Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Side 53
Lífsstíll 37Helgarblað 27.–30. júní 2014 Hætt að drekka vatn með mat Samkvæmt breskum sérfræðing- um ættu börn að drekka vatn með mat. Í niðurstöðum hóps næringarsérfæðinga sem vinn- ur að lausn á offituvanda barna kemur fram að sykraðir drykk- ir veita börnum aðeins tómar kaloríur og að fólk hafi vanist af því að drekka vatn með mat. Samkvæmt núverandi staðli ættu aðeins 11 prósent kaloría að koma úr sykri en í niðurstöð- um vinnuhópsins kemur fram að allir aldurshópar innbyrða mun meiri sykur. Breski sykur- framleiðandinn AB Suger gagn- rýnir niðurstöðurnar og segir hópinn gera sykur að djöflinum sjálfum. Eldri mömm- ur lifa lengur Konur sem fæða börn sín eft- ir þrítugt eru líklegri til að lifa lengur en aðrar konur ef þungunin var náttúruleg. Þetta kemur fram í rannsókn vísinda- manna í Boston og fjallað er um í Medical Daily. Þar kemur fram að konur sem fæða eftir 33 ára eru tvöfalt líklegri til að ná 95 ára aldri en konur sem eignuð- ust sín börn fyrir 29 ára. Vísinda- maður sem stóð að rannsókn- inni vill ekki að niðurstöðurnar verði til þess að konur seinki barnseignum en vonast til þess að þær verði til þess að samfé- lagið hætti að gagnrýna konur sem velji að eignast börn seinna á ævinni. Læknar timburmenn Með hjálp The IV Doctor geta íbúar New York djammað fram á nótt án þess að hafa of mikl- ar áhyggjur af timburmönnum morgundagsins. Það er að segja ef þeir eru tilbúnir til að borga réttu upphæðina fyrir. Þvagfæra- fræðingurinn dr. Elliot Nadelson mætir heim til viðskiptavina og gefur þeim vökva í æð og lyfja- kokteil að drekka. Nadelson seg- ir kúnnahóp sinn samanstanda af evrópskum prinsessum og afreksíþróttamönnum en þó að- allega fólki úr fjármálageiran- um. „Þetta er engin kraftaverka- meðferð en ég lofa að þér líður betur,“ sagði Nadelson við CNN Money. Söltuðu lánin og byggðu sér smáhús H jónin Andrew og Gabriella Morrison fengu leiða af því að setja þorra ráðstöfunar- tekna sinna í afborganir af húsnæði. Þau ákváðu því að selja og byggja sér færanlegt heimili. Í kjölfarið stofnuðu þau fyrirtækið og vefsíðuna tinyhousebuild.com. Þar er að finna myndir af heimili þeirra hjóna auk þess sem þau bjóða upp á kennsluefni um hvernig á að byggja, einangra og framkvæma hina ýmsu daglegu hluti í heimili af þessari stærðargráðu. Með góðri hönnun, vönduðu handverki og nægjusemi er hægt að ná ótrúlega miklu út úr minnstu kof- um. Kofann keyptu þau á 2,5 milljón- ir og eyddu um milljón í innréttingar og innbú. Það tók parið um fjóra mánuði að byggja heimilið. Parið er með reynslu af hönnun og smíðum og því gátu þau leyst verkið sjálf. n asgeir@dv.is n Andrew og Gabriellu leiddist afborganir n Veita ráðgjöf á netinu Skildi og byggði draumahúsið M arcy Miller frá Idaho-ríki í Bandaríkjunum ákvað að byggja sér draumaheimilið eftir erfitt uppgjör á húsnæð- isláni. Marcy skildi við eiginmann sinn en húsnæðislán þeirra sem var í vanskilum var gert upp í leiðinni. Draumaheimli Marcy er heilir 18 fer- metrar og er auk þess á hjólum. Það tók Marcy um eitt ár að byggja heimilið eins og hún vildi hafa það. Hún fékk hjálp frá fag- fólki en allur efniviðurinn í klæðningar og inn- réttingar eru endurunnið eða endurnýtt efni. Marcy Miller notaði aðeins endurnýtt eða notað efni Glæsilegt smáhús Húsið er ekki nema 18 fermetrar. Baðherbergið Rúmar sturtu, vask og klósett. Vel nýtt rými Á myndinni má sjá sjónvarps- og afþreyingarhorn, legubekk, borðstofuborð fyrir tvo, kamínu og inn á baðherbergi. Litla húsið Það tók hjónin fjóra mánuði að byggja húsið en það kostaði um fimm milljónir með öllu. Eldhúsið Þótt húsið sé pínulítið er þar merkilega rúmgott eldhús að finna. Allt pláss vel nýtt Húsið er vel hannað og hvert hólf hefur hlutverk. Þarna má sjá stiga sem liggur upp í hjónaherbergi en hann er einnig fatahirsla. Hjónarúmið Er einnig nýtt til afþreyingar og afslöppunar. Andrew og Gabriella Byggðu sitt eigið draumaheimili og hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama í gegnum vefsíð- una tinyhousebuild.com.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.