Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Side 56
Helgarblað 27.–30. júní 201440 Sport
AxArsköft suárez
n Skrautlegur ferill Úrúgvæans umtalaða n Er stjórnlaus inni á vellinum
2002
Skallaði dómara
Suárez var fimmtán ára þegar hann fyrst stofnaði til illinda á
knattspyrnuvellinum. Í leik með Nacional skallaði hann dóm-
ara. Hann var síðar staðinn að áfengisdrykkju og var veitt tiltal
af þjálfara liðsins.
Febrúar 2007
Rautt í fyrsta landsleiknum
Luis Suárez spilaði sinn fyrsta landsleik hinn 8. febrúar 2007 í 3-1 sigri gegn Kólumbíu.
Þegar 85 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Suárez að líta rauða spjaldið. Fyrr í leiknum
hafði hann fengið gult spjald og var svo verðlaunaður með öðru gulu spjaldi fyrir kjaftbrúk
rétt fyrir leikslok.
Mars 2009
Reifst við samherja
Suárez var dæmdur í eins leiks bann eftir heiftar-
legt rifrildi sem hann átti í leikhléi við liðsfélaga
sinn, Albert Luque. Þá greindi á um hvor þeirra
ætti að taka aukaspyrnu á hættulegum stað.
Júní 2010
Varði með höndinni
Þátttöku Suárez á HM í Suður-Afríku lauk fremur snögg-
lega. Liðið var komið í 8 liða úrslit og atti kappi við
Gana. Í framlengingu varði Suárez skot leikmanns Gana
með höndinni. Fyrir það fékk hann beint rautt spjald.
Asamoah Gyan skoraði ekki úr vítaspyrnunni og Suárez
var vændur um óíþróttamannslega framkomu. Úrúgvæ
vann leikinn að lokum, fyrir tilstilli Suárez, en liðið féll
úr leik í undanúrslitum, þar sem hann var í banni.
Nóvember 2010
Beit mótherja
Í leik Ajax gegn PSV í Hollandi beit Suárez
Otman Bakkal, liðsmann PSV, í öxlina.
Hann var dæmdur í sjö leikja bann og
var sektaður af félagi sínu. Hollenska
dagblaðið De Telegraaf uppnefndi
leikmanninn „Cannibal of Ajax“.
Suárez baðst afsökunar í mynd-
bandi sem hann deildi á Facebook.
Október 2011
Fiskaði
rautt spjald
Luis Suárez hafði ekki verið lengi hjá Liver-
pool þegar hann fór að eiga það til að sýna
leikræna tilburði á vellinum – eða dýfa sér
eins og það er kallað. Í leik gegn erkifj-
endunum í Everton gerðist hann sekur
um slíkt þegar hann fiskaði Jack Rodwell,
miðjumann Everton, af velli. Rodwell
tæklaði Úrúgvæann en á myndbandsupp-
tökum sást að hann fór greinilega í bolt-
ann. Suárez fleygði sér upp í loftið og lét sig
falla með tilþrifum. Aganefnd enska knattspyrnu-
sambandsins ákvað að Rodwell fengi ekki leikbann fyr-
ir tæklinguna sem réttlætti ekki rautt spjald að hennar
mati.
Október 2011
Kynþáttaníð gegn Evra
Suárez var af enska knattspyrnusam-
bandinu fundinn sekur um kynþátt-
aníð gegn Patrice Evra, leikmanni
Manchester United. Hann var dæmdur
í átta leikja bann frá öllum keppnum
sambandsins og litaði þetta atvik alla
umræðu um leikmanninn það keppn-
istímabilið. Hann var sektaður um hálfa
áttundu milljón króna.
Desember 2011
Sendi fingurinn
Luis Suárez var ákærður af enska knattspyrnusam-
bandinu í desember 2011 fyrir að sýna stuðningsmönn-
um Fulham fingurinn. Þá þegar hafði hann fengið ákæru
frá enska knattspyrnusambandinu vegna Patrice Evra-
málsins en úrskurður í málinu hafði ekki verið kveðinn
upp. Svo fór að Suárez var úrskurðaður í eins leiks bann
vegna atviksins.
Febrúar 2012
Sendi stuðningsmönnum fingurinn
Suárez sendi stuðningsmönnum Fulham fingurinn í viðureign liðanna. Fyrir vikið fékk
hann eins leiks bann.
Október 2012
Lét sig detta
Suárez viðurkenndi að hann hefði látið sig falla í teignum í leik
gegn Stoke í október 2012. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool,
sagði í kjölfarið að slík hegðun væri óásættanleg og á málinu yrði
tekið innanhúss hjá félaginu. Fyrir þessar sakir stillti spænski
knattspyrnuvefurinn El Gol Digital Suárez upp í fimmta sæti yfir
slóttugustu knattspyrnumenn heimsins.
Október 2012
Dýfði sér fyrir framan Moyes
Luis Suárez fagnaði marki sem hann skoraði gegn Everton með
því að henda sér í jörðina fyrir framan David Moyes, stjóra
Everton á þeim tíma. Áður hafði Moyes látið hafa eftir
sér að margir væru komnir með nóg af leikrænum til-
burðum leikmannsins.
Apríl 2013
Beit mótherja – aftur
Í viðureign Liverpool og Chelsea á Anfield í vor beit
Suárez varnarmanninn Branislav Ivanovic, eftir við-
skipti þeirra í vítateignum. Dómarinn sá ekki atvikið
og Suárez skoraði jöfnunarmark í uppbótartíma. Sér-
stök nefnd á vegum knattspyrnusambandsins dæmdi
hann í tíu leikja bann. Hann mótmælti ákvörðuninni og
hlaut bágt fyrir.
Júní 2014
Beit mótherja –
enn og aftur
Luis Suárez sést greinilega læsa
tönnunum í öxl Giorgio Chiellini, leik-
manns Ítalíu, í viðureign liðanna á HM
í Brasilíu. Suárez
og Chiellini
höfðu verið að
kljást í teign-
um og brást
Suárez við
með þessum
hætti. Suárez
sagði í viðtali eft-
ir leik að hann hefði
lent á öxlinni á honum
og svona hlutir gerðust í fót-
bolta. Suarez var úrskurðaður í fjögurra mánaða
keppnismann af aganefnd FIFA og níu leikja bann
frá lands- leikjum.
baldur@dv.is / einar@dv.is