Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 19.–22. september 201438 Lífsstíll Mittismálið lengist Meðalmittismál Bandaríkja- manna hefur lengst um rúmlega tvo og hálfan sentimetra á ein- um áratug. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Vísindamenn skoðuðu tæp- lega 33 þúsund einstaklinga á tímabilinu. Árið 2012 var mittis- málið komið upp í 98,5 senti- metra en var 95,5 sentimetrar árið 1999. Niðurstöðurnar ganga gegn niðurstöðum fyrri rannsókna sem studdust við BMI-líkams- þyngdarstuðulinn en samkvæmt þeim hafði hlutfall of feitra ekki breyst frá 2003 til 2012. Einveran getur verið banvæn Nýleg rannsókn sem gerð var af University College London sýn- ir fram á að einangrun frá öðru fólki eykur líkurnar á dauðsfalli um 26% borið saman við félags- lyndara fólk á sama aldri. Áður var því haldið fram að það væri í raun einmanaleiki sem hefði þessi áhrif en rannsóknin sýndi ekki fram á tengsl þar á milli. Þegar fólk eyðir mestum tíma sínum eitt síns liðs þá aukast lík- urnar á því til muna að enginn sé til staðar til að hringja á sjúkrabíl ef eitthvað gerist. Þess utan hef- ur verið sýnt fram á að samskipti við annað fólk dragi úr streitu og bólgum í líkamanum. Flóknar og sársaukafullar Verkfræðingar, hönnuðir, mæð- ur og heilsusérfræðingar munu koma saman seinna í mánuðin- um í von um að hanna nýja brjóstapumpu. MIT-háskólinn í Bandaríkjunum stendur fyrir sérstakri ráðstefnu þar sem hóp- ur sérfræðinga úr ýmsum áttum ætla að leggja málefninu lið. Ástæða þess er umfjöllun um litla þróun á brjóstapump- um. Þar kom fram að pumpurnar væru flóknar og jafnvel sársauka- fullar í notkun. Þeir sem vilja kynna sér ráð- stefnuna betur er bent á vefsíð- una breastpump.media.mit.edu. Plastpokalaus Stykkishólmur n Vilja helst ekki urða plast n Flestar verslanir hættar að bjóða upp á plastpoka F ólki hefur fundist þetta af- skaplega skemmtilegt fram- tak,“ segir Róbert Arnar Stef- ánsson, stjórnarmaður í Umhverfishópi Stykkishólms en þann 12. september síðastliðinn var burðarplastpokinn kvaddur í Hólminum. „Þetta hefur gengið afar vel og langflestir tekið þessu verkefni fagnandi.“ Aðeins Bónus treystir sér ekki eins og er til að taka skrefið til fulls en þar er samt verið að vinna í málinu. „Allar breytingar hafa í för með sér einhverjar efa- semdir hjá fólki. En við í Umhverfis- hópnum tökumst á við það með fræðslu og ráðgjöf. Það er aðallega óvissan sem fer illa í fólk.“ Fyrir sex árum ákvað bæjar- stjórnin að allir í bænum fengju þrjár ruslatunnur fyrir utan hús- ið sitt, eina fyrir lífrænan úrgang, aðra fyrir endurvinnanlegt efni og þá þriðju fyrir óendurvinnanlegt efni. „Það vefst aðallega fyrir fólki hvernig það getur hent almenna ruslinu án þess að nota plastpoka. En við mælum eindregið með því að fólk noti maíspoka, það er gott úrval af þeim og nú í október kemur nýr poki á markað sem er enn sterkari og meira eins og venju- legir plastpokar. Maíspokarnir eru góðir að því leyti til að þeir brotna niður í náttúrunni.“ Plastpokalaus til frambúðar Markmið Stykkishólms er að allt plast verði endurunnið og ekkert af því verði urðað þar sem það brotnar ekki niður. Byrjunin er þó að hætta að vera með plastpoka í búðum. „Ekki er um að ræða bann við plastpok- um, heldur höfum við hvatt alla til að vera með. Búðum er það í sjálfsvald sett hvort þær bjóði upp á margnota poka, maíspoka eða bréfpoka. Vonin er auðvitað sú að Stykkis- hólmur verði plastpokalaus bær til frambúðar. Ég hef heldur enga trú á því að þeir verslun- areigendur og aðrir sem skipt hafa út venjulegum plastpok- um í annað fari aftur í plast- ið,“ segir Róbert. Enn sem komið er eru upplýsingar um verkefnið aðeins til á íslensku en vonandi verð- ur einnig hægt að bjóða upp á kynningarefni á ensku. „Það er lítið fé- lag sem sér um þetta og þó við fáum hjálp frá bæjarbúum þá er þetta að miklu leyti gert í sjálfboðavinnu. Það stendur reyndar í lógóinu „plastic bag free“ en það veltur þá á búðarfólkinu að útskýra hvað það þýðir fyrir ferða- mönnunum. Við erum búin að vera í góðu sambandi við það svo það ætti að kunna svörin við helstu spurningum.“ Vonandi taka fleiri þátt Eins og er, er þetta tilraunaverkefni hjá Umhverfishópnum. Þau vildu sjá hvort þetta væri hægt en líka hvort það væri vilji fyrir því að fara í þessar aðgerðir. „Það kom fljótt í ljós að þetta er hægt og draumur- inn er nú að fleiri bæjarfélög og fyrir tæki taki þetta upp. En þó verk- efnið sé komið langt á leið þá er því alls ekki lokið, það þarf til dæmis að vinna að því með Bónus að draga verulega úr og vonandi hætta plast- pokanotkuninni. Það er samt að sumu leyti skiljanlegt að það taki lengri tíma fyrir svo stórt fyrir- tæki að taka skrefið alla leið,“ segir Róbert að lokum. n Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is „Búðum er það í sjálfsvald sett hvort þær bjóði upp á margnota poka, maís- poka eða bréfpoka. Umhverfis- vænt samfélag Flestar verslanir í Stykkishólmi eru hættar að bjóða upp á plastpoka. MynD SHUtterStock róbert Arnar Stefánsson Stjórnarmaður í Umhverfishópi Stykkishólms. Umbúðalaus matvöruverslun Viðskiptavinir koma sjálfir með ílát Þ ýska fyrirtækið Original Unver packt hefur opnað verslun í Berlín þar sem allar vörur eru til sölu án umbúða. Fólk kemur með sín eigin endur- nýtanlegu ílát til að kaupa allt frá ávöxtum, grænmeti og kornmeti til jógúrts, handáburðar og sjampós. Einhverjir vökvar eru seldir í flösk- um en svipað því sem Endur- vinnslan og Sorpa býður upp á hér, þá fær fólk pening fyrir að skila þeim aftur í búðina. Búðin er hópfjármagnað til- raunaverkefni en í versluninni eru mestmegnis seldar lífrænar vörur og er hver og ein merkt uppruna- landi sínu, eins eru merkjavörur ekki seldar í versluninni. Það á eft- ir að koma í ljós hvort fleiri versl- anir með þessu fyrirkomulagi opna en kostur búðarinnar er sá að við- skiptavinir geta keypt það sem þeir vilja í nákvæmlega því magni sem þeir þurfa. Um þriðjungur þess matar sem er keyptur er hent og er það aðallega vegna þess að fólk þarf að kaupa meira en það þarf. Matar- umbúðir eru líka stór hluti þess sem er hent. Mestu áhyggjur þýskra yfirvalda snerust að heilsuvernd en Original Unverpackt sótthreinsar öll ílát sem fólk kemur með í búðina til þess að koma í veg fyrir mögulegt smit. Einnig hefur verið haft orð á háu verði í búðinni en fræðingar telja að tími sé kominn á vitundarvakningu almennings og þar til fleiri búðir með þessu fyrirkomulagi opna verði fólk að borga aðeins hærra verð. n helgadis@dv.is engar umbúðir Úrgangur minnkar þegar fólk velur sjálf hversu mikinn mat það þarf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.