Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 19
Fréttir 19Helgarblað 27.–30. júní 2014 Gerir allt eins oG Jesús Kristur n Kleópatra tók yfir rekstur Gunnars Majones n Systurnar segja hana hafa bjargað sér n Á hóp fylgjenda sem líkja henni við sjálfan Jesú Krist n „Allt í tengslum við þetta er mjög skrítið“ getur vel verið að hún sé voðalega góð manneskja en forstjóri er hún ekki,“ sagði þáverandi starfsmaður Gunnars Majones árið 2009. Of margir á launaskrá Áður en Kleópatra tók við fram- kvæmdastjórastöðunni hafði Fannar, að sögn Helenar, fett fingur út í það að þær systur væru með of marga fjölskyldumeðlimi á launa- skrá. „[...]það voru t.d. eldgamlar kalkaðar kerlingar á níræðisaldri, sem voru ættingjar, sem gátu ekki lengur starfað og Fannar vildi losna við þær en ég mátti ekki heyra það nefnt, og það þurfti að ráða konu til að passa þær,“ segir Helen en seg- ir bæði Kleópötru og Fannar hafa viljað draga úr þessum störfum. Í bréfi sem virðist vera frá Nancy komið, og sent var til DV, segir að þær systur hafi lifað hátt innan fyrirtækisins. „Sannleikurinn er reyndar sá að við systurnar vorum með 2 milljónir í laun á mánuði hvor um sig, 4 milljónir á mánuði til samans, og það fyrir mörgum árum síðan. Síðan vorum við með 1,5 milljón í alls konar hlunnindi, fyrir okkur báðar tvær,“ segir hún í bréfinu. Kleópatra mun hafa reynt að fá þær systur til að draga úr fjár- austrinum. „En við létum ekki segjast, komnar í fjárhagskreppu, búnar að hafa svona mikil laun í mörg ár, þá er lífsstílinn orðinn þannig og ekki auðvelt að breyta. Lífsstílinn okkar var dýr. Það er skömm frá að segja að Kleópatra réði ekkert við okkur systurnar, báðar með prókúru og gátum báðar farið á bakvið hana,“ segir hún og tekur undir með systur sinni varðandi það að of mörg störf hafi verið gerð fyrir ættingja þeirra. „Það má hann Fannar Ólafsson líka eiga að hann sá þetta og reyndi að grípa í taumana, en það réði enginn við mig,“ segir hún. Vilja sjá fyrirtækið blómstra Nancy segir að þær systur vilji sjá hag Gunnars Majones sem mest- an. „Kleópatra er hógvær og lítil- lát og reyndi að benda okkur á þetta en tókst ekki fyrr en núna ný- lega. Hana langar til að halda nafni Gunnars á lofti, við systurnar erum mjög ánægðar með það og vonum að það gangi mjög vel. Við viljum sjá Gunnars blómstra sem nýtt fyr- irtæki,“ segir hún. Tala sér tungumál Mikið hefur verið rætt um umsvif Kleópötru. Hún hefur verið sögð stýra hópi þar sem hún sjálf er and- legur leiðtogi, sem kallar sig Aþenu Mjöll. Sjálf segir hún að í kring- um sig sé hópur sem sé samansafn vina hennar – sem hún kallar fjöl- skylduna sína. Meðlimum gefur hún ný nöfn en í viðtali við Frétta- tímann árið 2010 sagðist Kleópatra gera það aðeins vegna þess að hún væri svo mikill húmoristi. Helen segir Kleópötru hafa þar að auki búið til sérstakt tungumál fyrir hópinn. „Kleópatra bjó til sérstakt tungumál, sem hennar vinir tala, það er svo fyndið að maður veltist um af hlátri,“ segir hún. „Það er einhvers konar dýrkun í gangi,“ segir aðili sem þekkir afar vel til Kleópötru. „Þær náttúrlega bara tilbáðu hana og það var eins og þetta væri gáfaðasta kona sem þær höfðu kynnst,“ segir hann um samskipti systranna við Kleópötru. Hann telur að í hópnum, eða fjöl- skyldunni, séu um það bil 15–20 einstaklingar. „Allt í tengslum við þetta er mjög skrítið,“ segir annar heimildarmaður DV. „Hún hefur bara mjög sterk áhrif á fólk, alveg ótrúleg, og virðist geta sannfært það um hvað sem er og að snúast sér á sveif.“ Fylgismenn hennar Árið 2009 greindi Guðrún Sigur- björnsdóttir frá því að vissulega væri stór hópur aðdáenda í kringum Kleópötru. „Það er alveg á hreinu að við erum fylgismenn hennar,“ sagði hún. „Við höfum áhuga á hennar boðskap. Við erum stór áhugahóp- ur um Kleópötru en við þekkjum hana ekki neitt. Við höfum öll les- ið bókina hennar og hún er mjög athyglisverð. Öll erum við sammála hennar boðskap og bókin henn- ar er rosalega góð. Við ræðum bók- ina hennar gjarnan yfir kaffibolla og dáumst að boðskapnum. Stundum lesum við upp úr bókinni því okkur finnst Kleópatra æðisleg. Kleópatra er mjög hreinskilin og opinská, það hlýtur að vera að hún búi yfir rosamiklum andlegum hæfileik- um. Kleópatra er mjög áhugaverð manneskja sem hefur frá mörgu áhugaverðu að segja.“ Annar sam- ferðamaður Kleópötru sagði að hópurinn skilgreindi sig sem bræð- ur og systur sem mætti reglulega á „fjölskyldufundi“. Þáverandi með- limir hópsins sögðu hana veita þeim innblástur, hlýju og góð ráð. Til hennar væri gott að leita sem andlegs leiðtoga. Sjálf hefur Kleópatra sagt að um sig gangi svæsnar gróusögur sem eigi við lítil rök að styðjast. Þær séu sprottnar upp hjá óvildarfólki sínu en hún hefur verið gagnrýnin á þá sem glíma við ofvirkni, alkóhól- isma og andleg veikindi. „Mér finnst furðulegt að ég megi ekki segja sannleikann um alkóhólisma og andlega veikt fólk,“ sagði Kleópatra í viðtali við DV árið 2009. „Mér er svo nákvæmlega sama um umræðuna um mig. Þjóðarsálin er svo sjúk. Óvildarmenn mínir vilja greinilega hefna sín á mér og það fólk er and- lega veikt. Ég er ekki svo hégóm- leg og vitlaus að hafa áhyggjur af því sem aðrir segja og hvað öðrum finnst um mig. Mér er svo nákvæm- lega, nákvæmlega sama. Sem betur fer er til rosalega gott fólk í kringum mig og ég er sem betur fer mjög rík af vinum sem ég kalla fjölskylduna mína. Ég á fullt, fullt af vinum,“ sagði Kleópatra í DV 2009. Reynst þeim vel Þær systur, Nancy og Helen, fara fögrum orðum um Kleópötru og lýsa henni af mikilli hlýju. Ljóst er að í þeirra augum er hún stórmenni. Helen er hörð á því að Kleópatra hafi reynst þeim systrum afar vel. „Ég var haldin brjálæðislegri ferðafíkn, fór til 40 landa á 3 árum og þetta kost- aði sko peninga, fór á dýrustu ferða- mannastaðina og skemmtiferða- skip í Karabíska-hafinu, [sic] og fór á dýrustu veitingastaði sem til eru og drakk dýrasta kampavínið. Ég lifði ógeðslegu lífi og verst var það hvað það bitnaði á Kleópötru, því við báðum hana alltaf að halda hlíf- skyldi [sic] yfir okkur,“ segir hún. n „Kleó vill helst vera ósýnileg, og helst alltaf vera uppi í sveit í kyrrð og ró. „Mér er svo ná- kvæmlega sama um umræðuna um mig. Vinir Kleópatra og Gunnar Dal heitinn voru góðir vinir. Framhald á næstu síðu  Til sölu verkstæðisbíll fullinnréttaður sem verkfæra- og lagerbíll á vinnusvæði, er með þjófavarnarkerfi, 6,5 l dísil. Ekinn 20 þ. km, sjálfskiptur, allur úr áli, uppl. í símum 896 5511 og 892 1116. Til sölu Honda ValKyrie Rune, ekið 3 þ. km, eitt af concept-hjólum Honda, algjört safnaraeintak. Hlaðið aukahlutum. Uppl. í síma 892 1116 og 892 5005.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.