Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 30
Helgarblað 27.–30. júní 20142 Sumarhátíðir
Tólf ára strákar
dansa við ömmur
n Humarhátíðin á Höfn er um helgina n Snýst um fleira en humarinn
V
ið erum með fjölskyldur
sem bjóða heim í garðinn
til sín og bjóða upp á súpu,“
segir Kristín Kristjánsdótt-
ir, verkefnastýra Humarhá-
tíðar á Höfn í Hornafirði, um humar-
súpukvöld sem haldið er áður en
formleg dagskrá hátíðarinnar hefst.
Þar gefst bæjarbúum og gestum
tækifæri á að ganga í hús sex fjöl-
skyldna og smakka humarsúpu og
sækja síðan formlega setningar-
athöfn á hátíðarsvæðinu. Óform-
leg dagskrá hátíðarinnar hófst í gær,
fimmtudag. Humarhátíð er haldin
um helgina, 27. til 29. júní, og hefur
hún verið haldin frá árinu 1993 und-
ir merkjum humars, enda Höfn verið
þekkt fyrir veiðar og vinnslu á humri.
„Við erum með sérstaka humarrétti á
höfninni og svo erum við með sölu-
bása með humri á hátíðarsvæðinu,“
segir Kristín sem dæmi um dagskrár-
liði tengda humri.
Kristín segir markhóp fyr-
ir Humarhátíð vera fjölskyld-
ur. „Já, við miðum eiginlega
allt, nema dansleikina sem
eru seint, við að öll fjölskyld-
an sé saman til svona ellefu
á kvöldin,“ segir Kristín. Frítt
er í sund fyrir hádegi, þang-
að til dagskrá hefst á daginn,
og mælir Kristín með tjald-
stæðinu í bænum.
Tólf ára strákar að dansa
við ömmur
Kristín segist fyrst hafa kom-
ið til Hafnar frá Reykjavík fyrir
þremur árum síðan til þess að
vinna á Humarhátíð. Hún segir
að henni hafi liðið svo vel í bæn-
um að hún hafi ekki farið þaðan
síðan. Hún lýsir hrifningu sinni
þegar hún fór fyrst á gömludansaball
sem er haldið á föstudagskvöldi á há-
tíðinni, en á því syngur karlakór með
hljómsveit. „Þegar ég sá þetta í fyrsta
skipti þá fannst mér þetta yndislegt.
Þarna eru tólf ára strákar að dansa
við ömmur og karlakór syngur og
hljómsveit. Þannig að þetta er alveg
ekta gömlu, gömlu,“ segir Kristín.
Humarlitaðar gardínur
Spurð hvort allir íbúar séu sér-
fræðingar í allri matargerð sem snýr
að humri er svarið einfalt. „Auðvit-
að,“ segir Kristín. Hún segir mikinn
samhug ríkja meðal bæjarbúa gagn-
vart því að standa vel að skipulagi og
umgjörð hátíðarinnar. „Það er búið
að skreyta bæinn alveg æðislega og
svo er keppni á milli hverfa og veitt
verðlaun. Ég var að horfa út um
gluggann og það var æðislegt. Það
var hús hérna beint hinum megin
við skrifstofuna hjá mér og það eru
komnar humarlitaðar gardínur fyrir
allt. Það heitir að fara alla leið,“ segir
Kristín. n erlak@dv.is
Skrúðganga Einhverjir
mættu klæddir sem humr-
ar í skrúðgönguna í fyrra
en skrúðgangan er farin á
föstudagskvöldi, áður en
hátíðardagskrá hefst.
Mynd Facebook-Síða HuMarHáTíðar
Við höfnina Dagskráin fer með-
al annars fram við höfnina á Höfn.
Mynd Facebook-Síða HuMarHáTíðar á HöFn
Slógu heimsmet Heimsmet í humarloku var slegið í fyrra með 20 metra
langri loku.
Mynd aðSend Mynd
Pottormar Keppt er í kassabílarallíi og má hér
sjá afar frum-
legan kassabíl.
Mynd aðSend Mynd
Humarþema Íbúar á Höfn leggja mikinn metnað í að skreyta í humarlitum. Mynd aðSend Mynd
„Þannig að
þetta er alveg
ekta gömlu, gömlu
Vinir halda
saman partí
Rauðasandur Festival er haldin
á býlinu Melanesi, en um er að
ræða litla tónlistar- og upplif-
unarhátíð sem haldin er í nátt-
úruperlunni Rauðasandi á Vest-
fjörðum dagana 3.–6. júlí. „Við
erum nokkrir vinir sem langaði
að halda partí úti í sveit. Eftir vel
heppnaða prufukeyrslu 2011 var
ákveðið að gera Rauðasand Festi-
val að árvissum viðburði,“ segja
aðstandendur hátíðarinnar.
Gestir hátíðarinnar koma með
nesti og tjöld og þurfa að búa
sig vel enda er allra veðra von á
svæðinu. Í fyrra þurfti að aflýsa
hátíðinni vegna óveðurs á föstu-
deginum, öðrum degi hátíðar-
innar. Lögregla og björgunar-
sveitir lýstu yfir neyðarástandi
en komu öllum sem vildu fyrir í
góðri aðstöðu á Patreksfirði þar
sem gleðinni var haldið áfram.
Var tónleikagestum einnig
boðið á tónleika í Reykjavík
stuttu síðar og segja má að há-
tíðin hafi verið flutt hálfgerð-
um hreppaflutningum í borgina.
„Það er uppselt á hátíðina og
mikil stemning,“ segir Björn Þór
Björnsson, einn aðstandenda, en
í ár koma meðal annars fram Em-
ilíana Torrini, Ylja, Moses High
Tower og Lay Low. „Við skiptum
tjaldsvæðinu í tvennt, fjölskyldu-
svæði og meira stuðsvæði. All-
ir sem kunna að meta tónlistina
og uppákomurnar sem boðið er
upp á og kunna að skemmta sér
á fjölskylduvænni hátíð og virða
náttúruperluna Rauðasand eru
velkomnir,“ segja aðstandendur
hátíðarinnar.
Þá verður einnig sandkastala-
keppni, sem er viðeigandi miðað
við staðsetningu, auk þess sem
boðið verður upp á jóga, hug-
leiðslu á sjálfum sandinum og
reipitog enda er hátíðin upplif-
unarhátíð í takt við tónlistina.
Mynd Hörður SVeinSSon/rauðiSandurFeSTiVal
Mynd Hörður SVeinSSon/rauðiSandurFeSTiVal
Mynd Hörður SVeinSSon/rauðiSandurFeSTiVal