn, sem er ekki sú aðgerð sem ég skrifaði und- ir og ætlaði að fara í. Þarna taka þeir stóra ákvörðun fyrir mína hönd sem ég hefði sjálf átt að taka. Mér finnst persónulega að þeir hefðu átt að stoppa þegar þeir sáu samgróning- ana og bjóða mér upp á aðra aðgerð ef ég hefði viljað það sjálf. Ég tók ekki ákvörðun um að fara í þessa aðgerð, þeir tóku hana. Þetta er það sem ég er í rauninni ósáttust við,“ segir Jó- hanna. Daginn eftir aðgerð var Jóhanna send heim, eins og venjan er eftir hjáveituaðgerðir. Tilfelli Jóhönnu var hins vegar langt í frá hefðbundið. „Ég bað um að fá að vera lengur því mér leið ekki nógu vel og fékk það sam- þykkt. Síðan fór ég á klósettið um þrjúleytið og þegar ég kom aftur það- an þá var rúmið mitt komið fram á gang. Ég átti bara að fara heim.“ Jóhanna fór þá heim til móð- ur sinnar í Garðabæinn og lagðist til hvílu. Hún vaknaði síðan upp um sjöleytið daginn eftir, að drepast úr verkjum. Hún byrjaði á því að hringja á Landspítalann þar sem henni var sagt að taka inn verkjalyf. Tíu mínút- um síðar hringdi hún í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl, verkirnir voru orðnir óbærilegir. Borðaði of snemma Í ljós kom að heftin sem notuð voru til að halda maganum saman höfðu gef- ið sig og varð Jóhanna að fara í aðra aðgerð þar sem var reynt að stöðva lekann. Það tókst hins vegar ekki og Draumur um betra líf breyttist í martröð n Lá á sjúkrahúsi í tæpa tuttugu mánuði eftir að hafa ætlað í hjáveituaðgerð n Var lengst af höfð í einangrun Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Þarna taka þeir stóra ákvörðun fyrir mína hönd sem ég hefði sjálf átt að taka Sjúkrasagan skiptir máli n Á Íslandi fara 60–80 manns í hjáveituaðgerð ár hvert. n Talið er að allt að 6 prósent sjúklinga fái leka eftir magaminnkunaraðgerð. Hafi sjúklingur áður farið í aðgerð vegna offitu (líkt og Jóhanna) eru líkurnar á leka 20–35 prósent. n Helsta ástæða dauðsfalla eftir offitu- aðgerð er blóðeitrun og lífhimnubólga sem kemur fram eftir leka. n Ef leki er ekki greindur tímanlega er talið að um 15 prósent sjúklinga láti lífið. n Tilfelli Jóhönnu er það alvarlegasta sem komið hefur upp á Íslandi eftir offituaðgerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.