Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 27.–30. júní 201414 Sumarhátíðir Glæsilegir tónleikar, myndlistarsýningar, bryggjuball, kjötsúpa, árgangagangan og að sjálfsögðu bjartasta flugeldasýning landsins F immtánda Ljósanóttin verð- ur haldin í Reykjanesbæ dag- ana 4.–7. september á 20 ára afmæli bæjarins en að venju verður mikið um dýrð- ir. Ljósanóttin í Reykjanesbæ er ein vinsælasta bæjarhátíð landsins en sérstaða hennar er eflaust áherslan á menningartengda viðburði. Fjöldinn allur af myndlistarsýn- ingum, glæsilegum tónleikum og ýmsum menningartengdum uppá- komum eru aðalsmerki Ljósanætur sem er fjögurra daga hátíð sem hefst á fimmtudegi með þátttöku allra grunnskólabarna og elstu barna leik- skólans sem koma öll saman vopnuð litskrúðugum blöðrum og syngja inn Ljósanóttina. Það er svo sérlega hrífandi stund þegar þau sleppa blöðrunum og þær svífa þúsundum saman til himins til tákns um það að Reykjanesbær fagn- ar fjölbreytileikanum. Fimmtudagskvöldið skipar æ stærri sess Fimmtudagskvöldið skipar svo æ stærri sess í Ljósanóttinni, því þá opna listsýningar um allan bæ og verslanir bjóða upp á frábær tilboð. Margir byrja í Duushúsunum, menningar- og listamiðstöðinni, þar sem margar sýningar eru opn- aðar samtímis, þar á meðal sýning Listasafns Reykjanesbæjar, og fikra sig síðan upp Hafnargötuna með viðkomu í öðru hverju húsi. Mik- il stemning myndast í bænum og saumaklúbbar, vinahópar og fjöl- skyldur flykkjast á milli staða og gera ýmiss konar kjarakaup í leiðinni. Sýningar um allan bæ Sú venja hefur skapast á Ljósanótt að sá listamaður sem sýnir í sýn- ingarsal Listasafnsins í Duushúsum sé heimamaður eða hafi tengingar við Reykjanesbæ. Í ár verður það Njarðvíkingurinn og myndlistar- maðurinn Kristín Rúnarsdóttir, fædd 1984, sem verður með einkasýn- ingu í Listasalnum. Í Gryfjunni verð- ur spennandi sýning á listtengdu handverki frá Handverki og hönnun og í Bíósalnum verður sýning á ljós- myndum Jóns Tómassonar, fyrrum símstöðvarstjóra og menningar- frömuðar, í samstarfi afkomenda Jóns og Byggðasafns Reykjanesbæj- ar. Í Bryggjuhúsinu, sem er elsti hluti Duushúsanna frá 1877 og hef- ur nýlega verið tekinn í notkun eftir endurgerð, er einnig glæný sögusýn- ing Byggðasafnsins, Þorpið, auk þess sem húsið sjálft er gullmoli frá tím- um dönsku verslunarinnar. Bryggjuball og kjötsúpa á föstudeginum Á föstudeginum verður slegið upp bryggjuballi við smábátahöfn- ina með flottum tónlistarmönnum og þar verður rjúkandi kjötsúpa á boðstólum fyrir gesti og gangandi í boði Skólamatar eins og mörg fyrri ár. Tónlistardagskráin er í fullum undirbúningi þessa dagana og verð- ur greint nánar frá henni þegar end- anlega hefur verið gengið frá henni en önnur dagskrá fer að taka á sig heildarmynd eftir verslunarmanna- helgi þar sem stór hluti hennar kem- ur frá sjálfum íbúum Reykjanesbæj- ar. Árgangarnir hittast á Hafnargötunni Á laugardeginum hefst dagskráin upp úr hádegi með hinni einstöku og ómissandi árgangagöngu sem stækkar með hverju árinu. Þar hittast árgangarnir á Hafnargötu, hver ár- gangur fyrir framan sitt húsnúmer, til dæmis 1952-árgangurinn fyrir fram- an Hafnargötu 52 og svo koll af kolli. Yngsti árgangurinn leggur svo fyrst af stað og gengur niður alla Hafnargötu og svo bætast árgangarnir við koll af kolli og þannig má sjá heila kynslóð þramma niður að hátíðarsvæði þar sem talið er inn í dagskrá dagsins. Við taka alls kyns skemmtiat- riði, sölutjöld á hverju horni og svo ekur löng bílalest bifhjóla, fornbíla og fleiri ökutækja niður Hafnar- götuna með tilheyrandi drunum og glæsileik. Bjartasta flugeldasýning landsins Um kvöldið hefst metnaðarfull tón- listardagskrá á útisviði þar sem öllu því besta er tjaldað til, oftast með hressilegri tengingu við tónlistararf bítlabæjarins. Sú dagskrá er í fullum undirbúningi og ríkir jafnan mikil eftirvænting eftir þeirri dagskrá. Hápunktur kvöldsins er bjartasta flugeldasýning landsins, þegar björgunarsveitin Suðurnes, skýtur upp flugeldunum af brún bergsins sem blasir við frá hátíðarsvæðinu og flugeldarnir speglast í haffletinum. Sunnudaginn nota gestir gjarn- an til að klára að fara á allar sýn- ingarnar sem þeir hafa ekki komist yfir að skoða alla hina dagana og er sá dagur orðinn ansi fjörugur líka, því svo ótal margt er í boði. Ný sýning blönduð söng og sögu svæðisins Þá má geta þess að hópurinn sem staðið hefur fyrir sýningunum „Með blik í auga I, II og III“, þar sem bland- að hefur verið saman söng og sögu svæðisins og landsins á tilþrifamik- inn hátt er enn á ný kominn á fullt við að undirbúa nýja sýningu sem sýnd verður í Stapa í Hljómahöll og þá er myndlistar-, tónlistar- og allt mulig-maðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson líka með stóra tón- leika í undirbúningi sem hann kall- ar Suðurnesjasalsa og þar er hægt að lofa fjöri. Þá hafa Ljósanæturböll verið haldin, meðal annars Júdasarball- ið á Ránni, sem í huga margra er orðið ómissandi í Ljósanæturdag- skránni, ekki síst hjá þeim hópi sem muna hljómsveitina Júdas, og hefur það verið haft á orði að Júdasarböll- in svíki engan, þótt ekki verði sama sagt um Júdas. n atli@dv.is Fornbílunum ekið niður Hafnargötuna Flottustu fákar landsins aka niður Hafnargötuna á laugardeginum en þeir vekja ávallt mikla athygli gesta hátíðarinnar. MyNd ReykjaNeSBæR/VF Árgangagangan Á laugar- deginum hittast árgangarnir í Reykjanesbæ fyrir utan „sitt“ húsnúmer og síðan er gengið niður Hafnargötuna. MyNd ReykjaNeSBæR/VF Bjartasta flugeldasýning landsins Það er björgunarsveitin Suðurnes sem sér t il þess að „kveikja“ á einni björtustu flugelda - sýningu landsins á laugardagskvöldið. MyNd ReykjaNeSBæR/VF Fjölmargir tónleikar Það finna allir eitthvað við sitt hæfi á Ljósanótt í Reykjanesbæ. MyNd ReykjaNeSBæR/VF dagskrá fyrir alla! Konur, karla og að sjálfsögðu krakka. Hér eru ungir listamenn á stult- um að ganga upp Hafnargötuna. MyNd ReykjaNeSBæR/VF Hrífandi stund þegar blöðrunum er sleppt Grunnskólabörn í Reykjanesbæ sleppa blöðrum við opnun Ljósanætur á fimmtu- deginum. Það er svo sérlega hrífandi stund þegar þau sleppa blöðrunum og þær svífa þúsundum saman til himins til tákns um það að Reykjanesbær fagnar fjölbreytileikanum. MyNd ReykjaNeSBæR/VFkjötsúpan á sínum stað Starfsfólk Skólamatar í Reykjanesbæ býður gestum Ljósanætur upp á kjötsúpu. MyNd ReykjaNeSBæR/VF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.