Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 39
Lífsstíll 39Helgarblað 19.–22. september 2014 Fyrirbyggja klámkjaft og fyrirlitningu í Morfís Katrín Sigríður Steingrímsdóttir er mögulega fyrsti nýneminn til að sinna formennsku í Morfís K atrín Sigríður Steingríms- dóttir, nýr formaður Morfís – Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, vill koma í veg fyrir kvenfyrir- litningu, klámkjaft og aðra óæskilega hegðun í keppninni. Í fyrsta skipti í um áratug er kvenkyns formaður við völd í Morfís og ætlar hún sannar- lega að láta til sín taka. Þá má geta þess að Katrín Sigríður er einungis sextán ára, nýnemi við Menntaskól- ann í Hamrahlíð, og mögulega yngsti formaður Morfís frá upphafi. Morfíssprengja Katrín Sigríður segir hugmyndina á bak við lögin hafa kviknaði eftir at- vikið sem átti sér stað þegar Mennta- skólinn á Ísafirði og Menntaskólinn á Akureyri mættust í keppninni í febrúar síðastliðnum. Þá fékk stjórn Morfís senda kvörtun frá aðstoðar- skólameistara MA vegna framkomu keppenda MÍ gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, for- manni málfundafélagsins Hugins og liðskonu í liði MA. Voru samskiptin fyrir keppnina og ræða liðsstjóra MÍ talin einkennast af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar. „Þetta er ekki eina dæmið úr Morfís sem varðar klám- kjaft, kynferðislega áreitni, haturs- áróður eða árás gagnvart einstak- lingi í öðru liði. Fjölmörg önnur dæmi hafa komið upp. Þegar þetta mál kom upp í fyrra sprakk þessi Morfíssprengja og í kjölfarið stigu margir fram, aðallega konur, sem sögðust hafa lent í svipuðum árásum í Morfís,“ segir Katrín Sigríður. Siðareglur nauðsynlegar „Morfís er mjög málefnaleg keppni, fyrir utan þessi einstöku atvik sem koma upp,“ segir Katrín Sigríður. „Við viljum að keppnin haldist málefna- leg en fari ekki út í ómálefnalegan munnsöfnuð og athæfi sem er ógeð- fellt og til þess fallið að særa aðra. Keppnin á engan veginn að ganga út á það. Af þessum ástæðum þótti nauðsynlegt að setja lög gegn þessu.“ Varðandi þau viðbrögð sem stjórnin hefur fengið frá lagasetn- ingunni í síðustu viku segist Katrín Sigríður hafa orðið vör við nokkrar athugasemdir á þá leið að ekki sé þörf á slíkum reglum því athæfi á borð við þau sem hér hafa verið nefnd. Slík hegðun sé keppendum ekki til framdráttar og umræðan sem verði í kringum athæfið, líkt og kepp- endur MÍ upplifðu í fyrra, sé nógu mikil refsing. „En það er ekki nóg,“ segir hún. „Það þarf að hafa siðar- eglur í Morfís sem fyrirbyggir svona hegðun. Það er enginn keppandi í Morfís sem vill láta taka af sér dóm- araréttindin eða láta víkja sér eða liðinu úr keppni. Lögin ættu þess vegna að sporna við þessari hegðun, eða í versta falli að draga úr henni.“ Að öðru leyti segir Katrín viðbrögðin hafa verið almennt mjög góð og voru þau samþykkt af öllum sem viðstadd- ir voru aðalfund Morfís. Vildu banna Morfís Katrín Sigríður segir ástæðuna að baki lagasetningunni einnig vera að lagfæra orðspor keppninnar en það hafi beðið hnekki eftir umræðuna sem varð eftir atvikið á Ísafirði í fyrra. „Eftir þetta atvik varð Morfís bæði fjölmiðlum og netinu að bráð og fólk talaði um þetta sem ógeðslega og ómálefnalega keppni sem ætti í rauninni að banna. Okkur finnst þessi umræða ekki í lagi því Morfís er svo mikið meira en þessi einstöku atvik. Fólk sem fer á Morfís-keppnir segir oft að þetta sé mikið flottara en það bjóst við. Mikið sé lagt í keppn- ina og hún sé mjög málefnaleg. Það koma þessi leiðindaatvik inn á milli sem eyðileggja heildaryfirlit keppn- innar.“ Aðspurð hvort stelpur hafi al- mennt átt undir högg að sækja í Mor- fís segir Katrín Sigríður það fyrst og fremst birtast í þessum einstaka at- vikum. „Morfís er ekki keppni þar sem stelpur mega eiga von á því að lenda í einhverju svona. Það er ekki þannig. Stelpur sækja jafnt sem strák- ar í keppnina og kynjahlutföll eru vanalega mjög jöfn. Þetta byrjar nátt- úrlega í grunnskólunum en þar sækja stelpur í ræðukeppnir í meira mæli en strákar en síðan fá strákarnir hug- rekki til að sækja í þetta í framhalds- skóla. Þá jafnast þetta út. Eins og ég segi, þá eru þetta þessi einstaka til- vik og þegar þau koma upp þá verða stelpur frekar fyrir þeim en strákar. En auðvitað viljum við fyrir byggja allan klámkjaft og fyrirlitningu sama að hvoru kyninu því er beint.“ Mögulega yngsti formaðurinn Katrín Sigríður er sextán ára og nýnemi við Menntaskólann í Hamrahlíð. Óalgengt er að nýnemi sinni formennsku í Morfís og því ligg- ur beint við að spyrja; er Katrín Sig- ríður yngsti formaður Morfís frá upp- hafi? „Það er erfitt að segja til um hvort nýnemi hafi áður verið formað- ur Morfís því það er mjög erfitt að afla sér heimilda um allar fyrri stjórnir Morfís,“ svarar hún. „En ég get alla- vega sagt að það er mjög sjaldgæft að nýnemi sé valinn formaður.“ Katrín er hins vegar enginn ný- græðingur í ræðumennskunni enda hefur hún verið í ræðuliði Haga- skóla síðastliðin tvö ár. „Þar kviknaði áhuginn á Morfís og ræðumennsku. Í kjölfarið tók ég meðal annars þátt í Þrasinu síðasta sumar, sem er ræðu- keppni fyrir áhugafólk í anda Mor- fís, og gekk mjög vel. Þegar ég byrj- aði í MH var ég staðráðin í að reyna að komast inn sem busafulltrúi í mál- fundafélagið eða fara í Morfísprufur. Ég vildi allavega taka einhvern þátt í þessu. Síðan fyrir aðalfund Morfís var í raun enginn sem hafði tíma eða áhuga til þess að bjóða sig fram sem fulltrúi MH í stjórn Morfís þannig félagi minn í skólanum spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á því. Ég var algjörlega til í það en hafði bara ekki gert mér svo miklar vonir. Þannig að ég ákvað að slá til og var að lokum kosin í stjórn. Daginn eftir hittumst við í stjórninni, skipuðum í stöður og þar sóttist ég eftir því að verða for- maður.“ Hringadróttinn Katrín Sigríður hefur starfsheitið „ hringadróttinn“ í símaskránni og meðan beðið er eftir að hún svari í símann hljómar upphafsstef kvik- mynda Peters Jackson um Hringa- dróttinssögu. Blaðamaður var því ekki lengi að leggja saman tvo og tvo varðandi helstu áhugamál Katrínar. „Ég viðurkenni það fúslega að ég er mikill Lord of the Rings-aðdáandi,“ segir hún og hlær þegar blaðamaður spyr nánar út í þetta sérkennilega starfsheiti. Katrín er að auki algjört félagsmálatröll, ef svo má að orði komast, en hún hefur verið virk í æskulýðsstarfi síðan hún var í átt- unda bekk, sat á Kirkjuþingi unga fólksins og skráði sig nýlega í ung- liðahreyfingu stjórnmálaflokks. Hvað varðar önnur áhugamál segist Katrín lesa mjög mikið og þá segist hún í fullri alvöru hafa mjög gaman af því að læra, sérstaklega önnur tungumál. „Ég er á félags- fræðibraut en ég valdi MH einmitt vegna þess að þar get ég verið á fé- lagsfræðibraut en samt tekið nokk- ur tungumál sem valgreinar. Ég vildi nefnilega ekki fara á málabraut því ég hafði ekki áhuga á að læra meiri dönsku,“ segir hún kímin að lokum. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Morfís er mjög málefnaleg keppni, fyrir utan þessi einstöku atvik sem koma upp. Ungur formaður Afar sjaldgæft er að nýnemi sinni for- mennsku í Morfís. Mynd SigtryggUr ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.