Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 19.–22. september 2014 „Þráum eðlilegt heimilislíf“ n Býður þingmönnum að skoða myglu n Hefur glímt við myglu í sjö ár n Yfir 100 fjölskyldur hafa flúið É g er að reyna að berjast fyrir því að lögunum verði breytt svo það lendi ekki fleiri í svona ógöngum eins og ég,“ segir Ásta Guðjónsdóttir sem glímt hefur við mjög svæsinn myglusvepp í húsnæði sínu í Álfheimum frá ár- inu 2007. Hún og börnin hennar tvö hafa ekki getað búið í íbúðinni í eitt og hálft ár, enda fengu þau öll einkenni myglusveppaeitrunar. Búa þau núna hjá vinum og vanda- mönnum. Ásta er að vonum orðin lang- þreytt á fá ekki úrlausn sinna mála, en hingað til hafa endurbætur á hús- inu strandað á því að aðeins 48 pró- sent eigenda hússins vilja að gert verði við það á meðan 52 prósent eru á móti því. Íbúð Ástu er langverst farin af myglusveppnum, en aug- ljósar rakaskemmdir eru víðar í hús- inu. Meðal annars hefur vatn lekið inn í sameign. Starfshópur sérstaklega velkominn Ásta fékk áheyrn hjá Jóni Þór Ólafs- syni, þingmanni Pírata, nýlega og bauð hann fyrir hennar hönd, öll- um þingheimi í heimsókn til hennar í dag, föstudag. Ráðherrar og starfs- hópur sem endurskoðar lög og regl- ur með tilliti til myglusvepps, eru boðin sérstaklega velkomin heim til Ástu. Vill hún sýna þeim hvernig húsnæði, sem er nánast ónýtt af völdum myglusvepps, lítur út. „Það verður gaman sjá hve margir úr starfshópnum mæta, ef það mætir þá einhver,“ segir Ásta sem gerir sér ekki of miklar vonir um fjölda gesta. Farið yfir lög og reglugerðir Starfshópurinn var skipaður í júní á þessu ári og er hlutverk hans meðal annars að skoða lög og reglugerðir á sviði byggingarmála og þær kröfur sem þar eru gerðar til byggingarvara og við mannvirkjagerð. Þá á hópur- inn að fara yfir eftirlit stjórnvalda og leiðbeiningar og fræðslu til fagaðila í ljósi þess vanda sem myglusveppur í húsnæði getur valdið. Einnig verða lög og reglugerðir á sviði hollustu- hátta um gæði húsnæðis og umhirðu tekin til skoðunar, skyldur eigenda og umráðamanna húsnæðis í því sam- bandi og þær leiðbeiningar sem til staðar eru um umhirðu húsnæðis. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum að úrbótum til ráðherra fyrir 1. janúar 2015 Lífsþrek fólks getur skerst Í greinargerð með þingsályktunar- tillögu um málið kemur fram að vit- að sé um yfir hundrað fjölskyldur hér á landi sem hafi þurft að yfirgefa heimili sín í lengri eða skemmri tíma á undanförnum árum vegna heilsufarsáhrifa og annars tjóns af völdum myglusvepps. Þá hafa tugir þurft að segja skilið alfarið við hús- næði og ef fólk er mjög viðkvæmt fyrir myglusveppnum getur einnig þurft að farga öllu innbúi. Í greinar- gerðinni kemur einnig fram að í kjölfar heilsufarsvandamála sökum myglusvepps geti atvinnuþátttaka, vinnuframlag og lífsþrek margra skerst. Myglusveppatjón geti sett líf fólks í óvissu og langan tíma geti tekið að ná fullum styrk og sambærilegum lífsgæðum aftur. „Svo virðist sem fá úrræði standi fólki til boða í aðstæð- um sem þessum og er nauðsynlegt að stjórnvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til að laga nauðsynlegt regluverk svo tekið verði tillit til þess skaðvalds sem myglusveppur innan- húss er og þess tjóns sem þeir geta valdið,“ segir í greinargerðinni. Myglan var falin Ásta segir myglusvepp geta verið mjög falið vandamál og að fólk sé oft lengi að átta sig á því að hann sé til staðar, enda sé hann ekki alltaf sjáan- legur. „Ég á gullfallega íbúð og bý ekki eins og rotta. Það er alltaf hreint og fínt hjá mér,“ segir Ásta sem gerði upp alla íbúðina eftir að hún keypti hana árið 2007. „Mygla er ekki eitthvað sem þú sérð strax. Myglan hjá mér var öll falin í lofti og veggjum svefnherbergis.“ Áður bjó fjölskyldan í kjallaraíbúð í sama húsi og þegar þau keyptu íbúð- ina á hæðinni þá vissi Ásta að það hefði verið einhver smá leki af svölun- um á hæðinni fyrir ofan. Það stóð hins vegar til að laga og það hvarflaði ekki að Ástu að ástandið gæti orðið jafn slæmt og það er í dag. „Það var búið að segja að það væri ekkert mál að gera við þetta en svo var framkvæmd- unum frestað aftur og aftur og það er enn ekki búið að gera neitt.“ Öll börnin urðu veik Ásta starfaði sem dagmamma en öll börnin sem voru í daggæslu hjá henni urði óeðlilega oft veik. Hún tók sýni úr svefnherberginu sínu og sendi Náttúrufræðistofnun Íslands, en í því greindist mygla. Í kjölfarið óskaði hún eftir því að heilbrigðiseftirlitið gerði úttekt á húsnæðinu. Var það gert en starfsmaður úrskurðaði að börn- unum stafaði engin hætta af raka- skemmdum og myglu á heimilinu. Ástu var einfaldlega ráðlagt að hafa svefnherbergið lokað á meðan börn- in voru hjá henni yfir daginn. Ásta og börnin hennar voru líka farin að finna fyrir þrálátum veikindum sem lækn- ar fundu ekki neinar skýringar á. Það var í raun Ásta sjálf sem áttaði sig á því að hún væri að glíma við eitrunaráhrif vegna myglu í húsnæðinu, eftir að hafa leitað sér upplýsinga um ein- kenni veikindanna á netinu. Þjást af kvíða og streitu Ásta vill að lögum um fjöleignarhús verði breytt þannig að þegar ágrein- ingur er um viðgerðir í fjölbýli og leitað er til Húseigendafélagsins, þá sé strax kallaður til fagaðili sem taki út húsnæðið. Í kjölfarið sé svo kveðinn upp úrskurður um þarf- ar viðgerðir, ef einhverjar eru. „Það er ólíðandi í þessum aðstæðum að svo lítill meirihluti eigenda hússins geti neitað viðgerðum. Að fólk þurfi að berjast svona lengi á meðan eign- ir þeirra skemmast enn frekar. Þetta ákall er fyrir alla landsmenn. Ég er ekki bara að berjast fyrir sjálfa mig, heldur alla aðra sem eru í þessum að- stæðum,“ segir Ásta sem vill einnig sjá breytingar á lögum um dómkvadda matsmenn. Hún er meðal annars ósátt við að hafa þurft að borga tæpa milljón króna fyrir ástandsskýrslu sem unnin var af einum slíkum, áður en hún fékk hana í hendurnar. „Ekki var hægt að vinna eftir þeirri skýrslu, en niðurstaða matsmanns var að ekki væri hægt að segja að nauðsynlegt væri að gera við. Niðurstaða matsins var: ástand hússins er almennt gott.“ Ásta segir það engan veginn standast miðað við hvernig íbúðin hennar lítur út. „Ég hef enga unun af því að aug- lýsa heimili mitt fyrir alþjóð. En ég hef ekki aðra kosti í dag, þar sem ég og börn mín erum heimilislaus, þrá- um eðlilegt heimilislíf og að réttlæti nái fram að ganga. Það eina sem við eigum yfirdrifið nóg af, eru áhyggjur, kvíði og streita,“ segir Ásta sem vonast til þess að barátta hennar skili sér og lögunum verði breytt til batnaðar sem fyrst. n Fólk bregst mismunandi við myglusvepp Myglusveppir, rakasæknar örverur eins og bakteríur og efni sem gufa upp í andrúmsloftið þegar byggingarefni eru rök, geta hlaðist upp í lofti innandyra og haft neikvæð áhrif á heilsu, á mismunandi vegu. Það er til dæmis mismunandi á milli tegunda hvaða áreiti þeir geta valdið. Hér eru dæmi um mismunandi áhrif myglu- svepps á fólk. n Ofnæmisviðbrögð - í sumum tilfellum er fólk með ofnæmi gagnvart myglu- sveppum einkenni og eru helstu einkenni þá: útbrot, nefrennsli, rauð augu, hnerrar, hóstar og önnur einkenni í öndunarfærum. Mjög fáir eru með ofnæmi fyrir myglu eða innan við tvö prósent. n Sýking - sveppasýkingar í lungum, ennisholum, og og fleira. Sveppasýkingar í blóði verða nær eingöngu hjá fólki sem hefur bælt ónæmiskerfi af einhverjum orsökum. n Eituráhrif - algengustu áhrif myglu- sveppa eru tengd eiturefnum sem þeir framleiða. Það eru til margar rannsóknir sem sýna fram á áhrif þessara eiturefna á heilsu manna og dýra. Þessi efni komast inn í líkamann við öndun, í gegnum húð eða við inntöku. Eituráhrifin valda bólguviðbrögðum í líkamanum sem gerir það að verkum að við finnum í upphafi til flensueinkenna. Við langvarandi áhrif verða einkennin sterkari og ýmislegt fer að breytast í líkamanum. (Fengið af vef Hús og heilsu) Einkenni sem geta komið fram Einkenni hjá fullorðnum einstaklingum: n Þreyta, eða sífelldur höfuðverkur, stundum eins og mígreni. n Ennisholubólgur, óþægindi og síendur- teknar sýkingar. n Hósti, þurrkur eða sviði í hálsi, eða sviði í lungum, hrotur,. n Tíð þvaglát, tíður niðurgangur eða aðrar meltingartruflanir. n Sjóntruflanir, minnistruflanir, snerti- skyn, doði og dofi í útlimum,ljósnæmni, rafmagnsviðkvæmni. n Jafnvægistruflanir, n Kvíði, þunglyndi, svefnvandamál. n Áreiti í slímhúð—öndunarfæri og melting. Niðurgangur eða harðar hægðir án skýringa. n Þroti, bjúgur n Húðvandamál, rauðir flekkir, þurrkur eða útbrot. n Liðverkir, stingir, eða aðrir óútskýrðir verkir. n Fæðuóþol, óþol gegn t.d. hnetum, brauði, msg, mjólkurvörum eða öðru (eykst). n Þyngdaraukning eða þyngdartap án skýringa n Tannverkur, bólgur í tannholdi, munnangur n Hálsbólga á morgnanna, þyngsli yfir höfði n Hárlos n Önnur einkenni eins og hjá börnum Einkenni hjá börnum: n Nefrennsli, hitasveiflur, eyrnaverkur, þrýstingur í eyrum (eins og hellur), n Hósti, astmi, lungnabólga, bronkítis n Höfuðverkur eða einkenni frá ennis- holum. n Útbrot (líkt exem), þurr húð, roða í kinnar, rauða flekki í framan, þurra bletti eða sprungna húð, kláði. n Sveppasýking á bleyjusvæði eða annars staðar nTíðar sýkingar, RS og bakteríur nVerk í fætur eða liðamót—oft framan á sköflungi eða í hnjám n Magakrampi, meltingartruflanir, niður- gangur eða harðlífi. n Óróleiki, athyglisbrestur og einkenni ofvirkni, einbeitingarskortur, skapbrestir. n Í slæmum tilfellum hægist á þroska og einkenni frá taugakerfi koma fram. n Fæðuóþol t.d mjólkurvörur ofl. (Fengið af vef Hús og heilsu) Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Ég á gullfallega íbúð og bý ekki eins og rotta. Það er alltaf hreint og fínt hjá mér. Heima hjá Ástu Myglusveppur á heimili Ástu var falinn í svefnherbergi hennar. Hér má glögglega sjá miklar rakaskemmdir. Raki Svo virðist sem leki af svölum á efstu hæð hússins, í gegnum steypuna og inn í íbúð Ástu. Berst við myglu Ásta vill ekki að fleiri þurfi að lenda í sömu ógöngum og hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.