Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 27.–30. júní 201410 Fréttir Bóndi ákærður vegna lamba á hans eign n Lögreglan fann lömbin á landareigninni n Þjófnaði ekki lýst í kæru F rístundabóndi frá Akra- nesi var ákærður síðasta haust fyrir stuld á lamb- hrút og tveimur lömbum frá tveimur bændum í ná- grenninu. Ákæran sem mannin- um barst er undarlega orðuð, því ekki er tilgreint nákvæmlega með hvaða hætti maðurinn á að hafa stolið kindunum eða nákvæmlega hvenær. Kindurnar fundust í beit- arhólfi sem maðurinn hefur til um- ráða fyrir utan Akranes, en í báð- um tilvikum fundu lögregluþjónar kindurnar eftir ábendingar sem þeim bárust. Í kærunni er því hins vegar ekkert lýst hvernig verknað- urinn á að hafa verið framinn. Svo virðist sem lögreglan áætli að þar sem kindurnar fundust á landareign mannsins þá hafi hann stolið þeim. Samkvæmt heimildum DV þvertók maðurinn fyrir að hann hefði stolið lömbunum við skýr- slutöku hjá lögreglunni og sagði greinilegt að einhver væri að koma á hann sök. Deildu um lömb Ástæðu þess má rekja til deilna um fé sem frístundabóndinn hafði feng- ið að koma fyrir hjá öðrum bóndan- um sem hann er nú ákærður fyrir að hafa stolið frá, samkvæmt heim- ildum DV. Sá síðarnefndi hafði boð- ist til að vista féð og bauð frístunda- bóndinn honum hluta sláturverðs en bað sérstaklega um að lömb þeirra áa sem voru í eigu barna hans og ættingja yrðu ekki lögð inn. Bóndinn ákvað hins vegar að marka lömb frístundabóndans með sínu marki og lagði þau nánast öll inn á sínu nafni. Umræða um þetta spratt upp meðal sveitunga mannanna og var bóndinn orðaður við sauða- þjófnað. Frístundabóndinn stend- ur í þeirri trú að nú ætli bóndinn að hefna sín með því að varpa sökinni á hann. Meintum þjófnaði ekki lýst í kæru Sem fyrr segir er ákæran nokk- uð óskýr hvað sakargiftir mannsins varðar. Hann er sakaður um þjófn- að, en ekki er sagt hvernig hann á að hafa staðið að því. Annars vegar segir að hann hafi stolið einni sauð- kind um sumar eða haust árið 2011 en lögreglan fann hrútinn á landar- eign hans í nóvember sama ár. Engin nákvæmari dagsetning er gefin upp. Hafði þá eldra fjármark manns- ins verið sett í eyra lambsins. Sam- kvæmt heimildum DV heldur mað- urinn því fram að plastmerkið hafi verið fengið af lambi sem hafi fund- ist dautt í skurði, en hann bað þann sem fann lambið að festa merkið á girðingu á hans eign. Hann hafi svo aldrei fundið merkið, því einhver hafi tekið það og notað síðan til að láta líta út fyrir að hann hefði stolið lambinu. Misdró lamb inn á tún Hins vegar er maðurinn kærður fyr- ir að hafa stolið tveimur sauðkind- um frá bóndanum, sem var orðaður við sauðaþjófnað líkt og greint er frá fyrr í fréttinni. Það á að hafa gerst um sumar eða haust árið 2012 en lög- reglan fann kindurnar á landareign mannsins í september sama ár. Sam- kvæmt heimildum DV útskýrir mað- urinn þetta með þeim hætti að hann hafi misdregið lamb inn á tún hjá sér. Þegar það hafi uppgötvast hafi hann ætlað að hafa samband við bóndann sem hann náði þó aldrei í. Um hitt lambið vissi maðurinn ekkert hvern- ig það komst á landareign hans, en það er ekki útskýrt heldur í kærunni. Önnur undarlega kæran Málið er ekki hvað síst forvitni- legt fyrir þær sakir að nýlega var greint frá öðru dómsmáli sem kem- ur til vegna ákæru frá sýslumann- inum í Borgarnesi, Stefáni Skarp- héðinssyni. Nýlega greindi DV frá ákæru embættisins á hendur Sverri Þór Einarssyni, sem setti upp skilti á landareign sinni sem á stóð „No trespassing“. Á skiltinu kom einnig fram að óboðnir gestir yrðu skotn- ir. Sverrir sagði þetta grín og skiltið saklaust, en hann var engu að síð- ur ákærður fyrir hótanir og að valda þeim sem myndi sjá skiltið ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Lambaeyru Ljósrit af eyrum lambsins sem markið var sett í er meðal þess sem lögreglan leggur fram sem gögn í málinu. Kindur Lögreglan fann lömbin á landareign frístundabóndans og ákærir hann fyrir þjófnað, án þess að lýsa því hvernig hann á að hafa stolið þeim. MynD SigtRygguR ARi Sjaldan jafn bjartsýnir Væntingavísitala Gallup ekki verið hærri síðan í febrúar 2008 Í slendingar hafa ekki verið jafn bjartsýnir síðan fyrir hrun ef marka má væntingavísitölu Gallup fyrir júnímánuð sem birt var á dögun- um. Vísitalan hækkaði um rúm 18 stig milli maí og júní og mælist nú 101,8 stig. Þegar vísitalan er yfir 100 stig- um eru fleiri neytendur bjartsýnir en svartsýnir. Fjallað er um málið á vef Grein- ingar Íslandsbanka en þar segir að þetta sé hæsta gildi væntingavísi- tölunnar síðan í febrúar 2008. Í vísi- tölunni er tekið tillit til þátta eins og væntinga neytenda til efnahags- og atvinnuástands þjóðarinnar. Í frétt á vef Greiningar kemur fram að allar undirvísitölur hækki í júní frá fyrri mánuði. Mest hækkar mat neytenda á efnahagslífinu, eða um 33 stig, en sú vísitala mælist nú 96,8 stig sem er hæsta gildi þeirrar vísi- tölu frá því í janúar 2008. Næstmest hækkar undirvísitalan sem mælir mat neytenda á núverandi ástandi, eða 26 stig, og mælist sú vísitala nú 65,6 stig sem er hæsta gildi henn- ar frá því í september 2008. Mat á at- vinnuástandinu hækkar einnig tölu- vert, um 18 stig, sem og væntingar til aðstæðna eftir 6 mánuði, um 13 stig. Mælist fyrrnefnda vísitalan 103,9 stig og sú síðarnefnda 126,0 stig. Þá birtir Capacent Gallup einnig samhliða væntingavísitölunni niður- stöður úr ársfjórðungslegum mæling- um sínum á fyrirhuguðum stórkaup- um neytenda. Hækkar vísitalan fyrir fyrirhuguð stórkaup lítillega á milli mælinga, eða um eitt stig, og mælist nú 59,1 stig. Um er að ræða hæsta gildi hennar frá því í september 2008. Þetta þýðir að íslenskir neytendur eru líklegri til þess að ráðast í stórkaup nú en þeir hafa verið frá hruni, en stór- kaupavísitalan mælir hversu líklegir neytendur eru til þess að festa kaup á húsnæði eða bifreið á næstu sex mánuðum, eða ferðast til útlanda á næstu tólf mánuðum. n Bjartsýni eykst Landinn er bjartsýnni en oft áður ef marka má væntingavísitölu Gallup. Lamdi konu og hús Stuttu eftir miðnætti, aðfaranótt fimmtudags, var lögreglunni til- kynnt um líkamsárás sem varð við Hverfisgötu. Þar veittist mað- ur í mjög annarlegu ástandi að ungri konu. Maðurinn lamdi í hús við Hverfisgötu að utan. Er konan, sem er íbúi í húsinu, fór til dyra sagðist maðurinn vera að leita að einhverjum sem hafi búið í hús- inu. Er honum var tjáð að við- komandi búi ekki þar brást hann ókvæða við og réðst að henni. Í kjölfarið hljóp hann í burtu. Maðurinn var handtekinn skammt frá og vistaður í fanga- geymslu á meðan ástand hans lagast. Maðurinn var einnig með ætluð fíkniefni í vasanum. Endurráðinn bæjarstjóri Ný bæjarstjórn tók við stjórnar- taumunum í Grindavík hinn 19. júní síðastliðinn en á fyrsta fund- inum var ákveðið að endurráða Róbert Ragnarsson sem bæj- arstjóra Grindavíkur. Róbert er því annar faglegi bæjarstjórinn sem ráðinn er í sveitarfélagi á Suðurnesjum á þessu nýja kjör- tímabili. Ráðningarsamning- ur við Róbert var lagður fram til staðfestingar og hann samþykkt- ur af öllum bæjarfulltrúum. Þetta er annað kjörtímabilið sem Ró- bert verður bæjarstjóri í Grinda- vík en þar áður gegndi hann sömu stöðu í Vogum á Vatns- leysuströnd. Á sama bæjarstjórn- arfundi var kosið í ráð og nefndir auk þess sem bæjarstjórn skipti með sér verkum. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Flísasagir og -skerar Drive LG3-70A 1800W flísasög 86x57cm borð kr. 139.900 Drive LG4-570A 800W flísasög 79x39cm borð kr. 39.900 Drive DIY 430mm flísaskeri kr. 3.990 Drive DIY 500mm flísaskeri kr. 8.990 Drive Pro 600mm flísaskeri í tösku kr. 21.990 Drive Pro 600mm flísaskeri kr. 14.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.