Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 19.–22. september 2014
Þ
essi kæra til ríkissaksóknara
gersamlega setti líf mitt
á hliðina,“ sagði Jón Ótt-
ar Ólafsson, fyrrverandi
starfsmaður sérstaks sak-
sóknara, í forsíðuviðtali við Frétta-
blaðið um liðna helgi. Viðtalið
við Jón Óttar var eins konar upp-
gjör hans við embætti sérstaks sak-
sóknara þar sem hann starfaði til
ársins 2012 þegar embættið kærði
hann fyrir trúnaðar brot í starfi.
Jón Óttar og kollegi hans hjá sérs-
tökum saksóknara höfðu selt þrota-
búi fjárfestingarfélagsins Milestone
skýrslu um félagið fyrir 30 milljónir
en upplýsingarnar úr skýrslunni
komust þeir yfir í störfum sínum hjá
sérstökum saksóknara. 30 milljónir
eru á að giska fjórföld til fimmföld
árslaun óbreyttra starfsmanna sér-
staks saksóknara. Áður en þeir létu
af störfum hjá embættinu höfðu
þeir smám saman verið að færa
sig meira og meira út í vinnu fyrir
einkaaðila samhliða störfum sínum
hjá embættinu.
Einn harðasti gagnrýnandinn
Síðan sú kæra var lögð fram hefur
nafn Jóns Óttars komið nokkrum
sinnum fram á opinberum vettvangi
í tengslum við umræðu um embætti
sérstaks saksóknara. Segja má að
Jón Óttar hafi farið frá því að starfa
hjá embættinu og yfir í að vera einn
harðasti gagnrýnandi þess. Frétta-
blaðið hefur, satt að segja, verið sá
fjölmiðill þar sem opinberanir og
gagnrýni Jóns Óttars hafa birst hvað
oftast í, undir nafni eða ekki.
Inntakið í viðtalinu við Jón Óttar
í Fréttablaðinu er að „þrýstingurinn“
á að finna sökudólga vegna hruns-
ins 2008 og refsa þeim hafi „breytt“
starfsmönnum sérstaks saksóknara
og brenglað dómgreind þeirra í þeim
rannsóknum sem embættið hefur
stundað. „Það voru allir öskrandi á
blóð og að það yrðu einhverjir sett-
ir í fangelsi. Ég held að sú pólitíska
pressa, fjölmiðlafár og múgæsing
sem var í Guðmundar- og Geirfinns-
málunum, það gerðist bara aftur.
Þrýstingurinn breytti okkur öllum
sem vorum að vinna í þessu,“ sagði
Jón Óttar í viðtalinu.
Viljinn til að ná árangri hafi látið
starfsmenn sérstaks saksóknara
brjóta eða brengla þau lög og þær
reglur sem í gildi eru um rannsóknir
á sakamálum, meðal annars þá reglu
að hlera ekki samtöl verjenda og sak-
borninga. Þetta hafi þó verið gert og
hafi samtölin verið spiluð á fundum
úr hátalara á borði. „Stemningin í
kringum þetta var eins og hjá krökk-
um í sælgætisbúð; nú vissu menn
betur hvernig verjendur sakborninga
myndu stilla vörninni upp,“ sagði Jón
Óttar og benti á að hugmyndafræðin
hjá embættinu væri dálítið „við gegn
þeim“, eins og starfsmenn embættis-
ins mynduðu lið gegn þeim sem til
rannsóknar væru.
Að minnsta kosti þrjú mál
Á sama tíma og Jón Óttar hefur gagn-
rýnt embættið harkalega hefur hann
tekið að sér ráðgjafarstörf fyrir aðila
sem eru til skoðunar eða rannsókn-
ar hjá embættinu, eins og til dæmis
Hreiðar Má Sigurðsson í Al-Thani
málinu og útgerðarfélagið Sam-
herja, en meint gjaldeyrisbrot þess
hafa verið til athugunar um nokkurt
skeið hjá Seðlabanka Íslands og síð-
ar sérstökum saksóknara. Þá hefur
verið greint frá því opinberlega að
Jón Óttar muni nú í haust bera vitni
í skaðabótamáli Pálma Haraldssonar
gegn slitastjórn Glitnis sem höfðað
er vegna málskostnaðar sem á hann
féll út af dómsmálinu fræga í New
York sem vísað var frá.
Óljóst með greiðslu
Jón Óttar hefur neitað því að hann fái
greitt fyrir vinnu sína fyrir þessa að-
ila. Í viðtali við DV í sumar í tengsl-
um við umfjöllunina um vinnu hans
fyrir Hreiðar Má Sigurðsson sagði
hann: „Ég fæ ekki krónu frá neinum
[…] Ég er að gera það sem ég er að
gera af því ég vil að sannleikurinn
komi í ljós.“
Minnisblaðið sem Jón Óttar
gerði snerist um hvernig lykilvitni í
Al-Thani málinu, Halldóri Bjarkari
Lúðvígssyni, var snúið frá því að
vera sakborningur í málinu yfir í að
vera vitni. „Ég gerði minnisblað fyrir
hann [Hreiðar Má] en ég hef aldrei
þegið neina greiðslu frá þeim, að-
ilum tengdum þeim, lögaðilum
tengdum þeim eða neitt. Ég gerði
þetta pro bono. Ég gerði þetta bara
af því að mér blöskrar bara hvernig
kerfið er og ég er að gera þetta af því
þetta skiptir máli. Það verður ekk-
ert rukkað fyrir þetta, aldrei, því um
leið myndi það alltaf rýra gildi þessa
framburðar.“
Í samtali við DV sagði lögmaður
Hreiðars Más, Hörður Felix Harðar-
son á Mörkinni, að Jón Óttar hefði
unnið úttekt á rannsóknargögnun-
um í Al-Thani málinu. Hann sagði að
Hreiðar Már hefði verið verkkaupinn
en að hann vissi ekki hvort Jón Óttar
hefði fengið greitt fyrir greinar-
gerðina eða ekki. „Já, ég myndi líta
þannig á. En hvort það er einhver
verksamningur fyrir hendi veit ég
ekki. Verkkaupinn sjálfur verður eig-
inlega að svara fyrir það og Jón Ótt-
ar. Það er hins vegar það sem liggur
fyrir að hann vann þessa skýrslu sem
liggur fyrir sem dómskjal í Al-Thani
málinu.“
Kæran gegn dómaranum
Umræðan um vinnu Jóns Óttars
fyrir Hreiðar Má kom upp í kjölfarið
á frétt í Fréttablaðinu um kæru sem
Hreiðar Már Sigurðsson lagði fram
gegn hæstaréttardómaranum Bene-
dikt Bogasyni vegna símhlerunar-
úrskurðar sem hann veitti sem
héraðs dómari árið 2010. Kæran var
fyrir meint skjalafals vegna símhler-
unarúrskurðar sem Benedikt veitti
gagnvart Hreiðari Má og hefur henni
verið vísað frá. Fréttin birtist á for-
síðu Fréttablaðsins í júní.
Í fréttinni sagði meðal annars að
lögreglumenn hefðu sótt símhler-
unarúrskurðinn heim til Benedikts
og að þinghaldið þar sem úrskurður-
inn var veittur hafi farið fram heima
hjá honum en ekki í dómsal: „Þvert
á móti hafi þinghaldið verið haldið á
heimili dómarans og skrifleg beiðni
hafi ekki legið fyrir. Þá hafi Ólafur Þór
ekki sótt þinghaldið sjálfur heldur
lögreglumenn á hans vegum. Einn
lögreglumannanna sem sótti hler-
unarúrskurðinn heim til dómarans
staðfestir í samtali við fréttastofu að
atvik hafi verið með þeim hætti sem
Hreiðar lýsir.“
Jón Óttar vildi, í samtali við DV,
ekki upplýsa hvort hann væri heim-
ildarmaðurinn í málinu eða ekki.
Það er að segja hvort hann væri lög-
reglumaðurinn sem sótti símhler-
unarúrskurðinn til Benedikts. Í við-
talinu við Fréttablaðið gekkst hann
hins vegar við því að vera annar
lögreglumaðurinn sem sótti úr-
skurðinn: „Í eitt skipti fór ég ásamt
einum lögreglumanni og náði í úr-
skurð heim til dómara.“
Hringing frá Hreiðari Má
Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveins-
son benti á það á Facebook í kjölfar-
ið á birtingu umræddrar fréttar að Jón
Óttar væri heimildarmaður Frétta-
blaðsins og hefði unnið fyrir Hreiðar
Má: „Lögreglumaður sem sat úti í bíl
á meðan kollegi hans sótti umslag til
dómara með úrskurð um símhlerun
og er nú heimildarmaður á bak við
ranga kæru um skjalafals, er á payroll
hjá þeim sem kærir dómarann.
Hefði ekki verið ástæða til þess að fá
kannski aaaaðeins betri heimild?“
Í kjölfarið á þessari stöðuupp-
færslu hringdi Hreiðar Már í Svein
Andra líkt og hann greindi DV frá:
„Ég skaut þessu inn og fékk í kjölfar-
ið símtal frá Hreiðari. Það er svo sem
ekkert leyndarmál enda var þetta
ekki trúnaðarsamtal. Hann gagn-
rýndi mig fyrir þetta og krafðist þess
að ég tæki þetta út. Ég læt nú ekki
aðra stýra því hvað ég set á þessu
aumu Fésbók mína. Hann spurði
mig bara hvað ég hefði fyrir mér í
þessu en andmælti þessu ekki. Ég
skildi þetta ekki þannig að ég hefði
rangt fyrir mér í þessu. Þetta var
svona efni okkar samtals.“
Skýr staða
Í kjölfarið á fréttinni um kæruna gegn
Benedikt lagði Samherji einnig fram
kæru gegn héraðsdómara, Ingveldi
Einarsdóttur, vegna meintra brota
gegn almennum hegningarlögum út
af heimild til húsleitar sem hún veitti
hjá dótturfélagi Samherja árið 2012.
Sú húsleit var vegna meintra brota
Samherja á lögum um gjaldeyrismál.
Byggði kæran á því að ekki hefði ver-
ið lagaheimild fyrir húsleitinni.
DV greindi svo frá því að Jón Ótt-
ar hefði einnig unnið fyrir Samherja
við að greina gögn frá Seðlabankan-
um um viðskipti útgerðarinnar með
fisk frá Íslandi til annarra landa. Í
samtali við blaðið sagði Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Samherja:
„Við höfum verið að láta yfirfara þau
gögn sem við fengum frá Seðlabanka
Íslands. Þetta er mikið magn gagna
sem við fengum eftir að ríkissak-
sóknari ákvað að Seðlabankinn ætti
að láta okkur fá þessi gögn. Jón Óttar
hefur verið að vinna í því fyrir okkur
að yfirfara þessi gögn.“
Jón Óttar hefur því unnið fyrir
báða þessa aðila sem lögðu fram
kærur gegn tveimur dómurum fyrr á
árinu út af veitingu rannsóknarheim-
ilda til opinberra aðila. Bæði málin
sem rannsóknarheimildirnar sner-
ust um eru nú til rannsóknar hjá sér-
stökum saksóknara.
Erfitt að fullyrða
Sagan sem Jón Óttar lýsir í viðtalinu
er því ekki síður sagan af því hvern-
ig hann sjálfur hefur byrjað að vinna
gegn því embætti sem hann starf-
aði hjá áður. Hann talar um að hugs-
unarhátturinn hjá embætti sérstaks
saksóknara hafi verið liðskiptur, líkt
og um kappleik hafi verið að ræða
þar sem „við“ börðumst gegn „þeim“
– starfsmenn sérstaks gegn meintum
banka- og fjárglæframönnum.
Miðað við orð og athafnir hans
sjálfs á liðnum mánuðum er hann
hins vegar búinn að umpólast í við-
leitni sinni. Í staðinn fyrir að taka
sér stöðu mitt á milli embættis sér-
staks saksóknara og þeirra sem emb-
ættið rannsakar, líkt og virðist vera
sú hófsama og skynsamlega afstaða
sem hann boðar, hefur hann tekið
afstöðu með þeim síðarnefndu og
vinnur nú markvisst fyrir þá og með
þeim – ógert skal látið að fullyrða
nokkuð um greiðslur til hans vegna
þessarar vinnu. Þar sem Jón Óttar
starfaði hjá embættinu þá þekkir
hann það vel og býr því yfir upplýs-
ingum sem eftir atvikum geta skað-
að embættið eða látið það líta illa
út. Ekki verður annað sagt en að Jón
Óttar hafi notað þessar upplýsingar
og skapað umræðu um embættið og
verklag þess.
Á sama tíma er erfitt að gagnrýna
það ef fyrrverandi starfsmenn opin-
berra stofnana stíga fram og benda á
og gagnrýna lögbrot eða mistök sem
eiga sér stað innan þeirra. Ef slíkar
ábendingar eru sannar, og settar
LiðhLaupinn úr LögregLunni
n Jón Óttar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu ár út af gagnrýni sinni á embætti sérstaks saksóknara
Orðinn miðpunktur
Jón Óttar Ólafsson er orðinn
miðpunktur í opinberri um-
ræðu um embætti sérstaks
saksóknara eftir að hafa
starfað hjá embættinu sjálfur
um nokkurra ára skeið.
Greinargerð í Al-Thani málinu Jón Óttar skrifaði greinargerð fyrir Hreiðar Má Sig-
urðsson í Al-Thani málinu og var vitnisburður hans liður í kæru Hreiðars Más gegn héraðs-
dómaranum Benedikt Bogasyni sem síðar var felld niður. Myndin er frá réttarhöldum í Al
Thani-málinu. Mynd SiGTryGGur Ari
„Ég er að gera
það sem ég er að
gera af því ég vil að sann-
leikurinn komi í ljós.
ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is