Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 27.–30. júní 2014 Sumarhátíðir 13 Filsur og heimsmet á Fiskideginum mikla n Baka 100 fermetra af fiskipitsu n Þorskur notaður í pylsur eða filsur H ér verður vonandi sett nýtt heimsmet,“ segir Júlíus Júl- íusson, betur þekktur sem Júlli, en hann er fram- kvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Heimsmetið er ekk- ert slor, baka á heimsins stærstu pitsu í glænýjum og umhverfisvænum ofni Promens. „Í heildina verða bakaðir 100 fermetrar af pitsu, á milli klukk- an 11 og 17 á Fiskideginum sjálfum. Hver pitsa er um 140 tommur, en þær hafa verið 120 tommur hingað til. Svo pitsan verður stærri í ár,“ segir Júlli. Tilefnið er afmælishátíð Promens, sem er eitt stærsta fyrirtækið í bæn- um og hefur alltaf tekið þátt í hátíðar- höldunum. Stjörnur Dalvíkur koma fram Í fyrra hélt Samherji upp á 30 ára af- mæli sitt með Freddie Mercury-tón- leikum, þar sem skærustu stjörnur Dalvíkur komu fram. Í ár er stefnt að því að halda aðra tónleika með öðru þema. „Þetta tókst svo vel, þannig að nú í ár verður sett upp sýning sem er sambland af Freddie Mercury, Meat Loaf, Bee Gees, Elvis og Eurovision. Fremst- ir í flokki fara Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt auk Snorra Eldjárn sem var í Ísland Got Talent. Auk þeirra verða Selma, Eiríkur Hauksson, Regína Ósk og fleiri með á tónleik- unum,“ segir Júlli. Íbúafjöldi marg- faldaður Árið 2009 náði há- tíðin ákveðnu hámarki með tilliti til gestafjölda og síðan þá hefur gest- um aðeins fækkað en aðsóknin hef- ur haldist nokkuð stöðug. Sumir íbú- ar Dalvíkur voru ekki mjög hrifnir af því hversu stór hátíðin var orðin en Júlli segir að þær raddir heyrist ekki lengur. „Það var haldinn íbúafundur þar sem við fórum yfir málin og síð- an þá hafa allir verið með og fullur vilji bæjarbúa til að vera með þessa hátíð.“ Í fyrra komu um 30 þúsund gestir á hátíðina, en Júlli segir erfitt að áætla hversu margir munu koma þar sem ekki er selt inn á hátíðina. „Við höfum ekkert í höndunum en við sjáum engin merki um að einhverj- ar breytingar verði. Síðustu fimm ár gistu um 11 til 14 þúsund gestir í bænum,“ segir Júlli. Filsur en ekki pylsur Fiskipitsan og fiskborgarar hafa sleg- ið í gegn á síðustu hátíðum og eru nú orðnir fastir liðir hjá gestum sem koma á hverju ári. Nú verður brydd- að upp á nýjung því búnar verða til fiskipylsur, svokallaðar „filsur“ sem kokkar veitingastaðar- ins Friðriks V. munu sjá um að útbúa í samstarfi við Kjarnafæði. „Í filsun- um er beikon og hágæða hráefni, þorskhnakkar og fleira. Með þessu má fá sérstaka sósu og svo borðar fólk hana eina og sér eða í brauði,“ segir Júlli. Það sama gildir um filsurnar og fiskborgar- ana, þeir verða aðeins í boði yfir hátíðina en ekki er loku fyrir það skotið að þær fari í sölu á almennum markaði. Lokar Friðriki V. yfir helgina „Okkur langar svolítið í þetta reyk- bragð og þess vegna setjum við beikon í pylsurnar,“ segir Friðrik V. Karlsson, eigandi Friðriks V. „Ef þetta lukkast þá verður þetta einn af föst- um liðum á Fiskideginum, eins og pitsan og hamborgararnir. Svo er það opið að þetta fari í framleiðslu, margt sem hefur verið prófað á þessum degi hefur endað sem almenn vara eins og Grímur kokkur í Eyjum hefur sannað. Ég horfi samt ekkert á þetta þannig, ég vil bara vera með á þessum degi og ég lokaði veitingastaðnum í fyrra til að fara norður og geri það aftur núna. Í ár verð ég með humarsúpu líka, þetta er eitthvað sem ég vil alls ekki missa af,“ segir Friðrik V. Viðburðarík dagskrá Alla vikuna á undan Fiskideginum er mikið um að vera en sjálf hátíðar- höldin hefjast á föstudagskvöldinu þegar heimamenn framreiða fiski- súpur í görðum sínum og leyfa gest- um og gangandi að smakka. Daginn eftir hefst svo veislan á hafnar- bakkanum þar sem skemmtikraft- ar koma fram allan daginn og gestir geta smakkað á hinum ýmsu sjávar- afurðum. Einnig er hægt að kynna sér starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja á svæðinu, sjómennsku almennt og fleira í þeim dúr. Um kvöldið verða síðan stórtónleikar og hátíðar- höldunum lýkur svo með stórri flug- eldasýningu. n rognvaldur@dv.is Ætla að setja heimsmet Í heildina verða 100 fermetrar af pitsu bakaðir. MynD HeLgi Steinar Vel heppnaðir tónleikar Queen Tribute-tónleikarnir þóttust takast svo vel að í ár er stefnt að því að halda svipaða tónleika, en þá verða lög eftir fleiri listamenn flutt. MynD HeLgi Steinar Flugeldasýningin MynD HeLgi Steinar Ævintýra- heimur Bíldalíu Bæjarfélagið Vesturbyggð mun umbreytast um helgina og verða að ævintýralandinu Bíldalíu. Þetta er gert í tengslum við gufupönk eða „steampunk“-hátíð sem haldin er um helgina á svæðinu. Um er að ræða gufupönk-hátíðina sem haldin er á Íslandi, en lík- lega mun heimsbyggð- in verða vör við gufupönk í auknum mæli á kom- andi árum þótt eflaust séu margir sem ekki þekkja það. Gufupönk, eða steamp- unk, er kennt við gufuöldina seint á 19. öld og fram undir fyrri heimsstyrjöld. Gufupönk er ævintýraheim- ur gufualdar, draumar og framtíðarspár rithöfunda og vísindamanna Viktoríu- tímans. Gufupönk er orðið gríðarlega vinsælt í Evrópu og Bandaríkjunum sem þema í hlutverkaleikjum, í kvikmyndum, tölvuleikjum og tísku. Gufupönk er afturhvarf til framtíðar þar sem klass- ísk fagurfræði nítjándu ald- ar er notuð með nútíma- tækni. Um er að ræða stóran hlutverkaleik eða ævin- týri – risastórt leikhús þar sem þátttakendur eru í senn persónur, leikendur og áhorfendur. Vesturbyggð verður þar með stærsta leikhús í heimi og hátíðar- höldin fara fram á Bíldudal við Arnarfjörð. Búist er við því að á hátíðina komi þar að auki forsprakkar þessar- ar stefnu frá ýmsum þjóð- löndum. „Bíldalía er ævintýraland við endimörk heimsins, nánar tiltekið vestast á Vest- fjörðum. Þar hefur tíminn nánast staðið í stað frá því um aldamótin 1900 þegar uppgangur var þar mestur,“ segir Ingimar Oddsson, en hugmyndin er hugarfóstur hans. Hann fékk viðskipta- áætlun fyrir hátíðina í verð- laun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða sem haldin er á vegum fjórðungsþings Vestfjarða og atvinnuþró- unarfélags Vestfjarða. „Þetta er eins og myndskreyting við ævin- týrasögu eftir Jules Verne,“ segir Ingimar. Þeir sem ætla að kíkja á Bíldalíu mæta strax landamærastöðvum þar sem ferðalangarnir fá sérstakt vegabréf sem inni- heldur jafnframt upplýs- ingar um landið og hátíð- ina. Vegabréfið virkar líka á þann hátt að ferðalangar fá stimpil í passann þegar þeir heimsækja staði sem aug- lýstir eru í vegabréfinu. n Þjóðhátíð fyrir alla fjölskylduna í 140 ár n Fjallabræður opinbera hverjir syngja með þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.