Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 19.–22. september 2014 Daníel Andri ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á sambýliskonu sína Þ etta er mjög gott, sérstak- lega fyrir stúlkuna. Hún er hálfhrædd út af þessu öllu saman,“ segir náinn ætt- ingi stúlku sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu sam- býlismanns síns og kærasta, þann 5. júlí síðastliðinn. Maðurinn, Daníel Andri Kristjánsson, hefur nú verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn miðviku- dag. Til vara er ákært fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Aðspurður hvort stúlkan hræðist Daníel, svarar ættinginn því játandi. Hann segir þó jákvætt að málið sé komið í þennan farveg. „Það er gott að við förum að sjá fyrir endann á þessu ferli.“ Niðurlútur í dómssal Daníel var viðstaddur þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi. „Ég kann- ast við að hafa veitt þessa áverka. Ég get ekki munað eftir hverjum og ein- um þeirra. Ég ætlaði aldrei að drepa hana,“ sagði hann fyrir þegar hann var beðinn um að taka afstöðu til ákærunnar. Daníel sat niðurlútur í dómsaln- um þegar ákæran var lesin upp og lýsingarnar á árásinni virtust taka bæði á hann og tvær konur sem voru viðstaddar þingfestinguna. Líður betur af lyfjum Þrátt fyrir að málið sé komið í farveg innan dómskerfisins, og að stúlkan hafi náð að jafna sig ágætlega líkam- lega, er hún enn mjög illa stödd and- lega og mun þurfa að fara í gegnum langt og strangt ferli til að ná sér. „Hún er bara í rúst. Hún fær áfallahjálp en verður lengi að jafna sig. Hún er óstarfhæf, endurupplifir atburðinn og sefur ekki,“ sagði ættinginn um líð- an stúlkunnar í viðtali við DV í ágúst. Aðspurður hvernig henni líði í dag segir hann að hún sé komin á viðeig- andi lyf og henni líði eitthvað betur af þeim. „Hún er líka að fá mikla hjálp, bæði hjá sálfræðingi og geðlækni.“ Stúlkan og Daníel höfðu verið í sam- bandi í um þrjú ár áður en hann réðst á hana í sumar, en í ljós kom eftir árásina, að hann hafði áður sýnt of- beldisfulla hegðun í hennar garð. Daníel er 23 ára og hún ári yngri, þau voru bæði í háskólanámi og að sögn ættingjans var engin óregla á þeim eða vesen. Bara venjulegt fólk, eins og hann orðaði það. Hlaut djúp stungusár eftir brauðhnífa Í ákærunni á hendur Daníel segir að hann hafi veist að stúlkunni í stofunni á heimili þeirra aðfaranótt laugar- dagsins 5. júlí síðastliðinn „… og hr- int henni þannig að hún féll við og þá sparkað í andlit hennar þar sem hún lá á gólfinu, slegið hana í andlitið og svo inn á baðherbergi íbúðarinnar stungið hana þremur stungum með hnífi í hnakka, háls og kvið, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut djúpt sár, um 3 sentimetra breitt aftan til á hnakka vinstra megin, stungusár af svipaðri breidd hægra megin á hálsi og 5 sentimetra djúpt sár á kvið rétt ofan og hægra megin við nafla, sem gekk í gegnum kviðvegg hennar og inn í kviðarhol og rifu á hægra nýra.“ Auk þess hlaut stúlkan áverka á efri vör, sem rifnaði í sundur, brotna tönn og fleiðursár á vinstra auga. Í samtali við DV í ágúst sagði ættinginn stúlk- una í raun mjög heppna að ekki fór verr. „Eins og einn læknirinn sagði, þá voru sem betur fer lélegir hnífar í þessu eldhúsi. Þeir náðu ekki að fara það langt inn. Þetta voru brauðhnífar.“ Gæti fengið 16 ára dóm Verði Daníel fundinn sekur um til- raun til manndráps gæti hann átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. Þá krefur stúlkan hann um rúmar átta milljónir króna í skaðabætur. Lög- maður Daníels, Björn Bergsson, fer fram á að málið verði tekið fyrir sem sérstaklega hættuleg líkamsárás, en ekki manndrápstilraun. „Það verður væntanlega rifist um það hvort þetta verður,“ segir ættinginn, en gerir engu að síður ráð fyrir að málið fari hratt í gegnum dómskerfið. „Þetta er mjög einfalt mál, það liggur fyrir játn- ing,“ segir ættinginn. Þá féllst Daníel á bótakröfuna við þingfestinguna en þótti miskabæturnar of háar. Fram kom fyrir dómi að farið hefði verið fram á geðrannsókn á Daníel og liggja niðurstöður fyrir. Niðurstöður vegna DNA-sýna liggja hins vegar ekki fyrir en gert er ráð fyrir að þær liggi fyrir við aðalmeðferð sem fer fram 7. október næstkomandi. n „Það er gott að við förum að sjá fyrir endann á þessu ferli. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Ég ætlaði aldrei að drepa hana“ „Þetta er mjög einfalt mál, það liggur fyrir játning. Ákærður Daníel Andri Kristjánsson hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Til vara er hann ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Rannsókn ekki lokið Grunaður um umfangsmikinn þjófnað frá Atlantsolíu M álið er varðar stórfelldan stuld á eldsneyti frá Atlants- olíu er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu og ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu er að vænta. Líkt og DV greindi frá í apríl síðastliðnum hefur fyrrverandi starfsmaður fyr- irtækisins verið kærður til lögreglu fyrir þjófnað á eldsneyti. Maðurinn sat um tíma í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Hann er sagður hafa nýtt sér sérþekkingu sína hjá fyrirtækinu til þess að komast yfir eldsneytið, en það var viðskiptavinur sem kom starfsmönnum Atlantsolíu á sporið og gerði þeim grein fyrir hinum meinta þjófnaði. Maðurinn starfaði hjá fyrirtækinu um tíma var sagt upp störfum árið 2008 vegna misbrests í starfi. Upp komst um þjófnaðinn á þessu ári í marsmánuði, en hann mun hafa átt sér stað á um árstímabili, frá ár- inu 2013 og fram á þetta ár. Líkt og DV greindi frá í vor hafði starfsfólk Atlantsolíu grun um að ekki væri allt með felldu, en gat ekki útskýrt hvernig eða hvers vegna á því stæði. Það var svo viðskiptavinur fyrir- tækisins sem kom þeim á sporið og skriður komst á málið. Í kjölfarið var það kært til lögreglunnar. Sem áður sagði er málið enn í rannsókn. Ekk- ert liggur fyrir um það hvenær henni lýkur og hvort eða hvenær málið fer í ákæruferli. n astasigrun@dv.is Enn í rannsókn Maðurinn er grunaður um að hafa nýtt sérþekkingu sína, sem hann hafði eftir störf sín hjá fyrirtækinu, til að stela eldsneyti. Ljóslausir í Ártúnsbrekku Niðurstöður nýrrar könnunar VÍS á ljósabúnaði ökutækja í Reykjavík bentu til þess að 7,5% þeirra væru annaðhvort eineygð eða alveg ljóslaus að framan og 7% að aftan. Fylgst var með 3.578 bílum sem áttu leið um Ártúnsbrekkuna að kvöldlagi. Í síðustu könnun sem gerð var í myrkri var hlutfallið 3%. Hér á landi er skylt að vera með lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós kveikt allan daginn. Þá er einnig skylt að nota aðalljósin þegar skuggsýnt er orðið eða skyggni lélegt. Niður- stöður könnunarinnar benda til þess að of margir ökumenn þurfi að bæta ráð sitt og tryggja að ljósin séu í lagi. Full laun Gísla mismunun Gísli Freyr Valdórsson, fyrrver- andi aðstoðarmaður innanríkis- ráðherra, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í ráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglu- menn í sambærilegri stöðu fá hálf laun. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði þetta skjóta skökku við. „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera,“ sagði Snorri. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Innan- ríkisráðuneytið segir þetta ekki gilda um Gísla Frey þar sem hann sé ekki embættismaður, heldur ráðinn starfsmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.