Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 19.–22. september 201442 Sport E itthvað þarf undan að láta á sunnudag þegar tvö sigurstranglegustu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City og Chelsea, mætast á Etihad-vellin- um í Manchester. Flestir búast við því að þessi tvö lið verði í sérflokki í vetur og muni berjast um meistara- titilinn allt til loka tímabils. Chelsea hefur farið hamförum í fyrstu leikj- um tímabilsins og er eina liðið í deildinni sem er með fullt hús stiga, 12 stig eftir 4 umferðir. Manchester City hefur farið rólegar af stað og situr í 5. sætinu með 7 stig. City unnið fimm af sex Leikir City og Chelsea hafa í gegn- um tíðina verið hnífjafnir. Í síðustu tíu innbyrðis leikjum þessara liða hefur City unnið fimm, Chelsea fjóra og aðeins einn hefur endað með jafntefli. City hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum liðanna á Etihad en eini tapleikurinn kom einmitt þann 3. febrúar í fyrra þegar Chelsea vann magnaðan 1–0 sigur. Liðin mættust svo tæpum hálfum mánuði síðar, 15. febrúar, í enska bikarnum og þá fór City með sigur af hólmi, 2–0, á Etihad. Ekki ávísun á titil Þó að flest bendi til þess að Chelsea verði Englandsmeistari er allt of snemmt að spá fyrir um það eins og dæmin sýna. Á síðustu tíu árum hef- ur toppliðið í ensku úrvalsdeildinni eftir fjórar umferðir aðeins tvisvar orðið Englandsmeistari. Í fyrra var Arsenal á toppnum eftir fjórar um- ferðir en City varð meistari, árið 2012 var Chelsea á toppnum en Manchester United varð meistari og árið þar á undan var Manchester United á toppnum en nágrannar þeirra í City urðu meistarar. Taplausu liðin mætast Það eru fleiri frábærir leikir á dag- skránni um helgina en leikur Manchester City og Chelsea þó að aðrir leikir falli vissulega í skugg- ann. Á laugardag tekur spútniklið deildarinnar til þessa, Aston Villa, á móti Arsenal. Villa gerði góða ferð á Anfield um liðna helgi og lagði Liverpool, 1–0, á meðan Arsenal gerði jafntefli gegn Manchester City á heimavelli. Villa er í 2. sæti deildarinnar með 10 stig en Arsenal er í 7. sætinu með 6 stig. Bæði lið eru taplaus í deildinni ásamt Chelsea. United heimsækir nýliða Síðdegis á laugardag heimsækir Liverpool West Ham í athyglis- verðum leik. West Ham er með fjögur stig en Liverpool með sex stig. Daniel Sturridge verður ekki með Liverpool vegna meiðsla og eru það slæmar fréttir fyrir Brend- an Rodgers og félaga. Manchester United, sem fór hamförum gegn QPR um liðna helgi, heimsækir ný- liða Leicester í hádeginu á sunnu- dag. Leicester hefur spilað ágæt- lega í upphafi móts og er með 5 stig í 12. sætinu. Manchester United er einnig með 5 stig en í 9. sætinu vegna betri markatölu. n Vissir þú … … að Abel Hernandez, leikmaður Hull, varð á mánudag ellefti Úrúgvæinn til að skora í úrvalsdeildinni. … að Everton hefur skorað næstflest mörkin (9) í úrvalsdeildinni til þessa en fengið á sig flest (10). … að Manchester United hefur haldið boltanum best allra liða í úrvals- deildinni í vetur (62% að meðaltali). Í fyrra var liðið í 8. sæti hvað þetta varðar. … að Juan Mata hefur skorað 8 mörk í síðustu 10 úrvalsdeildarleikjum sínum með United. … að Angel Di Maria varð á sunnudag 31 Argentínu- maðurinn til að skora í úrvalsdeildinni. … að Diego Costa hefur skorað sjö mörk úr tíu skotum á markið það sem af er tímabili. … að Cesc Fabregas er fyrsti leikmaður- inn í sögu úrvalsdeildarinnar sem nær að leggja upp mark í sex leikjum í röð. … að Arsenal hefur fengið á sig fjögur skallamörk það sem af er tímabili, flest allra liða. … að Jesus Navas lagði upp mark á úti- velli um helgina í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir Manchester City. Taktískur sigur Mourinho Aron Elís Þrándarson, leikmað- ur Víkings og einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar, tippar á leiki helgarinnar að þessu sinni. Aron er harður stuðningsmaður Liverpool og býst við sigri sinna manna gegn West Ham. Hann á þó ekki von á mörgum mörkum í leikjum helgarinnar. Laugardagur: QPR – Stoke 0–1 „Ég held að Stoke eigi eftir að vinna þetta, 1–0. QPR er búið að vera mjög slakt það sem af er tímabili. Ég á ekki von á öðru en að þeir fari beint niður í vor.“ Swansea – Southampton 1–0 „Southampton hefur verið sterkt og komið á óvart en ég held að Swansea vinni þetta 1–0. Ætli Gylfi Þór leggi ekki upp sigur- markið með eitraðri hornspyrnu á kollinn á Ashley Williams.“ Newcastle – Hull 0–0 „Newcastle hefur verið í basli og þarf að þétta vörnina. Ég á von á að þeir geri það í þessum leik og þetta verði steindautt jafntefli. Þeir hafa fengið á sig of mörg mörk og ná í einn punkt þarna. Þeir gætu orðið í erfiðleikum í vetur og verða trúlega í botnbaráttunni.“ Aston Villa – Arsenal 1–1 „Ég held að Villa nái jafntefli á móti Arsenal. Aston Villa-liðið er búið að vera þrusugott en auðvitað getur þetta verið blaðra sem á eftir að springa. Andreas Weimann skorar fyrir Villa en Koscielny skorar fyrir Arsenal eftir hornspyrnu og bjargar einu stigi.“ Burnley – Sunderland 2–0 „Ég held að Burnley vinni þarna sinn fyrsta sigur í deildinni og geri það nokkuð sann- færandi. Þeir liggja mikið til baka en eru samt hættulegir í skyndisóknum. Ég held að mörkin komi eftir tvær hraðar sóknir.“ West Ham – Liverpool 0–1 „Ég er Liverpool-maður og get ekki annað en spáð þeim sigri. West Ham er samt alltaf sterkt á heimavelli. Ég ætla að segja að Liverpool vinni nauman sigur og Liverpool eigi eftir að verða heppið. Steven Gerrard skorar sigurmarkið úr víti.“ Sunnudagur: Tottenham – WBA 2–0 „WBA er búið að vera með allt niður um sig í fyrstu leikjunum og ég held að Totten- ham vinni nokkuð þægilegan sigur, 2–0. Adebayor skorar bæði. Tottenham er búið að vera mjög gott heilt yfir, fyrir utan Livepool leikinn.“ Leicester – Man. United 0–1 „Ég held að United vinni þennan leik 1–0. Ég held að Leicester muni múra fyrir markið og United muni eiga í erfiðleikum með að opna vörnina. En United nær að pota inn einu í seinni hálfleik og ætli það verði ekki Wayne Rooney sem skorar markið eftir fast leikatriði.“ Man. City – Chelsea 0–1 „Þetta er risaleikur. Chelsea er búið að vera rosalega gott og City er með mjög góðan mannskap. Ég held að Chelsea vinni þetta. Mourinho kann þetta og ég held að Hazard muni skora eftir skyndisókn. Þetta verður sama uppskrift og í fyrra þegar Chelsea vann 1–0 á Etihad.“ Everton – Crystal Palace 3–1 „Ég held að Everton vinni þægilegan sigur. Lukaku skorar tvö og Steven Naismith eitt. Crystal Palace nær sárabótarmarki seint í leiknum sem mun ekki skipta neinu máli.“ Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Bestu liðin mætast í Manchester n City með ágætt tak á Chelsea á heimavelli n Spútnikliðið mætir Arsenal Barátta Það má búast við því að hart verði tekist á þegar Manchester City tekur á móti Chelsea á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.