Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Síða 48
Helgarblað 27.–30. júní 201432 Fólk Viðtal
Óttast ekki dauðann
V
ið Salmann höfum aldrei
hist áður en hann heilsar
mér í dyragætt sinni af yf-
irþyrmandi innileik. Hann
slær mig í raun alveg út af
laginu. Ég reyni að halda mér svöl-
um og formlegum – eins og ég hafði
lagt upp með – en hlýlegt viðmót
Salmanns bræðir þá grímu af mér á
örskotsstundu. Þegar kaffið er tilbú-
ið og komið á borðið líður mér eins
og við höfum þekkst allt lífið. Við
byrjum á byrjuninni. „Hinn 3. júní
1971, þá kom ég hingað til lands. Ég
var á leiðinni til Bandaríkjanna til
að læra læknisfræði. Ég var búinn
með menntaskólann og kominn inn
í háskólann í Pennsylvaníu. Það var
ódýrast að fljúga hingað með gömlu
Loftleiðum og halda síðan áfram til
Bandaríkjanna. Svo frétti ég að á Ís-
landi væri næga vinnu að fá þannig
að ég hugsaði að það væri góð leið
til að safna peningum að vera hérna
yfir sumartímann,“ segir Salmann og
hyggst halda áfram með ævisöguna
en er truflaður af eigin síma. „Það er
læknirinn, ef ég má svara.“
Hljóðið í símanum er svo hátt
stillt að ég heyri samskiptin við
lækninn skýrt og greinilega. Hann
er að spyrja um tilbeiðslutíma, föstu
og aðra tilhögun ramadan-mánað-
arins. Salmann er með öll svörin
á takteinum en bendir jafnframt á
heimasíðu múslima á Íslandi, Islam.
is. „Þetta var reyndar bara einhver
maður frá Keflavík. Það fer að stytt-
ast í ramadan og þá verður maður
náttúrulega að fasta 18 tíma á dag.“
Maðurinn í Keflavík er einn fjöl-
margra sem tilheyra sístækkandi
samfélagi múslima á Íslandi. Í dag
eru þeir í kringum 1.500 talsins en
þegar Loftleiðaflugvél Salmanns
lenti hér fyrir rúmlega 40 árum voru
þeir teljandi á fingrum annarrar
handar.
Enn í sumarfríi
Fregnir af vinnuframboði reynd-
ust ekki ýktar og það var eins gott
því Salmann var einungis með
1.800 krónur í vasanum og enga
tryggingu um eitt starf né neitt.
„Ég var bara röltandi um á bryggj-
unni, nýkominn til landsins, þegar
einhver skipstjóri bauð mér vinnu.
Ég hafði aldrei séð skip áður. Ég er
frá Jerúsalem og við erum langt frá
hafinu.“
Sjómannslífið heillaði þenn-
an 16 ára strák frá Palestínu upp
úr skónum – og borgarlífið líka.
„Þetta var mjög gaman þótt þetta
hafi vissulega verið erfitt. Reykja-
vík var eiginlega alveg eins og Jer-
úsalem þegar ég var að alast upp
þar. Hér voru í kringum 80 til 90
þúsund manns og allir þekktu alla.
Mér fannst þetta mjög kunnugleg
og sjarmerandi stemning hér.“
Svo góð var stemningin að sum-
ardvölin lengdist örlítið. „Ég hef
aldrei komið til Bandaríkjanna“ –
um hálfa öld eða svo. „Svona er líf-
ið bara. Maður veit ekki hvar maður
fæðist eða hvar maður deyr.“
Þetta voru aðrir tímar. Þarna var
hann ekki vírus sem holaði samfé-
lagið að innan heldur sérvitringur-
inn Salmann sem fór vísvitandi á
mis við lífsins gæði. „Það var ekk-
ert sem heitir fordómar. Ég var til
dæmis aldrei hrifinn af svínakjöti
eða brennivínsdrykkju. En vinnu-
félagar mínir tóku þessu bara vel.
Bentu mér reyndar stundum á í
gríni að ég væri að fara á mis við
gæðafæði og eðalvímu en þeir virtu
mína afstöðu. Ef þú ert góður mað-
ur þá ert þú góður maður, það var
þeirra afstaða og annarra sem ég
umgekkst.“
Síðan þá hefur hann fengist við
ótalmargt: Unnið sem gröfustjóri,
klárað háskólanám í tölvunarfræð-
um, eignast vini, kvænst, kennt,
opnað verslun, eignast börn, skil-
ið, kvænst aftur, eignast fleiri börn
og síðar barnabörn, verið trúarleið-
Salmann Tamimi kom ekki hingað til lands í leit að betra lífi. Þann
draum ætlaði hann að sækja til Bandaríkjanna en fann hann óvart um borð í
íslenskum netabát. Eftir fundinn festi hann rætur og hér hefur hann blómstrað í
rösk 40 ár. Í vor reið hins vegar fordómaalda yfir Reykjavík – og raunar landið allt
– eftir frægt moskuútspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur í kosningabarátt-
unni í borginni. Að sögn Salmanns skall sú alda af slíkum fítonskrafti á samfélag
múslima að margir úr þeirra hópi eru við það að brotna saman.
Baldur Eiríksson
baldure@dv.is
„Það fer að
styttast
í ramadan og þá
verður maður nátt-
úrulega að fasta
18 tíma á dag
Sjómaðurinn síkáti
Salmann Tamimi fann
drauminn á Íslandsmiðum.
Myndir Sigtryggur Ari