Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 2
2 Fréttir Helgarblað 19.–22. september 2014 Enn hjá saksóknara Miklar annir hjá embættinu tefja málaafgreiðslu M ál fimm pilta sem kærðir voru fyrir hópnauðgun í vor er hjá ríkissaksóknara og hefur lögregla lokið rann­ sókn sinni. Málið vakti mikla athygli á vormánuðum. Ung stúlka kærði pilt­ ana fimm, sem eru á aldrinum 17– 19 ára, til lögreglunnar í byrjun maí. Stúlkan er sjálf sextán ára. Stúlkan kærði nauðgunina til lögreglunnar og í kærunni kom fram að hún hefði orðið fyrir árásinni í samkvæmi í Breiðholti fyrstu helgina í maí. Á meðal sönnunargagna í mál­ inu er myndbandsupptaka af nauðg­ uninni sem tekin var upp á síma eins piltanna. Stúlkan kom upptök­ unni sjálf til lögreglunnar, en fyrir liggur að myndbandið hafði farið í dreifingu á meðal ungmenna. Piltarnir voru færðir í gæsluvarðhald þann sjöunda maí, sama dag og stúlkan kærði, en voru látnir lausir þann 20. maí. Lög­ regla hafði krafist gæsluvarðhalds vegna almannahagsmuna, en ekki rannsóknarhagsmuna. Piltarn­ ir segja stúlkuna hafa haft samfar­ ir við þá með sínu samþykki, en piltunum ber annars ekki saman um málavexti. Fjölmörg vitni voru yfirheyrð í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Málið er hjá ríkissaksóknara og var sent þangað í byrjun júní. Al­ mennt er miðað við að mál séu af­ greidd hjá ríkissaksóknara á þrjátíu dögum, en vegna mikilla anna hjá embættinu hefur ekki verið hægt að fylgja þeim viðmiðum. Málastaðan er erfið samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara og því hefur um langt skeið ekki verið hægt að fylgja þessari reglu. n astasigrun@dv.is Óafgreitt Stúlkan kærði nauðgunina í maí og ríkissaksóknari fékk málið í byrjun júlí. Enn hefur saksóknari ekki tekið afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra. Mynd úr safni Mun færri vændismál Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu hefur rannsakað mun færri vændismál það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Í fyrra voru málin 81 en í ár eru þau aðeins átta. Lögregla telur að munurinn liggi í sérstöku átaki gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem ráðist var í fyrra. Í fyrra voru skipulögð glæpa­ samtök sérstaklega undir eftirliti lögreglunnar og mansal þar að auki. Það var því mikið eftirlit með sölu og kaupum á vændi og mansali. Óvíst er hvort þessu aukna eftirliti verði fram haldið, en embætti lögreglunnar á höf­ uðborgarsvæðinu fær talsvert minna fjármagn í ár en í fyrra, eða níutíu milljónum lægra fram­ lag á fjárlögum. Máttu ekki landa á Íslandi Grænlensku skipi var meinað að landa á Íslandi norsk­íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu. Þetta kemur fram í til­ kynningu frá Atvinnuvega­ og ný­ sköpunarráðuneytinu. Synjunin byggir á þeirri af­ stöðu ráðuneytisins að þeir sem ekki eru aðilar að strandríkja­ samningi um veiðar úr norsk­ís­ lenska síldarstofninum fá ekki að landa hér á landi. Fram kemur að Grænlendingum hafi verið gerð grein fyrir þessari afstöðu og því ætti málið ekki að koma á óvart. „Tilgangurinn með banninu er að standa vörð um norsk­íslenska síldarstofninn, sem hefur átt mjög í vök að verjast undanfarin ár vegna lítillar nýliðunar og verja þannig íslenska hagsmuni.“ Vissu ekki um brot níðingsins n Sigurbjörn mætir ekki á forsýninguna n Engir kynferðislegir undirtónar É g held að enginn hafi vitað af þessu, ekki einu sinni hans nánustu vinir hér. Þetta er ekki beint eitthvað sem þú byrjar að tala um að fyrra bragði,“ segir Erik Nyström, forsvarsmaður leikfé­ lagsins sem er að setja upp leiksýn­ ingu eftir dæmdan íslenskan barna­ níðing, Sigurbjörn Sævar Grétarsson, í samtali við DV. Erik segir að Sigur­ björn fái ekki að mæta á forsýningu leikritsins og verði haldið frá börnun­ um. Í þriðjudagsblaði DV var greint frá því að unglingaleikhópurinn Al­ verna í Borlänge í Svíþjóð myndi setja upp leikritið Álfurinn og leyni­ hellirinn í október en leikritið var skrifað af Sigurbirni. Í Svíþjóð notar Sigurbjörn dagsdaglega nafnið Björn Maron Grétarsson. forsvarsmaður miður sín Þegar blaðamaður DV hafði fyrst samband við Erik á miðvikudag var ljóst að hann hafði nýlega verið upp­ lýstur um sakaferil Sigurbjörns. Af orðum hans að dæma hefur honum borist fjöldi ábendinga eftir að mál­ ið kom fyrst upp. Hann var miður sín vegna málsins og ítrekaði við blaða­ mann að Sigurbjörn hefði ekki kom­ ið nálægt börnunum. „Ég held ég viti hvers vegna þú ert að hringja. Ég vissi ekkert um þetta. Hann skrif­ aði handritið og það er það eina sem hann hefur gert. Hann hefur ekki tek­ ið nokkurn þátt í starfi barnanna. Ég held ég hafi sjálfur aðeins hitt hann einu sinni,“ segir Erik. Kunningi sigurbjörns mælti með honum Spurður um hvernig það hafi komið til að unglingaleikhópurinn setti upp leikrit eftir Sigurbjörn segist Erik ekki vera fyllilega viss um það. „Ég held að einhver hafi þekkt hann. Sá sagði að félagi sinn hefði skrifað handrit og við tókum bara vel í að setja það upp. Þannig var það. Kunningi hans vissi ekkert um dóm hans og sögu. Þetta er líka ekki eitthvað sem við hefðum ekki getað kannað fyrirfram,“ seg­ ir Erik. Á vefsíðu héraðsblaðsins DT í Svíþjóð má sjá að Sigurbjörn hefur komið sér vel fyrir í Borlänge. Af frétt­ um að dæma virðist hann fyrst og fremst hafa starfað í veitingabrans­ anum. Árið 2011 birtist frétt á þeim vef þar sem sagt er frá að Sigurbjörn hafi opnað nýjan bar í Borlänge, Gold Club. foreldrafundur vegna málsins Fyrst er blaðamaður ræddi við Erik sagði hann alls kostar óvíst hvort verkið Álfurinn og leynihellirinn yrði nokkurn tímann sett á svið. Eftir að stjórnendur leikhópsins fréttu af fortíð Sigurbjörns hafi þeir orðið tvístígandi um hvort æskilegt væri að börnin leiki verk sem sprottið er úr huga barnaníð­ ings. „Við urðum að tilkynna foreldr­ um barnanna um þetta. Það verður foreldrafundur nú í kvöld [miðviku­ dag, innsk. blm.] og við ætlum að leyfa foreldrunum að ákveða hvort leikritið verður sett á svið,“ segir Erik. Kæmi niður á börnunum Daginn eftir foreldrafundinn seg­ ir Erik að ákveðið hafi verið að setja verkið á fjalir. „Foreldrarnir ákváðu að það myndi bara koma niður á börnunum ef við hættum við. For­ eldrarnir höfðu fyrst áhyggjur en þegar við útskýrðum fyrir þeim hvernig í pottinn væri búið þá ró­ uðust þeir. Þau eru búin að æfa leik­ ritið frá því í janúar og yrðu leið ef við hættum við. Fyrir börnunum er hann bara nafn á pappír. Honum verður þakkað fyrir en hann fær ekki að koma nálægt,“ segir Erik. Spurður um söguþráð leikrits­ ins segist Erik ekkert vita um hann. „Ég vil láta það koma mér á óvart. Ég vil samt taka það fram að ef leikritið hefði kynferðislega undirtóna hefð­ um við hætt við.“ sækir í drengi Sigurbjörn var í lok árs 2004 dæmd­ ur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa brotið gegn fimm drengjum sem voru á aldrinum tólf til fjórtán ára. Hann sótti mikið í störf með ung­ mennum og starfaði meðal ann­ ar sem húsvörður grunnskólans á Patreksfirði, umsjónarmaður fé­ lagsmiðstöðvarinnar og sturtuvörð­ ur í leikfimihúsi bæjarins. Það var í krafti þessara starfa sem Sigurbjörn gat brotið á drengjunum og í því ljósi er sérstaklega varhugavert að hann sé fara inn á það svið á ný í nýju landi. Brot Sigurbjörns voru gróf, hann hafði hann munnmök við fleiri en einn dreng, fróaði sumum og tók nektarmyndir af þeim. Við húsleit hjá Sigurbirni fundust klámfengn­ ar myndir af fórnarlömbum hans á tölvu. n Hjálmar friðriksson hjalmar@dv.is Opnaði bar Mynda af vef DT.se við frétt frá árinu 2009, stuttu eftir að Sigurbjörn lauk afplánun, um að nýtt diskótek yrði opnað í miðbæ Borlänge. „Ég vil samt taka það fram að ef leikritið hefði kynferðis- lega undirtóna hefðum við hætt við. 16. september 2014 6 Fréttir Vikublað 16.–18. september 2014 Barnaníðingur setur upp barnaleikrit L augardaginn 25. október mun unglingaleikhópurinn Alverna – álfarnir – frum- sýna leikritið Alven och den hemliga grottan – Álfurinn og leynihellirinn - í Borlänge í Sví- þjóð. Samkvæmt auglýsingu sem birtist nýverið í fréttablaði ABF - Fræðslusambands alþýðunnar – er höfundur leikritsins Björn Maron Grétarsson. Það er dulnefni Sigur björns Sævars Grétarssonar, en hann var árið 2004 dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn fimm piltum sem voru á aldrinum tólf til fjórtán ára á Pat- reksfirði. Brot hans gegn drengj- unum voru sérlega gróf en Sigur- björn sótti mikið í ungmennastarf á Patreksfirði. Hann lauk afplán- un árið 2008 og virðist hafa flutt til Svíþjóðar, skipt um nafn, en sækir enn í vinnu með börnum. Leiksýn- ingin er skipulögð af Borlängedeild Fræðslusambands alþýðunnar og ungliðadeildar sænska alþýðusam- bandsins. Í auglýsingu vegna verks- ins kemur ekki fram hver leikstýrir verkinu en Sigurbjörn er búsettur í Borlänge. Verkið er sett upp í For- um Kvarnsveden. Sótti í ungmennastörf Sigurbjörn sinnti ýmsum ábyrgðar- störfum gagnvart unglingum á Pat- reksfirði þar sem brot hans áttu sér stað fyrir rúmlega tíu árum og sótti hann bersýnilega í störf með ungmennum. Hann starfaði með- al annars hjá lögreglunni, sinnti forvarnarstarfi, var húsvörður grunnskólans, hafði umsjón með félagsmiðstöðinni og var sturtu- vörður í leikfimihúsinu. Brot hans gegn drengjunum áttu sér stað á árunum 2002 til 2003. Hann var ákærður fyrir brot gegn sjö drengj- um en aðeins sakfelldur fyrir brot gegn fimm drengjum. Í dómn- um gegn Sigurbirni kemur fram að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem umsjónarmaður félags- miðstöðvarinnar og á kerfisbund- inn hátt gert drengina móttækilega fyrir kynmökum. Hann var sagð- ur hafa sýnt skýran og einbeittan brotavilja. Barnaklám á tölvu Samkvæmt fréttaflutningi þegar brot Sigurbjarnar komu fyrst upp mun kynferðislegt ofbeldi hans gagnvart drengjunum hafa falist í sjálfsfróun og sýningu klámfenginna mynda. Sterkur grunur var um grófari brot. Við húsleit hjá Sigurbirni fundust klámfengnar myndir af fórnarlömb- um hans á tölvu. Brot Sigurbjarnar komu í ljós er tveir skólapiltar slóg- ust á skólalóð. Ætlaði Sigurbjörn sem húsvörður að færa annan drengj- anna inn í skólann. Eldri bróðir drengsins hrópaði þá að hann mætti alls ekki fara með Sigurbirni. Að- stoðarskólastjóri varð vitni að þessu og spurðist fyrir um hvernig stæði á þessu. Í kjölfarið sagði drengurinn foreldrum sínum frá brotum Sigur- bjarnar gegn honum. Kerfisbundið áreiti Aðferð Sigurbjörns við að tæla drengina snerist líkt og fyrr segir um að gera þá kerfisbundið móttæki- lega fyrir kynmökum. Samkvæmt dómi sýndi hann einum drengjanna klámmyndir af ungum dregnum og fullorðnu fólki. Hann var auk þessa dæmdur fyrir að mynda kynfæri eins drengjanna auk þess sem hann fróaði honum. Einnig hafði hann munn- mök við fleiri en einn dreng. Vörn Sigurbjörns á hegðun sinni snerist að miklu leyti um að hann hafi skaddast á heila í slysi, en að hans sögn réðust unglingar á hann. Fór út eftir afplánun á Litla-Hrauni Stuttu eftir að Sigurbjörn losnaði úr fangelsi kom hann sér fyrir í blokk og varð talsverður kurr meðal ná- granna hans. „Þá kemur eflaust upp í huga ykkar hvort ég geti ekki flutt. Ég hef velt því fyrir mér og er að athuga þau mál. Ég er samt hvergi velkominn og er þetta því mjög erfitt. Ég verð samt ekki mikið í þessari íbúð, er að fara erlend- is á næstunni,“ skrifaði Sigurbjörn í bréfi til nágranna sinna í upphafi árs 2008. Svo virðist sem Svíþjóð hafi orðið fyrir valinu. n Forum Kvarnsveden Hér verður sýn- ingin Álfurinn og leynihellirinn frumsýnd 25. október næstkomandi. Dæmdur barnaníðingur Sigurbjörn Sævar var árið 2004 dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn drengjum. Hann kemur nú að uppsetningu á leikverki ungmenna í Svíþj óð. Ungmenni í Borlänge sýna Álfurinn og leynihellirinn eftir Patreksfjarðarníðinginn Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ég er samt hvergi vel- kominn og er þetta því mjög erfitt 17 ára á 144 kílómetra hraða Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lög- reglunnar á Suðurnesjum um helgina. Þetta kemur fram í til- kynningu frá lögreglunni. Sá sem hraðast ók mældist á 144 kíló- metra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetr- ar á klukkustund. Ökumaður bíls- ins var sautján ára piltur sem ját- aði brot sitt. Ökumannsins bíður 130 þúsunda króna fjársekt, svipt- ing ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Rugluðust á bensíngjöf og bremsu Óku á þrjár bifreiðar Skemmdir urðu á þremur bifreið- um í Keflavík á sunnudag eftir að ökumaður einnar bifreiðarinnar steig á bensíngjöf í stað bremsu. Ökumaðurinn ætlaði að stöðva bifreiðina við biðskyldumerki en steig þá óvart á bensígjöfina með þeim afleiðingum að bifreið hans snerist í hálfhring, fór yfir vegg og hafnaði á kyrrstæðum bifreiðum sem þar hafði verið lagt í bíla- stæði. Talsvert tjón varð á bifreiðun- um og þurfti kranabíl til að fjar- lægja tvær þeirra af vettvangi. Á mánudagsmorgun varð svo annað óhapp með sama hætti þegar ökumaður var að leggja bif- reið sinni í stæði og steig á bens- íngjöfina í stað bremsunnar með þeim afleiðingum að hann ók á aðra bifreið. Ákvörðunin verði endurskoðuð Landsbankinn lokar útibúi sínu í Sandgerði B æjarstjórn Sandgerðisbæjar skorar á Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, og bankaráð að endurskoða tafarlaust þá ákvörðun sína að loka útibúi Landsbankans í bæjarfélaginu þann 11. október næstkomandi. Bæjaryfirvöld funduðu með Stein- þóri á mánudag þar sem áskorunin var lögð fram. Til stendur að hluti starfsmanna fari frá Sandgerði í útibú bankans í Reykjanesbæ. Að auki mun bakvinnslan sem verið hefur í Reykjanesbæ flutt í Mjóddina og býðst starfsmönnum úr Reykjanesbæ vinna þar. Þjónustu- verið á Selfossi hefur svo verið lagt niður og verða þjónustuver nú starf- rækt í Reykjavík og á Akureyri. Þetta er fjórða útibúið sem Landsbankinn lokar á Reykjanesi. Áður hafði Landsbankinn lokað úti- búi sínu í Njarðvík, í Vogum á Vatns- leysuströnd, í Garði og nú sveitar- félaginu Sandgerði. „Landsbankinn ætti að hafa burði til að starfrækja bankaútibú í rúm- lega 1.600 manna samfélagi og bjóða bæði íbúum og fyrirtækjum þjón- ustu í nærsamfélaginu. Þannig stæði banki í ríkiseigu undir samfélagsleg- um skyldum og ábyrgð,“ segir í frétta- tilkynningu frá Sandgerðisbæ sem kveðst harma ákvörðun Landsbank- ans um að loka útibúinu í bænum. Þá segir einnig að bæjarstjórn Sandgerðisbæjar muni gera það sem í hennar valdi stendur til að reyna að tryggja Sandgerðingum bankaþjón- ustu í heimabyggð. n atli@dv.is Bankastjórinn tók við áskoruninni Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbank- ans, tók við áskoruninni. Það var Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, sem afhenti hana. MynD SanDgerDi.iS Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.