Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Side 37
Fólk 37Vikublað 24.–26. júní 2014 Björk steig sólstöðudans n Frægir flykktust á Secret Solstice í Laugardalnum um helgina n Björk Guðmundsdóttir steig dans n Bleikt tré hátíðarinnar sló í gegn Andri kátur Gleðigos- inn Andri Freyr skemmtir Hjördísi Ernu, kærustu sinni, en þau eiga von á sínu fyrsta barni innan skamms. Þóra Ólafs og Baltasar Kormákur Skemmtu sér vel líkt og aðrir gestir hátíðarinnar. Birgitta á fremsta bekk Birgitta Jónsdóttir, alþingiskona og kapteinn Pírata, barði Massice Attack og fleiri hljómsveitir á hátíðinni augum. Helga Ólafs og Jónas Ný sól, nýtt par. Ástin lá í loftinu á Secret Solstice. Lífstréð Bleika tréð á hátíðar- svæðinu vakti mikla lukku og var „selfie“ staður helgarinnar. Ásdís Lísa ásamt vinkonum Unnusta Óla Geirs en hann hélt einmitt hátíðina Keflavík Music Festival síðasta sumar. Sáttur steggur Friðrik Friðriksson leikari þakk- aði sínum nánustu fyrir við- burðaríka helgi þar sem hann var óvænt steggjaður fyrir kom- andi brúð- kaup. „Takk fyrir frábæra steggjun í gær. Hvert öðru skemmtilegra í besta félags- skap sem hægt er að óska sér. Ef lifrin hefði úthald í það mættu allir dagar vera steggjunardagar,“ sagði Friðrik sáttur en á meðal „kvalara“ voru Ari Eldjárn grínisti og leikararnir Gunnar Hansson og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Friðrik mun á næstunni ganga að eiga unnustu sína, leikkonuna Álfrúnu Örnólfsdóttur. Virkur á Facebook Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er að líkindum virkasti Facebook- notandi Íslands, og þótt víðar væri leitað, ef undan er skilinn Einar Steingrímsson stærðfræðingur. Sveinn skrifar um það bil tíu fær- slur á dag inn á samfélagsmiðil- inn, yfirleitt um fótbolta eða póli- tík. Sérstaklega var hann virkur í moskuumræðunni, en þá tók hann skýra afstöðu með byggingu tilbeiðsluhússins og fordæmdi Framsókn og fordómafulla. Nú þegar sú umræða er í rénun skrif- ar hann einkum um heimsmeist- aramótið í knattspyrnu. Hol- lendingar eru hans menn á mótinu og heldur hann sérstak- lega upp á þá van-bræður – Persie og Gaal – en þeir eru báðir samn- ingsbundnir enska knattspyrnu- liðinu Manchester United. Hin lagalega aðferð og réttar- ríkið eru Sveini einnig hugleikin, og munnhöggvast hann reglulega við nafntogaða lögmenn um laga- túlkun og störf dómstóla almennt. Á mánudaginn síðasta skrifaði hann til dæmis: ,,Auðmenn gera nú skipulagða aðför að dóms- og réttarvörslukerfinu í landinu. Lög- menn verða að hafa bein í nefinu og þá sómatilfinningu og taka upp hanskann fyrir þessa aðila. Það getur ekki allt verið falt.” Sigrún Lilja og vinkona Fylgihluta- og skartgripahönnuð- ur Gyða Collection skemmti sér vel. Þröng á þingi Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson ferðast mikið um allan heim til að keppa í aflraunum og leika í hinum geysivinsælu þáttum Game Of Thrones. Þessi mynd birt- ist á Facebook-síðu kappans fyrir skemmstu en eins og sjá má pass- ar Hafþór ekki í hvaða sæti sem er. Enda rúmir tveir metrar á hæð og tæp 200 kíló. Hafþóri hefur vegnað mjög vel undanfarið en hann valt- aði yfir keppnina Sterkasti maður Íslands fjórða árið í röð auk þess sem hann leiðir í keppninni Strong- man Champions League. Þar eru saman komnir helstu kraftajötn- ar heims en Hafþór var fyrr á árinu hálfu stigi frá því að hreppa titilinn Sterkasti maður heims. Knattspyrnuspekingar á galeiðunni Björn Bragi, Rikki Daða og Heimir Hallgríms skemmtu sér K nattspyrnuspekingar Rík- isútvarpsins eru að lík- indum frægustu menn Ís- lands um þessar mundir. Landinn situr enda límdur við skjáinn þessa dagana til að fylgjast með HM og teygar visku speking- anna af áfergju á milli leikja. Þótt mikið sé að gera hjá þeim Birni Braga og félögum við leikgrein- ingu og bollaleggingar í beinni er ekki þar með sagt að ekki skapist stundir milli stríða. Þannig ákváðu þeir Björn, Ríkharður Daðason og Heimir Hallgrímsson að treysta fé- lagsleg tengsl sín í millum með því að bregða sér í miðbæinn á föstu- daginn síðastliðinn. Kollegarnir sáust rölta hlæjandi niður Banka- strætið aðfaranótt laugardagsog virtust skemmta sér konunglega. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi frægðarinnar að einka- lífið er gjarnan fótum troðið. Fólk hópaðist í kringum þremenning- anna og vildi það ýmist fá mynd af sér með þeim eða spyrja þá spjör- unum úr. Spekingarnir urðu við flestum óskum ölvaðra aðdáenda. Daginn eftir voru þeir, að Rikka undanskildum, mættir aftur í settið til að skeggræða leik Grikk- lands og Kólumbíu. Voru þeir ferskir sem aldrei fyrr og reyttu af sér fótboltafróðleik, hvers kjarni var þessi: Grikkir þurftu að skora fleiri mörk en Kólumbíumenn og fá á sig færri en Kólumbíumenn þurftu aftur á móti að skora fleiri mörk en Grikkir og fá á sig færri. n HM Spek- ingar Fóru úr sjónvarpssal í bæinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.