Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 4
Vikublað 24.–26. júní 20144 Fréttir Lofuðu Íslandi kvóta ef þeir hættu hvalveiðum Ísland hætti hvalveiðum í 20 ár á grundvelli samnings við Bandaríkin Þ egar umræðan um stöðvun hvalveiða stóð sem hæst á Alþingi barst óformlegt boð frá Bandaríkjunum þess efn- is að íslensk skip gætu fengið veiðiheimildir við strendur Banda- ríkjanna gegn því að Íslendingar létu af hvalveiðum,“ segir í skýrslu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 1990 þar sem hann ræddi um svokall- að Andramál. Svo segir í skýrslunni um boð Bandaríkjamanna: „Síðan mun hafa borist staðfesting á þessu boði og málið sent LÍÚ til umsagn- ar. Er flutningsmönnum kunnugt um að undirtektir útvegsmanna eru já- kvæðar.“ Hættu hvalveiðum Tilefni skýrslunnar var samningur sem Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu árið 1984 þar sem Ísland undir- gekkst að hætta hvalveiðum gegn því að fá veiðiheimildir í bandarískri lögsögu í staðinn. Samningurinn kom í kjölfar samþykktar Alþjóðlega hvalveiðiráðsins frá árinu 1982 þar sem lagt var bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Um þetta sagði í skýr- slu Jóns Baldvins: „Samþykkt þessi hefur ýmist verið nefnd samþykkt um bann við hvalveiðum í atvinnu- skyni eða stöðvun hvalveiða í at- vinnu- eða ábataskyni. Samþykktin tekur ekki til hvalveiða frumbyggja, „aboriginal/subsistence whaling“, og útilokar ekki heimild til hvalveiða í vísindaskyni.“ Sögulegt samhengi Þessi samningur Íslands og Banda- ríkjamanna er meðal annars áhuga- verður í því ljósi að nú í júní tók Bandaríkjastjórn afdráttarlaust diplómatískt skref gegn Íslending- um vegna hvalveiða þjóðarinnar. Þá ákvað Bandaríkjastjórn að bjóða Ís- lendingum ekki á ráðstefnu um mál- efni hafsins sem haldin var í Washin- tgton dagana 16. og 17. júní. Bandaríska utanríkisráðuneytið gaf það út að „óviðeigandi“ væri að bjóða Íslendingum á ráðstefnuna þar sem fyrirtækið veiddi hvali og seldi kjötið á alþjóðlegum mörkuð- um, meðal annars til Japans. Allt frá níunda áratugnum, með hléum að vísu, hefur ásteytingarsteinninn á milli Íslands og Bandaríkjanna með- al annars snúist um þessa sölu á hvalkjöti á alþjóðlegum mörkuðum. Veiddu nánast ekkert Samningurinn um þessar veiðar Ís- lendinga við Bandaríkjastrendur var sannarlega gerður, eins og Jón Baldvin minntist á í sinni skýrslu árið 1990: „Samningur um fiskveið- ar undan ströndum Bandaríkjanna var gerður 21. september 1984 og tók gildi 16. nóvember sama ár.“ Veiðin hófst hins vegar aldrei að neinu ráði þar sem málið dróst um mörg ár. Það var ekki fyrr en árið 1989 að íslenskt skip fékk heimild til veið- anna. Þá var það skip í eigu útgerðar- innar Andra hf. sem íslensk stjórn- völd höfðu fjármagnað: „Af ýmsum orsökum urðu umtalsverðar tafir á því að íslenskt skip gæti komist á vett- vang og hafið vinnslu á árinu 1989 og lýstu bandarísku samstarfsaðilarnir áhyggjum sínum vegna þeirra.“ Svo fór á endanum að Íslendingar veiddu ekki nema nokkur tonn á grundvelli þessa samnings sem gerð- ur hafði verið árið 1984: „Endanleg vinnsluheimild var gefin út af hálfu bandarískra stjórnvalda 5. október 1989, en skipið kom ekki á vettvang fyrr en í lok desembermánaðar og tókst ekki að nýta nema örfá tonn.“ 20 ára hlé Á grundvelli þessa samnings við Bandaríkjamenn frá 1984 gerðu Ís- lendingar 20 ára hlé á hvalveið- um sínum. Hvalveiðunum var hætt árið 1986 og hófust ekki aftur fyrr en árið 2006. Þá veiddu Íslendingar níu langreyðar og 30 hrefnur. Bandaríkjamenn mótmæltu þessari ákvörðun Íslendinga og hafa æ síðan reynt að beita sér fyrir því að Íslendingar láti af hvalveiðum í at- vinnuskyni. n Kvóti í stað hvalveiða Fyrirspurnin sem leiddi til skýrslunnar Ástæðan fyrir því að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra setti fram skýrslu sína um Andramálið var fyrir- spurn frá nokkrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Inntakið í fyrirspurninni var hvort samningar Íslands og Bandaríkjastjórnar árið 1984 hafi verið grundvöllurinn fyrir því að veiðunum var hætt: „Með vísan til 30. gr. laga um þingsköp Alþingis óskum við undirritaðir alþingismenn eftir að utanríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um hvort stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi reynt að hlutast til um að fallið væri frá að mótmæla ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum og hvort samningur milli Íslands og Bandaríkjanna um fiskveiðar undan ströndum Bandaríkjanna frá 4. desember 1984 hafi haft áhrif á þá ákvörðun. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um afskipti íslenskra stjórnvalda af svonefndu Andramáli en fyrrnefndur samningur frá 4. desember 1984 varð til þess að Íslenska úthafsútgerðarfélagið var stofnað og skip keypt til veiða og vinnslu sjávarafla undan Alaskaströndum.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Tókst ekki að nýta nema örfá tonn „Vestmanna- eyjar eru ekkert eyland“ Frá miðjum júní og fram yfir versl- unarmannahelgi er starfsfólk skurðstofunnar á Heilbrigðisstofn- un Vestmannaeyja í sumarfríi. Frá 1. október í fyrra hefur skurðstof- an aðeins verið opin á dagvinnu- tíma og eru þar framkvæmdar minni háttar aðgerðir, en enginn svæfingalæknir starfar við stofn- unina. Að sögn Valbjarnar Stein- grímssonar, forstjóra Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja, er um hefðbundið sumarfrí starfsfólks að ræða. Valbjörn segir bráðatilfell- um í Eyjum sinnt á svipaðan hátt og annars staðar á landinu, með aðstoð þyrlna og flugvéla. „Vest- mannaeyjar eru ekkert eyland í því,“ segir Valbjörn. Vilja milli- landaflug á Húsavík Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga, gaf frá sér yfirlýsingu á mánudag þar sem skorað er á flugmálayf- irvöld að huga að uppbyggingu Húsavíkurflugvallar sem milli- landaflugvallar. Stéttarfélagið telur að mikilvægt sé að bæta að- flugstæki á vellinum sem þarfnist endurnýjunar. „Eins og kunn- ugt er fjölgar ferðamönnum til landsins verulega og allar spár benda til þess að svo verði áfram á komandi árum. Í ljósi þessa er mikilvægt að hugað verði að því að byggja Húsavíkurflugvöll upp sem alþjóðlegan flugvöll enda aðstæður til flugs á svæð- inu ákjósanlegar. Landfræði- lega er auðvelt að byggja upp og markaðssetja millilandaflug um Húsavíkurflugvöll á ársgrund- velli,“ segir í tilkynningunni. Flókið verkefni Landsbjargar Björgunarsveitarmenn fara varlega í leit að Ástu Stefánsdóttur G uðbrandur Örn Arnarson, sem stjórnaði aðgerðum í tengslum við leit að Ástu Stefánsdóttur fyrir Landsbjörg á sunnudag, sagði í samtali við DV á mánudag að það að færa ána úr Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð sé eitt flóknasta verkefni sem Landsbjörg hafi nokkurn tím- ann tekið að sér. Leitað hefur verið að Ástu í tvær vikur en sambýliskona hennar, Pino Becerra Bolaños, fannst látin fyrir tveimur vikum. Guðbrand- ur telur líklegast að leitin haldi áfram næstkomandi laugardag. „Staðan núna er sú að við erum að taka stöð- una. Við fórum langleiðina með það í gær að tengja þetta röravirki okkar sem við erum að nota til að tæma hyl- inn. Við urðum að stoppa seint í gær- kvöldi vegna þess að mannskapurinn var orðinn það þreyttur að við vildum ekki taka áhættuna á að missa menn fram af brúnum í einhverjum mistök- um. Við fórum frekar varlega, stopp- uðum frekar fyrr en að missa mann- skap,“ segir Guðbrandur. Talið er líklegast að Ásta finnist í Bleiksárgljúfri samkvæmt Guðbrandi. „Við værum ekki að leita þarna annars, en málið er að það er búið að fara vel yfir flest þessi svæði. Það sem við erum að gera er að fara aftur á upp- hafspunktinn þar sem ekki var mögu- legt að leita nema að mjög litlu leyti. Þetta eru kannski fimmtíu fermetrar. Þannig að það er búið að skanna mik- ið af þessu svæði,“ skýrir Guðbrandur. Hann bendir á að verkefnið sé gíf- urleg erfitt og flókið. „Við erum að tæma foss til að geta skoðað hyl og ekki bara hylinn heldur viljum við líka skoða fossfarveginn sjálfan. Þetta er gríðarlega hættulegt svæði og við erum að tala um það að björgunar- menn eru að vinna á syllum sem eru fimmtíu sentímetra breiðar í hálum drullubrekkum. Þetta er að verða eitt flóknasta verkefni Landsbjargar, ekki það stærsta en tæknilega séð eitt það flóknasta,“ segir Guðbrandur. n hjalmar@dv.is Bleiksárgljúfur Líkt og sjá má á þessari mynd er fallið langt við fossinn. Mynd GuðBrandur Örn arnarSon Af með tjöruna - á með Aktu inn í sumarið á hreinum bíl! Við erum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.