Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 6
Vikublað 24.–26. júní 20146 Fréttir „Þetta eru óhugnanlegar aðstæður,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, hjá Fjölskylduhjálp Íslands. „Þetta kemur fyrir af og til að einstaklingar þurfa að leita til þess ráðs,“ segir hún en segist einnig verða mjög vör við að einhleypir einstaklingar og einstæðir foreldrar séu á vergangi milli aðstandenda til að koma sér í húsaskjól. „Þetta reynir mjög mikið á þennan hóp,“ segir hún. DV hefur á undanförnum tveimur árum greint frá einstaklingum sem eru í þeirri stöðu að þurfa að búa í bílnum sínum. Fyrr á þessu ári var rætt við Guðrúnu J. Svavarsdóttur, tæplega sextuga konu, sem bjó sig undir að flytja inn í gamlan Renault Clio á meðan hún beið eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjanesbæ. Guðrún veiktist alvarlega árið 2011 sem valda henni miklum þjáningum enn þann dag í dag. Um mánaðamótin febrúar-mars bjóst hún við því að þurfa að flytja í bifreiðina þar sem hún var enn að bíða eftir félagslegu húsnæði. Það var í kringum febrúar 2012 sem haft var samband við félagsþjónustuna í Reykjanesbæ fyrir hönd Guðrúnar og tveimur árum síðar var Guðrún enn að bíða. Eftir umfjöllun DV fékk Guðrún íbúð frá einstaklingi sem bauðst til að leigja henni litla íbúð á sanngjörnu verði. Heimilislausar mæðgur Í vor ræddi DV við Sædísi Hrönn Samúelsdóttur, einstæða móður í Hafnarfirði sem hafði beðið eftir félagslegri íbúð hjá sveitarfélaginu í fjögur ár. Í maí urðu hún og dóttir hennar að flytja úr íbúð sem þær höfðu fengið að vera í gegn vægri leigu. Þær mæðgurnar stóðu því uppi heimilislausar en fengu inni hjá aðstandendum á meðan þær biðu eftir úrlausn sinna mála. DV sagði frá því í mars síðastliðnum að almennt sé talað um tveggja ára bið eftir félagsíbúð í Hafnarfirði en Sædís Hrönn hefur beðið í rúm fjögur líkt og áður sagði. „Ég er ein með dóttur mína og öryrki og mér er sagt að ég geti ekki komist hærra á biðlistann eða að þörfin á íbúð verði metin meiri,“ segir hún. Olíutankurinn áfram í Mývatni Ekki stendur til að fjarlægja olíutankinn sem féll í Mývatn árið 2004. Að sögn Umhverfis- stofnunar er tankurinn mjög líklega fundinn, að því er fram kemur í tilkynningu. Kafarar frá Landhelgisgæslunni leituðu tanksins dagana 6. til 8. maí síð- astliðinn og í tilkynningunni segir að sú leit hafi fljótt borið árangur og að stór málmhlutur hafi fundist um 120 sentí- metra undir botnseti í vatninu, skammt frá þeim stað sem talið var að tankurinn hefði farið út- byrðis. Þó var ekki hægt að stað- festa fundinn með óyggjandi hætti. Tankurinn rúmar 1.000 lítra en ekki er vitað hversu mikil olía er enn í honum, en talið er að það sé á bilinu 200 til 500 lítrar. Í fréttinni kemur einnig fram að olían hafi hugsanlega lekið út þar sem leiðslur slitnuðu þegar hann féll útbyrðis. Ekki eru tald- ar líkur á því að tankurinn ryðgi hratt þar sem tæring í súrefnis- snauðu seti vatnsins er lítil. Í fréttinni segir að ákvörðun hafi verið tekin um að fjarlægja tankinn ekki þar sem hann er ekki lengur talin ógn við lífríki vatnsins, af því staðsetning hans er nú kunn og hann er alveg á kafi undir botnsetinu. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn, sveitarstjóra Skútu- staðahrepps og Landhelgisgæsl- una. Þá segir í tilkynningunni að til þess að gæta ítrustu varkárni hafi sérstök viðbragðsáætlun við olíuleka verið búin til, fjárfest verði í mengunarvarnarbúnaði og að staðurinn verði sérstak- lega vaktaður. n Missti húsnæðið í febrúar og hefur sofið úti síðan n Segir úrræðaleysið alvarlegt H inn 1. febrúar síðastliðinn flutti Ásbjörg Margrét Emanúelsdóttir af heim- ili sínu í Breiðholti og í bif- reið sína, lítinn smábíl. Þar hefur hún sofið og hafst við í öllum veðrum, en fær einstöku sinnum inni hjá aðstandendum þegar þess þarf. Meðalhiti í Reykjavík í febrúar síð- astliðnum var 1,7 en lægst fór hitinn niður í sex stiga frost. „Fyrstu nóttina þá dúðaði ég mig bara vel og hitaði bílinn áður en ég fór að hátta. Svo tók ég svefntöflu og lagðist til svefns,“ segir Ásbjörg. Það hefur oft verið kalt að vera í bílnum og eflaust geta fæstir sett sig í henn- ar spor. „Þetta hefur verið mjög erfitt,“ segir Ásbjörg sem bjóst ekki við því að vera enn heimilislaus í júní og sjá ekki fram á að komast inn á heim- ili. Hún er á biðlista hjá Reykjavíkur- borg eftir félagslegu húsnæði. Ráð- gjafi hennar hefur sagt henni að enn liggi ekki fyrir hvaða lausn sé hægt að finna á húsnæðisvanda hennar og segist Ásbjörg vera mjög ósátt við það og segist hafa tjáð óánægju sína á þeirra síðasta fundi. Þær eiga aftur fund á næstu dögum. „Ég hef ekki tök á því að vera sjálf á leigumarkaðn- um eins og hann er núna. Það þarf að leggja fram gríðarlega háa tryggingu sem ég ræð ekki við. Það er mjög erfitt að fá húsnæði eins og staðan er núna, hvað þá ef það er ekki hægt að leggja fram tryggingu,“ segir hún. Dótið í geymslu Ásbjörg verður 67 ára í haust. Hún er öryrki og keypti sér íbúð árið 2007. Í maí í fyrra var íbúðin seld undan henni þar sem Ásbjörg var tæknilega gjaldþrota og hafði ekki bolmagn til að standa undir afborgunum. Hún átti að flytja úr íbúðinni, sem hún gerði, 31. janúar 2014. Dótið hennar var sett í geymslu nema fatnaður og sængin hennar og sængurföt. „Ég hef alltaf staðið á eigin fótum og ég kann því illa við það að vera upp á aðra komin,“ segir hún og seg- ist því eiga erfitt með að koma sér fyr- ir hjá ættingjum og aðstandendum. „Þau hafa nóg með sitt,“ segir hún. Ásbjörg á uppkomin börn sem eru erlendis og vegna aðstöðu hennar hefur hún verið í stopulu sambandi við þau undanfarið. Hún gistir stöku sinnum hjá vinkonu sinni, sem er mikill sjúklingur, og segist Ásbjörg eiga erfitt með að vera hjá henni af þeim sökum. Hún fær reglulega að komast á snyrtingu hjá henni og setja í þvottavél. Skömmin verst „Mér finnst skömmin eiginlega verst. Maður skríður beint inn í skelina og það er erfitt að rjúfa þá einangrun,“ segir Ásbjörg. Hún hefst við á róleg- um stað í Breiðholtinu á næturnar, en á daginn heldur hún í Elliðaárdalinn þar sem hún kemur sér fyrir í rjóðri. „Mér finnst gott að sitja þar og hlusta á fuglasönginn. Svo geri ég krossgát- ur og les blöðin og svona,“ segir hún. Hún kemst á salerni á bensínstöð á kvöldin fyrir háttinn og á morgnana. Hún reynir svo að færa sig um set frá næturstaðnum áður en morgun- umferðin hefst um hverfið. Hún hef- ur gaman af því að mála á steina en hefur ekki aðstöðu til að geyma að- föngin og þau eru því í geymslunni. Hún segist sakna þess mjög og hef- ur lítið við að vera á daginn. „Þetta er búið að vera mjög erfiður tími. Í haust verð ég 67 ára og þá lækka tekjurnar mínar aftur. Ég veit bara ekki hvað ég á að gera,“ segir hún. n „Þetta eru óhugnanlegar aðstæður“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Mér finnst skömm- in eiginlega verst. Maður skríður beint inn í skelina og það er erfitt að rjúfa þá einangrun Sefur í Yarisnum Ásbjörg sefur í aftursæti bifreiðarinnar. Framsætið notar hún að hluta til sem geymslu. Hún kemur sér fyrir á kvöldin í Breiðholtinu en eyðir deginum í rjóðri við Elliðaárdal. MYnD SigtrYggur Ari Ásbjörg sefur í bílnum sínum Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.