Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 27.–30. júní 20148 Sumarhátíðir
6 ráð fyrir
útihátíðina
Ertu að fara í fyrsta skiptið á úti-
hátíð? Njóttu lífsreynslunnar til
hins ýtrasta og komdu örugglega
heil/l heim aftur með þessum
ráðum:
Engir miðar =
engin útihátíð
Þetta hljómar einfalt en stað-
reyndin er sú að ótrúlegur fjöldi
klikkar á þessu ár hvert. Keyptu
miða á hátíðina í tíma. Þú kemst
ekki inn á svæðið nema með inn-
göngumiða.
Pakkaðu létt og
pakkaðu rétt
Það er freistandi að pakka öllu
sem þú gætir mögulega þurft að
nota í töskuna en það er hent-
ugra að taka að-
eins það sem þú
nauðsynlega
þarft. Mundu
eftir lyfjum,
blautklútum,
tannburstan-
um, vatnsflösku,
myndavél, eyrnatappa
svo þú getir sofið almennilega,
svitalyktareyði og sólarvörn. Alls
ekki taka eitthvað dýrt með þér
eða eitthvað sem má ekki týnast
eða skemmast. Svo er alltaf snið-
ugt að setja lás á tjaldið.
Undirbúðu þig
Ef þú ert að fara í fyrsta skipti
skaltu lesa þig til um hátíðina,
svæðið, reglur og dagskrá. Engar
tvær hátíðir eru
eins. Þú vilt ekki
eyða tíman-
um í að þurfa
að reka þig á
þegar inn er
komið. Margir
halda því fram að
eina reglan á tónlist-
arhátíðum sé sú að það séu engar
reglur en raunveruleikinn er allt
annar.
Vertu með
löggæslu í liði
Gæslan er þarna til að passa upp
á öryggi þitt. Virtu reglurnar.
Mundu að nærast
Hátíð sem haldin er yfir hásum-
arið fylgir hætta á sólbruna.
Mundu að bera á þig sólarvörn.
Annað mikilvægt
atriði er að
drekka mikið
vatn. Merki
um ofþorn-
un er þreyta,
pirringur og
hausverkur.
Ef þú pissar ekki
þrisvar sinnum á dag gæti það
verið merki um ofþornun.
Þekktu takmörkin
Þú átt aldrei eftir að geta séð allt
og prófað allt sem er í boði. Fáðu
þér kort og dagskrána og merktu
það sem þú vilt alls ekki missa af
og sjáðu svo til með allt hitt. Ef þú
ætlar þér of mikið muntu klára
orkuna fljótt. Sama regla á við um
áfengisneyslu. Ekki missa af upp-
áhaldsbandinu þínu af því að þú
drakkst of mikið.
V
ið teljum ekki fjölda, enda
er allt frítt hérna, það er
ekkert selt inn á svæð-
ið. Við teljum bara bros og
erum æðislega ánægð með
það,“ segir Davíð Rúnar Gunnars-
son, framkvæmdastjóri fjölskyldu-
hátíðarinnar Einnar með öllu, sem
haldin hefur verið á Akureyri um
verslunarmannahelgina frá árinu
2001 en á árunum 1993 til 1999 var
haldin hátíðin Halló Akureyri. Eina
með öllu sækja ungir sem aldnir
ár hvert en að sögn Davíðs er áber-
andi hversu margir brottfluttir Akur-
eyringar kjósa að leggja leið sína til
gamla heimabæjarins þessa helgi.
Ein með öllu hefst á svokölluð-
um Fimmtudagsfíling, sem eru tón-
leikar í umsjón norðlensku sjón-
varpsstöðvarinnar N4, sem haldnir
eru á sviði við botn Skátagilsins á
göngugötunni á Akureyri. Tónleik-
arnir eru sýndir í beinni dagskrá á
N4. „Það skapast ofboðsleg stemn-
ing þar. Þetta eru mörg þúsund
manns sem koma og horfa og fylgj-
ast með,“ segir Davíð Rúnar
um tónleikana.
Stjórnin á Sparitón
leikum
Sviðið er síðan fært þaðan
yfir á Ráðhústorg, þar sem
aðaldagskrá hátíðarinnar
fer fram þangað til á sunnu-
dag, þegar sviðið er fært á
þriðja staðinn í bænum – á
flötina fyrir neðan leikhúsið
á Akureyri. Þar eru haldn-
ir svokallaðir sparitónleik-
ar en hljómsveitin Stjórn-
in er meðal þeirra sem
treður upp á tónleikun-
um og ætla meðlimir
sveitarinnar að rifja upp
gamla Sjallastemningu,
að sögn Davíðs Rúnars.
Fyrir nokkrum árum var
lokahátíðin alltaf haldin
á Akureyrarvelli en Davíð
segir að gestir hafi verið
orðnir það margir að þeir
hafi ekki rúmast á vellin-
um lengur.
Möffins og spyrna
Líkt og flestar hátíðir af
þessu tagi er markmiðið
að þessa helgi geti flest-
ir fundið eitthvað við sitt
hæfi. Á hátíðinni verður
allt frá söngkeppni unga
fólksins til mamma og möffins, þar
sem seld eru heimagerð möffins til
styrktar góðu málefni, til Íslands-
meistaramóts í götuspyrnu og Ís-
landsmeistaramóts í sandspyrnu,
sem Bílaklúbbur Akureyrar heldur.
Mikið hefur farið fyrir bílamenningu
á Akureyri og þekkja landsmenn allir
eflaust til Bíladaga, sem haldnir eru
árlega á Akureyri dagana fyrir 17.
júní, þar sem fram fara bílasýningar
og ýmsar keppnir. Má segja að Akur-
eyri sé bílabær Íslands? „Já. Ég segi
já, án þess að hökta,“ svarar Davíð
Rúnar blaðamanni.
„Franskar á milli“
Athygli vekur að á vegg-
spjaldi sem er komið út
á vegum Einnar með öllu má sjá
frasa á borð við „gott veður“, „kók
í bauk“, „ein með öllu og rauðkáli“,
„franskar á milli“, „berness“, „hér
er alltaf sól“ og „sæll vinur“. Spurð-
ur segir Davíð ekki um að ræða
hljómsveitir eða atriði. „Þetta eru
skemmtilegir frasar, akureyrsk-
ir frasar sem eru settir þarna inn á
milli í djóki,“ en áberandi er hversu
margt innfætt tónlistarfólk treð-
ur upp yfir helgina. Má þar nefna
Óskar Pétursson, Heimi Ingimars-
son og Hvanndalsbræður. Leggi
fólk leið sína til Akureyrar um versl-
unarmannahelgina má því búast
við skemmtun að sönnum akur-
eyrskum sið. n
erlak@dv.is
Fimmtudagsfílingur
Gestir tylla sér í Skátagilinu
og hlusta á ljúfa tóna á opn-
unarhátíð Einnar með öllu.
Bílabær Íslands
n Ein með öllu á Akureyri um verslunarmannahelgi n Bílamenning einkennir bæinn
„Við teljum
bara bros
Lokahátíð Eins og sannri
sumarhátíð á Íslandi sæmir
lýkur hátíðardagskrá með
veglegri flugeldasýningu.
Margmenni Bæjarbúar og gestir fjölmenna
á flötina fyrir neðan leikhúsið til þess að hlýða á sparitónleika á sunnudagskvöldinu.
Stemning Það er alltaf skemmtilegt að rölta í
gegnum miðbæinn
og sjá mann og annan á Einni með öllu.
E
kkert rugl! Annars held ég
aldrei aftur Eistnaflug,“ seg-
ir Stefán Magnússon, fram-
kvæmdastjóri og upphafsmað-
ur rokkhátíðarinnar Eistnaflugs, sem
haldin verður helgina 10.–12. júlí.
Hátíðin er tíu ára í ár og þegar Stef-
án horfir yfir farinn veg finnst hon-
um hálf ótrúlegt að á fyrstu hátíðinni
hafi verið um fimmtíu manns, en að í
fyrra hafi tæplega tvö þúsund manns
mætt. „Þetta byrjaði allt þegar ég
var íþróttakennari í Neskaupstað
fyrir tíu árum og mér fannst vanta
allt rokk,“ segir hann. Úr varð fyrsta
Eistnaflugið sem ár frá ári hefur not-
ið vaxandi vinsælda. Það tekur á að
skipuleggja hátíð sem þessa og seg-
ist Stefán hefja undirbúninginn í
ágúst, nokkrum vikum eftir síðustu
hátíð. „Akkúrat núna, nokkrum vik-
um fyrir hátíðina, þá velti ég því fyr-
ir mér hvers vegna ég er eiginlega að
þessu,“ segir Stefán en hlær og bæt-
ir því við að þetta sé einfaldlega of
skemmtileg hátíð til þess að sleppa
henni. Augljóst er að spennan magn-
ast dag frá degi fyrir hátíðinni.
Eistnaflug er samkomuhátíð
rokkara og annarra tónlistarunn-
enda. Hátíðin vekur ár frá ári mikla
athygli vegna þess að gestir henn-
ar eru iðulega og upp til hópa bæði
dagfarsprúðir og með lítið vesen.
Stefán segist brýna það fyrir gestum
alla hátíðina að það sé einfaldlega
ekki í boði að vera með vesen á há-
tíðinni, gestirnir verði að gjöra svo
vel og vera til friðs og njóta þess að
vera á hátíðinni. „Það verður bara
að vera þannig,“ segir hann. Með-
al gesta í ár er sveitin Retro Stefson,
sem eru gamlir nemendur Stefáns.
„Við erum miklir vinir og þau ætla
að koma og vera með,“ segir hann.
Þá verður hálfgert landslið rokkara
á svæðinu, þar á meðal Mammút,
Ham, Skálmöld og Brain Police auk
rapparanna í Reykjavíkurdætrum. n
astasigrun@dv.is
„Ekkert rugl“
Eistnaflug verður tíu ára í ár Brjálað en fallegt fjör
Það skemmta sér allir
fallega á Eistnaflugi, annars
verður hátíðin slegin af.