Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2014, Qupperneq 58
Helgarblað 27.–30. júní 201442 Skrýtið Indland er næstfjölmennasta ríki heims og eru íbúar þar hvorki meira né minna en 3.800 sinnum fleiri en íbúar Íslands, litlu eyjunnar í ballarhafi. Á dögunum tók DV saman nokkrar mjög svo athyglisverðar staðreyndir um Kína, en núna er röðin komin að Indlandi. Rétt eins og átti við um Kína er allt miklu stærra og meira í Indlandi en gengur og gerist á byggðu bóli. Vefritið Business Insider á heiðurinn af samantektinni og birtir DV hér brot af því besta. einar@dv.is Umhverfis jörðina – 117 sinnum Vegakerfi Indlands er gríðarstórt og raunar það næstlengsta í heimi. Samanlögð lengd allra vega í Indlandi er talin vera 4,7 milljónir kílómetra. Til að setja þetta í samhengi þá er ummál jarðar við miðbaug um 40.075 kílómetrar. Þetta þýð- ir að ef gerð yrði bein lína úr öllum þessum vegum á Ind- landi gæti sú lína náð 117 hringi umhverfis jörðina. Breytist í eyðimörk Stór landsvæði á Indlandi eru hægt og bítandi að breytast í eyðimerkur. Ástæðan er ofnotkun á landi og breytingar sem orðið hafa í veðurfari á stórum svæðum. Eyðimerkur- myndun á sér stað á 81 milljón hekturum lands. Þetta hefur vakið áhyggjur af matvælaöryggi í landinu af skiljanlegum ástæðum. Yngstu íbúarnir árið 2020 Indverjum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og nú er svo komið að meðalaldurinn er einn sá lægsti í heimi. Áætlað er að árið 2020 verði miðgildi aldurs 29 ár sem þýðir að helmingur íbúanna verður yngri en 29 ára. Talið er að Indverj- um í aldurshópnum 15 til 34 ára muni fjölga úr 430 milljónum árið 2011 í 464 milljónir árið 2021. Mesta mengunin Nýja-Delí er að mörgu leyti glæsileg borg en líkt og svo margar stórborgir á hún sér sínar skuggahliðar. Þannig er borgin sú mengaðasta í heimi ef tekið er tillit til loftmengunar. Loftmengun þar er að jafnaði þrisvar sinnum meiri en í stórborginni Peking í Kína – borg sem ekki hefur verið þekkt fyrir loftgæði í seinni tíð. Ríkir eru mjög ríkir Eignir tuttugu og fimm ríkustu Indverjanna eru metnar á sam- tals 175 milljarða Bandaríkja- dala. Þetta er um það bil jafn mikið og verg landsframleiðsla Úkraínu á ári. Ríkastur allra á Indlandi er Mukesh Ambani en eignir hans eru metnar á 24,2 milljarða dala. Lækningaferðamennska Sífellt fleiri sjá hag í því að ferðast til Indlands vegna ódýrrar en mjög góðrar læknisþjónustu sem þar má finna. Hér er ekki verið að tala um skottulæknana sem finna má í skúmaskotum í stærstu borgum landsins. Á Indlandi starfa margir mjög hæfir lækn- ar. Fjölmargir hafa ferðast til Indlands til að gangast undir bæklunar- og hjartaskurðaðgerðir með góðum árangri. Þannig hefur Wockhardt-sjúkrahús- ið í Mumbai framkvæmt meira en tuttugu þúsund hjartaaðgerðir með fínum árangri. Blautasti staður jarðar Yfirvöld í bænum Cherrapunji í austur- hluta Indlands leggja mikið upp úr því að hann sé kynntur fyrir ferðamönnum sem votviðrasamasti staður jarðar. Meðalúrkoma þar á ári er hvorki meira né minna en 11.770 millímetrar en til samanburðar var úrkoma á Akureyri árið 2012 – allt árið – 578 millímetrar, samkvæmt gögnum á vef Veðurstofu Íslands. En staðreyndin er sú að Cherra- punji er ekki votviðrasamasti staður Indlands heldur er það nágrannabær- inn Mawsynram þar sem meðalúrkoma á ári slagar upp í 12 þúsund millí- metra. Þar rignir nánast látlaust allan daginn, allt árið. Banaslys á þriggja mínútna fresti Árið 2012 létust 138.258 manns í umferðarslysum árið 2012. Þetta jafngildir því að einn hafi dáið á um það bil þriggja mínútna fresti að meðaltali. Á Indlandi létust 18,9 einstaklingar fyrir hverja hundrað þúsund íbúa í umferðarslysum. Þó svo að þetta sé ógnarmikill fjöldi fólks var meðaltalið á heimsvísu árið 2012 aðeins örlítið lægra, eða 18 á hverja hundrað þúsund íbúa. Einkaneysla vex og vex Áætlanir gera ráð fyrir að einkaneysla í Indlandi muni vaxa gríðarlega á næstu árum og verða 3,6 billjónir Bandaríkjadala (milljón milljónir) árið 2020. Ef þessar spár rætast er um að ræða gríðarlega aukningu frá árinu 2010 þegar einkaneysla nam 991 milljarði dala. Elska viskí Indverjar drekka mikið magn af viskíi á hverju ári. Árið 2012 nam neyslan 1,2 milljörðum lítra sem samsvaraði helmingi allrar neyslu í heiminum það árið. Þrátt fyrir þetta gríðar- mikla magn eru Indverj- ar ekki mestu viskí- drykkjumenn heims sé litið á höfðatölu. Þann heiður eiga Frakkar. Dýrasta heimilið Í Mumbai stendur dýrasta heimili heims, Antilia-byggingin, sem er í eigu Mukesh Ambani sem fjallað er um hér að framan. Talið er að kostnaður við bygginguna hafi numið um einum millj- arði Bandaríkjadala, en til samanburðar er landsfram- leiðsla Sómalíu um 1,3 milljarðar dala á ári. Nokkrar staðreyndir um ótrúlega Indland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.