Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 16
Helgarblað 27.–30. júní 201416 Fréttir
S
igurður setti mig í andlegt
fangelsi. Hann tók upp mynd-
band af mér, fullt af nekt-
armyndum. Ég er búinn að
kæra hann og hann verður
dæmdur fyrir það ásamt fleiri glæp-
um. Líka bara fyrir andlegt ofbeldi og
hótanir í garð fjölskyldu minnar,“ seg-
ir ungur karlmaður í samtali við DV.
Hann hefur kært Sigurð
Aron Snorra Gunnarsson fyrir
ærumeiðingu ásamt öðru en hann
segir að Sigurður hafi sent skjáskot
af samförum þeirra tveggja á núver-
andi kærustu karlmannsins. Sigurður
situr inni í fangelsinu á Akureyri fyr-
ir ýmsa glæpi en Hæstiréttur staðfesti
á dögunum átján mánaða fangelsis-
dóm á hendur honum fyrir að hafa
tælt ungling til kynmaka með gjöfum,
fjárstuðningi og loforðum um pen-
inga.
Samkvæmt lögmanni manns-
ins er Sigurður til rannsóknar vegna
misneytingar og hótana gagnvart
karlmanninum og virðist málið að
mörgu leyti keimlíkt því sem hann
var dæmdur fyrir í Hæstarétti. Búið er
að skipa karlmanninum réttargæslu-
mann, Guðrúnu Sesselju Arnar-
dóttur, og segir hún í samtali við DV
að málið sé enn í rannsókn. Hún var
þó ekki reiðubúin til að skýra málið
enn frekar.
Sendi skjáskotið í reiðikasti
Í samtali við DV segir Sigurður að
karlmaðurinn hafi verið kærasti sinn
og hann hafi sent skjáskot af kynlífs-
myndbandi ásamt ástarbréfum frá
karlmanninum til foreldra núverandi
kærustu karlmannsins í reiðikasti.
Sigurður segir sömuleiðis að hann
hafi kært Baldur Frey Einarsson,
einn helsta leiðtoga trúarsafnaðarins
United Reykjavík, fyrir hótanir í sinn
garð vegna málsins. Karlmaðurinn
segir að Baldur Freyr hafi ekkert gert
nema styðja við bakið á sér og hjálpa
sér að verða edrú.
Sigurður heldur því jafnframt
fram að karlmaðurinn hafi verið „af-
hommaður“ af meðlimum United
Reykjavík. Ólafur Haukur Ólafsson,
stofnandi United Reykjavík og for-
stöðumaður Draumasetursins , segir
í samtali við DV að það sé fjarri lagi að
„afhommun“ eigi sér stað í Drauma-
setrinu. „Það eru allir velkomnir til
okkar,“ segir Ólafur.
„Hann býr í sínum eigin heimi“
Ungi karlmaðurinn segir í samtali við
DV að því fari víðs fjarri að hann hafi
verið kærasti Sigurðar. „Nei, hann var
langt frá því að vera kærasti minn. Það
er bara það sem hann heldur. Hann er
bara búinn að ímynda sér það í eigin
haus. Hann býr í sínum eigin heimi.
Ég er ekki samkynhneigður og hef
aldrei verið samkynhneigður,“ segir
maðurinn.
Að hans sögn hafa samskipti þeirra
tveggja verið skelfileg fyrir sig og fjarri
lagi eðlileg. „Mín samskipti af honum
í gegnum tíðina hafa verið ömurleg.
Hann reyndi að einangra mig frá öllu
lífinu mínu. Hann hótaði öllum ætt-
leggnum mínum. Hann hótaði meira
að segja fjölskyldum vina minna.
Hann er raunveruleikaskertur. Hann
á bara að sitja inni í fangelsi,“ segir
hann.
Spurður um hver aðkoma Baldurs
Freys sé að málinu segir hann að
Baldur Freyr hafi hjálpað sér gíf-
urlega. „Eina sem Baldur Freyr hefur
gert er að hjálpa mér að koma til trúar
og losa mig við svona ógeðsfólk eins
og hann Sigurð.“
„Andlegt fangelsi“
Karlmaðurinn segir að brot Sigurðar
gegn sér séu margþætt. „Hann braut
á mér, margfalt. Ég er að kæra hann
fyrir brot á friðhelgi, hótanir og áreiti.
Það á eftir að koma í ljós hvað hann
verður kærður fyrir meira. Það er enn
þá í rannsókn.
Hann hótaði því að taka fjöl-
skylduna mína. Hann hótaði því alltaf
að senda menn á systur mína. Hann
sendi menn til vina minna og foreldra
vina minna. Þetta var bara geðbilun,“
segir karlmaðurinn.
Hann segist ekki vita hvaða menn
þetta voru en telur að Sigurður hafi
greitt þeim fyrir heimsóknirnar.
Nektarmyndirnar á netinu
Hann segir að tilgangur Sigurðar með
því að senda nektarmyndirnar hafi
verið til að reyna að stía honum og
kærustu hans í sundur. „Ég kom bara
hreint fram við kærustuna mína og
sagði henni hvernig þetta er búið að
vera,“ segir maðurinn.
Hann segir að auk þessa hafi Sig-
urður sett skjáskot af myndbandinu á
netið. „Það er búið að vera mjög erfitt
síðan þessar myndir fóru á netið,
hatrið frá fólki sem kom að mér út
af þessu. Það er bara rosalegt. Þessi
mynd er bara komin út um allt net.
Löggan er með þetta allt,“ segir karl-
maðurinn.
Segir Baldur hafa hótað sér
Á sama tíma og Sigurður hefur ver-
ið kærður fyrir ýmis brot hefur hann
kært Baldur Frey til lögreglu fyrir hót-
anir í sinn garð. DV hefur undir hönd-
um Facebook-samskipti þeirra á milli
þar sem Sigurður telur að hótanir í
sinn garð komi fram.
„Ef þú sendir mér eða [karlmann-
inum innsk. blm.] eitthvað meira þá
mun ég bregðast enn frekar við [...]
Haltu þig í fjarlægð. Ef þú reynir að
fá einhverja til að gera eitthvað við
einhvern þá mun ég bregðast enn þá
harðar við,“ skrifar Baldur Freyr.
Þetta segist Sigurður skilja sem
hótun.
Outlaws-meðlimur kominn í málið
Áður en leið á löngu var Kristján Hall-
dór Jensson, margdæmdur ofbeldis-
maður og meðlimur í Outlaws, kom-
inn í málið. Í samskiptum Sigurðar
og Baldurs segir hinn síðarnefndi að
Elvis verði milligöngumaður, en þar
á hann við Kristján. Kristján tók þátt
í líkamsárás árið 2007 þar sem fingur
var klipptur af fórnarlambinu. Hann
var seinast dæmdur árið 2012 vegna
skotárásarinnar í Bryggjuhverfi.
„Ég hef þurft að standa í ströggli
svo þú verðir ekki jarðsettur,“ skrif-
aði Kristján hins vegar Sigurði á Face-
book vegna málsins. Í upphafi sam-
skipta þeirra á milli telur Kristján að
Sigurður hafi haft í hótunum við Bald-
ur. Sigurður biður Kristján að skoða
málið betur og virðist niðurstaða vera
sú að Kristján ætli að gera það.
Hótaði að kæra til lögreglu
Karlmaðurinn segir að þessi meinta
hótun Baldurs Freys hafi eingöngu
snúist um að Sigurður yrði kærður
til lögreglu ef hann hætti ekki að of-
sækja sig. „Baldur Freyr hjálpaði mér
að opna augun og þá sá ég hvað ég var
búinn að láta gera mér sjálfum, hvað
ég var búinn að láta bjóða mér upp á.
Hann var ekkert að hóta Sigurði
neitt. Hann hótaði því að ef hann
hætti þessu ekki yrði kært. Ég ætlaði
ekkert að kæra en ég fann bara hvern-
ig ég þurfti að gera það til að fá mitt
uppgjör gagnvart lífinu,“ segir karl-
maðurinn.
Hræddur um öryggi sitt
Í samtali við DV tekur Baldur Freyr í
sama streng og karlmaðurinn. Eina
hótunin sem felst í þessum orðum sé
að Sigurður verði sóttur til saka. „Ég
er búinn að tala við lögregluna út af
þessu. Þetta fellur náttúrlega um sig
sjálft. Meinta hótunin snýst náttúr-
lega bara um það að [karlmaðurinn]
leiti réttar síns ef hann láti hann ekki
í friði,“ segir Baldur Freyr. Hann segir
að karlmaðurinn hafi leitað til sín þar
sem hann hafi verið hræddur um ör-
yggi sitt og þannig hafi samskipti sín
við Sigurð hafist.
Kæran kúgunaraðferð
Baldur Freyr segist ekki hafa feng-
ið frið frá Sigurði frá því hann ræddi
við hann fyrst. „Núna er hann bara að
reyna að draga mig inn í þetta. Hann
segir við mig að hann dragi kæruna
á mig ekki til baka nema [karlmað-
urinn] dragi til baka kæruna á hann.
Það eru skilaboðin sem ég fékk. Þetta
er bara kúgunaraðferð sem hann er
að reyna að nota á mig.
Ég ætla nú ekki að taka þátt í
þessu, ég svara honum ekki lengur.
Ég er búinn að tala fjórum sinnum við
fangelsismálastofnun út af þessu. Það
var aldrei hægt að stoppa þetta, sem
mér finnst skrítið,“ segir Baldur Freyr.
Hann segir auk þess skrítið að Sigurð-
ur geti sent hótanir í tölvupósti innan
úr fangelsi.
Hótaði að senda Outlaws
Hvað varðar innkomu Kristjáns Hall-
dórs að málinu segir Baldur Freyr það
hafa snúist um að Sigurður hafi hót-
að að senda Outlaws á karlmanninn.
Því hafi Baldur Freyr hringt í Kristján,
sem hann þekkir frá fornu fari, og
spurt hvort það væri fótur fyrir því.
„Ég spurði Elvis bara hvort það væri
rétt að þeir ætluðu að fara að hjálpa
Sigurði að níðast á honum. Hann
sagði að það væri bara tóm vitleysa.
Hann notar þetta til að níðast á fólki,
að byggja upp einhvern ótta sem er
ekki fótur fyrir,“ segir Baldur Freyr. n
n Rannsakaður vegna misneytinga og hótana n Hótaði að senda Outlaws út af örkinni
Sendi
myndir
„Þessi
mynd er
bara komin út
um allt net
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is „Ég ætlaði ekk-
ert að kæra en ég
fann bara hvernig ég þurfti
að gera það til að fá mitt
uppgjör gagnvart lífinu.
af nöktu
Fangi Hæsti-
réttur staðfesti
nýverið dóm yfir
Sigurði Aroni Snorra
Gunnarssyni en hann var
dæmdur í átján mánaða
fangelsi fyrir að hafa tælt
ungling til kynmaka.
fórnarlambi