Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 48
48 Menning Sjónvarp Helgarblað 19.–22. september 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
B
andaríska spennumyndin A
Walk Among the Tombstones,
með írska leikaranum Liam
Neeson í aðalhlutverki, fær
afar góða dóma í helstu fjölmiðlum
vestan hafs. Empire gefur myndinni
fjórar stjörnur og The Voice segir kvik-
myndina óvenjulega vel gerða – af
spennumynd að vera. Þess má geta
að Ólafur Darri Ólafsson fer með hlut-
verk í myndinni.
Í myndinni er persóna Neeson,
leynilögreglumaðurinn Matthew
Scudder, fengin til að finna ræningja
og morðingja eiginkonu eiturlyfjasala,
en sá hafði greitt ræningjunum háa
fjárhæð í lausnargjald fyrir eiginkonu
sína sem þeir engu að síður myrtu.
Kvikmyndin er gerð eftir samnefndri
skáldsögu eftir Lawrence Block en
hann hefur skrifað fjölmargar met-
sölubækur um leynilögreglumanninn
Matthew Scudder.
Gagnrýnandi The Hollywood
Reporter segir Ólaf Darra mjög
hrollvekjandi í hlutverki sínu sem um-
sjónarmaður kirkjugarðsins þar sem
persóna Neeson finnur mikilvæga
vísbendingu. Í gagnrýni veftímarits-
ins Film Journal segir að þar sem leik-
stjórinn hafi fengið Liam Neeson í
aðalhlutverkið hafi ekki verið þörf á
því að fá annað stórt nafn í myndina.
Ólafur Darri, og aðrir aukaleikarar í
myndinni, hafi þannig verið skipaðir
í hlutverk sín eingöngu vegna mikilla
hæfileika.
A Walk Among the Tombstones
verður frumsýnd á Íslandi í dag, föstu-
daginn 19. september. n aslaug@dv.is
A Walk Among the Tombstones fær góða dóma
Ólafur Darri sagður hrollvekjandi
Föstudagur 19. september
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
15.40 Ástareldur
(Sturm der Liebe) e
16.30 Ástareldur
(Sturm der Liebe) e
17.20 Kúlugúbbarnir (10:18)
17.44 Nína Pataló (38:39)
17.51 Sanjay og Craig (5:20)
18.15 Táknmálsfréttir (19:365)
18.25 Nautnir norðursins 888
e (3:8) (Færeyjar - fyrri
hluti) Gísli Örn Garðarsson
leikari ferðast um Græn-
land, Færeyjar, Ísland og
Noreg og hittir kokka sem
leiða hann í nýjan sannleik
um hefðbundna matreiðslu
og nýstárlega nálgun á
þeim ótrúlega hafsjó af
hráefni sem finna má við
Norður-Atlantshafið.
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Grínistinn 888 e (4:4)
(Laddi eins og hann leggur
sig) Laddi hefur skemmt
þjóðinni um áratugaskeið.
Flest þekkjum við þó
persónurnar sem hann
leikur betur en manninn
sjálfan. Hver er maðurinn
á bakvið gervin? Gísli
Einarsson fær vini og
samferðarmenn Ladda sér
til aðstoðar við að draga
upp nærmynd af Þórhalli
Sigurðssyni, Ladda.
20.25 Útsvar (Grindavík -
Hafnarfjörður) Bein
útsending frá spurninga-
keppni sveitarfélaga.
Umsjónarmaður er Sigmar
Guðmundsson. Spurn-
ingahöfundur og dómari er
Stefán Pálsson. Dagskrár-
gerð: Helgi Jóhannsson og
Pála Hallgrímsdóttir.
21.30 Fuglabúrið 6,9 (The
Birdcage) Bandarísk
gamanmynd frá 1996 um
hommapar sem villir á
sér heimildir svo að sonur
þeirra geti kynnt foreldra
kærustu sinnar fyrir þeim.
Leikstjóri er Mike Nichols og
meðal leikenda eru Robin
Williams, Gene Hackman,
Nathan Lane, Dianne Wiest
og Calista Flockhart.
23.30 Það er flókið 6,6 (It's
Complicated) Við braut-
skráningu sonar þeirra Jane
og Jakes úr háskóla blossar
ást þeirra upp sem aldrei
fyrr en málið er flókið því
að þau eru skilin og hann
giftur aftur. Bandarísk
gamanmynd frá 2009. Í
aðalhlutverkum eru Meryl
Streep, Steve Martin og
Alec Baldwin og leikstjóri er
Nancy Meyers.
01.25 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok
07:00 Pepsí deildin (FH - KR)
08:50 Pepsímörkin 2014
13:45 Þýsku mörkin
14:15 Spænski boltinn 14/15
(Real Madrid - Atletico)
15:55 Spænsku mörkin
16:25 Pepsí deildin (FH - KR)
18:15 Pepsímörkin 2014
19:30 Meistaradeild Evrópu
20:00 La Liga Report
20:30 Evrópudeildarmörkin
21:20 UEFA Europa League
23:00 UEFA Europa League
(Everton - Wolfsburg)
00:40 UEFA Champions League
07:00 Messan
07:40 Messan
08:20 Messan
09:00 Messan
12:35 Ensku mörkin
- úrvalsdeild (4:40)
13:30 Premier League
(WBA - Everton)
15:15 Messan
15:55 Premier League
(Man. Utd. - QPR)
17:45 Premier League World
18:15 Premier League
(Arsenal - Man. City)
20:00 Match Pack
20:30 Enska úrvalsdeildin
- upphitun
21:00 Messan
21:45 Premier League (Chelsea -
Swansea)
23:25 Messan
00:10 Premier League (Crystal
Palace - Burnley)
10:30 The Jewel of the Nile
12:15 Hook
14:35 Hyde Park On Hudson
16:15 The Jewel of the Nile
18:00 Hook
20:20 Hyde Park On Hudson
22:00 Only God Forgives
23:30 Dylan Dog
01:20 Lawless
03:15 Only God Forgives
17:10 Raising Hope (7:22)
17:30 The Neighbors (21:22)
17:50 Cougar Town (11:13)
18:15 The Secret Circle (18:22)
19:00 Top 20 Funniest (17:18)
19:40 Britain's Got Talent (15:18)
20:30 X-factor UK (6:30)
21:15 Grimm (10:22)
21:55 Sons of Anarchy (12:14)
22:45 Longmire (10:10)
23:25 Top 20 Funniest (17:18)
00:05 Britain's Got Talent (15:18)
00:50 X-factor UK (6:30)
01:35 Grimm (10:22)
02:20 Sons of Anarchy (12:14)
17:55 Strákarnir
18:20 Frasier (23:24)
18:45 Friends (4:25)
19:05 Seinfeld (1:13)
19:30 Modern Family
19:55 Two and a Half Men (22:24)
20:15 Réttur (5:6)
21:00 Homeland (12:12)
22:05 A Touch of Frost (3:4)
00:10 Shameless (12:12)
01:00 Footballers' Wives (7:8)
01:45 Réttur (5:6)
02:30 Homeland (12:12)
03:35 A Touch of Frost (3:4)
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 Malcolm In
the Middle (21:22)
08:30 Drop Dead Diva (3:13)
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (57:175)
10:15 The Smoke (6:8)
11:00 Last Man Standing (20:24)
11:25 Junior Masterchef
Australia (13:16)
12:15 Heimsókn
12:35 Nágrannar
13:00 Johnny English Reborn
14:40 Planet Hulk
16:20 Young Justice
16:45 New Girl (3:24)
17:10 Bold and the Beautiful
17:32 Nágrannar
17:57 Pepsímörkin 2014
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:11 Veður
19:20 Super Fun Night (15:17)
Gamanþáttaröð um þrjár
frekar klaufalegar vinkonur
sem eru staðráðnar í að láta
ekkert stoppa sig í leita að
fjöri á föstudagskvöldum.
Ástralska gamanleikkonan
Rebel Wilson úr Pitch
Perfect og Bridesmades er í
einu aðalhlutverkanna.
19:40 Impractical Jokers
(7:15) Sprenghlægilegir
bandarískir þættir þar sem
fjórir vinir skiptast á að vera
þáttakendur í hrekk í falinni
myndavél.
20:05 Mike and Molly (2:22)
20:30 NCIS: Los Angeles (16:24)
21:15 Louie (11:13) Skemmtilegir
gamanþættir um fráskildan
og einstæðan föður sem
baslar við að ala dætur
sínar upp í New York ásamt
því að reyna koma sér á
framfæri sem uppistandari.
Höfundur þáttana ásamt
því að leika aðalhlutverkið
er einn þekktasti uppi-
standari Bandaríkjanna,
Louie C.K.
21:40 Arthur Newman 5,6
Dramatísk mynd frá 2012
með Colin Firth, Emily Blunt
og Anne Heche í aðalhlut-
verkum. Myndin fjallar um
mann sem freistar þess
að hefja nýtt líf með því
að sviðsetja dauða sinn
og taka upp nýtt nafn en
kynnist konu sem er einnig
að reyna að flýja fortíðina.
23:25 Insidious: Chapter 2
6,6 Spennutryllir frá 2013
sem fær hárin til að rísa.
Lambert-fjölskyldan reynir
komast að því hvers vegna
illir andar ásækja hana.
Aðalhlutverkin leika Patrick
Wilson, Rose Byrne, Barbara
Hershey og Ty Simpkins.
01:10 Moon 8,0 Áhrifamikil mynd
með Sam Rockwell og
Kevin Spacey í aðal-
hlutverkum í mynd um
geimfara sem lendir í
yfirnáttúrulegum hlutum
úti í geimnum.
02:45 Perrier's Bounty
04:30 Abraham Lincoln:
Vampire Hunter
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (7:25)
08:20 Dr. Phil
09:00 The Talk
09:45 Pepsi MAX tónlist
15:40 Friday Night Lights (6:13)
16:25 Growing Up Fisher (1:13)
16:50 Minute To Win It Ísland
(1:10) Minute To Win It
Ísland hefur göngu sína á
SkjáEinum! Í þáttunum
keppist fólk við að leysa tíu
þrautir en fá eingöngu eina
mínútu til að leysa hverja
þraut. Ingó Þórarinsson,
betur þekktur sem Ingó
veðurguð stýrir þáttunum
af mikilli leikni og hvetur
af krafti alla keppendur að
klifra upp þrautastigann
þar sem verðlaunin verða
glæsilegri og veglegri með
hverri sigraðri þraut. Fyrsti
þáttur verður í opinni
dagskrá og ætti ekki að
fara framhjá neinum!
17:40 Dr. Phil
18:20 The Talk Skemmtilegir og
líflegir spjallþættir þar sem
fimm konur skiptast á að
taka á móti góðum gestum
í persónulegt kaffispjall.
Óskarsverðlaunahafinn
Morgan Freeman heimsækir
dömurnar í dag og sjón-
varpsfígúran Joey Fatone
kokkar gómsæta rétti.
19:00 America's Funniest
Home Videos (9:44)
19:30 The Biggest Loser (3:27)
20:15 The Biggest Loser (4:27)
21:00 First Wives Club Hver man
ekki eftir First Wives Club
með þeim frábæru Goldie
Hawn, Bette Midler og Diane
Keaton í aðalhlutverkum?
Sígild grínmynd um þrjár frá-
skildar vinkonur sem leggja
allt í sölurnar til að hefna sín
á fyrrverandi eiginmönnum
sínum, sem allir eiga það
sameiginlegt að hafa farið
frá þeim fyrir yngri konur.
22:40 The Tonight Show
Spjallþáttasnillingurinn
Jimmy Fallon hefur tekið
við keflinu af Jay Leno og
stýrir nú hinum geysivinsælu
Tonight show þar sem hann
hefur slegið öll áhorfsmet.
Grínleikarinn góðkunni
Billy Crystal sest í stólinn
til Jimmy í kvöld ásamt
leikkonunni Rose Byrne.
Stjörnukokkurinn Nobu
Matsuhisa kíkir við en hann
er eigandi Nobu veitingahús-
anna, þekktustu japönsku
veitingastaði í heimi.
23:20 Law & Order: SVU (5:24)
00:05 Revelations (5:6)
00:50 The Tonight Show
01:30 The Tonight Show
02:10 Pepsi MAX tónlist
Dallas snýr ekki aftur
Matthew McConaughey leikur ekki í Magic Mike XXL
Þ
rátt fyrir miklar vinsældir
kvikmyndarinnar Magic
Mike, í leikstjórn Stevens
Soderbergh, er nú orðið ljóst
stórleikarinn Matthew McCon-
aughey mun ekki snúa aftur í hlut-
verk karlkyns fatafellunnar Dallas
í framhaldsmyndinni sem nú er
í tökum. Leikstjóri framhalds-
myndarinnar, Gregory Jacobs,
staðfesti þetta í samtali við Indi-
ewire. Soderbergh sér um kvik-
myndatökuvélina í framhalds-
myndinni og þá mun hann einnig
klippa myndina.
Aðdáendur myndarinnar þurfa
hins vegar ekki að örvænta því aðrir
aðalleikarar myndarinnar, Chann-
ing Tatum, Matt Bomer og Joe
Manganiello, munu leika í fram-
haldsmyndinni sem fengið hefur
hið stóra nafn; Magic Mike XXL.
Þá hafa nokkrir nýir leikarar bæst
í hópinn, en leikstjórinn vildi ekki
gefa upp nein nöfn.
Um söguþráð myndarinnar seg-
ir Jacobs: „Myndin gerist á ferða-
lagi og hún er mjög ólík þeirri fyrri.
Þegar þið sjáið hana skiljið þið
hvers vegna við gerðum framhald.
Enginn mun ásaka okkur um að
hafa gert sömu myndina tvisvar.“ n
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
U
m þessar mundir fer fram
Evrópumót taflfélaga og
er það haldið í Bilbao á
Spáni. Evrópumót tafl-
félaga er keppni milli
sterkustu skákklúbba heims og
er margir af sterkustu skákmönn-
um heimsins með. Íslensk lið hafa
í gegnum tíðina oft verið með
og þá helst TR og Hellir, forveri
Hugins sem teflir nú á mótinu í
fyrsta sinn. Lið Hugins er vel skip-
að og tveir atvinnuskákmenn tefla
á fyrstu tveimur borðunum. Hinn
geðþekki Breti Gawain Jones leið-
ir sveitina en hann hefur síðustu
misserin teflt nokkrum sinnum
á Íslandi. Einn efnilegasti skák-
maður Hollendinga Robert Van
Kampen er á öðru borði. Reynslu-
boltinn Þröstur Þórhallsson teflir
á þriðja borði og Einar Hjalti Jens-
son á fjórða borði. Fimmta borð
skipar Hlíðar Þór Hreinsson og
sjötta borðið Magnús Teitsson.
Einar Hjalti hefur heldur betur
stolið senunni og miklu meira en
það. Í annarri umferð lagði hann af
velli einn mesta sóknarskákmann
heims sjálfan Alexei Shirov sem í
mörg ár hefur verið einn besti skák-
maður heims. Sannarlega glæsi-
lega gert og endurtók Einar það
með leik Hjörvars Steins Grétars-
sonar sem lagði Shirov fyrir fáein-
um árum. Sigurinn jók sannarlega
kapp og sjálfstraust Einars því eftir
hann hefur hann einfaldlega lagt
alla andstæðinga sína að velli og
áfangi að alþjóðlegum meistaratitli
næsta tryggður og hreinlega stór-
meistaraáfangi orðið eitthvað sem
hægt er að tala um. Slíkt væri ansi
magnað fyrir skákmann sem hefur
um 2350 skákstig en tefla þarf upp
á styrkleika yfir 2600 skákstigum
til að fá stórmeistaraáfanga. Aðrir
Huginsmenn hafa staðið sig með
miklum sóma og er heildarárangur
sveitarinnar mun betri en meðastig
hennar segja til um. Tvær umferð-
ir eru eftir og verður spennandi að
fylgjast með framvindunni. n
Einar í stuði
Óhugnalegur Ólafur Darri Ólafsson
í hlutverki sínu í kvikmyndinni A Walk
Among the Tombstones.
Dallas Matthew
McConaughey í hlut-
verki sínu sem Dallas
í kvikmyndinni Magic
Mike.