Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Side 31
Vikublað 24.–26. júní 2014 Sport 31
Næsta gullkynslóð heimsmeistaranna
n Efniviðurinn til staðar til að koma Spáni aftur í fremstu röð n Floppið á HM ekki áhyggjuefni n Margir þegar orðnir lykilmenn í stórum liðum
Alvaro Morata
Aldur: 21 árs Staða: Framherji Félag: Real Madrid
n Stór og stæðilegur framherji sem skoraði 9 mörk í 34 leikjum með aðalliði Real í vetur. Töl-
fræði Morata hvað markaskorun varðar er býsna góð. Hann skoraði 45 mörk í 83 leikjum með
B-liði Real Madrid sem leikur í spænsku 2. deildinni. Þá hefur hann skorað 13 mörk í 12 leikjum
með U21-árs liði Spánar, skoraði 11 mörk í 13 leikjum með U19-ára liðinu og 3 mörk í 2 leikjum
með U18-ára landsliðinu. Þetta er tölfræði sem minnir óneitanlega á hinn goðsagnakennda
Raúl Gonzales. Óvíst er þó hvort framtíð hans liggi hjá Real Madrid og hefur hann verið orðaður
við önnur stór félög víða um Evrópu. Má þar nefna Arsenal og Juventus sem virðist líklegur
áfangastaður.
Thiago Alcantara
Aldur: 23 ára Staða: Miðjumaður Félag: Bayern München
n Flestir knattspyrnuunnendur þekkja Thiago Alcantara
vel enda stórkostlegur leikmaður. Alcantara, sonur hins
brasilíska Mazinho, fæddist á Ítalíu en ólst upp í Barcelona
þar sem hann hóf feril sinn. Hann var seldur til Bayern
München síðasta sumar og lék með liðinu í vetur, eða allt þar
til hann meiddist illa. Meiðslin gerðu það að verkum að hann
missti af HM en talið var nánast öruggt að hann fengi sæti í
landsliðshópi Spánverja á mótinu. Alcantara var aðalstjarna
spænska U21 árs landsliðsins sem varð Evrópumeistari 2011
og aftur 2013 þegar hann var valinn besti leikmaður mótsins.
Á fimm landsleiki með aðalliði Spánar og gæti orðið algjör
lykilmaður á næstu árum.
Inigo
Martinez
Aldur: 22 ára Staða: Varnarmaður
Félag: Real Sociedad
n Inigo Martinez er fyrir löngu farinn að
banka á dyrnar hjá aðalliði Spánar og
raunar hefur hann spilað tvo landsleiki
nú þegar. Martinez hefur nánast allan
sinn feril leikið með Real Sociedad og er
hann lykilmaður í vörninni. Þrátt fyrir að
spila vel með Sociedad lengst af í vetur
hlaut hann ekki náð fyrir augum Vicente
del Bosque sem ákvað frekar að treysta
á reynslumeiri menn eins og Sergio
Ramos, Gerard Pique og Raul Albiol.
Hugsanlega hefði Martinez getað nýst
á mótinu, enda var vörn Spánverja úti á
þekju í fyrstu tveimur leikjum HM.
Asier
Illarramendi
Aldur: 23 ára Staða: Miðjumaður
Félag: Real Madrid
n Spánverjar hafa sjaldan verið á flæð-
iskeri staddir með öfluga miðjumenn
og er nokkuð ljóst að framtíð þeirra í
þeim efnum er björt. Illaramendi var
einn af lykilmönnum Real Sociedad á
þarsíðasta tímabili sem varð til þess
að Real Madrid keypti hann fyrir stórfé
síðasta sumar. Illaramendi fékk fullt
af tækifærum hjá Real Madrid í vetur
og átti ágæta leiki, spilaði í heildina 29
leiki, þar af 15 í byrjunarliði. Illaramendi
er mjög efnilegur alhliða miðjumaður;
góður í að stjórna spilinu og auk þess
fínn tæklari.
Aðrir efnilegir
Marc Bartra
Félag: Barcelona
Öflugur miðvörður sem
mun væntanlega fá fullt
af tækifærum í aðalliði
Barcelona á næsta tímabili.
Saúl Niguez
Félag: Atletico Madrid
Frábær miðjumaður
sem lék sem lánsmaður
hjá Rayo Vallecano í
vetur og stóð sig vel. Flest
stórlið Evrópu fylgjast með þessum 19
ára strák.
Sergi Roberto
Félag: Barcelona
22 ára miðjumaður sem
lék í heildina 27 leiki með
Barcelona í vetur. Hefur alla
burði til að ná langt og leikmaður
sem vert er að fylgjast með.
Gerard Deulofeu
Félag: Barcelona
þeir sem fylgdust
eitthvað með Everton í
vetur sáu eflaust Deulo-
feu. Gríðarlega fljótur og
teknískur vængmaður sem getur unnið
leiki upp á eigin spýtur. Mun spila með
Barcelona næsta vetur eftir að hafa
verið í láni hjá Everton.
Oliver Torres
Félag: Atletico Madrid
Líklega einn efnilegasti
miðjumaður Spánar um
þessar mundir. Er enn aðeins
19 ára og spilaði með Atletico fyrri hluta
síðasta tímabils en var sendur í lán til
Villareal eftir áramót. Hefur leikið með
öllum yngri landsliðum Spánar. Sagður
vera frábær með boltann eins og Xavi og
útsjónarsamur eins og Andres Iniesta.
Ekki slæm meðmæli það.
Iker Muniain
Félag: Atheltic Bilbao
Aðeins 21 árs en hefur
spilað 212 leiki fyrir að-
allið Bilbao. Strákur sem
hefur staðnað örlítið að
undanförnu en hefur samt alla burði til
að ná langt. Var talinn í hópi efnilegustu
leikmanna Spánar fyrir aðeins tveimur
árum. Öflugur og teknískur vængmaður.
Cristian Tello
Félag: Barcelona
22 ára og lygilega fljótur
vængmaður sem fengið
hefur fullt af tækifærum
hjá Barcelona. Þarf að
fínpússa ýmis atriði í leik sínum og má
því í raun segja að hér sé um óslípaðan
demant að ræða.
„Þetta verður mikið ævintýri“
Íslandsmeistarar KR mæta stórliði Celtic frá Skotlandi í Meistaradeild Evrópu
Þ
að verður ofboðslega gaman
fyrir félagið og leikmennina að
fá svona gott lið en þetta verður
vissulega gríðarlega erfitt verk-
efni,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari
KR í knattspyrnu. Dregið var í 2. um-
ferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu
í höfuðstöðvum UEFA á mánudag og
fá Íslandsmeistararnir það verðuga
verkefni að mæta Skotlandsmeistur-
um Celtic frá Glasgow.
KR á fyrri leikinn á heimavelli,
15. eða 16. júlí, en seinni leikurinn
fer fram í Glasgow viku síðar. Það var
allan tímann ljóst að erfitt verkefni
biði KR-inga, en auk Celtic gátu þeir
dregist gegn Ventspils frá Lettlandi,
Spörtu Prag frá Tékklandi, Partizan
Belgrad frá Serbíu, Slovan Bratislava
frá Slóvakíu og ungverska meistara-
liðinu Debreceni.
Rúnar segir að hann hefði al-
veg viljað mæta „viðráðanlegri“ and-
stæðingi í 2. umferðinni. „Já, en það
eru gríðarlega mörg góð lið og þú færð
aldrei auðvelda andstæðinga. Þetta
verður frábært fyrir aðdáendur og
skemmtilegt fyrir félagið. Þetta verð-
ur mikið ævintýri og skemmtilegt ver-
kefni.“
Celtic hefur verið besta lið
Skotlands undanfarin ár en í vor varð
liðið Skotlandsmeistari eftir að hafa
rúllað yfir andstæðinga sína. Þegar
upp var staðið munaði 29 stigum á
Celtic og Motherwell sem varð í 2. sæti.
Liðið varð einnig Skotlandsmeistari
2012 og 2013. Þá spilaði liðið í riðla-
keppni Meistaradeildarinnar í vetur
og lenti í erfiðum riðli með Barcelona,
Milan og Ajax. Liðið vann einn leik
í riðlinum, Ajax, en tapaði hinum
fimm. Tímabilið 2012/13 var liðið
einnig í riðli með Barcelona og komst
þá í 16 liða úrslit keppninnar. Þá vann
liðið meðal annars frækinn 2-1 sigur á
Börsungum.
Aðspurður hvernig hann meti
möguleika síns liðs gegn Celtic, seg-
ir Rúnar: „Þú verður alltaf að gefa þér
einhvern séns. Við munum að sjálf-
sögðu fara í þessa leiki með það í
huga að reyna að komast áfram. Við
vitum samt að það verður gríðar-
lega erfitt. Sénsinn er kannski ekkert
gríðarlega stór en ef við hittum á tvo
toppleiki og höfum heppnina með
okkur getum við kannski strítt þeim.
Við munum leggja þetta þannig upp
að við getum komið vel út úr þessu,“
segir Rúnar.
Einn Íslendingur er á mála hjá
Celtic en það er Hólmbert Aron Frið-
jónsson, fyrrverandi leikmaður Fram.
Hólmbert gekk í raðir Celtic í janúar
síðastliðnum og það er aldrei að vita
nema hann fái tækifæri gegn KR. Þá
má geta þess að Kjartan Henry Finn-
bogason, framherji KR-inga, var á
mála hjá Celtic á sínum tíma. n
einar@dv.is
Sterkt lið Margir landsliðsmenn
eru á mála hjá Celtic, meðal annars
Georgios Samaras sem er með gríska
landsliðinu á HM um þessar mundir.
Balotelli ekki
ómissandi
Barbara Berlusconi, varastjórn-
arformaður AC Milan, hefur gef-
ið þeim orðrómi byr undir báða
vængi að Mario Balotelli sé á för-
um frá félaginu í sumar. Talið er
að Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
hafi mikinn áhuga á að kaupa
ítalska landsliðsmanninn sem á
fjögur ár eftir af samningi sínum
við félagið. „Balotelli er frábær
leikmaður en frá mínum bæj-
ardyrum séð er enginn leikmað-
ur ómissandi. Við sjáum hvað
gerist,“ sagði Berlusconi um Ba-
lotelli. Talið er að Arsenal þurfi
að reiða fram 30 milljónir punda
fyrir Balotelli sem lék síðast á
Englandi með Manchester City.
Þar skoraði hann 30 mörk í 80
leikjum.
FH og Stjarnan
til Bretlands
Dregið var í fyrstu umferð í
Evrópudeildinni á mánudag og
vor þrjú íslensk lið í pottinum.
FH mætir Glenavon frá Norð-
ur-Írlandi en liðið varð í 6. sæti
norður-írsku deildarinnar í vor
en varð bikarmeistari. FH-ingar
ættu að eiga góða möguleika
gegn norður-írska liðinu. Þá
mætir Stjarnan liði Bangor City
frá Wales, en liðið varð í fjórða
sæti velsku deildarinnar í vor.
Bangor mætti síðast íslensku liði
árið 1994 en þá tapaði liðið fyrir
ÍA, 4-1 samanlagt. Bikarmeist-
arar Fram mæta eistneska liðinu
JK Nomme Kalju sem hefur verið
eitt besta lið Eistlands undanfar-
in ár. Hefur liðið aldrei lent neðar
en í 5. sæti eistnesku deildarinnar
frá árinu 2008.