Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Page 54
Helgarblað 27.–30. júní 201438 Lífsstíll
Gullfallegir, hreinræktaðir American Cocker
Spaniel hvolpar til sölu. Ættbók frá HRFÍ og
örmerktir. Verð 150 þúsund krónur. Tilbúnir
til afhendingar. Upplýsingar í síma 869 5405
eða á Hamratúnsræktun á Facebook.
Heimsendingar
drónar bannaðir
Á síðasta ári vöktu áætlanir net-
verslunarrisans Amazon um að
hefja heimsendingu á vörum með
hjálp svokallaðra dróna mikla
athygli. Amazon hugðist koma á
fót sendingarþjónustu gegnum
net dróna, sem myndu fljúga með
pakka viðskiptavina á áfangastað
og lenda til dæmis fyrir framan
hús þeirra með vöruna.
Drónarnir eru litlar fljúgandi
þyrlur búnar fjórum hreyflum, en
slík tæki hafa notið mikilla vin-
sælda síðustu ár en bandarísk
flugmálayfirvöld hafa ekki beinlín-
is tekið þessari tækninýjung vel.
Nú er svo komið að nýr úr-
skurður flugmálayfirvalda setur
hreinlega blátt bann við notk-
un þeirra í því skyni sem Amazon
hafði áætlað.
Græja sem
fullkomnar
sveifluna
Fyrirtækið Arccos setti nýlega
á markað nýja græju sem mun
koma golfurum í leit að hinni full-
komnu sveiflu að góðum notum.
Græjan skrúfast aftan á skaft
golfkylfunnar og nemur hún
sveiflu kylfingsins mjög nákvæm-
lega. Tækið er búið 14 skynjurum
sem senda upplýsingar í snjall-
síma notandans, sem getur þá
skoðað upplýsingar og séð hvað
mætti betur fara í högginu.
Tækið birtir einnig nytsamlegar
upplýsingar á borð við lengsta
högg, meðalpútt per holu og fleiri
upplýsingar sem gott er að skoða
til að glöggva sig á hvar maður get-
ur bætt sig. Tækið kostar um 300–
400 bandaríkjadali.
G
oogle hélt á dögunum sína
árlegu I/O ráðstefnu ætl-
aða þróendum og öðrum
áhugasömum um framtíð
fyrirtækisins. Ráðstefnunn-
ar er oft beðið með eftirvæntingu,
þar sem margir eru spenntir að sjá
hvaða tækninýjungar fyrirtækið
kynnir til sögunnar það árið. DV tók
saman það helsta.
Ódýrir snjallsímar
Sundar Pichai, yfirmaður Andriod,
kynnti á ráðstefnunni Andriod One
sem er stýrikerfi eða „platform“ fyrir
símaframleiðendur til þess að fram-
leiða ódýrari snjallsíma fyrir lönd
þar sem fólk hefur minna fé á milli
handanna. Samkvæmt Pichai er 1
milljarður virkra snjallsímanotenda
í heiminum, 20 milljarðar smáskila-
boða eru send á hverjum degi og 93
milljónir sjálfsmynda, eða „selfie“,
teknar. Til stendur að auka þennan
fjölda til muna.
Samræmt útlit
Útlit Google á netinu og í Android-
stýrikerfinu hefur ekki verið sam-
bærilegt hingað til og oft nokkur
munur á. Á ráðstefnunni kynntu
Google og Android svokallað Mater-
ial Design, sem er heiti yfir sameig-
inlegt útlit á öllum vígstöðvum. Mun
þetta útlit ná yfir allt sem kemur frá
Google, hvort sem er tæknivörur eða
forrit. Lögð er áhersla á pláss, liti og
opið rými.
Android L
Nýjasta stýrikerfi Android mun heita
L og verður það fyrir síma, bíla,
spjaldtölvur og sjónvörp. Stýrikerf-
ið var kynnt á ráðstefnunni og helstu
eiginleikar þess en áætlað er að það
verði gefið út seinna á árinu. Líkt og
annað mun það falla undir Material
Design-útlitið. Frekari samkeyrsla á
milli forrita og mismunandi tækja
líkt og Google er sífellt að þróa og
auðvelda notkun. Eitt af því sem
breytist er að yfirlitsmyndin yfir virk
smáforrit mun núna líta út eins og
spilastokkur og mun innihalda opna
glugga á netvafranum líka. Ekki bara
einn glugga fyrir vafrann heldur er
hægt að fara beint inn í hvern glugga
fyrir sig af valmyndinni.
Rafhlöðuending
Þegar kemur að snjallsímum og öðr-
um raftækjum er rafhlöðuending
eilíft vandamál. Google hefur sett
á laggirnar nýja deild sem heitir
Project Volta og er hlutverk henn-
ar að fá sem mest út úr hverri raf-
hlöðu. Því verður rafhlöðusparnað-
ur innbyggður með skilvirkari hætti
í Android L en áður hefur verið.
Google-snjallúr
Samsung og LG hafa sent frá sér
snjallúr en núna hefur Google bæst
í hópinn og vefmiðlar hafa lofað út-
lit og hönnun þess mikið. Google-
úrið heitir Moto 360 og er hringlaga,
ólíkt hinum tveimur. Það lítur í raun
út eins og klassískt úr og þykir létt
og meðfærilegt. Úrið kemur á mark-
að ytra seinna í sumar en hin tvö eru
þegar fáanleg.
Andriod í bílinn
Andriod L verður einnig fáanlegt
fyrir tölvur í bílum og callast Andri-
od Auto. Hægt verður að varpa síma-
skjánum upp á skjá bíltölvunnar,
svara símanum í hátalarakerfinu
auk þess sem boðið er upp á GPS-
leiðsögn, tónlist og samskipti við
Google-forrit. Kerfið er raddstýrt og
getur fundið tónlist og heimilisföng
eftir raddskipunum. Þessi tækni er
ekki beint ný af nálinni en Apple
og Microsoft bjóða nú þegar upp á
sams konar tækni. Google ætlar sér
engu að síður stóra hluti með sínu
forriti og hefur gert samninga við
Dodge, Chevrolet, Chrysler, Audi
og Bentley. Þá hefur Google gert
samning við fyrirtæki eins og Spoti-
fy, Songza, Pandora og Pocket Casts.
Andriod TV
Andriod TV er tilraun Google til að
ná sjónvarpsstofunni á sitt vald. Um
er að ræða svipað kerfi og Apple TV
eða Smart TV hjá Samsung. Google
býður nú þegar upp á Chromecast
sem margir hafa notað með Apple
TV. Í gegnum Andriod TV er hægt að
streyma efni í sjónvarpið og notast
við þekkt smáforrit eins og YouTube
og Netflix. Þá verður hægt að spila
hina ýmsu leiki einnig í Android
TV. Þá mun Google einnig uppfæra
Chromecast sem er á stærð við USB-
lykil. Í gegnum Chromecast verð-
ur til dæmis hægt að varpa öllu úr
farsíma eða spjaldtölvu á sjónvarp-
ið.
Google Fit
Google Fit er svarið við Apple Healt-
hKit. Um er að ræða smáforrit sem
heldur utan um alla líkamsrækt og
önnur smáforrit sem því tengjast.
Allt saman á einum stað, öll tölfræði
og æfingar. Fyrirtæki á borð við Nike
vinna með Google að Google Fit.
Sýndarveruleiki úr pappír
Ein skemmtilegasta tilkynningin,
en kannski jafnframt sú furðuleg-
asta, var líklega verkefnið Google
Cardboard. Verkefnið Cardboard
er tilraun Google til að bjóða not-
endum upp á ódýra lausn á sýndar-
veruleikatækni, sem er mjög vin-
sæl um þessar mundir. Til dæmis
hefur fyrirtækið Oculus Rift feng-
ið mikla umfjöllun, en Facebook
keypti það fyrir stuttu á tvo millj-
arða bandaríkjadala. Sony kynnti
líka nýja vöru sem er í þróun þar,
sem kallast Morpheus. Morpheus
er tæki líkt og Oculus Rift sem mað-
ur setur á höfuðið. Bæði tækin kosta
þó skildinginn, að lágmarki 3–400
bandaríkjadali. Að auki þarf að
tengja þau við dýran tölvubúnað. En
Cardboard-verkefni Google er held-
ur annars eðlis. Cardboard byggir
á, eins og nafnið gefur til kynna,
bylgjupappa sem brotinn er saman
og gerður að gleraugum sem svipar
til Oculus-tækisins. Í pappann eru
svo settar tvær linsur og að lokum er
snjallsími notandans festur framan
á. Google þróaði svo snjallsímafor-
rit sem notandinn ræsir og getur
þannig stigið inn í sýndarheim. For-
ritið býður upp á útsýnisflug í gegn-
um Google earth, þú gætir skoðað
Versailles-safnið í Frakklandi eða
horft á myndbönd á Youtube líkt og
þau væru á risaskjá fyrir framan þig.
Hægt er að nálgast leiðbeiningar á
vefsíðu Cardboard og búa til sín eig-
in sýndarveruleikagleraugu fyrir lít-
inn pening – að því gefnu að not-
andinn eigi góðan snjallsíma. n
Margt nýtt
frá Google
n Allt það helsta frá Google I/O 2014 n Sýndarveruleikagleraugu úr pappa
Moto 360 Er fallegasta snjallúrið hingað
til að margra mati.
Android TV Stefnir að því að slá út Apple TV, Samsung Smart TV og annað í þeim dúr.
Einfalt Sýndarveruleikatæknin þarf ekki að vera dýr eins og pappagleraugun bera með sér.