Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Blaðsíða 17
Helgarblað 19.–22. september 2014 Fréttir Stjórnmál 17 n Engar heiðursmannaafsagnir hérlendis n Vafi ekki túlkaður gegn ráðherra Ó líkt því sem uppi er a ten- ingnum í nágrannalöndun- um styðjast íslenskir stjórn- málamenn við þá reglu um ábyrgð þeirra að hverjum manni sé sætt uns sekt sé sönnuð. Þannig er þessu ekki háttað víða um lönd eins og lesa má um í áttunda bindi skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis. Heiðursmannaafsagnir Í umræðum á Alþingi síðastliðinn þriðjudag um lekamálið og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur inn- anríkisráðherra vitnaði Steingrímur J. Sigfússon (VG) í eftirfarandi texta skýrslunnar: „Í grunninn byggist íslensk stjórnsýsla á „miðstýringu þar sem ráðherrann hefur alla þræði í hendi sér“. Ráðherrar njóta mikils sjálf- stæðis án þess að búa við ríkar kröfur um pólitíska og siðferðilega ábyrgð. Þetta er slæm blanda og í raun ávís- un á óábyrga meðferð valds. Hér- lendis hafa ekki tíðkast svokallaðar „heiðursmannaafsagnir þar sem ráðherrar hafa tekið afleiðingun- um af því að stjórnsýsla á þeirra veg- um hefur brugðist á einn eða annan hátt með því að segja af sér“. Í stað heiðursmannareglunnar hafa ís- lenskir stjórnmálamenn fremur vís- að í sakamannaregluna sem kveður á um að þeim eigi að vera sætt uns sekt er sönnuð: „[S]tjórnmálamenn [...] afsaka oftast ávirðingar sínar með því að reglur skorti eða [...] að enginn teljist sekur fyrr en sök sann- ast og vafi komi sökunaut í hag. Hér samsama þeir sig sakamanninum og einblína á lagabókstafinn. Þeir gefa því engan gaum að í stjórnmál- um á önnur regla að gilda, sú að vafi sé túlkaður gegn stjórnmálamann- inum, því að nálægðin ein við spill- ingu veldur trúnaðarbresti, en fullur trúnaður er undirstaða fulltrúalýð- ræðis.““ Höfundar þessa texta sem orða svo vel og í hnotskurn það sem hér á við, kjarnann í því, verða ekki sakaðir um að hafa sett þessi orð á blað með hliðsjón af lekamálinu því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út í apríl 2010.“ Erfið mál fyrir stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, brást við þessari til- vitnun um heiðursmannaafsagn- ir og sagði: „Ég vil líka segja hér vegna þess sem sagt hefur verið um heiðursafsagnir að þar er greinilega mun auðveldara um að ræða en í að komast. Og skyldi engan undra. Það hafa allir metnað til að skila vel af sér, eins og hefur verið komið inn á hér, þeim embættum sem þeir hafa tekið að sér að gegna. En við höfum svo sem alveg dæmin á undanförn- um árum um að maður hafi velt því fyrir sér hvort ekki væri tilefni til af- sagnar. Ef menn lenda til dæmis upp á kant við 98% þjóðarinnar í al- mennri atkvæðagreiðslu veltir mað- ur fyrir sér hvort það gæti verið kom- ið upp tilefni til heiðursafsagnar. Það varð ekki.“ Hér er líklegast að Bjarni vísi til fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-samninginn sem fram fór 6. mars 2010. Af þeim sem greiddu at- kvæði vildu 93 prósent fella samn- inginn úr gildi og slík niðurstaða gæti að mati Bjarna verið tilefni til afsagnar ráðherra eða ríkisstjórnar. Ekkert slíkt gerðist á þeim tíma. Þar var um pólitískan ósigur þáverandi ríkisstjórnar að ræða í einstöku máli en engin álitamál um sekt eða sak- leysi ráðherra. Lögregla rannsakar lögreglumálaráðuneyti Árni Páll Árnason (S) hóf umræðuna og sagði að reynt væri að leysa úr vandræðum Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra með því að koma í veg fyrir að hún axlaði ábyrgð á eigin verkum og aðstæð- um „… og þá þurfti frekar að brjóta upp ráðuneytið en að tryggja að ráðherrann axlaði pólitíska ábyrgð. Uppbrot innanríkisráðuneytisins er svo greinilega klæðskerasaumað að þessum flótta Sjálfstæðisflokksins frá pólitískri ábyrgð.“ Steingrímur J. Sigfússon (VG) átaldi það sem hann kallaði dóm- greindarleysi í málinu. „Lögreglu- rannsókn á ráðuneyti nánast án for- dæma er grafalvarlegt mál, hvaða ráðuneyti sem á í hlut. Ef hún beinist að ráðherranum sjálfum, aðstoðar- mönnum hans og æðstu embættis- mönnum, hvað þá ef í hlut á sjálft ráðuneyti lögreglu og dómsmála- ráðuneytið sem fer með réttarfars- mál í landinu, að það sæti rannsókn lögreglu, undirstofnunar, er svo frá- leit staða að ég skil bara ekki það dómgreindarleysi, reynsluleysi eða andvaraleysi sem þar var á ferð.“ Guðmundur Steingrímsson (Bf) hafði eftirfarandi um breytingar á innanríkisráðuneytinu að segja: „Hér er skipt upp fagsviðum vegna þess að ein manneskja hefur lent í vandræðum með stjórnsýslulegu ákvarðanir sínar. Það er sem sagt ekki þjóðarhagur sem ræður ferð, það er ekki hagur embættisins.“ Subbulegt – vandræðalegt Helgi Hrafn Gunnarsson (Pírata- flokkurinn) sagði það subbulegt að brjóta upp innanríkisráðuneytið í þeim eina tilgangi að reyna að bjarga pólitísku lífi eins tiltekins ráðherra. „Þvílík pólitísk meðvirkni er til skammar. Eina markmið þeirrar aðgerðar virð- ist vera að halda þessum tiltekna einstaklingi, hæstv. innanríkisráð- herra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, í ráðherrastól. Mér er fyrirmunað að ímynda mér hvaða heilvita manni þætti það málefnaleg ástæða.“ Brynhildur S. Björnsdóttir (Bf) sagði að leiðtogar yrðu að geta viður- kennt vanmátt sinn, axlað ábyrgð og stigið til hliðar: „Með því mundi hæstvirtur ráðherra sýna auðmýkt og styrk í senn. Það er sárt að horfa upp á atburðarás sem verður eigin- lega bara vandræðalegri og vand- ræðalegri með hverjum deginum sem líður.“ Tekur flokkurinn á málinu? Í umræðunni síðastliðinn mánu- dag taldi formaður Sjálfstæðisflokks- ins Alþingi ekki réttan vettvang fyrir innanbúðarmál í Sjálfstæðisflokkn- um. „Ég er hins vegar sjálfur þeirrar skoðunar að þetta sé tæplega vett- vangurinn til að ræða um það við formenn í stjórnmálaflokkum hvort þeir hafi gengið nægilega eftir því við eigin flokksmenn að þeir axli póli- tíska ábyrgð.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, taldi mikilvægt að ráðherrar, sem eru æðstu menn í ráðuneytum, æðstu menn fram- kvæmdarvaldsins, missi ekki al- mennt hæfi þegar að þeim er sótt. Vissulega getur verið vanhæfi hvað varðar sérstakt hæfi. Þess vegna er farin sú leið að færa málaflokka und- ir annan ráðherra sem er mjög eðli- leg leið. Það yrði minni stjórnfesta ef menn þyrftu alltaf að rjúka alla leið út úr framkvæmdarvaldinu vegna mála af þessu tagi. n „Hérlendis hafa ekki tíðkast svokallaðar „heiðursmannaafsagnir þar sem ráðherrar hafa tekið afleiðingunum af því að stjórnsýsla á þeirra vegum hefur brugðist á einn eða annan hátt með því að segja af sér“. Óábyrg meðferð valds Jóhann Hauksson johannh@dv.is Heiðursmannaafsagnir Hanna Birna Kristjánsdóttir vék aðstoðarmanni úr starfi og sté til hliðar sem dómsmálaráð- herra í lekamálinu. Telst það nægjanlegt? Mynd SigTryggur Ari Álitamál Hefðu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon axlað pólitíska ábyrgð ef þau hefðu sagt af sér eftir ósigur í Icesave-málinu snemma árs 2010? Vandinn Sem formanni Sjálfstæðisflokks- ins er Bjarna Benediktssyni vandi á höndum í lekamálinu. Mynd rEuTErS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.