Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Side 18
18 Fréttir Erlent Vikublað 24.–26. júní 2014
C
harles Taylor, fyrrverandi
forseti Líberíu, hefur lagt
fram beiðni um að fá að af-
plána fangelsisdóm sinn í
Afríku en ekki í Bretlandi.
Taylor var dæmdur í 50 ára fang-
elsi af stríðsglæpadómstólnum í
Haag árið 2012 fyrir víðtæk mann-
réttindabrot og glæpi gegn mann-
kyni í borgarastyrjöldinni sem
geisaði í Sierra Leone frá 1991 til
2002. Það var ekki fyrr en seint á
síðasta ári að greint var frá því að
Taylor afplánaði dóm sinn í bresku
fangelsi. Breska blaðið Guardi-
an greindi svo frá því fyrir helgi að
Taylor hefði lagt fram beiðni um
að afplána í Afríkuríkinu Rúanda.
Segist sviptur sjálfsögðum
rétti
Ástæðan er sögð vera sú að með
refsivistinni í Bretlandi sé hann
sviptur réttinum til fjölskyldu-
lífs. Taylor gegndi embætti for-
seta Líberíu frá 1997 til 2003, en
stríðsglæpadómstóllinn sakfelldi
hann fyrir að styðja uppreisnar-
menn í Sierra Leone í skiptum
fyrir blóðdemanta. Undanfarna
átta mánuði hefur hann verið í
haldi í HM Frankland-fangelsinu
skammt frá Durham í Norðaustur-
Englandi. Hann hefur ekki fengið
neinar heimsóknir frá ættingjum
eða ástvinum sínum. Lögmenn
hans fullyrða í samtali við Guard-
ian að ástæðan sé meðal annars
sú að eiginkonu hans og fimmt-
án börnum hefur ekki verið veitt
vegabréfsáritun til Bretlands til að
heimsækja hann. Taylor er sagður
vera mjög ósáttur við þetta og þess
vegna hafi hann lagt fram beiðn-
ina um að afplána utan Bretlands,
helst af öllu í Afríku.
„Menningarlega einangraður“
Meðal þeirra sem vinna að máli
Taylors er John Jones sem unnið
hefur að fjölda mála fyrir þekkta
umbjóðendur, þar á meðal Julian
Assange og Saif Al-Islam Gaddafi.
Hann segir í samtali við BBC
að rétturinn til fjölskyldulífs sé
tryggður í 8. grein mannréttinda-
sáttmála Evrópu. „Bretland hef-
ur ekki veitt fjölskyldu hans
vegabréfsáritun og er eini Afrík-
umaðurinn sem dæmdur hefur
verið af dómstólnum sem afplán-
ar dóm sinn utan Afríku. Þetta er
óskiljanlegt. Allir hinir eru í Rú-
anda,“ segir hann. Þegar áfrýj-
un hans fyrir mannréttindadóm-
stólnum var tekin fyrir árið 2012
sögðu verjendur hans að Taylor
yrði „menningarlega einangraður“
í bresku fangelsi og í raun væri um
að ræða tvöfalda refsingu (e. pun-
ishment within a punishment).
Barnaði konu sína
Charles Taylor, sem er 66 ára,
var sakfelldur fyrir ellefu ákæru-
liði árið 2012, þar á meðal morð,
nauðganir og aflimanir á fólki.
Áður en réttarhöldin hófust
sömdu Bretar við hollensk yfir-
völd um að taka við Taylor yrði
hann dæmdur og standa straum
af kostnaði við fangavist hans sem
talinn er nema 80 þúsund pund-
um á ári, 15,5 milljónum króna.
Áður en Taylor hóf afplánun í Bret-
landi dvaldi hann í Scheveningen-
fangelsinu í Hollandi þar sem
hann var í haldi í sjö ár meðan mál
hans var fyrir dómi. Að sögn Guar-
dian naut hann mun meira frelsis
þar en í HM Frankland-fangelsinu
og er hann meðal annars sagður
hafa barnað eiginkonu sína með-
an hann var þar í haldi. Talsmenn
breska utanríkisráðuneytisins
hafa ekki viljað tjá sig um beiðni
Taylors að afplána utan Bretlands.
Segir ráðuneytið að beiðni hans
snúi ekki að breskum yfirvöldum
heldur mannréttindadómstólnum
í Haag. n
Stríðsglæpamaður
ósáttur í fangelsi
n Charles Taylor fær ekki heimsóknir frá ættingjum n Vill afplána í Rúanda
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Vill heimsóknir Bresk yfirvöld
hafa ekki veitt eiginkonu Taylors og
fimmtán börnum hans vegabréfs-
áritun til Bretlands. Taylor vill fá að
afplána 50 ára dóm sinn í Rúanda.
Afplánar hér Charles Taylor afplánar í fangelsi sem er skammt frá Durham í Norðaustur-
Englandi.
Charles Taylor í hnotskurn
n Sagður hafa stýrt grimmdarverkum sjálfur n Missti tökin og fór í útlegð til Nígeríu
Charles Taylor er fæddur 28. janúar
1948 og er því á sextugasta og sjöunda
aldursári. Undir lok níunda áratugar síð-
ustu aldar gerðist hann leiðtogi uppreisn-
arhóps í Líberíu sem hafði það markmið
að steypa Samuel Doe af stóli forseta.
Segja má að þetta hafi verið upphafið
að borgarastyrjöldinni fyrri í Líberíu sem
hófst árið 1989 og stóð allt til ársins 1996.
Talið er að 200 þúsund manns hafi látist
á þessum átta árum. Þrátt fyrir mikið
mannfall í styrjöldinni naut Taylors tals-
verðrar hylli meðal almennings, allavega
í fyrstu. Hann var kjörinn forseti árið 1997
en á stuttum valdatíma hans var hann
sakaður um að styðja við uppreisnarmenn
í Sierra Leone þegar borgarastyrjöldin þar
í landi stóð sem hæst. Var hann sagður
hafa útvegað þeim gríðarlegt magn
af vopnum í skiptum fyrir svokallaða
blóðdemanta. Á þeim tíma var í gildi
algjört vopnasölubann til Líberíu en talið
er að Taylor og ríkisstjórn hans hafi keypt
vopnin á svörtum markaði. Taylor var ná-
tengdur uppreisnarmönnum og var hann
sagður hafa stýrt aðgerðum uppreisnar-
manna, þar á meðal fjölmörgum af þeim
hryllilegu grimmdarverkum sem voru
framin. Eftir að Taylor var kjörinn forseti
fór stuðningur almennings við hann
hratt minnkandi. Andófsmenn reyndu að
koma honum frá völdum og leiddi þetta
til nýrrar borgarastyrjaldar í landinu sem
stóð yfir frá 1999 til 2003. Neyddist Taylor
að lokum til að segja af sér embætti og
fór hann í kjölfarið í útlegð til Nígeríu. Árið
2006 ákvað Nígeríustjórn að framselja
hann til Líberíu áður en hann var fluttur til
Hollands þar sem réttað var yfir honum.
„ „Bretland hef
ur ekki veitt fjöl
skyldu hans vegabréfs
áritun …“
John Jones
Sierra Leone
Taylor sá upp-
reisnarmönnum
fyrir vopnum.
Vildi hæli
í Svíþjóð
Maðurinn sem sagðist vera með
sprengju í miðborg Stokkhólms á
föstudag hafði sótt um hæli í Sví-
þjóð en fengið synjun. Maður-
inn er 43 ára en hann kom til Sví-
þjóðar fyrir tveimur mánuðum
og sótti um hæli í landinu. „Hann
var óánægður með meðferðina
sem hann fékk og vildi einfald-
lega láta rödd sína heyrast,“ segir
verjandi mannsins, Peter Nilsson.
Lögregla var með mikinn viðbún-
að í miðborg Stokkhólms vegna
mannsins en hann kom sér fyrir
í húsi mannréttindasamtakanna
Civil Rights Defenders þar sem
hann hafði í hótunum. Maður-
inn gafst upp nokkru síðar og var
hann handtekinn. Engin sprengja
fannst.
Myrti fimm
félaga sína
Suður-kóreskur hermaður sem
skaut fimm félaga sína í hern-
um til bana var handsamaður á
sunnudag. Atvikið átti sér stað á
laugardagskvöld en hermaðurinn
skaut að félögum sínum og henti
að þeim handsprengju. Sem fyrr
segir létust fimm í árásinni og
slösuðust tveir til viðbótar. Þegar
hermaðurinn var handsamaður
beindi hann byssunni að sjálf-
um sér, en var fluttur á sjúkrahús
mikið slasaður. Maðurinn var
handsamaður skammt frá landa-
mærum Norður-Kóreu og tóku
hundruð manna þátt í leitinni.
Börn veltu
bíl og flúðu
Tvær sænskar unglingsstúlk-
ur, tólf og fjórtán ára, stálu bíl á
laugardagskvöld og veltu honum
áður en þær pöntuðu sér leigu-
bíl og flúðu af vettvangi. Atvikið
átti sér stað í Knivsta, suður af
Uppsölum í austurhluta Svíþjóð-
ar. Ekki er vitað hvað stúlkun-
um gekk til en reynsluleysi þeirra
við stýrið varð til þess að bif-
reiðin valt. Lögregla kom á stað-
inn fljótlega eftir að vegfarendur
tóku eftir bifreiðinni á hvolfi en
þá höfðu stúlkurnar pantað sér
leigubíl og flúið af vettvangi. Að
sögn sænskra fjölmiðla er barna-
verndarnefnd komin í málið.