Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 34
34 Neytendur Helgarblað 19.–22. september 2014 Sex sparnaðarráð fyrir þvottavélina Neytendasíðan Consumer Reports tók saman ýmis hollráð fyrir þvottadaginn. 1 Ekki nota of mikið þvottaefni. Þvottaefni eru vanalega orðin mun sterkari en þau voru og þegar þú notar of mikið þá ertu ekki bara að sóa þvottaefni heldur getur það orðið til þess að þvottavélin þín, eftir tegund- um, setji í gang auka skolhring. Þá tekur bæði lengri tíma að þvo þvott og þú notar meira vatn en þörf krefur. 2 Notaðu kalda vatnið Consumer Reports komst að þeirri niður- stöðu að allt að 90% af orkunotkun við hvern þvott fer í það þegar þvotta- vélin hitar vatnið. Þú ættir því að íhuga, eftir atvikum, að nota kalda- vatnsstillinguna á vélinni þinni. Fötin þín verða samt hrein og þú munt líklega ekki sjá muninn. 3 Fullnýttu plássið Með því að forðast að setja vélina í gang fyrir eitthvert smotterí þá hlífir þú þvotta- vélinni við aukinni notkun og sliti. Ef þú þarft nauðsynlega að þvo lítið í einu, athugaðu hvort það sé stilling á vélinni fyrir smærri þvotta. Burtséð frá magninu skaltu alltaf nota hæstu mögulegu stillingu fyrir vindinguna. Af hverju? Það dregur úr raka í fötunum og þá er minna fyrir þurrkarann þinn að gera með tilheyrandi orkusparnaði. 4 Notaðu sjálfvirku þurrkstillinguna Ekki stilla þurrkarann eftir tíma, notaðu sjálfvirku stillingu ef mögulegt er þar sem rakaskynjari vélarinnar ákveður hversu langan tíma þarf til að þurrka þvottinn. 5 Ekki nota mýkingarefnis-klúta Hægt er að fá mýking- arefni í formi klúta sem settir eru inn í þvottavélina með óhreina þvottinum. Það þarf að passa sig við notkun þessara klúta því þeir geta óhreinkað og ruglað skynjara vélarinnar með þeim afleiðingum að hún er lengur að vinna. Þú ættir að þrífa skynjarana mánaðarlega, ef mögulegt er, með spritti. 6 Ekki blanda saman þvotti Þú færð ekki hrein föt ef þú treður öllum tegundum saman í vélina í einu. Hagkvæmara er að þvo og þurrka svipaða tegund þvottar saman í einni og sömu vél- inni. Dæmi: Þvoðu gallabuxurnar sér, bolina sér o.s.frv. Þá þværðu og þurrkar allt jafnt. Hafðu samt reglu 3 í huga og fullnýttu vélina. Svona áttu að þvo þvottinn n Það dugar ekki alltaf að þefa bara n Forðastu algeng mistök og sparaðu N ú þegar skólar og leikskólar eru byrjaðir á ný eftir sumarið eru þvotta- vélar og þurrkarar á heim- ilum margra landsmanna á yfirsnúningi. En hversu oft áttu að þvo tiltekna tegund þvottar? Eins og með svo margt annað þá eru til viðmið sem ágætt er að hafa til hliðsjónar frá bandarísku stofn- uninni American Cleaning Institu- te (ACI). Þessi viðmið ná yfir það hvenær tímabært sé að þvo rúm- föt, gallabuxur, skyrtur, náttföt og fleira. ACI bendir á að þó það sé góðra gjalda vert að þefa af fötun- um þá segi það þér kannski bara að þú notaðir hæfilegt magn af svitalyktareyði þann daginn. Hér verður einnig fjallað um hvernig þú getur sparað pening, orku og verið eilítið umhverfisvænni þegar þú þværð þvottinn þinn. n Tegund Hvenær skal þvo? Rúmföt Á tveggja vikna fresti að minnsta kosti. Oftar ef þú svitnar mikið í svefni. Náttföt Eftir 3–4 skipti. Sjaldnar ef þú ferð í sturtu/bað fyrir svefninn. Handklæði Eftir 3–4 skipti. Oftar ef þú stundar íþróttir/ líkamsrækt. Sokkar og nærföt Eftir hverja notkun! Brjóstahaldarar Eftir 2–3 skipti. Bolir, nærbolir, hlírabolir Eftir hverja notkun. Kjólar, skyrtur og kakíbuxur Má nota í nokkur skipti fyrir þvott nema þú svitnir í fatnaðinn eða hann sé sýnilega skítugur. Gallabuxur Oftast eftir 3 skipti. Sumir framleiðendur hvetja þig til að þvo helst aldrei gallabuxur. Hugsaðu málið. Leggings Eftir hverja notkun. Sundföt Eftir hverja notkun. Hvít föt og silkiefni Eftir hverja notkun. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ekki gleyma þér Þú ættir að þvo hand- klæðin á heimilinu eftir að þau hafa verið notuð í mesta lagi 3–4 sinnum. Oftar ef þú stundar einhverjar íþróttir eða heilsurækt. MyNd SHuTTERSTocK Hollráð fyrir heimilið Það skiptir máli hvernig þú notar þvottavélina þína og þurrkara og hvenær þú þværð þvottinn þinn. MyNd SHuTTERSTocK Íslendingar ólmir í iPhone 6 Vita þó ekki hvað hann kemur til með að kosta Íslendingar virðast æstir í að tryggja sér nýja iPhone 6-sím- ann frá Apple þrátt fyrir að vita ekki einu sinni hversu mikið hann mun kosta. Nokkur fyrir- tæki á Íslandi eru þegar farin að taka við forpöntunum á iPhone 6- og iPhone 6 Plus-símunum en hvorki verð né staðfestur af- hendingardagur liggur fyrir hér á landi. Apple greindi frá því í byrj- un vikunnar að iPhone 6 og 6 Plus hafi slegið öll met þar sem fjórar milljónir forpantana voru gerðar fyrsta sólarhringinn eftir að símarnir voru kynntir fyrir al- menningi. Til samanburðar eru það ríflega tvöfalt fleiri pantanir en þegar Apple kynnti iPhone 5 árið 2012. DV lék því forvitni á að vita hvernig staðan væri hér á landi hjá símafyrirtækjunum Vodafo- ne og Símanum, sem bæði eru byrjuð að taka við forpöntunum. Hjá Vodafone fengust þau svör að á mánudag hafi um 600 forpantanir þegar verið gerðar. Hjá Símanum fengust þær upplýsingar að á þriðjudags- morgun hafi á fjórða hundrað síma verið forpantaðir. Í svari Símans segir að þetta fyrirkomu- lag hafi einnig verið reynt fyrir tæpu ári þegar iPhone 5S og 5C komu á markað. „Í undantekn- ingartilvikum sótti fólk ekki tæk- in sem það skráði sig fyrir.“ Þó að það komi nú ekki fram á forpöntunarsíðum fyrirtækj- anna þá fékk DV það staðfest á báðum stöðum að engin skuld- binding fylgi því að skrá sig fyr- ir eintaki í forpöntun. Þess ber að geta að fleiri fyrirtæki en þau sem hér er fjallað um eru farin að taka við forpöntunum á iPho- ne 6 þannig að líklega er fjöldi forpantana kominn vel yfir þús- und. Þó að ekki liggi fyrir hvað nýju iPhone-símarnir muni kosta þá segja þeir sem til þekkja að verðið verði að minnsta kosti 150 þúsund krónur. Gera má ráð fyr- ir að iPhone 6 Plus verði eitthvað dýrari en iPhone 6 þar sem hann verður bæði stærri og öflugri. Þó að einhverjir geti og kunni að hætta við að kaupa sér sím- ana þegar allar upplýsingar um verð og annað liggja fyrir þá er ljóst á þessum tölum að hund- ruð Íslendinga eru reiðubúin að tryggja sér eintak af þessum dýru símum og greiða uppsett verð, hvað svo sem það verður. Kaupi allir þeir sem forpantað hafa símana nú eintak eru þeir að fara að eyða 150 milljónum króna í snjallsíma. „ Í undantekn- ingartilvikum sótti fólk ekki tækin sem það skráði sig fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.