Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Side 8
Helgarblað 27.–30. júní 20148 Fréttir
Arðvis heldur áfram:
„Það er að forrita“
n Dularfulla gróðavélin er enn þá sögð starfandi n Eigandinn ákærður
F
élagið er bara í sömu starf-
semi og það hefur verið,“ seg-
ir Jónas Jónsson, lögmaður
fyrirtækisins Arðvis. DV hafði
samband við Bjarna Þór Júl-
íusson, einn af eigendum og fram-
kvæmdastjóra Arðvis, til að spyrjast
fyrir um ákæru sem sérstakur sak-
sóknari hefur gefið út á hendur hon-
um og Úlfari Guðmundssyni tann-
lækni. Bjarni vildi hins vegar ekki tjá
sig við blaðamann og rétti lögmanni
Arðvis símann. Sá gat hins vegar ekki
tjáð sig um ákæruna gegn Bjarna þar
sem hann gæti ekki hagsmuna hans í
máli sérstaks saksóknara.
Í ákærunni er Bjarni meðal
annars ákærður fyrir fjárdrátt en Arð-
vis, eða félög sem tengdust því, fengu
greiddar rúmar 200 milljónir króna
frá meira en 100 einstaklingum inn
á reikninga sína á árunum 2010 til
2012. Eins og rakið er í ákærunni
fór stór hluti þessara fjármuna í
einkaneyslu. Bjarni notaði fjármun-
ina til dæmis til að leigja undir sig
einbýlishús, hann borðaði mikið á
skyndibitastöðum, keypti bíómiða,
áfengi og fór á knattspyrnuleiki.
Þá voru fjármunirnir notaðir til að
greiða fyrir reikninga Bjarna frá Visa
og til að greiða fyrir alls kyns vörur
og þjónustu. Ákæran í málinu er í
skrautlegri kantinum verður að segj-
ast. Peningarnir fóru í raun að hluta
til frá fólkinu sem lagði peninga í
Arðvis og í daglega neyslu Bjarna.
Þróar enn tölvuforrit
Eftir að Bjarni hefur rétt lögmanni
sínum símann segir hann: „Nei, ég er
ekki lögmaður Bjarna. Ég er lögmað-
ur Arðvis hf.“ Blaðamaður: „Er Arðvis
enn þá starfandi í dag?“ Jónas: „Já, já
[…] Það er ekkert mál á Arðvis. Það er
mikilvægt að menn átti sig á því. Það
er ekki verið að ákæra félagið held-
ur er verið að ákæra já, eigendur að
hluta til. Félagið er bara í sömu starf-
semi og það hefur verið. Það er að
forrita hérna ákveðna afurð.“
Engar tekjur, engir starfsmenn
og engin skrifstofa
Blaðamaður: „Og er að koma inn
nýtt hlutafé?“ Jónas: „Koma nýtt
hlutafé? Nei, það er engin hluta-
fjársöfnun í gangi.“ Blaðamaður:
„Hvernig er reksturinn þá fjármagn-
aður?“ […] Jónas: „Það hefur engin
hlutafjársöfnun farið fram umfram
það sem var gert hérna 2011.“ Blaða-
maður: „Eru margir í vinnu hjá Arð-
vis?“ Jónas: „Nei, enginn á launaskrá
hjá Arðvis.“ Blaðamaður: „Hvern-
ig fer starfsemin þá fram?“ Jónas:
„Félagið hefur verið að vinna með
það sem það átti fyrir og eigend-
urnir hafa verið að vinna að þessu
félagi og ýmsir í sjálfboðavinnu.“
Blaðamaður: „Hvar er starfseminni
haldið úti?“ Jónas: „Félagið er ekki
með skrifstofu í dag.“ Blaðamað-
ur: „Það eru engar tekjur, það eru
engir starfsmenn og það er engin
skrifstofa. Hvernig fer starfsemin þá
fram?“ Jónas: „Félagið á ákveðna af-
urð sem það er að vinna við.“ Miðað
við orð Jónasar er Arðvis því enn þá
starfandi, að minnsta kosti að hluta
þótt umfangið sé ekki mikið, en nýju
hlutafé hefur ekki verið safnað ný-
lega.
Arður til fjárfesta og fátækra
Líkt og DV hefur greint frá þá snýst
starfsemi Arðvis í stuttu máli um
að þróa forrit á internetinu, Corpus
Vitalis, sem á að gera fólki kleift
að fjárfesta í vörum og þjónustu á
netinu og án þess að versla
beint við aðra en
Arðvis. Hug-
myndin
átti þá
að
vera
sú
að Arðvis hafi komið sér upp samn-
ingum við birgja sem geri notend-
um forritsins kleift að fá vörurnar á
hagstæðu verði. Mikill arður átti að
verða til í þessum viðskiptum sem á
að renna til hluthafa í Arðvis sem og
fátækra í heiminum. Í viðtali við DV í
lok árs 2010 sagði Bjarni Þór að Arð-
vis gengi fyrst og fremst
út á að hjálpa fólki.
„Þetta geng-
ur mest út
á að hjálpa
fólki. Þetta
er sett upp
þannig
að það
eru
rík-
ir sem
eiga
eitthvert
lausafé sem fjármagna þetta, af því
að við fengum ekki fyrirgreiðslu í
bankakerfinu. Fjárfestarnir geta
sjálfir haft eitthvað upp úr þessu en
þeir eru fyrst og fremst að fjármagna
hjálparstarf, deila peningum til
fólksins sem þarf aðstoð [...] Þetta er
áhættufjárfesting en við teljum þetta
vera það mikilvægt að við
erum reiðubúnir að
leggja þetta á okk-
ur.“ Þeir sem fjár-
festu í Arðvis fengu
hins vegar ekki
arð af fjárfestingu
sinni og sáu ekki
peningana sína
aftur. Einn þeirra
var Ólafur Stefáns-
son handboltamaður,
sem setti um tíu millj-
ónir króna í verkefnið.
Ólafur sagði hins vegar að
hann teldi litlar líkur á að
Arðvis myndi ganga upp en
að hann hefði litlar áhyggjur af
því. „Það eru 99 prósent líkur
á að þetta sé rugl,“ sagði
Ólafur. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Félagið á ákveðna
afurð sem það er
að vinna við
Setti peninga í Arðvis Ólafur Stefánsson handboltakappi setti peninga í Arðvis, ásamt
meira en 100 öðrum Íslendingum. Hann sagði þó 99 prósent líkur á að starfsemin væri rugl.
Mynd SIgtryggur ArI
Arðvis enn starfandi
Lögmaður Arðvis, og Bjarna Þórs
Júlíussonar, segir að fyrirtækið sé
enn þá starfandi. Bjarni Þór var
ákærður fyrir fjárdrátt í lok maí.
Hrottaleg árás á barnsmóður
29 ára gamall maður ákærður fyrir stórfellda árás
R
íkissaksóknari hefur gefið út
ákæru á hendur 29 ára göml-
um manni fyrir sérstaklega
hættulega, stórfellda líkams-
árás, en honum er gefið að sök að
hafa ráðist hrottalega á barnsmóður
sína og fyrrverandi sambýliskonu.
Konan er 38 ára og varð fyrir árás á
bílastæði norðan við Perluna að-
faranótt þriðjudagsins 7. maí í fyrra.
Hún sat í farþegasæti á gráum
Volkswagen Passat þegar veist var
að henni, en manninum er gefið að
sök að hafa, að því er í ákæru seg-
ir, „brotið framrúðu bifreiðarinnar
farþegamegin og slegið [konuna] ít-
rekað í andlitið“. Í kjölfarið er hann
sakaður um að hafa opnað dyrnar
bílstjóramegin, dregið konuna úr
bílnum og ýtt henni upp að honum,
þar sem hann sló hana ítrekað í and-
lit og höfuð.
Lét hann ekki þar við sitja sam-
kvæmt ákæru, heldur hrinti henni í
jörðina og sparkaði „ítrekað í höfuð
hennar og líkama“ þar sem hún lá í
jörðinni.
Alvarlegir áverkar
Áverkar konunnar voru miklir eftir
árásina. Hún hlaut mar og blæðingu
við hvirfil og aftan á hnakka, sprung-
ur á efri og neðri vör, bólgur og
eymsli yfir nefi, eymsli undir vinstri
kinnboga og yfir hægri kjálkalið. Þá
var hún með punktblæðingar á baki,
mar við vinstra herðablað, á hægri
síðu og framan á vinstri sköflungi, og
eymsli yfir vinstri ökkla og á hægra
læri.
Allt að sextán ára fangelsi er við
brotum af þessu tagi. Konan gerir
einnig einkaréttarkröfu í málinu og
krefst þess að maðurinn greiði sér
800 þúsund krónur í miskabætur. n
Stórfelld árás Árásin átti
sér stað á bílastæði norðan
við Perluna. Mynd SIgtryggur ArI
Ræningjar
á vespu
Um miðnætti í nótt var kona
rænd veski sínu af pari sem ók á
vespu framhjá henni. Greip ann-
að þeirra í veskið og hélt kon-
an fast í það sem olli því að hún
dróst eftir gangstéttinni í nokkra
stund. Í kjölfarið sleppti hún tak-
inu.
Gerendur hafa ekki verið
fundnir og konunni var ekið á
slysadeild til aðhlynningar, sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Féll milli skips
og bryggju
Neyðarlínunni barst tilkynning
á fimmtudag vegna manns sem
hafði fallið milli skips og bryggju
í Reykjavíkurhöfn. Að sögn vitnis
sem ræddi við DV ætlaði maður-
inn, sem var ölvaður, að fara um
borð í skip þegar hann hrasaði í
þrepi neðst í landganginum, með
þeim afleiðingum að hann féll
í sjóinn. Fallið var töluvert þar
sem fjara var þegar atvikið átti sér
stað. Að sögn vitnisins var mað-
urinn með gat á höfði og sár á
handlegg. Manninum var bjarg-
að mjög fljótlega eftir fallið og var
hann fluttur í sjúkrabíl á slysa-
deild. Þær upplýsingar fengust
hjá slökkviliðinu á höfuðborgar-
svæðinu að maðurinn hefði ekki
slasast alvarlega „en væri eitt-
hvað lemstraður“.
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5