Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 19
Skrýtið 19Vikublað 24.–26. júní 2014 D ómskerfið á Íslandi er sem betur fer nokkuð laust við að einkamál, sem virðast algjörlega glórulaus, séu höfðuð. Þannig eru til sög- ur af málum erlendis frá, þar sem sækjendur fara fram á ótrúlegustu fjárhæðir fyrir hreint ótrúlegar ástæður. Frægt er mál sem kom upp þegar hið svokallaða „cruise control,“ var orðið algengt í bílum í Bandaríkjunum. Stillingin hefur að sjálfsögðu þann eiginleika að hún stillir hraðann svo ekki þarf að hafa fótinn á bensíngjöfinni öllum stundum. Einn ökumaður á húsbíl misskildi þetta þó og taldi að bíll- inn myndi keyra sig sjálfur, stóð upp og bíllinn fór að sjálfsögðu út af veginum og ökumaðurinn slas- aðist. Þessi saga er lífseig en hún er þó ekki sönn. Hér fara nokkrar sögur af fáránlegum dómsmálum, sem öll hafa átt sér stað. Of heitt kaffi á McDonalds Árið 1992 lenti hin 79 ára gamla Stella Liebeck í því að hella yfir sig heitu kaffi eftir að hún keypti rjúk- andi bollann í bílalúgu á skyndi- bitastaðnum vinsæla McDonalds. Hún var klædd í bómullarbux- ur sem drógu í sig allt kaffið og héldu því upp að húð hennar. Hún brenndist illa á lærum, rassi og í nára. Í kjölfarið þurftu Stella að fara á spítala þar sem hún gekkst undir húðígræðslu og þurfti í kjöl- farið að fá læknismeðferð í tvö ár. Hún ákvað að fara í mál við skyndi- bitarisann og hélt því fram að kaff- ið hefði verið alltof heitt og væri mun líklegra til að valda slæmum sárum heldur en kaffi sem fram- reitt er annars staðar. Málið er eitt það þekktasta í sögu dómskerfisins í Bandaríkjunum, en Stellu voru dæmdar skaðabætur upp á 328 milljónir króna. Geri aðrir betur. Vildi 7,7 milljarða vegna buxna sem týndust „Buxnamálið“ svokallaða var höfðað af dómara sem hafði lent í kröppum dansi, að eigin sögn. Hann fór með buxur í fatahreinsun en ekki fór betur en svo að buxurn- ar týndust. Dómarinn, Roy L. Pear- son, kærði fyrirtækið fyrir að valda honum óþægindum og andlegum þjáningum. Fór hann fram á heil- ar 7,7 milljarða íslenskra króna í skaðabætur, auk málskostnaðar en hann flutti málið sjálfur fyrir dóm- stólum. Var það hans mat að fata- hreinsunin hefði ekki staðið undir þeim væntingum sem hægt var að gera, vegna þess að í búðarglugg- anum var skilti sem á stóð „Ábyrgj- umst ánægju“, eða á ensku: „Satis- faction guaranteed“. Skemmst er frá því að segja að Pearson vann málið ekki, þrátt fyrir að hafa látið reyna á það á öllum mögulegum dómstigum um fjögurra ára skeið. Nike, skór eða vopn? Skó má nota í margt og þeir hafa stundum verið notaðir sem vopn, en þá helst með því að fólk reyni að henda þeim í aðra. Hórmangar- inn Sirgiorgiro Clardy notaði Nike- skóna sína þó ekki til þess, held- ur til að traðka á andliti og höfði manns sem hafði reynt að kom- ast undan því að greiða fyrir stund sem hann átti með gleðikonu á vegum Clardy. Sauma þurfti and- lit mannsins saman og einnig fór hann í lýtaaðgerð á nefi. Clardy fékk hins vegar þungan dóm, 100 ár, fyrir grófa líkamsárás en refs- ingin var einnig til komin vegna þess að hann réðst á 18 ára gamla stúlku sem hann neyddi til að vinna fyrir sig. Hann var þó ekki búinn að segja sitt síðasta og ákvað að lögsækja Nike, sem væri að hluta til ábyrgt fyrir því að hann traðkaði á höfði mannsins. Að hans mati hafði Nike víst ekki merkt skóna sína nægi- lega vel og varað viðskiptavini sína við því að hægt væri að nota skó frá íþróttavörurisanum sem stór- hættulegt vopn. Fór hann fram á tæplega 12 milljarða íslenskra króna í skaðabætur, en kæran var lögð fram í janúar og ekki hefur fengist niðurstaða í málinu. Kærði vegna samlíkingar við Boyle Laura Ziv, móðgaðist gríðarlega þegar yfirmaður hennar líkti henni við söngkonuna Susan Boyle og fór fram á 773 milljónir króna í skaðabætur. Boyle vakti athygli í hæfileikaþætti í Bretlandi en fjöl- miðlar þar kölluðu hana ljóta, feita og gamla. Yfirmaðurinn kallaði hana jafnvel feita og sagði henni að fá sér köku, fyrir framan hóp starfsmanna á kaffistofunni. Þrátt fyrir að kalla hana þessum nöfn- um þá virti hann hana sem starfs- mann og lagði mikið kapp á að hún myndi vinna með honum í verk- efni sem fyrirtækið var að byrja á. Áreitið tók þó mjög á Ziv sem þjáð- ist af kvíða, hausverk, svefnleysi og háum blóðþrýstingi svo eitthvað sé nefnt. Dularfulli steinninn á Mars Dularfullur steinn varð til þess að rithöfundurinn og taugasér- fræðingurinn Rawn Joseph lögsótti geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Steinninn var uppgötvaður af jeppa NASA, Opportunity, sem er á Mars. Jeppinn sendi mynd- ir til stjórnstöðvar sem voru síð- an sýndar almenningi en það virt- ist sem hann hefði birst upp úr þurru, því myndir teknar á sama stað nokkru áður sýndu engan stein. Forráðamenn NASA sögðu líklegustu skýringuna þá að jepp- inn hefði fært steininn til en það dugði ekki Joseph. Í kærunni sem hann lagði fram krafðist hann þess að NASA myndi rannsaka og skoða steininn sem virtist birtast upp úr þurru á Mars. Hann hélt því fram að hann hefði ekki verið hreyfð- ur af neinu, heldur hefði steinn- inn verið þar áður og vaxið upp í þá stærð sem sást á myndinni sem tekin var 12 dögum eftir þá fyrri. Sagði hann það jafnframt óútskýr- anlegt, glannalega vanrækslu og furðulegt að NASA hefði ekki tek- ið nærmyndir af steinum frá ýms- um sjónarhornum og fór fram á að hundrað myndir yrðu teknar í hárri upplausn, auk 24 mynda í gegnum smásjá. Vísindamenn voru hins vegar staðfastir og sögðu að hjól jeppans hefði farið yfir stein, brotið úr honum og að brotið hefði síðan rúllað niður litla hæð þar sem það fannst nokkrum dögum síðar. Pissaði í kaffibolla James Carroll Butler var dæmdur til að greiða rúma hálfa milljón fyr- ir að hafa kastað af sér þvagi. Hann gerði það þó ekki á mjög hefðbund- inn hátt, því hann pissaði í kaffi- bolla vinnufélaga síns einfaldlega vegna þess að honum líkaði ekki vel við hann. Vinnufélaginn varð hins vegar var við eitthvað skrýtið í bollanum og fann sterka lyktina áður en hann fékk sér sopa. Hann tók bollann, lét rannsaka innihald hans og komst að því hvað gerst hafði. Butler var dæmdur í mánað- arfangelsi og var jafnframt í ár á skilorði. Vinnufélaginn fór fram á 82 milljónir króna í skaðabætur en hann fékk þó aðeins hálfa milljón, eins og áður segir. n dómsmál allra tíma n NASA kært vegna steins á Mars n Nike-skór sagðir vera vopn n 328 milljónir fyrir of heitt kaffi Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Nike-skór eða vopn? Þessi safnari gæti kallað skósafnið sitt vopnabúr, ef eitthvað er að marka hórmangarann Sirgiogiro Clardy. Fáránlegustu Heitt kaffi Kona sem brenndi sig á kaffi frá McDonalds kærði skyndibitarisann fyrir að laga alltof heitt kaffi. Susan Boyle Yfirmaður líkti starfsmanni við Susan Boyle, sem olli konunni mikilli angist. Opportunity Könnunarjeppinn frá NASA olli því að rann- sóknarmiðstöðin var lögsótt fyrir glanna- lega vanrækslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.