Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 17
Fréttir Erlent 17
Fjármálamiðstöð Persaflóaríkja
Í Doha hafa frá árinu 2000 verið byggð um sextíu nýtískuleg háhýsi sem flest hver hýsa
fjármálastofnanir af ýmsum toga. Landið hefur það að markmiði sínu að verða eins
konar fjármálamiðstöð á Persaflóanum; í krafti stöðugleika og efnahagslegra yfirburða.
Hljómar kunnuglega?
Vikublað 24.–26. júní 2014
Íþróttamiðstöð í steikjandi hita?
Í desember 2010 var Katar valið af FIFA til að hýsa HM í knattspyrnu 2022. Þeir lofa
að byggja 12 glæsileg knattspyrnumannvirki sem búin verða flóknum kælikerfum til
að vernda knattspyrnumenn og áhorfendur fyrir kæfandi hitanum sem er í landinu á
sumrin. Nýlega bárust fréttir af því að Katar hefði innt af hendi háar mútugreiðslur til
að tryggja sér atkvæði til að halda HM. Katar hefur á undanförnum misserum tekið að
sér mótshald á ýmsum öðrum stórum íþróttaviðburðum. Þrátt fyrir fjárausturinn og
íburðinn hafa fregnir ítrekað borist af því að aðstæður verkamanna séu skelfilegar í Kat-
ar. Farið sé með þá eins og annars flokks borgara, þeim sé haldið í vinnu gegn vilja sínum
og séu margir hverjir eins konar fangar í landinu. Mannréttindi eru fótum troðin víða.
Svona varð ríkidæmi katar til
n Undirbúa HM í fótbolta 2022
Gríðarstór háskólamiðstöð
Tekjur af olíuvinnslu hafa haldist stöðugar á meðan tekjur af gasframleiðslu hafa
rokið upp á undanförnum árum. Verg landsframleiðsla hefur fyrir vikið skapað landinu
gríðarlegar tekjur. Á meðal þess sem byggt hefur verið fyrir auðinn er Education City,
risastórt háskólasvæði þar sem sex amerískir og tveir evrópskir háskólar eru til húsa, auk
rannsóknarmiðstöðva og fræðasetra.
Áhættusamar
fjárfestingar
Peningarnir hafa hlaðist upp á
undanförnum árum í Katar. Þeim
hefur að stórum hluta verið ráðstafað
í vogunarsjóði og aðrar áhættusamar
fjárfestingar. Katar hefur líka fjárfest
í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum á
borð við Barclays Bank, Credit Suisse,
Harrods, Porche, Volkswagen og
hlutabréfum í franska knattspyrnu-
liðinu Paris Saint-Germain, svo dæmi
séu tekin. Katar er einn umfangsmesti
eigandi hlutabréfa á heimsvísu.
O
sama Bin Bieber“, réttu
nafni Mohammed Hadi,
er einn af þeim táningum
sem ferðast hafa frá Bret-
landi til Íraks og Sýrlands
til að taka þátt í heilögu stríði IS-
IS-samtakanna, sem eru hryðju-
verkasamtök sem berjast fyrir
tilurð ríkis sem byggt er á sharia-
lögum í Sýrlandi og Írak.
Liðsmenn samtakanna hafa
myrt fjölmarga í Írak undanfarn-
ar vikur og segjast samtökin hafa
tekið af lífi 1.700 íraska hermenn
um það leyti er þeir tóku borgina
Mosul. Samkvæmt breskum miðl-
um eru allt að 500 Bretar í Sýrlandi
að berjast fyrir ISIS.
Piltarnir sem flúið hafa til Sýr-
lands og Írak til að grípa til vopna
fyrir ISIS eiga það sameiginlegt að
vera flestir mjög góðir námsmenn.
Virkir á Twitter og Instagram
Hadi er átján ára en breskir fjöl-
miðlar hafa skilmerkilega greint
frá þeim piltum sem hafa flúið til
Mið-Austurlanda til að berjast fyr-
ir ISIS. Piltarnir hafa verið virk-
ir á Twitter og Instagram og gefið
öðrum leiðbeiningar um hvernig
sé best að komast til Sýrlands eða
Írak til að berjast fyrir ISIS.
Hadi er frá Coventry og hann
flúði að heiman í mars. Hann hef-
ur sett allnokkrar myndir af sér á
Instagram þar sem hann held-
ur á AK-47 vélbyssu og er í hin-
um ýmsu stellingum með öðr-
um „Mujahideen-stríðsmönnum“.
Foreldrar hans tilkynntu lögreglu
um hvarf hans en lögreglan var
áður vöruð við því að skoðanir
Hadi væru að verða ansi öfgafull-
ar. Er hann sagður hafa orðið öfga-
maður eftir að hafa hlotið kennslu
í madrassa, trúarlegum skóla, í
Coventry. Imam í skólanum segist
hafa haft samband við lögregluna
um leið og hann fékk veður af því
að Hadi væri á leið til Írak.
Það tók mjög á föður Hadi
þegar sonur hans hljópst á brott,
en Daily Mail hefur eftir nágranna
hans að hann hafi staðið tárvotur
úti á götu er hann fékk fregnirnar.
Vildi verða forsætisráðherra
Reyaad Khan, 20 ára, vildi verða
forsætisráðherra þegar hann var
yngri. Honum er lýst sem ötul-
um námsmanni en skólafélagi
hans segir í samtali við Daily Mail
að hann sé klár piltur. „Hann er
snjall og hann hafði gaman af því
að horfa á íþróttir. Þess vegna kom
okkur vel saman. Hann var vissu-
lega múslimi en virtist ekkert öfga-
fullur. Ég hef reyndar tekið eftir
því á Facebook síðastliðin tvö ár
að hann virðist hafa orðið meiri
bókstafstrúarmaður,“ segir skóla-
félaginn. Reyaad vildi verða fyrsti
forsætisráðherra Bretlands sem
væri af asísku bergi brotinn.
Annar kunningi Reyaad seg-
ir þá hafa verið góða félaga, en
kveðst hafa misst sambandið við
hann. Kunninginn varð var við
það á Facebook að Reyaad væri
kominn til Írak. Í kjölfarið sendi
hann honum skilaboð á Facebook
og sagði: „Ertu heimskur?“
Í viðtali við Sky News er móðir
hans harmi slegin og biðlar til son-
ar síns: „Gerðu það, komdu aftur
heim. Þú ert eini sonur minn.“
„Vil ekki sjá þá aftur“
Bræðurnir Nasser og Aseel Mut-
hana, 20 ára og 17 ára, eru einnig
að berjast fyrir ISIS í Sýrlandi
en þeir eru búsettir í Cardiff á
Englandi. Þeir eru vinir Reyaad.
Faðir þeirra sagði í samtali við
breska fjölmiðla að hann vildi
gjarnan sjá þá í fangelsi og afneit-
aði þeim.
„Þeir eru ekki tengdir mér leng-
ur og ég vil ekki sjá þá aftur,“ sagði
Ahmed Muthana. „Ég vil gjarn-
an sjá þá fara í fangelsi ef þeir lifa
þetta af og koma nokkurn tímann
aftur til Bretlands.“ Nasser er lýst
sem afburðanemanda sem hafi
kosið að ganga til liðs við hryðju-
verkasamtökin í stað þess að fara
í læknanám, en hann hafði fengið
tilboð frá fjórum háskólum um að
hefja nám. n
„Osama Bin Bieber“
Drengirnir sem flúðu til Sýrlands til að ganga í hryðjuverkasamtök
Símon Örn Reynisson
simon@dv.is
Vill ekki verða læknir Nasser Muthana,
20 ára, er fyrir miðju. Reyaad Khan er einnig
tvítugur en hann er til vinstri á myndinni.
Myndin er úr áróðursmyndbandi frá ISIS.
„Osama Bin Bieber“ Mohammed Hadi, 18 ára, er kallaður „Osama Bin Bieber“ af öðr-
um ISIS-liðsmönnum á Twitter, en hann þykir unglegur og líkur kanadíska poppstirninu.
Fjöldaaftökur Liðsmenn ISIS hafa myrt fjölmarga í fjöldaaftökum í Írak undanfarið.
Myndir af þeim hafa ratað á netið.
„Ertu
heimskur?