Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 19.–22. september 2014 Lífsstíll Dýr V issulega er það rétt að kettir og hundar eru ólík dýr, en dr. John Bradshaw, sérfræðingur í samskipt­ um dýra og manna, segir að kattaeigendur ætlist til of mikils af köttunum sínum. „Ef katta­ eigendur skildu dýrin sín betur þá sæju þeir hvaða áhrif heimtingar okkar hafa á andlega og líkamlega heilsu þeirra. Ólíkt hundum þá eru kettir enn mitt á milli þess að vera villtir og tamdir og 21. öldin fer illa í þá. Fólk heldur að kettir séu eins og hundar en þurfi minna umstang.“ Að sögn Bradshaws voru hund­ ar mjög félagslyndir áður en þeir voru tamdir en fólk tamdi þá svo það gæti fengið meira út úr sam­ bandinu. Hins vegar hefði fólk bara viljað að kettir losuðu húsin við mýs og rottur, sem þeir gerðu. Það er aðeins á síðustu áratugum sem fólk vildi fá meira frá þeim en það. En aðalástæða streitu katta í dag er nálægð við aðra ketti. Tvær ástæð­ ur eru fyrir þessari auknu streitu. Fólk fær sér fleiri en einn kött á heimili og ætlast til þess að þeir verði vinir. Hin ástæðan er þegar köttum er hleypt út í hverfum þar sem margir aðrir kettir eru fyrir. Kettir eiga erfitt með að fara eftir lögmáli Hálsaskógar og vera vinir annarra katta. Þótt þér líki við ná­ granna þína þýðir ekki að kettinum líki við nágrannakettina. Láttu kettinum líða vel Þegar fólk flytur þarf að huga að mörgu og það hugsar oft ekki nógu mikið út í hvaða áhrif flutningarn­ ir muni hafa á köttinn. Eins langar fólki að eiga fleiri en einn kött en það þarf að huga að ýmsu þegar kynna á annan kött á heimilinu og þótt þeir fari sínar eigin leiðir þarf samt sem áður að sýna þeim hvað má og hvað ekki. Bradshaw gaf nokkur ráð um hvernig hægt er að gera köttum lífið bærilega. Vasaklútar og lykt Náðu í tvo gamla vasaklúta, nudd­ aðu öðrum á höfuðið á kettin­ um. Taktu köttinn með þér í Katt­ holt eða þangað sem þú ætlar að fá þér annan kött og settu hann í kattabúrið. Nuddaðu nýja kött­ inn með hinum klútnum og taktu hann með þér heim. Þetta er ágæt­ is leið til þess að kynna kettina fyr­ ir nýrri lykt. Þetta er sambærilegt því að skiptast á myndum fyrir blint stefnumót. Notaðu vatn Ef þú vilt að kötturinn hætti að hoppa upp á borð er best að gefa honum nammi þegar hann er á gólfinu. Það ætti að kenna honum að það er ekkert varið í að vera á borðinu. Hins vegar ef þú vilt koma í veg fyrir að köttur­ inn geri eitthvað hættulegt er gott að sprauta á hann vatni. Það er ekki mýta að kettir hata vatn en það mikilvæg­ asta er að kötturinn sjái ekki hvaðan vatnið kemur, þeir verða að tengja vatnið við það sem þeir eru að gera, þannig að þú þarft að fela þig þegar þú ætlar að skvetta á hann vatni. Venja þá á nýtt heimili Haltu þeim innandyra í þrjár vik­ ur, annars gætu þeir reynt að fara á gamla heimilið. Kettir hafa fyrst og fremst tengsl við heimili sitt en eigendur eru í öðru sæti. Eftir þess­ ar vikur er gott að hleypa þeim út stutta stund í einu og fylgstu með honum, því ef annar köttur kemur getur þú rekið hann í burtu. Þetta er góð leið til þess að auka öryggis­ tilfinningu kattarins. n Kettir stressaðir á 21. öldinni Dýrahegðunarfræðingur segir mannfólkið koma fram við ketti líkt og hunda Kettlingur að leik Köttum líður oftast best einum. myNd shutterstocK M argir gæludýraeigendur kannast við að eiga í erf­ iðleikum með að ferðast langar leiðir með dýr­ in í bílnum. Dr. Florence Erdmann frá Pierrefonds­dýraspít­ alanum í Bandaríkjunum er með nokkur góð ráð sem gætu hjálpað til við aksturinn. Hún mælir til dæm­ is með því að öll dýr séu höfð í búr­ um sem eru fest niður en ekki laus í bílnum. Prufuakstur Erdmann mælir með því að fara í nokkra bíltúra með dýrin áður en haldið er af stað í langt ferðalag. „Ef gæludýrið þitt er tauga óstyrkt að eðlisfari og órólegt í bíl er best að fara nokkrar stuttar bílferðir á skemmtilega staði þar sem dýrið fær notið sín. Ef um hund er að ræða væri til dæmis tilvalið að fara á skemmtilegt hundasvæði. Þá finn­ ur hann að bílferðin var þess virði og er líklegri til þess að vera róleg­ ur í bílnum. Hægt og rólega er hægt að lengja ferðirnar,“ segir Erdmann. Bílveiki Líkt og mannfólkið geta gæludýr fundið fyrir bílveiki. Erdmann segir mörg góð lyf á markaðnum við bíl­ veiki gæludýra og hægt að fá þau hjá dýralæknum. Til þess að sjá hvort um bílveiki sé að ræða segir Erdmann: „Vanalega þá slefar dýr­ ið mikið og það virkar áhyggjufullt vegna flökurleikans. Mörg dýr æla einnig í bíl,“ segir hún. Kvíði Mörg dýr, sérstak­ lega kettir og hund­ ar, finna fyrir kvíða í bíl. Til er sér­ stak­ ur úði sem inni­ heldur ákveðna lykt, ferómón, sem hefur slakandi áhrif og eyk­ ur vellíðan dýra. „Mannfólk finnur ekki þessa lykt og því ætti þetta ekki að hafa neikvæð áhrif á aðra far­ þega bílsins,“ segir Edmann.“ n Fyrirhyggja nauðsynleg Margt þarf að hafa í huga áður en haldið er í ferðalag með dýrin. n Farðu nokkrar prufuferðir með dýrið n Kannaðu hvort dýrið er bílveikt Góð ráð fyrir gæludýraeigendur á ferðalagi Fimm skrítnustu dýragjafirnar Smásalar eru farnir að átta sig á heitri ást dýraeigenda í garð gæludýranna. Þess vegna hafa á síðustu árum komið á markað ýmsar misgáfulegar vörur ætlað­ ar gæludýrum. Hér eru fimm af þeim skrítnari. 1 Petchup Til er sérstök „tómat­ sósa“ fyrir gælu­ dýr, svokölluð Petchup sem er augljóslega vísun í enskt heiti tómatsósunnar, ketchup. Sósan á að lífga upp á máltíðir gæludýranna á sama hátt og tómatsósan gerir fyrir máltíðir mannfólksins. Sósan er að sjálfsögðu glútenlaus. 2 Grindverksgluggi Sumum hundaeigendum þykir óbærilegt að hundurinn geti ekki fylgst með mannlífinu í hverfinu fyrir grindverkinu í kringum húsið. Til er einföld lausn við þessu vandamáli – svokallaður grindverks­ gluggi sem hafður er í hæfilegri hæð fyrir hundinn svo hann missi ekki af neinu sem gerist í hverfinu. 3 Kattahjól Margir kannast við hamstrahjólin svokölluðu sem höfð eru í hamstrabúrum svo hamstrarnir fái næga hreyfingu. Að sjálfsögðu eru til sambærileg hjól fyrir ketti enda offita katta þekkt vandamál. 4 Beikonsápukúlur Börn elska sápukúlur. Það gera hundar líka. Þess vegna eru til sápukúlur með beikonlykt fyrir hundana. Einnig er hægt að fá þær með kjúklingalykt. 5 Hundaþvottavél Þetta er ekki grín. Það eru í alvöru til sérstakar þvottavélar til þess að þvo hunda. Þær eru ekki sambæri­ legar venjulegum þvottavélum svo dýraeigendur skulu ekki setja dýrin í heimilis­ vélina. helga dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Furðulegt sjávardýr Árið 1986 fannst óþekkt djúpsjávar dýr undan ströndum Ástralíu en það var aðeins nýlega sem það var skráð af vís­ indamönnum. Þeir eiga hins vegar í mestu erfiðleikum með að flokka það því það er ekki líkt neinu dýri sem fundist hefur á jörðinni hingað til. Dýrinu svipar til löngu útdauðra tegunda en það er sagt vera sveppalaga. Möguleiki er á að dýrið geti breytt skilningi okkar á þróun dýra og taugakerfum þeirra. Þessi fundur sýnir líka hversu lítið mannfólkið veit í raun um hafdjúpin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.