Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 24.–26. júní 2014 „Ég gæti legið hérna inni mánuðum saman“ n Upplifði mikið úrræðaleysi eftir að hafa verið synjað um endurhæfingu n Glímir við þunglyndi og kvíða K ári Þór Sigríðarson hefur lengi glímt við þunglyndi og kvíða. Verstu mánuði ársins segir hann vera sumarmánuðina, maí, júní, júlí og ágúst. Sjálfs- vígshugsanir sækja reglulega á Kára og ná þær hámarki á þessum tíma. Þetta helst í hendur við margar rann- sóknir sem hafa leitt í ljós að flest sjálfsvíg eiga sér einmitt stað á vor- in og sumrin. Það var honum því gíf- urlegt áfall þegar hann fékk synjun um endurhæfingu á geðheilsusviði Reykjalundar í síðustu viku, meðferð sem í huga Kára var hans síðasta von um bata. „Þau hefðu alveg eins getað sent mér reipi eða blásýrupillur,“ segir Kári í samtali við DV. Lá heima í 16 sólarhringa Kári Þór er á fimmtugsaldri. Hann býr einn á Akureyri og er barnlaus. „Ég er eins mikill einstæðingur eins og ein- stæðingur getur orðið,“ segir hann og tekur fram að hann sé viss um að það séu fleiri í hans stöðu á Akureyri og stærri þéttbýlissvæðum. Kári ein- angar sig mjög mikið og hefur til að mynda ekki farið frá Akureyri frá því í ágúst 2011 – þó svo að öll hans fjöl- skyldutengsl séu á Suðurlandi. „Í stór- um þéttbýliskjörnum býr fólk sem er miklu einangraðra heldur en Gísli á Uppsölum nokkru sinni var. Ég gæti legið hérna inni mánuðum saman, steindauður, án þess að nokkur myndi spá í það. Ég hef meira að segja legið hér inni í sextán sólarhringa án þess að taka úr lás.“ Kári hefur margoft reynt að leita sér hjálpar en segist alls staðar falla á milli. Hann sé ekki nógu veikur til þess að leggjast inn á bráða- deild en of veikur til þess að nýta sér félagsleg úrræði á borð við Grófina á Akureyri. Ekkert að gera á bráðadeild „Inn á bráðadeildir hef ég ekkert að gera. Ég fór þar inn árin 1997 og 1998. Þar voru kannski fjórir, fimm sem voru í svokölluðu oflæti en við hin vorum með þunglyndi og kvíða. Það stuð- aði mig mjög mikið að sjá fólk bók- staflega snúið niður beint fyrir framan mig,“ segir Kári sem eftir þessa reynslu reyndi árangurslaust að vekja athygli á því að ekki væri hægt að hafa þá sem þjást af geðhvarfasýki á sömu deild og þunglynda. Þrátt fyrir að hafa oft hugs- að af fullri alvöru um að taka sitt eig- ið líf á undanförnum árum hugnast honum af þessum ástæðum ekki að fara aftur inn á bráðadeild. „Ég sagði við mína aðstandendur, þegar ég var kominn á fremsta hlunn með að ljúka þessu öllu saman, að ef ég kæmist inn á Reykjalund skyldi ég stökkva upp í næstu flugvél. En inn á þessar bráða- deildir hefði ég ekkert að gera.“ Besta úrræðið Kári fór í endurhæfingu á Reykja- lundi í tvo mánuði árið 2006. Fékk hann góðan bata á þeim tíma og bjó að honum í langan tíma. „En ég er bú- inn að vera mjög slæmur núna í tvö og hálft ár. Árið 2012 var versta ár sem ég hafði lifað. 2013 toppaði árið 2012 og 2014 virðist ætla að toppa 2013,“ segir Kári sem þráir ekkert jafn heitt og að ná bata að nýju. Þess vegna bað hann geðlækni á Akureyri um að senda fyr- ir sig nýja umsókn á geðheilsusvið Reykjalundar. Það gerði hann síðast- liðið haust. Í þessari viku fékk Kári síðan bréf inn um lúguna. Þrátt fyrir að vera ekki sá bjartsýnasti var hann viss um að nú fengi hann boð um hvenær hann ætti að mæta á Reykja- lund. Þess í stað fékk hann synjun og varð það gríðarlegt áfall sem slökkti síðasta vonarneistann. „Ég veit bara, að fenginni reynslu, að þetta er lang- skilvirkasta og besta úrræðið sem til er hér á landi. En fær maður bara eitt tækifæri til að ná bata?“ spyr Kári. Í bréfinu stendur orðrétt: „Okkur hef- ur borist beiðni um endurhæfingu á geðheilsusviði Reykjalundar frá [nafn læknis]. Fjallað hefur verið um beiðn- ina og er niðurstaðan sú að við sjáum því miður ekki fram á að geta sinnt þinni beiðni og viljum því benda þér á að leita annarra leiða í endurhæf- ingu þinni. Með vinsemd og virðingu, starfsfólk geðheilsusviðs.“ Kára finnst mjög bagalegt að bréfið sé ekki undir- ritað. Enginn beri því ábyrgð á synj- uninni og þá sé enginn rökstuðning- ur fyrir henni, sem honum þykir afar ófagmannlega að staðið. Óviðunandi ástand Frá því blaðamaður ræddi í fyrsta skipti við Kára hefur aðstaða hans breyst og hefur honum verið boð- ið að fara í endurhæfingu á Reykja- lundi. Hann segist samt sem áður vilja segja sína sögu því hann segist viss um að fleiri en hann hafi upplif- að sama úrræðaleysi. „Ég er að þessu fyrst og síðast vegna þess að ég veit að það eru fleiri þarna úti í sömu stöðu,“ segir Kári. Hann segir vanta fleiri meðferðarúrræði fyrir fólk sem þjá- ist af þunglyndi og kvíða, ástandið sé óviðunandi. Á Akureyri sé stað- an sérstaklega slæm. „Ég hef heyrt að hér séu um fimm þúsund manns án heimilislæknis. Sjálfur hef ég búið hér í tíu ár og verið án heimilislækn- is allan tímann. Síðastliðin fimm ár hef ég einnig haft mjög takmarkað að- gengi að geðlækni eftir að þeim fækk- aði.“ n Hefur áhyggjur af þróun geðheilbrigðismála á Akureyri Segir vanta úrræði fyrir fólk í þessum millibilsflokki „Það vantar náttúrlega ýmislegt hér sem er til í Reykjavík,“ segir Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir og formaður Geðverndarfélags Akureyrar. Hann hefur áhyggjur af þróun geðheilbrigðismála á Akureyri, sér í lagi á sviði barna- og unglingageðlækninga. „Barna- og unglingaþjónustan er nánast engin. Það á að koma maður að sunnan einu sinni til tvisvar í mánuði. Þá er Akureyri bara komið á sama stað og aðrir bæir allt í kringum landið. Fólk með mikið veik börn eða unglinga flytur þá bara til Reykjavíkur. Í geðlækningum fullorðinna er kannski ekki hægt að tala um mikið vandamál eins og er, en það stefnir í mikil vandræði. Staðan er þannig að sérfræðingarnir skila sér ekki heim til Íslands vegna aðstæðna og þeir sem skila sér sjá meiri freistingu í því að setjast að í Reykjavík heldur en á Akureyri. Þannig að það er fyrirsjáanlegt að þetta á eftir að versna,“ segir Brynjólfur. Vantar úrræði Geðverndarfélagið, sem Brynjólfur er í forsvari fyrir, er með í þróun verkefni sem nefnist Grófin og er í sama anda og Hugarafl í Reykjavík. Brynjólfur segir það lofa mjög góðu. Til dæmis sé verið að þróa úrræði sem á að gagnast þeim sem einangra sig gjarnan heima. Þá er gerður samningur við einstaklinga um að ef það hættir að mæta í athvarfið þá muni einhver fara heim til þeirra og banka upp á. Þegar blaðamaður nefnir úrræðaleysi þeirra sem virðast falla á milli í kerfinu, þá sem eru of veika fyrir Grófina en ekki nógu veika til að leggjast inn á bráðadeild, segir Brynjólfur það því miður vera veruleiki margra. „Það er eins og það vanti úrræði fyrir fólk í þessum millibilsflokki. Þeir eiga reyndar kost á því sem kallast Lautin hér á Akureyri, sem er athvarf þar sem er félagsskapur og samvera. Þar er fyrst og fremst verið að rjúfa þessa einangrun, sem hentar mörgum sem falla undir þessa lýsingu sem við erum að tala um,“ segir Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir. Fjörutíu prósent fá synjun á Reykjalundi Valgerður Baldursdóttir, geðlæknir á Reykjalundi, segir vanta eftirfylgni í geðheilbrigðismálum „Á síðasta ári fengum við á bilinu 260–270 beiðnir. Okkur er skylt að sinna að lágmarki 130 manns á ári en við eigum fullt í fangi með að sinna þeim fjölda sem okkur er gert að sinna samkvæmt þjónustusamningi Reykja- lundar við Sjúkratryggingar,“ segir Valgerður Baldursdóttir, geðlæknir á geðheilsusviði Reykjalundar, í samtali við DV. Hún segir því um 40 prósent beiðna fá synjun, þar sem ekki er unnið með beiðnir sem eru orðnar eldri en eins árs. Þá telur Valgerður sig vita að margir læknar veigri sér við því að senda beiðni um endurhæfingu á Reykjalund því biðlistinn sé svo langur. Þörfin sé því meiri en fjöldi beiðna segir til um. Erfitt að komast að á geðlæknastofu Aðspurð hvort önnur sambærileg úrræði séu í boði fyrir þennan hóp hér á landi segir Valgerður svo vera og nefnir sem dæmi Janus endurhæfingu. „Það er auðvitað margt annað í boði en Reykjalundur. Fólk virðist þó stundum líta á þetta úrræði sem sitt síðasta hálmstrá, en auðvitað á það ekki að vera þannig. Það er mjög mikil vinna og erfitt að velja einn fram yfir annan, út frá misgreinar- góðum beiðnum. Við reynum að afla okkur upplýsinga með ýmsum hætti, áður en við tökum ákvörðun um hverja við tökum inn, auk þess sem við hittum viðkomandi í viðtali á göngudeild Reykjalundar, þegar kostur er.“ Valgerður segir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi þunga. „Við vitum til dæmis að það er mjög erfitt að komast að á geðlæknastofu. Geðlæknum hefur ekki fjölgað, frekar fækk- að að mér sýnist, á undanförnum árum. Sjálf veit ég um tvo geðlækna sem hafa hætt núna á þessu ári. Svo er auðvitað dýrt að fara til sálfræðings og það er ekki niðurgreitt.“ Þá segir Valgerður vanta meiri eftirfylgni með þessum hóp hér á landi. Samanborið við hin Norðurlöndin, til dæmis Noreg, standi Ísland sig afar illa í þeim efnum. „Þar er víða pottur brotinn hjá okkur. En við reynum að kenna fólki úrræði sem það getur notað sjálft til þess að viðhalda sínum bata. Þess vegna reynum við að gefa fleiri einstakling- um möguleika á að koma til okkar í stað þess að taka sama fólkið inn aftur og aftur.“ Mörg önnur úrræði orðið til nýlega Spurð um hvaða úrræði þeir hafi sem falla einhvern veginn á milli í kerfinu, þeir sem eru ekki nógu veikir til að leggjast á bráðadeild en of veikir til að nýta sér félagslegu úrræðin, segir Valgerður: „Við erum auðvitað eitt af þeim úrræðum. Við erum með heildræna og einstaklingsmiðaða endurhæfingu og höfum aðgang að mjög færu og reyndu fagfólki; læknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum og félagsráðgjafa. Auðvitað er það styrkur að við erum alltaf að vinna í teymi og ég held að okkar teymisvinna sé mjög þróuð miðað við það sem almennt gerist. En sem betur fer hafa hins vegar mörg önnur endurhæfingar- úrræði orðið til á undanförnum árum,“ segir Valgerður Baldursdóttir geðlæknir. Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Þau hefðu alveg eins getað sent mér reipi eða blásýrupillur Einstæðingur „Ég er eins mikill einstæðingur eins og einstæðingur getur orðið,“ segir Kári. Myndin Er sviðsEtt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.