Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 20
Helgarblað 27.–30. júní 201420 Fréttir Afsalaði sér jörð til fyrirtækis Kleópötru n Staða Gunnars Majoness var traust en fyrirtækið er nú gjaldþrota n „Búið að rústa félagið“ H elen Gunnarsdóttir Jónsson, einn af erfingjum Gunnars Majoness í Hafnar firði, af­ salaði sér í byrjun júní jörð og húsi á Snæfjallaströnd á norðanverðum Vestfjörðum til nýs móðurfélags majonessfyrirtækisins, Gunnars ehf., en fyrrverandi móður­ félag majoness framleiðandans hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í afsalinu vegna viðskipt­ anna sem dagsett er 2. júní 2014. Eig­ andi Gunnars ehf. er Kleópatra Krist­ björg Stefánsdóttir, vinkona Helenar, sem áður var stjórnarformaður og forstjóri Gunnars en er nú orðinn eini eigandi fyrirtækisins. Í afsalinu segir ekkert um kaup­ verð eignanna á Snæfjallaströnd en um er að ræða jörðina Sandeyri þar sem meðal annars stendur tæp­ lega 115 fermetra eyðibýli, byggt árið 1929, sem nú er í niðurníðslu. Sandeyri er einna þekktust í Ís­ landssögunni vegna Spánarvíganna svokölluðu árið 1615 en þá réðst Ari Magnússon, sýslumaður í Ögri, að hvalveiðimönnum frá Baskalandi, sem komið höfðu til Íslands til veiða, og myrti þá þar sem þeir voru við hvalskurð. Sandeyri hefur verið eyði­ jörð frá miðri síðustu öld en Gunn­ ar Jónsson, stofnandi Gunnars Majo­ ness, hafði keypt jörðina árið 1984. Til stóð að gera upp húsið DV hefur heimildir fyrir því að Helen hafi ætlað sér að gera upp húsið á Sandeyri fyrir nokkrum árum. Af því varð hins vegar ekki og hefur hún ekki nýtt jörðina með neinum hætti. „Þetta hús er alveg ónýtt, algjörlega ónýtt. Hugsanlega væri hægt að nota útveggina ef maður vildi gera þetta upp,“ segir einn af heimildarmönn­ um DV um húsið á Sandeyri. Ekki felast því mikil verðmæti í húsinu sjálfu en jörðin er á mjög fallegum stað utarlega á Snæfjalla­ ströndinni þar sem beygt er upp á Snæfjallaheiðina til að ganga yfir til Grunnavíkur. Hægt væri að reisa sumarhús á þessum fallega en napur lega stað en fá heilsárshús er að finna svo norðarlega á Vest­ fjörðunum enda lagðist byggð af á flestum stöðum um og eftir síðustu aldamót. Góð staða við fráfall Gunnars Þegar Gunnar Jónsson féll frá árið 1998 var staða Gunnars Majoness afar góð. Það var stofnað árið 1960 og hafði Gunnar rekið það alla tíð. Fyrir­ tækið átti mikið af peningum í lausa­ fé og sömuleiðis jarðir og fasteignir, segir einn heimildarmaður DV. „Fyr­ irtækið stóð frábærlega þegar karl­ inn dó. Það átti tugi ef ekki hundruð milljóna inni á bankareikningi, fast­ eignir og jarðir úti um allar grund­ ir. Þetta er í grunninn æðislegt fyrir­ tæki.“ Ein af eignunum sem Gunnar átti þá persónulega var jörðin Sand­ eyri á Snæfjallaströnd. Eftir að Gunnar féll frá byrjaði hins vegar að harðna á dalnum og reksturinn var ekki eins góður. Eftir­ lifandi eiginkona hans, Sigríður Regína Waage, og dætur hans, Helen Gunnarsdóttir Jónsson og Nancy Ragnheiður Jónsson, urðu hluthafar félagsins í kjölfarið og höfðu boð­ vald yfir því. Í lok árs 2011 átti Sig­ ríður Regína 32 prósent í fyrirtæk­ inu, Nancy átti 40 prósent og Helen 28 prósent. Þá námu eignir félagsins tæplega 113 milljónum króna en eig­ infjárstaðan – eignir mínus skuldir – var neikvæð um tæplega 52 milljón­ ir króna. Staða félagsins leit því ekki sérstaklega vel út þá en félagið hafði þó skilað hagnaði upp á tæpar 11 milljónir króna það ár. „Búið að rústa félagið“ Í viðtali við DV í ársbyrjun 2013, þar sem fjallað var um málefni Gunnars, sagði einn af heimildarmönnum DV. „Það er bara búið að rústa félagið. Það er ekkert flóknara en það.“ Í þeirri umfjöllun kom fram að þær Helen og Nancy væru með pró­ kúruumboð fyrir Gunnars Majones sem eigendur og stjórnarmenn. Kleópatra var hins vegar skráð fram­ kvæmdastjóri. Heimildir DV á þeim tíma hermdu að meðal þess sem gerst hefði í rekstri Gunnars árið 2011 væri að fyrirtækið hefði skuld­ að hluthöfunum háar fjárhæðir sem teknar voru út úr félaginu á árunum 2008 til 2011. Í ársreikningum félagsins sést að árið 2008 námu þessar skuldir tæp­ um 80 milljónum króna, tæplega 30 milljónum árið 2009 og nærri sex milljónum árið 2010. Árið 2011 voru skuldirnar komnar niður í núll og má því áætla af þessu að búið hafi verið að greiða þessar 80 milljóna króna skuldir niður á þessum fjórum árum. DV hefur ekki heimildir fyrir því hvernig Gunnars Majones stofnaði til þessara skulda við hluthafana. Nýr eigandi – ný kennitala Gunnars Majones er orðið gjald­ þrota, líkt og áður segir, og heitir í dag GM framleiðsla ehf. Sú kennitala er frá árinu 1969. Í staðinn er nýtt fé­ lag, áðurnefnt Gunnars ehf., tekið við rekstrinum með kennitölu frá því í ár. Það fyrirtæki er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur sem áður var stjórnarformaður og síðar forstjóri Gunnars Majoness áður en félagið varð gjaldþrota. Nýr forstjóri félagsins heitir Hugrún Sig­ urðardóttir. Í stjórn nýja félagsins situr enginn af fyrrverandi hluthöfum Gunnars Majoness heldur er Kleópatra Krist­ björg stjórnarformaður og aðrir stjórnarmenn eru Grétar Leifsson og Loftur Már Sigurðsson. Aðkoma Kleópötru að Gunnars Majonesi hef­ ur vakið nokkra athygli síðustu ár en hún kom inn í fyrirtækið í gegn­ um vináttu sína við þær systur og eigendur Gunnars, Nancy og Helen, og varð stjórnarformaður og síðar forstjóri fyrirtækisins. Meðal annars var hún á launaskrá sem stjórnarfor­ maður og síðar einnig sem forstjóri jafnvel þótt bein aðkoma hennar að rekstrinum væri takmörkuð. Nú er Kleópatra orðin eini eigandinn. Hvernig áttu eigendaskiptin sér stað? DV hefur ekki heimildir fyrir því hvernig eigendaskiptin á rekstrarfé­ lagi Gunnars Majoness áttu sér stað. Blaðið hefur gert árangurslausar til­ raunir til að ná í þær systur, Helen og Nancy, og eins móður þeirra, og Kleópötru til að fá upplýsingar um það. Ljóst má þó vera, út frá stöðu félagsins í árslok 2011, að skuld­ ir eru enn til staðar á gömlu kenni­ tölunni þar sem fyrirtækið hefur nú verið úrskurðað gjaldþrota. Að hversu miklu leyti nýja rekstr­ arfélagið, Gunnars ehf., yfirtekur hluta þessara skulda er ekki hægt að segja til um á þessari stundu þar sem félagið er nýstofnað og ársreikningur þess liggur ekki fyr­ ir auk þess sem DV hefur ekki náð tali af systrunum, móður þeirra eða Kleópötru. Hins vegar verður að segjast að það er nokkuð sérstakt að forstjóri fyrirtækis eignist það fyr­ ir gjaldþrot móðurfélags þess og að fyrri eigendur séu ekki í hluthafa­ hópi nýja móðurfélagsins né í stjórn þess. Fasteignir í öðru félagi Landsbankinn hefur í gegnum tíð­ ina verið helsti viðskiptabanki Gunnars. Afar ólíklegt verður að teljast að nýr eigandi hefði getað tekið við rekstri Gunnars Majoness án samþykkis Landsbankans. Landsbankinn á meðal annars veð í fasteignunum þar sem starf­ semi Gunnars fer fram, nánar til­ tekið húsnæðinu að Dalshrauni 7 í Hafnarfirði og einnig í skrifstofuhús­ næði í Borgartúni 28. Þessar eignir, sem eru tugmilljóna virði, eru hins vegar ekki hluti af eignasafni rekstr­ arfélags Gunnars Majoness, hvorki kennitölunni sem farin er í þrot né kennitölu félagsins sem tekið er við rekstrinum, heldur eru þær inni í fé­ laginu Sandeyri ehf. Athygli vekur að félagið ber sama nafn og jörðin á Snæfjallaströnd sem Helen afsal­ aði sér til nýja rekstrarfélags Gunn­ ar Majoness. Eigendur þessa fasteignafélags eru enn þá erfingjar Gunnars Jóns­ sonar, þær Sigríður Regína, Nancy og Helen. Eftirlifandi eiginkona Gunnars Jónssonar á hins vegar að­ eins tíu prósent í félaginu á móti 90 prósentum sem skiptast jafnt á milli þeirra systra. Rekstrarfélag Gunnars Majoness, sem er í eigu Kleópötru Kristbjargar, er því leigutaki hjá fasteignafélagi í eigu fyrrverandi eigenda félagsins. Systurnar hafa hins vegar eigenda­ vald til að skuldbinda Sandeyri ehf. og eftir atvikum selja eignir félags­ ins. Einbýlishús og sveitabær til Helenar Samkvæmt skjali sem DV hefur und­ ir höndum um eignastöðu Gunnars Jónssonar þegar hann féll frá, sem aðgengilegt er í gegnum vef Láns­ trausts þar sem um opinbert skjal frá Ríkisskattstjóra er að ræða, skildi hann eftir sig umtalsverðar eignir, líkt og áður segir. Í skjalinu, sem er frá sýslu­ manninum í Hafnarfirði og er leyfi til handa Sigríði Regínu til setu í óskiptu búi Gunnars Jónssonar, eru taldar upp eignir eins og tæplega 300 fermetra einbýlishús í Garðabæ, jörðin Sandeyri, íbúð á Njálsgötu 60 í Reykjavík og sveitabærinn Heiðar­ bær í Villingaholtshreppi í Árnes­ sýslu auk auðvitað hluta í Gunnars Majonesi. Allar þessar eignir eru nú bún­ ar að skipta um hendur: Helen er skráð fyrir einbýlishúsinu og sveita­ bænum í Árnessýslu og jörðin á Snæfjallaströnd og öll hlutabréf í rekstri Gunnars Majoness eru nú í eigu Kleópötru Kristbjargar, eft­ ir að hafa áður verið í eigu ættingja Gunnars. Hvernig stendur á þessum við­ skiptum fjölskyldunnar við Kleópötru Kristbjörgu er enn óljóst. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Dularfull eignaskipti Eignaskiptin á Gunnars Majonesi eru nokkuð dularfull í ljósi þess að nýi eigandinn er fyrrverandi forstjóri félagsins, Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, sem hefur verið vinkona tveggja fyrrverandi eigenda um árabil. Nýja fyrirtækið eignaðist jörðina Nýja móðurfélag Gunnars Majoness, sem er í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur, eignaðist jörðina Sandeyri á Snæfjalla- strönd fyrr í þessum mánuði. Helen Gunnarsdóttir var áður eigandi hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.