Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 25
Neytendur 25Vikublað 24.–26. júní 2014
EfEs bEsti ódýri bjórinn
n Dómnefnd fer yfir tíu ódýrustu bjóra Vínbúðarinnar n Polar Beer fær falleinkunn n Þeir eru flestir „mjög svipaðir“
5-7 Slots Classic
Verð: 189 kr. Meðaleinkunn: 5,25
Lýsing: Gullinn. Létt fylling, þurr, miðlungsbeiskja.
Ristað korn, karamella, sítrus. Styrkur: 4,6%.
Þráinn: „Hann er fallegur
fyrir augað en svíkur
alveg munninn. Hann er
rosalega bragðlítill. Þetta
er eins og að kynnast
einhverjum fallegum og
svo er hann bara fáviti.“
Ólöf: „Mér finnst þetta
ekki mjög krefjandi bjór.
Hann er allt í lagi en
ekkert sérstakur.“
Stefán: „Þetta minnir mig á Slots.“
Salka: „Hann er ekki eins góður og hann
lítur út fyrir að vera.“
9 Slots Pilsner
Verð: 189 kr. Meðaleinkunn: 4,625
Lýsing: Ljósgullinn. Létt fylling, þurr og mildur,
með litla beiskju og frísklega korntóna.
Styrkur: 4,6%.
Salka: „Þetta er alveg
drykkjarhæft.“
Þráinn: „Þetta er svona
miðjubjór. Meðalmennsk-
an. Algjört miðjumoð.
Þetta er svona feimni
gaurinn í hópnum. Það
þarf að hressa hann við.“
Ólöf: „Meðalhæfur bjór.
Drekkanlegur.“
Stefán: „Mér finnst þessi
flatur og ómerkilegur.“
8 Thor Pilsner
Verð: 195 kr. Meðaleinkunn: 5
Lýsing: Gullinn. Tæp meðalfylling, þurr, ferskur,
með létta beiskju, mildan kornkeim og sítrustóna.
Styrkur: 4,6%.
Ólöf: „Mér finnst þessi
ekkert sérstakur.“
Stefán: „Ef ég fengi mér
einn af þessum þá myndi
ég alveg drekka annan.“
Salka: „Það er mikil
kolsýra í þessum bjór, sem
er gott. Ég fíla það. Hann
er samt ekkert dúndur, en
alveg drykkjarhæfur.“
Þráinn: „Þessi er ekki neitt
,neitt. Bragðlítill en örugglega fínn svala-
drykkur. Truflar ekkert og gerir ekkert.“
10 Polar Beer
Verð: 218 kr. Meðaleinkunn: 3,75
Lýsing: Ljósgullinn. Létt meðalfylling.
Þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Léttir korn- og
sítrustónar. Styrkur: 4,7%.
Þráinn: „Þetta er bara
vont. Þetta er eini bjórinn
í þessari smökkun sem ég
klára ekki.“
Salka: „Ég er sammála.
Eftir því sem ég drekk
meira af honum því verri
verður hann.“
Ólöf: „Þetta er ekkert
hræðilegur bjór. Hann er
ekki frábær en hann er alls
ekki hræðilegur.“
Stefán: „Ég er sammála Þráni. Hann er bara
vondur. Að mínu mati sá versti hingað til.“
Áfengi og tóbak dýrt hérlendis
n Há skattlagning hefur áhrif n Ríkið tekur 22 króna gjald á hverja sígarettu
H
agstofa Evrópusambandsins
(Eurostat) hefur tekið saman
tölur um verðlag á þjónustu
og neysluvörum í Evrópu
árið 2013. Ísland er almennt 12% yfir
meðalverðlagi Evrópusambands-
ríkjanna en fer allt að 71% yfir með-
altalið í einstökum vöruflokkum.
Af Evrópusambandsríkjunum er
Danmörk með almennt hæsta verð-
lagið, eða 40% yfir meðaltali ESB.
Lægsta verðið er hins vegar að finna
í Búlgaríu sem er almennt 52% und-
ir meðaltali Evrópusambandsins.
Hvað einstaka vöruflokka varð-
ar er Ísland í öðru sæti, á eftir Nor-
egi, þegar kemur að háu verðlagi á
áfengis- og tóbaksvörum í Evrópu.
Verð á áfengi og tóbaksvörum á Ís-
landi er 71% hærra en meðaltal
Evrópusambandsríkja. Ísland er
yfir meðaltali í öllum vöruflokkum
í úttekt Hagstofu ESB. Í mat og óá-
fengum drykkjum er Ísland 20% yfir
meðaltali, fataverð er 37% yfir með-
altali, verð á raftækjum er 41% yfir
meðalverði í ESB, verð á samgöngu-
tækjum er 17% yfir meðaltali og þá
er verðlag á veitingastöðum og hót-
elum á Íslandi 23% yfir meðalverð-
lagi aðildarríkja Evrópusambands-
ins.
Eins og fram kemur í úttekt Hag-
stofu ESB liggur munurinn fyrst
og fremst í mismunandi skattlagn-
ingu á þessum vörum milli ríkja.
Há skattlagning íslenska ríkisins
á áfengi og tóbaksvörum útskýr-
ir því hátt verðlag á þessum vörum
hér á landi. Á heimasíðu fjármála-
og efnahagsráðuneytisins kemur
fram að áfengisskattur á hverja hálfs
lítra bjórdós er því um 126 krón-
ur. Gjaldið á tóbak er 440 krónur
á hvern sígarettupakka. Það þýðir
að ríkið leggur um 22 króna gjald á
hverja sígarettu. n
aslaug@dv.is
Hafðu samband!
Hjörtur Sveinsson hjortur@dv.is
Guðmundur S. Hafsteinsson gudmundur@dv.is
Ólafur H. Hákonarson olafurh@dv.is
Tryggðu þér auglýsingapláss!
Sérblað um
bæjarhátíðir
kemur út með helgarblaðinu 27. júní
og verður aðgengilegt frítt inn á dv.is